Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir,
GUNNAR HESTNES
vélstjóri,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
28. janúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju
þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.30.
Þorbjörg Bjarnadóttir,
Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
ERLA KROKNES,
Langholtsvegi 4,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
1. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Steinþór G. Halldórsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og systkini.
Móðir okkar,
SVANHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudaginn 2. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fjóla Jóhannesdóttir,
Sólveig Jóhannesdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi,
bróðir, mágur og tengdasonur,
JÓN OTTI GÍSLASON
lögreglumaður,
Rauðagerði 22
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 6. febrúar kl. 13.30.
Berglind Eyjólfsdóttir,
Katrín Dagmar Jónsdóttir,
Jón Eyjólfur Jónsson,
Birna Dögg Jónsdóttir, Halldór G. Hauksson,
Þorsteinn Otti Jónsson,
Einar Gíslason, Halldóra Jóhannsdóttir,
Ragnar Gíslason, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Gísli Þór Gíslason,
Eyjólfur Jónsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, sambýliskona, stjúp-
móðir, dóttir og amma,
GUNNÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Gauksstöðum,
Garði,
var jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn
1. febrúar.
Aðstandendur þakka öllum þeim, er auðsýndu
samúð og vinarhug við andlát hennar og útför.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhannes Ingi Sigurðsson, Hjaltlína Pálsdóttir,
Þórunn Helga Sigurðardóttir,Gunnar Geirsson,
Ólafur Sævar Elísson, Sonja Dögg Ólafsd., Eva Rut Ólafsd.,
Kristín Ingimundardóttir
og Kristjana Margrét Jóhannesdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Heiðarvegi 59,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
laugardaginn 1. febrúar, verður jarðsungin frá
Landakirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00.
Ásgeir Lýðsson, Sólveig Guðnadóttir,
Brynhildur Lýðsdóttir,
Skúli Lýðsson, Áslaug Maríasdóttir
og fjölskyldur.
✝ Rúrik TheodórHaraldsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 14. jan-
úar 1926. Hann lést í
Reykjavík 23. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guðný
Kristjana Einars-
dóttir húsmóðir, f.
18. nóv. 1891, d. 9.
okt. 1964, dóttir Val-
gerðar Oddsdóttur
húsmóður frá Heiði,
Rangárvöllum, f. 14.
maí 1870, d. 15. júlí
1941, og Einars
Nikulássonar bónda á Búðarhóli í
A-Landeyjum, f. 29. apr. 1867, d. 4.
ág. 1950, og Haraldur Sigurðsson
trésmiður á Sandi í Vestmannaeyj-
um, f. 18. okt. 1876, d. 18. sep.
1943, sonur Guðbjargar Sigurðar-
dóttur, húsmóður frá Barkarstöð-
um í Fljótshlíð, f. 1848, d. 1921, og
Sigurðar Ólafssonar bónda að
Butru í Fljótshlíð, f. 1837, d. 1911.
Bræður Rúriks eru: Haraldur
Ágúst járnsmiður, f. 27. okt. 1919,
d. 16. okt. 1984, eftirlifandi maki
Vigdís Hannesdóttir húsmóðir, f.
27. okt. 1919, og Friðrik bakara-
meistari, f. 9. ág. 1922, maki Steina
Margrét Finnsdóttir, húsmóðir, f.
10. júní 1926. Systir Rúriks er Ása
húsmóðir, f. 12. júlí 1928. Maki
Þráinn Sigtryggsson vélstjóri, f. 3.
júní 1927. Hálfsystkini Rúriks
samfeðra eru Fjóla, f. 22. mars
1913, Unnur, f. 19. okt 1904, d. 14.
júlí 1991, Kalmann Steinberg, f. 8.
mars 1907, d. 24. nóv. 1975, Ragna
f. 24. sept. 1905, d. 11. maí 1966,
Sigurður Ólafsson (ættarnafn), f.
1945 til 1946 og nám við Central
School of Dramatic Art and
Speech Training at Albert Hall í
Lundúnum árin 1947 til 1950. Rú-
rik var einnig tónlistarmaður og
lék hann á trompet og fiðlu. Jónas
Dagbjartsson fiðluleikari kenndi
honum þegar hann byrjaði í lúðra-
sveit Vestmannaeyja. Rúrik var
síðar í hljómsveit Bjarna Böðvars-
sonar á árunum 1945 og 1946. Rú-
rik var máttarstólpi í íslensku leik-
listarlífi frá 1950 og fram á síðustu
ár. Hann var leikari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1946 til 1947 og 1950
til 1951. Hjá Þjóðleikhúsinu starf-
aði hann sem leikari frá árinu 1951
til 1995. Lék hann þar í tæplega
150 hlutverkum, síðast í leikritinu
Sannur karlmaður. Síðasta leikrit-
ið sem hann lék í á sviði var leik-
ritið Fjögur hjörtu sem sýnt var í
Loftkastalanum árið 1999 til 2000.
Hlutverk Rúriks í útvarpi og sjón-
varpi skipta hundruðum. Auk þess
lék Rúrik í fjölmörgum kvikmynd-
um, bæði innlendum og erlendum,
nú seinast í kvikmyndinni Stella í
framboði sem gerð var á síðasta
ári. Rúrik var í stjórn Félags ís-
lenskra leikara 1956–1957 og vann
hann ötullega allan sinn feril að
kjarabaráttu starfssystkina sinna,
ekki síst á árunum 1985–1990. Rú-
rik hlaut ýmsar viðurkenningar á
ferli sínum. Hann hlaut m.a. menn-
ingarverðlaun Þjóðleikhússins ár-
in 1960 og 1968, og listamanna-
laun Menningarsjóðs 1960. Þá
hlaut hann Silfurlampann, verð-
laun Félags íslenskra leikdómara,
árið 1970, fyrir túlkun sína á aðal-
hlutverkinu í leikritinu Gjaldinu
eftir Arthur Miller. Hann hefur
fengið heiðurslaun listamanna,
skv. ákvörðun Alþingis, frá árinu
2001.
Rúrik verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
10. ág. 1911, d. 5. apr.
1992, og Trausti, f. 15.
okt. 1909, d. 29. mars
1960. Hálfsystkini Rú-
riks sammæðra voru
Björgvin Sigurjóns-
son, f. 21. okt. 1911, d.
18. júl. 1992; Guð-
munda Margrét Sig-
urjónsdóttir, f. 13. júní
1913, d. 19. des. 1934;
Einar Valgeir Sigur-
jónsson, f. 4. júlí 1916,
d. 31. maí 1999.
Hinn 11. október
1951 kvæntist Rúrik
Önnu Sæbjörnsdóttur
hönnuði, f. 28. júlí 1928, d. 5. júní
1998. Eignuðust þau sex börn. Þau
eru: 1) Björn atvinnurekandi, f. 11.
nóv. 1950, kvæntur Guðfinnu
Karlsdóttur, f. 4. feb. 1958. Synir
þeirra eru Rúrik Karl, f. 19. maí
1987, og Birkir Örn, f. 19. maí
1994. 2) og 3) Stúlkubarn og svein-
barn, f. 28. júní 1953, annað dáið
29. júní 1953 og hitt 4. júlí 1953. 4)
Stúlkubarn, f. 19. apr. 1956, d. 20.
apr. 1956. 5) Haraldur Steinn flug-
umferðarstjóri, f. 25. mars 1959,
kvæntur Susan Palfreeman, f. 1.
feb. 1963. Dætur þeirra eru Helen
Ósk, f. 7. sept. 1992, Anna Krista, f.
7. apr. 1996, og Viktoría Sif, f. 17.
okt. 1998. 6) Ragnhildur leikkona,
f. 12. feb. 1964, gift Jóni Raymond
Miller iðnaðarverkfræðingi, f. 30.
jan. 1962. Sonur þeirra er Rúrik
Rafnar, f. 27. mars 1997, og dóttir
Vera Björk, f. 2. júní 2001.
Rúrik lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
árið 1943. Hann stundaði nám við
leiklistarskóla Lárusar Pálssonar
Nú ertu farinn frá okkur … tárin
streyma niður vangann við tilhugs-
unina. Hjartans elsku pabbi minn og
ég sem gat ekki verið þér hjá undir
það síðasta. Það særir mig meir en
nokkuð annað.
Að hafa ekki getað haldið í hönd-
ina á þér, faðmað og knúsað. Kallið
kom áður en það náðist, ég var rétt
ókomin. Mennirnir víst ákveða en
Guð einn ræður … Að heyra þig ekki
kalla mig framar „elsku krúsaling-
inn hans pabba“ nístir hjarta mitt.
Það er með erfiðismunum að ég
reyni að koma hugsunum á blað. En
það er huggun í sorginni að skrifa,
eflaust gerir það mér kleift að halda
áfram. Minningar og myndbrot
þjóta framhjá. Úr mörgu er að velja
því samrýnd vorum við feðginin. Ég
minnist sérstaklega síðastliðinna
fjögurra ára þegar við heimsóttum
þig árlega frá Oregon. „Ja þá var nú
þröngt um manninn þegar þriggja
manna fjölskyldan dvaldi mánuð í
senn á Skólabrautinni.“ Ferðatöskur
út um allt en aldrei kvartaðir þú!
Dásamlegar eru minningar frá dvöl
þinni hjá okkur haustið 2000. Mikið
var aðhafst þá, leikhúsferðir og
dagsferðir út um allt. Einkum eru
mér minnisstæðar okkar síðustu
samverustundir í haust. Yndislegan
tíma áttum við þá saman. Það var og
dýrmætur mánuður sem Rúrik
Rafnar og Vera Björk áttu með afa
sínum. Þó að við dveldum ekki hjá
þér í það skiptið eyddum við eins
miklum tíma saman og færi gafst. Á
kvöldin áður en þú gekkst til náða
hringdir þú ávallt í mig til að spjalla
eilítið, þakka fyrir daginn og eða til
að vita drög að næsta degi. Og ekki
breyttum við út af venjunni að fara
saman í leikhús meðan ég var heima.
Eins og alltaf höfðum við unun af að
diskútera leikinn, textann, handritið,
túlkunina og stykkið eins og það
lagði sig. Þar vorum við í essinu okk-
ar. Já þær eru víst orðnar ansi
margar sýningarnar sem við sáum
saman. Talandi um leiklistina. Þú
kenndir mér að meta það listform.
Þessa þrá eftir að túlka og skapa
erfði ég og frá þér. Mikið þótti okkur
báðum vænt um þegar við t.d. lékum
saman í leikritinu „Herbergi Verón-
iku“ sumarið 1995. Að vinna með
listamönnum sem þér var einstakt.
Af miklu gast þú miðlað. Aldrei
heyrði ég þig hallmæla öðrum eða
skipta þér af túlkun annara leikara.
Yfir slíkt varstu algjörlega hafinn.
Einstakt prúðmenni, tillitssamur,
ósérhlífinn, samvinnuþýður og geð-
góður. Dáður og elskaður af kolleg-
um okkar.
Ég er stolt af því að geta sagt að
þú hafir verið leikarastéttinni til
sóma. Ekki er það þó ætlun mín hér
að fara meir út í þá sálma, þeir
skipta tugum þeir samstarfsmenn
sem bera þér fallega söguna.
Mikill er missir leikarastéttarinn-
ar og þjóðarinnar að listamanninum
Rúrik Haraldssyni. Föðurmissir
okkar systkinanna mín, Steina og
Bjössa er þó mestur. Einnig er miss-
ir afabarnanna, tengdabarnanna og
systkina þinna mikill.
Með aðstoð hundraða ljósmynda
og fjölda myndbanda sem við eigum
af þér munum við Jón halda minn-
ingu þinni á lofti fyrir Rúrik og Veru
okkar um ókomna tíð.
Nú eruð þið mamma bæði horf-
in … Eflaust eruð þið nú saman á
nýjan leik og takið á móti okkur þeg-
ar okkar tími kemur.
Ég sé hvar þú kemur
í svörtum hjúpi
seiðandi máttinn úr
hjarta míns djúpi.
Og fyrr en mig varir
þú vefur mig örmum
og vanga minn snertir
svo tár drjúpa af hvörmum.
(Ragnhildur Gísladóttir.)
Kvæðið „Sorgin“ eftir hana ömmu
Rögnu segir meir en nokkur orð.
Drottinn blessi minningu þína
pabbi minn.
Þín elskandi dóttir,
Ragnhildur.
Kveðja frá Þjóðleikhúsinu
Einn fremsti listamaður þjóðar-
innar á sviði leiklistar, Rúrik Har-
aldsson, er látinn. Hann var einn
þeirra framvarða sem ruddi braut ís-
lenskrar atvinnuleiklistar og var
meðal þeirra fyrstu sem sóttu sér
menntun á erlenda grund í því skyni
að gera leiklistina að ævistarfi. Þeim
fækkar nú óðum þessum frumherj-
um, sem um áratuga skeið lögðu
grundvöllinn að atvinnumennsku í
leiklist og lífguðu leikbókmenntir
heimsins jafnt sem íslensk samtíma-
verk á fjölum Þjóðleikhússins allt frá
því um miðja síðustu öld og fram á
okkar dag.
Rúrik hóf feril sinn hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1946 en hélt fljótlega til
Lundúna, þar sem hann nam við
hinn virta leiklistarskóla Central
School of Speech and Drama, 1947–
50. Hann hóf að leika við Þjóðleik-
húsið 1951, varð fastráðinn leikari
við húsið 1956 og lék þar allan sinn
starfsferil. Hlutverkin urðu alls tæp-
lega 150 talsins.
Rúrik skapaði á ferli sínum sæg
ógleymanlegra persóna. Hann var
ákaflega fjölhæfur, jafnvígur á gam-
an og alvöru, þótt eftirminnilegustu
hlutverk hans í huga undirritaðs séu
öll á alvarlegri nótunum. Hann var
dramatískur leikari með mikla til-
finningalega dýpt en bjó yfir ótrú-
legum sveigjanleika og gat spilað á
eigin tilfinningar og persónuleika
eftir þörfum. Hann gat verið einlæg-
ur, hlýr og mildur þegar þess var
krafist en allra manna ógnvænleg-
astur og ægilegastur þar sem það
átti við.
Þegar augunum er rennt yfir fer-
ilskrá hans í Þjóðleikhúsinu kvikna
þær til lífsins, hver persónan á fætur
annarri. Hæst rís öldungurinn elli-
æri og brjóstumkennanlegi: Lér
konungur í leikriti Shakespeares,
þar náði hann harmrænni dýpt á
ógleymanlegan hátt.
Meðal annarra stærstu leikafreka
hans vil ég nefna túlkun hans á þrem
aðalhlutverkum í leikritum Millers:
Jón Proktor í Í deiglunni, Quentin í
Eftir syndafallið og Viktor í Gjaldinu
– fyrir það hlutverk hlaut hann Silf-
urlampann 1970 – allt frábærar kar-
akterstúdíur en innbyrðis gjörólík-
ar. Hann var skúrkurinn Satín í
Náttbóli Gorkís, Sólness byggingar-
meistari í samnefndu verki Ibsens
og James Tyrone í Dagleiðinni löngu
inn í nótt svo fátt eitt sé nefnt.
Rúrik naut sín vel í söngleikjum:
hann lék fyrstur manna Henry
Higgins á íslensku sviði í My Fair
Lady með glæsibrag og þótti sýna á
sér nýja og óvænta hlið sem popp-
stjarnan Billy í söngleiknum Tán-
ingaást. Þá lék hann fjölmörg
skemmtileg hlutverk í íslensku leik-
ritunum: Harald í Skugga-Sveini,
Feilan Ó. Feilan í Silfurtúnglinu,
Arnas Arnaeus í Íslandsklukkunni,
Lamba í Strompleiknum, Sine Mani-
RÚRIK
HARALDSSON