Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 33
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 33
FORELDRAR athugið. Miðvikudag-
inn 5. febrúar kl. 11, kemur Svan-
borg Egilsdóttir yfirljósmóðir í
heimsókn til okkar í safnaðarheim-
ilið. Hún mun ræða við mæður um
ýmislegt sem viðkemur þeim og
börnum þeirra. Einnig mun hún
svara spurningum foreldra. Það er
tilvalið fyrir foreldra að koma og
hitta aðra foreldra, fræðast og fá
ráðleggingar og deila einnig eigin
reynslu með öðrum. Það er opið hús
alla miðvikudaga kl. 11–12. Allir for-
eldrar velkomnir.
Selfosskirkja. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Foreldra-
morgnar
í Selfoss-
kirkju
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar.
Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni
bænastund gefst þátttakendum kostur á
léttum hádegisverði. Samvera foreldra
ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln-
um. Tólf sporafundur kl. 19 og opinn
bænafundur á sama tíma fyrsta þriðjudag
hvers mánaðar.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að
samverustund lokinni. 10–12 ára starf
KFUM-K kl. 17.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borg-
arastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og
spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er
stutt messa, fyrirbænastund kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12. Brids kl. 13.
Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20.
Bjarni Karlsson sóknarprestur talar. Efni:
Völd í ljósi biblíulegrar trúar. Gott að koma.
Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar.
Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð-
arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson
leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnars-
sonar, en sóknarprestur flytur Guðs orð og
bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá
Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og
hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi.)
Neskirkja. Fermingarfræðsla kl. 15. Litli
kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórn-
andi Inga J. Backman. Allir velkomnir. For-
eldramorgunn miðvikudag kl. 10–12.
Fræðsla: Þegar barnið veikist. Umsjón
hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni á
Seltjarnarnesi. Umsjón Elínborg Lárusdótt-
ir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst kl. 16.15–17.15. STN –
Starf fyrir 7–9 ára börn.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur máls-
verður, helgistund, heimsókn í Bókasafn
Kópavogs. KFUM&K í Digraneskirkju fyrir
10–12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslu-
salur opinn fyrir leiki kl. 16.30. Unglinga-
kór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa nám-
skeið kl. 10. (Sjá nánar:
www.digraneskirkja.is)
Fella og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safn-
aðarheimili á þriðjudagsmorgunn kl. 10–
12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur
djákna. Kaffi og notalegheit þar sem
heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um-
hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára
stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna,
spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitt-
hvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í
Rimaskóla kl. 20–22, fyrir unglinga í 8.
bekk. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, kl.
20–22, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl.
10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgunn
kl. 10 í safnaðarheimili Lindarsóknar, Upp-
sölum 3.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku-
lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming-
arbörn) kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á
vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgi-
stund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir
9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón
KFUK.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8.
og 9. bekkur kl. 20–22.
Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar í
Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl.
13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón
Þórdís djákni.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar 6–8 ára. Boltadagur. Sr.
Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Gott spjall heimavinnandi foreldra yfir
rjúkandi kaffibolla.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30– 19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
Aðaldeild KFUK. Fundur kl. 20. Allar konur
eru velkomnar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 3 (8. C
Brekkuskóla og 8. E Lundarskóla).
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
TÖLUVERT var um
árekstra um helgina en
alls voru tilkynnt til lög-
reglu 68 umferðaróhöpp
þar sem eignatjón varð. Færðin var
ekki með besta móti, víða mikil hálka
en þó voru 16 grunaðir um of hraðan
akstur. Einn þeirra ók á 97 km hraða
austur Suðurlandsbraut en þar er
leyfður hámarkshraði 50 km/klst. Um
tíuleytið á föstudagsmorgun var
hálka svo mikil á Höfðabakka við
Hólahverfið að bifreiðar og strætis-
vagnar komust ekki leiðar sinnar og
kalla þurfti út starfsmenn borgarinn-
ar til þess að salta.
Lögregla vill koma því á framfæri
við fólk að vera duglegt að skafa snjó
af rúðum en gott skyggni er nauðsyn-
legt þegar allra veðra er von.
Um helgina voru 10 ökumenn
grunaðir um ölvun við akstur og einn
um að aka undir áhrifum vímuefna.
Þeir voru sjö sem voru grunaðir um
að aka gegn rauðu ljósi og fimm sem
ekki virtu stöðvunarskyldu. Einn af
árekstrunum varð þegar ökumaður
ók gegn rauðu ljósi. Þá var ekið á
strætóskýli við Norðurströnd en bíll-
inn hafði runnið til í hálku.
70 manns mótmæltu
við bandaríska sendiráðið
Lögregla fylgdist með friðsamleg-
um mótmælum við styttu Jóns Sig-
urðssonar um hádegið á föstudag.
Þar voru um 14 einstaklingar sem
vildu fá þjóðgarð í stað Kárahnjúka-
virkjunar. Um tvöleytið á laugardag
voru um 70 manns, þegar mest var,
með mótmæli framan við bandaríska
sendiráðið. Fólkið söng og kallaði
mótmæli gegn innrás í Írak. Allt fór
vel fram og lokanir lögreglu voru virt-
ar.
Um sexleytið á föstudag var kona
um þrítugt handtekin fyrir þjófnað á
snyrtivörum fyrir rúmlega 11.000 kr.
í apóteki í miðborginni. Um tvöleytið
aðfaranótt laugardags var tilkynnt
um nokkra drengi sem voru að reyna
að opna hurð á myndbandaleigu í
austurborginni. Er lögregla kom á
staðinn var einn þeirra, 15 ára, fyrir
utan. Honum var ekið heim til sín og
rætt við foreldra hans. Tilkynnt var
um innbrot í bát við Grandagarð á
laugardagsmorgun. Úr bátnum var
stolið dýptarmæli, tölvuskakrúllum,
neyðarblysum og fleiru.
Um hálfníu á laugardagskvöld var
tilkynnt um tvo menn að stela brett-
um fyrir utan verslun í Skeifunni.
Lögregla ræddi við þá og skiluðu
mennirnir brettunum. Mennirnir
höfðu leikið sama leikinn helgina áður
en á myndbandsupptöku sáust þeir
hlaða brettum inn í bifreið.
Um helgina var tilkynnt um fjúk-
andi jólatré. Er fólki bent á að koma
jólatrjánum að notkun lokinni á mót-
tökustöðvar Sorpu til þess að koma í
veg fyrir skemmdir eða slys á fólki.
Lögregla hafði afskipti af þremur
mönnum á föstudagskvöld vegna
gruns um fíkniefnanotkun, einn
þeirra var undir 18 ára aldri. Eftir leit
í bifreið og fund á fíkniefnum var farið
í húsleit heima hjá þeim og fannst þar
meira magn fíkniefna. Haft var sam-
band við foreldra þess sem var undir
aldri og starfsmann barnaverndar-
nefndar.
Morðhótanir til nemanda í 10.
bekk með sms-skilaboðum
Kæra barst til lögreglu frá nem-
anda í 10. bekk á föstudag en hann
hefur verið að fá morðhótanir í far-
síma sinn frá skólafélögum og verið
lagður í einelti að hans sögn. Svo virð-
ist sem nokkuð sé um það að ungt fólk
noti farsíma til þess að senda óblíð
skilaboð með sms-skilaboðum. Ekki
er víst að allir geri sér grein fyrir því
að slíkar hótanir eru brot á 233. gr.
hegningarlaganna og varða þær sekt-
um eða fangelsi allt að 2 árum.
Á föstudagskvöld hringdi lögregla í
verslunareiganda einn í miðborginni
og bað hann að koma og slökkva á
kertum sem voru logandi innandyra.
Tilkynningar um hávaða innan sem
utandyra voru samtals 29. Á föstu-
dagskvöld var kallað eftir aðstoð lög-
reglu vegna hávaða frá unglinga-
partýi í austurborginni. Foreldrar
voru að heiman um kvöldið en komu
skömmu eftir miðnætti. Talsverður
fjöldi unglinga var á staðnum og var
öllum vísað út. Þó ekki hafi verið
margt um manninn í miðborginni og
ölvun almennt lítil var þó nokkuð um
afskipti lögreglu vegna ölvunar og
nokkrir gistu fangageymslur. Aðfara-
nótt laugardags hafði lögreglan af-
skipti af ölvaðri konu sem reyndi að
sparka í starfsmenn og gesti eins
skemmtistaðarins í miðborginni, var
henni ekið til síns heima. Um fjög-
urleytið sömu nótt var sparkað í höf-
uð manns fyrir utan skemmtistað á
Laugaveginum og hurfu gerendur á
brott út í nóttina. Maðurinn var flutt-
ur með sjúkrabifreið á slysadeild til
aðhlynningar. Vitni voru að atburð-
inum. Um sjöleytið á laugardags-
morgun kom lögregla fólki til aðstoð-
ar við Örfirisey en tilkynnt var um að
það hefði ekið vegarslóða niður við sjó
og fest bifreið sína og að brim gengi
yfir bílinn. Fólkinu var ekið heim og
ráðstafanir gerðar varðandi bifreið-
ina. Lögregla og slökkvilið var kallað
á vettvang vegna elds um hálfátta-
leytið á sunnudagsmorgun en kvikn-
að hafði í rusli og dekki í bílageymslu í
austurborginni. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn en talið er að um
íkveikju sé að ræða.
Sofnaði í bíó
Um níuleytið á sunnudagsmorgun
sást í eftirlitsmyndavélum þar sem
maður ýtti innkaupakerru með öðr-
um manni í og voru þeir á leið úr mið-
bænum. Í ljós kom að þar var maður
að koma konu sinni heim. Þeim var
gert að skila kerrunni.
Nokkru eftir miðnætti óskaði mað-
ur eftir aðstoð því hann hafði sofnað í
bíó en vaknað eftir að myndinni lauk
og þá var hann læstur inni. Rekstr-
arstjóri bíósins kom á vettvang og
opnaði en manninum var síðan ekið
heim.
Úr dagbók lögreglu 31. janúar – 3. febrúar
Ætlaði að aka konunni
heim í innkaupakerru
LÖGREGLAN lýsir eftir vitn-
um að umferðaróhappi er varð
á gatnamótum Barónsstígs og
Hverfisgötu í Reykjavík laug-
ardaginn 1. febrúar kl. 16:41.
Þarna varð árekstur gulrar
Mercedes Benz-fólksbifreiðar
sem ekið var norður Barónsstíg
inn á gatnamót Hverfisgötu og
rauðrar Toyota Cor-
olla-fólksbifreiðar sem ekið var
vestur Hverfisgötu inn á nefnd
gatnamót. Ágreiningur er um
stöðu umferðarljósa er óhappið
varð. Þeir sem upplýsingar
geta veitt um mál þetta eru vin-
samlega beðnir um að hafa
samband við lögregluna í
Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst
fyrir námskeiði í almennri skyndi-
hjálp miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20
í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er
heimil öllum 15 ára og eldri. Nám-
skeiðið tekur 4 kvöld eða 16 kennslu-
stundir. Meðal þess sem verður
kennt á námskeiðinu er endurlífgun
með hjartahnoði, hjálp við bruna,
beinbrotum, blæðingum úr sárum,
o.fl. Skráning er hjá Reykjavík-
urdeild RKÍ.
Á MORGUN
VINSTRI hreyfingin – grænt fram-
boð í Reykjavík boðar til fé-
lagsfundar 5. febrúar klukkan átta í
Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Á
dagskrá eru tvö mál, annars vegar
nýtt samkomulag um R-listasam-
starfið í Reykjavíkurborg og hins
vegar kosningabaráttan framundan.
Félagar í VG, búsettir í Reykjavík,
eru hvattir til að fjölmenna.
STJÓRNMÁL
6% lækkun á lyfjaverði
árið 2001
Þau mistök urðu við vinnslu á frétt
um bréf Samtaka verslunarinnar til
forstjóra Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, sem birt var í blaðinu í
gær, að lyfjaverð var í inngangi
fréttar sagt hafa hækkað um 6% á
síðasta ári. Í bréfinu sagði hins vegar
að lyfjaverð hefði lækkað um 6% árið
2001, eins og sagði síðar í fréttinni.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar á þessari misritun.
LEIÐRÉTT
Framkoma í fjölmiðlum. Stjórn-
endaskóli Háskólans í Reykjavík
stendur fyrir námskeiðinu „Sviðsljós
fjölmiðlanna“föstudaginn 7. febrúar
kl. 8.30–12.30. Hámarksfjöldi þátt-
takenda er 15 manns. Leiðbeinendur
á námskeiðinu eru Gísli Marteinn
Baldursson, þáttastjórnandi á RÚV,
og Hanna Katrín Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Stjórnendaskóla Há-
skólans í Reykjavík, fyrrverandi
blaðamaður á Morgunblaðinu
Á námskeiðinu verður farið í hvern-
ig bæta má árangur í samskiptum
við fjölmiðla. Farið verður í þætti er
lúta að undirbúningi efnis, hvernig
umfjöllun á við hverju sinni og hvaða
leiðir teljast skilvirkar til að koma
frétt og fréttatengdu efni á framfæri
við ólík tilefni. Fjallað verður um
hagnýta þætti er varða viðtöl í ljós-
vakamiðlum annars vegar og prent-
miðlum hins vegar. Þá verða þátt-
takendur þjálfaðir í viðtölum fyrir
framan myndbandstökuvél. Nám-
skeiðið er ætlað stjórnendum og sér-
fræðingum í atvinnulífinu sem vilja
bæta framkomu sína í fjölmiðlum og
ná skilvirkari og árangursríkari
samskiptum við fjölmiðlafólk. Nám-
skeiðið fer fram í Háskólanum í
Reykjavík, 3. hæð, föstudaginn 7.
febrúar kl. 8.30–12.30.
Skráning á námskeiðið fer fram á
vefsetri Stjórnendaskóla HR,
www.stjornendaskoli.is.
Þorrablót Ferðafélags Íslands
verður haldið dagana 8.–9. febrúar í
Reykholti í Borgarfirði Auk þess
skipuleggur FÍ dagsferðir, skíða-
ferðir og kvöldgöngu á fullu tungli í
febrúar. Hægt er að fylgjast með
starfinu á vefsíðu FÍ, www.fi.is - síðu
619 í textavarpinu eða með því að
skrá sig á póstlista FÍ fi@fi.is til að
fá fréttir af starfseminni.
Námskeið um landskrá fast-
eigna, sem er skrá sem er byggð á
nýju lagaumhverfi fyrir skráningu
fasteigna, verður haldið hjá Endur-
menntun dagana 11. og 13. febrúar.
Á námskeiðinu er farið í þýðingu
fasteignaskráningar, helstu reglur
um stofnun nýrra fasteigna í
Landskrá fasteigna. Kynntar eru
reglur um skráningu eignamarka
lands og mælingu þeirra. Farið er í
gegnum helstu reglur varðandi
skjalagerð fyrir Landskrá fasteigna
og hlutverk ýmissa skjala, s.s. stofn-
skjala, skráningartaflna og eigna-
skiptayfirlýsinga.
Frekari upplýsingar um öll nám-
skeið er að finna á vef Endurmennt-
unar, www.endurmenntun.is. Þar er
hægt að skrá sig á námskeið.
Á NÆSTUNNI