Morgunblaðið - 04.02.2003, Qupperneq 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 29
✝ Hörður Jóhann-esson fæddist í
Reykjavík 8. nóvem-
ber 1927. Hann and-
aðist á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi
22. janúar síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Jóhannesar
G. Jóhannessonar, f.
29.9. 1901, d. 17.4.
1988, og Thelmu
Ólafsdóttur, f. 4.8.
1906, d. 8.5. 1957.
Hörður var næstelst-
ur bræðra sinna. Elst-
ur er Jóhannes Garð-
ar, f. 8.7. 1925, þá Hörður, síðan
Ólafur Helgi, f. 21.8. 1929, Þórir, f.
6.9. 1935, d. 8.12. 1994, og yngstur
er Gunnar Rafn, f. 25.7. 1945.
Tvær systur þeirra bræðra dóu í
æsku.
Eftirlifandi eiginkona Harðar er
Fanney G. Jónsdóttir, f. 23.3. 1927.
Börn þeirra eru: 1) Guðmunda Sól-
veig, f. 27.10. 1946, maki Björn Á.
Þorbjörnsson, f. 17.3. 1941. Börn
þeirra eru: a) Jóhanna Þorbjörg,
maki Valgeir Ingólfsson. Þau eiga
tvo syni. b) Hörður, maki Unnur B.
Friðriksdóttir. Þau eiga þrjá syni.
c) Jökull Fannar. 2) Eygló, f. 7.11.
1952, maki Þorkell Þ. Valdimars-
son, f. 27.9. 1952. Börn þeirra eru:
a) Þóra Svanhildur, maki Einar
Þór Skarphéðinsson. Þau eiga tvo
syni. b) Fanney. 3) Hulda Karitas,
f. 21.5. 1955, maki José Antonio
Rodriquez Lora, f. 30.4. 1952. Börn
þeirra eru: a) Viktor
Pétur, b) Sylvía Ósk,
og c) Jóhannes
Diego. 4) Brynja, f.
9.3. 1960, maki Skúli
G. Ingvarsson, f.
24.3. 1953. Börn
þeirra eru: a) Ingvar
Breiðfjörð, b) Harpa
Dröfn, unnusti Ólaf-
ur Eggert Jóhannes-
son. 5) Jóhannes
Gunnar, f. 11.7. 1964,
maki Steinunn Bald-
ursdóttir, f. 23.3.
1964. Barn þeirra
Lára Karitas.
Hörður lærði kjötiðn hjá Síld og
fiski í Reykjavík og starfaði við
það þar til hann flutti í Borgarnes
og tók til starfa hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga við sína iðn. Samfara
því byrjaði hann að starfa sem lög-
reglumaður. Hann stundaði nám
við Lögregluskóla ríkisins og
starfaði síðan sem lögreglumaður í
Borgarnesi eftir að hann hætti sem
kjötiðnaðarmaður. Síðar var hann
skipaður lögregluvarðstjóri og
starfaði sem slíkur þar til hann
varð að hætta vegna veikinda.
Þegar hann hafði náð sér eftir
veikindin hóf hann störf hjá Ís-
lenska járnblendifélaginu á
Grundartanga og starfaði hann
þar sem vaktmaður og lauk sinni
starfsævi þar.
Útför Harðar verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það var sumarið 1994 sem ég
kom í fyrsta skipti á heimili tengda-
foreldra minna í Borgarnesi, þeirra
Harðar og Fanneyjar. Það er ekki
ofsögum sagt að þar var einstak-
lega vel tekið á móti mér, ég var
bara allt í einu orðin ein af fjöl-
skyldunni. Þegar ég svo nokkrum
mánuðum seinna flutti í Borgarnes
og hóf búskap með Jóhannesi syni
þeirra átti ég hjá þeim öruggt at-
hvarf. Við þrjú spiluðum mikið
„kana“ svo að mörgum þótti nóg
um. Hörður var nú stundum
þreyttur á okkur Fanneyju „spila-
fíklunum“ því um tíma fór ég að
spila á Böðvarsgötunni á hverjum
degi eftir vinnu og stundum líka um
helgar.
Eitt af því sem ég dáðist hvað
mest að hjá Herði var hversu orð-
heppinn hann var, það var oft gam-
an að hlusta á þá feðga skiptast á
glettnum tilsvörum. Svo skemmti-
lega vill t.d. til að við Fanney erum
fæddar sama dag, með 37 ára milli-
bili. Eitt árið sagði Jóhannes við
pabba sinn: „Jæja, nú eiga þær af-
mæli á morgun, önnur verður sjö-
tug og hin sextug.“ Þá svaraði
Hörður um hæl: „Mér finnst það
skrítið, Jóhannes minn, eins og þú
ert nú ungur að þú skyldir endilega
þurfa að ná þér í svona gamla
konu.“ Já, það var oft glatt á hjalla.
Hin seinni ár fór heilsu Harðar
hrakandi en alltaf var glettnin til
staðar. Eftir að við Jóhannes eign-
uðumst svo litlu prinsessuna okkar,
hana Láru Karitas, tókst með henni
og Herði sérstaklega gott samband
og undir það síðasta ljómuðu augun
hans afa þegar sú litla söng fyrir
hann jólalögin. Núna segir Lára
Karitas: „Afi Hörður er hjá Guði og
Guð passar hann.“ Við hin þökkum
almættinu fyrir að hafa verið svo
lánsöm að eiga samleið með jafn
góðum og göfugum manni.
Guð blessi minningu tengdaföður
míns.
Steinunn.
Elsku langafi. Ég veit að núna
líður þér vel, þú ert ekki lengur
veikur, en ég sakna þín nú samt.
Við sungum alltaf „rokka billí“
saman, en þú verður bara að reyna
að kenna hinum englunum það svo
þeir geti sungið með þér. Ég ætla
að kveðja þig með bæninni minni:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Bless, afi minn, og ég skal passa
hana langömmu fyrir þig.
Þinn
Þorkell Már.
Elsku afi. Þinn tími hér með okk-
ur er víst liðinn, og mig langar að
kveðja þig hér í hinsta sinn, með
nokkrum orðum.
Hann var erfiður miðvikudagur-
inn sem þú kvaddir, ég kom til þín
upp á dvalarheimili eftir vinnu og
sat hjá þér í nokkurn tíma. Það var
gott að finna að þú vissir af okkur
og lést okkur vita af þér með því að
kreista höndina á okkur. Okkur var
þó ljóst, að það styttist í kveðju-
stund þína. Um sexleytið kvaddi ég
þig með þeim orðum, að við
mamma ætluðum að skreppa örlítið
heim til að borða og í sturtu og
sagði: „Bless afi, við sjáumst á eft-
ir.“
Það var varla liðinn klukkutími,
þegar hringt var heim. Við mamma
þutum út úr dyrunum heima og upp
á dvalarheimili en það var of seint,
þú varst farinn.
Það var erfitt, þegar við löbb-
uðum inn í herbergið til þín, en
jafnframt gott að sjá hve mikill
friður hvíldi nú yfir þér, þrautin var
á enda og núna ertu kominn á góð-
an stað, stað þar sem þér líður vel.
Elsku afi, fjölmörgum minning-
um skýtur upp í kollinum á mér
þessa stundina, sérstaklega minn-
ingum af Böðvarsgötunni, þar sem
við bjuggum í sama húsinu. Minn-
ingarnar geymi ég á góðum stað í
hjarta mér, stað sem tilheyrir þér.
Bless, elsku afi, takk fyrir allt
sem þú varst.
Fanney Þorkelsdóttir.
HÖRÐUR
JÓHANNESSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Útför elskulegrar systur minnar og frænku
okkar,
SVÖVU ÓLAFSDÓTTUR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánu-
daginn 27. janúar, fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 5. febrúar kl. 15.00.
Fjóla Ólafsdóttir,
Ólöf Björnsdóttir,
Ólafur Björn Björnsson,
Snorri Björnsson,
Guðrún Svava Björnsdóttir,
Fjóla Björnsdóttir.
Okkar ástkæra,
SVANLAUG HANNESDÓTTIR,
Birkivöllum 11,
Selfossi,
lést föstudaginn 31. janúar,
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Stefán G. Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
SNÆBJÖRN GUNNAR GUÐMUNDSSON
frá Skjaldvararfossi
á Barðaströnd,
lést sunnudaginn 2. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar.
Unnur Guðmundsdóttir, Stað.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SÆMUNDUR GÍSLASON,
Safamýri 46,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 2. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 13. febrúar
kl. 13.30.
Gísli Sæmundsson, Anna Día Brynjólfsdóttir,
Magnús Sæmundsson, Svandís Egilsdóttir,
Sæmundur Andri Magnússon,
Daníel Arnar Magnússon,
Gísli Aron Magnússon,
Jóhanna Gísladóttir,
Atli Magnús Gíslason,
Brynjólfur Gíslason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HÖSKULDUR BJARNASON
frá Burstafelli,
Drangsnesi,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
1. febrúar.
Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 6. febrúar kl. 13.30.
Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Hrafnistu í Reykjavík.
Anna Guðrún Höskuldsdóttir,
Gunnhildur Höskuldsdóttir, Erling Birkir Ottósson,
Jóhanna Björk Larsen, Hans John Larsen,
Bjarnveig Höskuldsdóttir, Ragnar Sigbjörnsson,
Friðgeir Höskuldsson, Sigurbjörg H. Halldórsdóttir,
Anna Guðrún Höskuldsdóttir, Guðmundur Ingvarsson,
Auður Höskuldsdóttir, Jón Anton Magnússon,
Halldór Höskuldsson, Sunna Jakobína Einarsdóttir,
afa- og langafabörn.
Frænka mín,
SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR,
Forsæludal,
er andaðist fimmtudaginn 30. janúar, verður jarðsungin frá Blönduós-
kirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 11.00. Jarðsett verður í heimagrafreit.
Sigríður Ragnarsdóttir.