Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 38
ÍÞRÓTTIR
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
Keflavík - Hamar 113:74
Íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeild karla,
Intersport-deildin, mánudaginn 3. febr-
úar 2003.
Gangur leiksins: 6:0, 6:5, 14:5, 20:8,
28:16, 36:20, 46:26, 46:33, 54:33, 62:37,
74:47, 74:56, 76:56, 88:69, 99:71, 106:73,
113:74.
Stig Keflavíkur: Damon Johnson 21,
Guðjón Skúlason 20, Edmund Saunders
19, Gunnar Einarsson 15, Gunnar Stef-
ánsson 9, Sverrir Þór Sverrisson 8,
Magnús Gunnarsson 8, Davíð Þór Jóns-
son 6, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Falur
Harðarson 3.
Fráköst: 25 í vörn - 19 í sókn.
Stig Hamars: Keith Vassell 24, Marvin
Valdimarsson 15, Lárus Jónsson 11,
Svavar Birgisson 10, Svavar Páll Pálsson
9, Pétur Ingvarsson 2, Sigurður Einar
Guðjónsson 2, Hjalti Pálsson 1.
Fráköst: 19 í vörn - 13 í sókn.
Villur: Keflavík 18 - Hamar 19.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Er-
lingur Snær Erlingsson.
Áhorfendur: 173.
Grindavík - Skallagr. 97:80
Íþróttahúsið í Grindavík:
Gangur leiksins: 9:9, 19:10, 29:13, 40:17,
50:29, 53:36, 59:41, 63:49, 75:54, 83:63,
91:75, 97:80.
Stig Grindavíkur: Darrell Lewis 34,
Helgi Jónas Guðfinnsson 23, Guðmundur
Bragason 19, Páll Axel Vilbergsson 8,
Guðmundur Ásgeirsson 6, Bosko Bosko-
vic 4, Jóhann Ólafsson 3.
Fráköst: 33 í vörn - 14 í sókn.
Stig Skallagríms: Pétur Sigurðsson 28,
Darko Ristic 17, Valur Ingimundarson
13, Hafþór Gunnarsson 11, Milos Ristic 6,
JoVann Johnson 5.
Fráköst: 23 í vörn – 14 í sókn.
Villur: Grindavík 16, Skallagrímur 15.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Rúnar
B. Gíslason.
Áhorfendur: Um 100.
Njarðvík - ÍR 95:97
Íþróttahúsið í Njarðvík:
Gangur leiksins: 2:0, 4:6, 10:9, 15:15,
20:18, 25:22, 28:22, 30:29, 36:36, 41:43,
43:52, 47:58, 54:63, 56:65, 61:70, 69:70,
74:80, 79:82, 83:86, 85:90, 90:93, 95:95,
95:97.
Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 23,
Gary Hunter 22, Þorsteinn Húnfjörð 14,
Ragnar H. Ragnarsson 12, Friðrik Stef-
ánsson 10, Sigurður Þór Einarsson 8,
Halldór Rúnar Karlsson 6.
Fráköst: 15 í vörn - 17 í sókn.
Stig ÍR: Sigurður Þorvaldsson 23, Eu-
gene Christopher 21, Eiríkur Önundar-
son 20, Hreggviður Steinar Magnússon
16, Ómar Örn Sævarsson 8, Pavel Ermol-
inskij 5, Fannar Freyr Helgason 2, Ólaf-
ur Jónas Sigurðsson 2.
Fráköst: 16 í vörn - 4 í sókn.
Villur: Njarðvík 23 - ÍR 17.
Dómarar: Helgi Bragason og Georg And-
ersen.
Áhorfendur: Um 70.
Staðan:
Grindavík 16 14 2 1480:1303 28
Keflavík 16 12 4 1607:1324 24
KR 15 12 3 1331:1206 24
Haukar 16 10 6 1445:1374 20
Njarðvík 16 9 7 1316:1339 18
ÍR 16 9 7 1396:1413 18
Tindastóll 15 8 7 1340:1320 16
Snæfell 16 7 9 1297:1293 14
Breiðablik 16 6 10 1447:1499 12
Hamar 16 4 12 1479:1648 8
Skallagrímur 16 2 14 1296:1467 4
Valur 16 2 14 1238:1486 4
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Cleveland - Portland........................95:114
Toronto - LA Clippers.....................100:86
Atlanta - Orlando ...............................97:89
Minnesota - Philadelphia...................99:91
Houston - Sacramento.....................105:89
Denver - Memphis .............................93:78
JÚDÓ
Afmælismót JSÍ
Haldið í íþróttahúsi Hagaskólans.
Opinn flokkur karla
1. Heimir Haraldsson, Ármann
2. Gunnar B. Sigurðsson, JR
3. Jón Gunnar Björgvinsson, Ármann
+100 kg karlar
1. Heimir Haraldsson, Ármann
2. Ingibergur Sigurðsson, JR
3. Gunnar B. Sigurðsson, JR
-90 kg karlar
1. Mári Andersen, JR
2. Jón Gunnar Björgvinsson, Ármann
3. Karel Halldórsson, JR
-81 kg karlar
1. Baldur Pálsson, JR
2. Axel Jónsson, JR
3. Ragnar Stefánsson, JR
3. Jónas Blöndal, Ármann
-73 kg karlar
1. Snævar Jónsson, JR
2. Hrafn Helgason, UMFÞ
3. Hilmar Trausti Harðarson, KA
3. Þorvaldur Auðunsson, UMFÞ
-66 kg karlar
1. Heimir Kjartansson, JR
2. Einar Jón Sveinsson, UMFG
3. Ólafur Baldursson, Ármann
-60 kg karlar
1. Höskuldur Einarsson, JR
2. Darri Kristinsson, Ármann
3. Björn H. Einarsson, Ármann
-57 kg konur
1. Hjördís Ólafsdóttir, JR
2. Hjördís Heiða Ásmundsdóttir, JR
3. Helga Þórðardóttir, JR
-63 kg konur
1. Margrét Bjarnadóttir, Ármann
2. Eyrún H. Gísladóttir, JR
3. Katrín Ösp Magnúsdóttir, UMFÞ
3. Björg S. Hermannsdóttir, JR
-70 kg konur
1. Gígja Guðbrandsdóttir, JR
2. Anna Soffía Víkingsdóttir, JR
3. Ingibjörg Þ. Jóhannesdóttir, JR
Opinn flokkur kvenna
1. Anna Soffía Víkingsdóttir, JR
2. Gígja Guðbrandsdóttir, JR
3. Hjördís Ólafsdóttir, JR
3. Margrét Bjarnadóttir, Ármann
KRAFTLYFTINGAR
Íslandsmótið í bekkpressu, haldið í hús-
um B&L laugardaginn 1. febrúar 2003.
Kvennaflokkur
60 kg flokkur:
María Guðsteinsdóttir, 77,5 kg.
90 kg flokkur:
Freyja Kjartansdóttir 60 kg.
Karlaflokkar
67,5 kg flokkur:
Þorsteinn Magnús Sölvason 110 kg.
75 kg flokkur:
Hörður Arnarson 75 kg.
82,5 kg flokkur:
Domenico Alex Gala 180 kg.
Gísli Þrastarson 120 kg.
90 kg flokkur:
Hermann Hermansson 206 kg.
Axel Heiðar Guðmundsson 202,5 kg.
Jimmy Routhley 175 kg.
100 kg flokkur:
Hermann Haraldsson 190 kg.
Alfreð Björnsson 180 kg.
Skorri Rafn Rafnsson 150 kg.
110 kg flokkur:
Ingvar Jóel Ingvarsson 240,5 kg.
Terry Walsh 175 kg.
Haraldur Jóhann Þórðarson 150 kg.
125 kg flokkur:
Jón Björn Björnsson 220 kg.
Bjarki Þór Sigurðsson 190 kg.
Sigurður Fossdal 165 kg.
+125 kg flokkur:
Magnús Ver Magnússon 270 kg.
Kristinn Haraldsson 210 kg.
Baldur Erling Sigurðsson 190 kg.
BLAK
1. deild karla
Hamar - Stjarnan ................................. 0:3
(18:25, 23:25, 15:25)
Staðan:
Stjarnan 9 8 1 24:5 24
ÍS 9 7 2 22:9 22
HK 9 5 4 19:13 19
Þróttur R. 9 3 6 12:20 12
Hamar 10 0 10 0:30 0
ÚRSLIT
EINAR Hólmgeirsson, handknatt-
leiksmaður hjá ÍR, verður hugs-
anlega ekki meira með liðinu á leik-
tíðinni vegna meiðsla. Slíkt væri
mikið áfall fyrir Einar og ÍR-liðið
því hann hefur verið helsti marka-
hrókur þess á leiktíðinni og eina
örvhenta skytta þess.
Einar meiddist á hægri ökkla í
kappleik við Val í lok nóvember og
hefur alls ekki jafnað sig enn þá.
Hann lék þó a.m.k. einn leik með
liðinu áður en hlé var gert á Ís-
landsmótinu vegna heimsmeist-
aramótsins í handknattleik. Þá var
Einar valinn í æfingahóp Guð-
mundar Guðmundssonar vegna
mótsins og mætti á nokkrar æfing-
ar en féll síðan úr hópnum enda gat
hann lítið beitt sér við æfingar.
Það er liðband í ökklanum sem er
að gera Einari lífið leitt. Vera kann
að hægt sé að laga það með speglun
og þá gæti Einar verið klár í slag-
inn þegar kemur að úrslitakeppn-
inni. Reynist speglun ekki nægileg
þá verður ekki hjá því komist að
hann fari í uppskurð og þá er nokk-
uð ljóst að Einar leikur ekki meira
með ÍR-ingum fyrr en á næstu leik-
tíð. Reiknað er með að niðurstaðan
fáist fyrir lok vikunnar þegar Einar
kemst í skoðun hjá lækni sínum,
Brynjólfi Jónssyni, en hann kom
heim með íslenska landsliðinu í
handknattleik frá Portúgal í gær.
Einar ekki meira
með ÍR-ingum?
Einar Hólmgeirsson í leik
með ÍR gegn Þór.
Leikurinn var fjörugur alveg fráfyrstu mínútu. Liðin skiptust á
að skora, þeir Eiríkur Önundarson og
Eugene Christopher
voru heitir í byrjun
og hjá heimamönn-
um var Teitur Ör-
lygsson á skotskón-
um. Undir lok fyrsta leikhluta og í
byrjun þess annars virtust heima-
menn í Njarðvík ætla að ná undirtök-
unum í leiknum, en gestirnir sneru
leiknum sér í hag og fóru hreinlega á
kostum í öðrum leikhluta. Flest skot
rötuðu ofan í körfuna hjá Njarðvík-
ingum og allt gekk þeim í hag.
Pressuvörn gestanna skilaði þeim þó
nokkrum árangri og einnig var skot-
nýting þeirra framúrskarandi. Sig-
urður Þorvaldsson var öflugur á þess-
um kafla og setti niður 13 stig í
leikhlutanum og eins stóð Eiríkur fyr-
ir sínu. ÍR-ingar skoruðu 36 stig í öðr-
um leikhluta en Njarðvíkingar aðeins
22 og gestirnir höfðu því náð 11 stiga
forystu þegar flautað var til hálfleiks.
Njarðvíkingar hófu nú að reyna að
saxa á forskot gestanna. Gary Hunt-
er, sem hafði ekki verið áberandi í
leiknum, átti ágætan leik í þriðja leik-
hluta og reyndist gestunum erfiður
og Teitur hélt áfram að setja niður
stigin. ÍR-ingarnir héldu forystunni,
þó hafði hún minnkað í sex stig þegar
þriðja leikhluta var lokið. Fjórði leik-
hluti var æsispennandi. Njarðvíking-
ar lögðu allt í sölurnar til að ná gest-
unum. Þeir náðu að jafna, 95:95,
þegar mínúta var eftir af leiknum.
Sigurður Þorvaldsson kom gestunum
í 95:97 þegar 30 sekúndur voru eftir
og spennan í hámarki. Njarðvíkingar
fóru í sókn og þegar leiktíminn var
um það bil að renna út ætlaði Teitur
að reyna þriggja stiga skot, Eugene
Christopher fór í hann og truflaði
hann þannig að hann náði ekki skoti
og leiktíminn rann út. Heimamenn
voru ekki sáttir við þessa niðurstöðu,
því þeir töldu að Christopher hefði
brotið á Teiti en dómarar leiksins
voru ekki á sama máli og sigur gest-
anna í ÍR því staðreynd.
Eiríkur og Sigurður voru öflugir
hjá ÍR, en Teitur og Hunter voru
áberandi í liði Njarðvíkur. Heima-
menn virtust stundum fara nokkuð
fram úr sér því að þótt munurinn væri
ekki nema örfá stig skutu þeir þriggja
stiga skotum í gríð og erg án þess að
það skilaði þeim stigum sem þeir
þurftu.
„Við hittum mjög vel í dag og mínir
menn voru einstaklega einbeittir og
klárir í leikinn og það var það sem ég
vildi. Við ræddum það mikið fyrir
leikinn að þetta væri leikur sem yrði
að vinnast ef við ætluðum okkur að
komast ofar á töfluna. Við eigum nú
eftir að fá liðin sem eru fyrir ofan okk-
ur í heimsókn, þannig að það er góður
möguleiki fyrir okkur að komast enn
ofar áður en úrslitakeppnin hefst,“
sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR,
eftir leikinn í gærkvöld. Hann var
ánægður með hvernig liðið hans leik-
ur um þessar mundir. „Við erum
nokkuð sáttir. Við vildum vissulega
vera ofar í deildinni en þetta virðist
allt vera að smella saman núna. Það
búa miklir hæfileikar í þessu liði,
þetta er mjög reynslulítið lið en við
ætlum að komast eins hátt og við
mögulega getum.“
Grindvíkingar juku forskotið
Leikur botnliðsins og toppliðsinsvarð aldrei nein skemmtun í
gærkvöld þegar Borgnesingar mættu
í Röstina og heima-
menn í Grindavík
sigruðu örugglega,
97:80. Þeir náðu þar
með fjögurra stiga
forskoti í deildinni en KR getur
minnkað það í tvö stig með sigri gegn
Tindastóli á fimmtudag.
Það var ljóst strax í byrjun að
heimamenn ætluðu sér tvö stig og yf-
irburðir þeirra voru algjörir. Eftir
fyrsta leikhluta var komin 16 stiga
forusta og eftir rúmlega 6 mínútur í
öðrum leikhluta náðu heimamenn 26
stiga forustu, 46:20 og upprúllun í
uppsiglingu. Eitthvað voru heima-
menn værukærir í framhaldinu og
gestirnir vöknuðu reyndar aðeins til
lífsins og minnkuðu muninn á næstu
mínútum þannig að munurinn var
komin niður í 17 stig í hálfleik, 53:36.
Heimamenn nenntu varla að spila
seinni hálfleikinn og leikurinn í jafn-
vægi í þriðja leikhluta og til loka leiks.
Vel mátti heyra í þjálfara Grindvík-
inga í einu leikhléi þar sem hann lýsti
óánægju sinni með hvernig leikmenn
hans stóðu sig. Heimamenn hleyptu
gestunum aldrei nálægt sér og tóku
tvö stig en leiknum lauk 97:80.
„Við spiluðum frábærlega fyrstu
átta mínúturnar en síðan spiluðum
við illa í rúmar 30. Ég er óhress með
hvernig við spiluðum þennan leik sem
kannski þróaðist svona með þessu
kæruleysisyfirbragði eftir þessa byrj-
un. Við náðum þó tveimur stigum,“
sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga.
Bestur í liði heimamanna var Guð-
mundur Bragason en hjá gestunum
átti Pétur Sigurðsson frábæran leik
og sýndi oft góða takta. JoVann John-
son lék sinn fyrsta leik með Skalla-
grími. Hann náði sér ekki á strik en
ljóst var þó að sitthvað býr í honum.
Galsi í stórsigri Keflvíkinga
Galsinn var allsráðandi hjá Kefl-víkingum í gærkvöld þegar þeir
fengu Hamar í heimsókn. Eftir
snarpa byrjun varð
getumunur á liðun-
um greinilegur og
heimamenn skokk-
uðu í gegnum leikinn til 113:74 sigurs.
Hvergerðingar sýndu oft ágæta takta
en máttu sín lítils.
Þegar Edmund Saunders hafði tví-
vegis troðið með tilþrifum eftir send-
ingu fyrir ofan körfu gestanna losnaði
um spennu hjá Keflvíkingum. Þeir
léku sér í sókninni og gleymdu sér í
vörninni en náðu samt öruggri for-
ystu þegar Gunnar Stefánsson skor-
aði tvær þriggja stiga körfur á síðustu
fjórum sekúndum fyrri hálfleiks og
eina í upphafi þess síðari. Hvergerð-
ingar lögðu þó aldrei árar í bát og
leyfðu heimamönnum ekki að fara
mikið meira en 20 stig framúr en í lok-
in slógu Keflvíkingar í klárinn og
skoruðu 21 stig á móti 3 á síðustu mín-
útunum.
„Þetta er einn af þessum leikjum
sem þarf að vinna en ekki sá fallegasti
sem við höfum spilað,“ sagði Keflvík-
ingurinn Davíð Þór Jónsson eftir leik-
inn og hægt að taka undir það en það
kemur síðan í ljós hvort léttleikinn í
þessum leik hafi áhrif í bikarúrslita-
leiknum við Snæfell á laugardaginn.
„Ég held að það hafi verið gott að fá
svona leik fyrir úrslitaleikinn um
helgina. Til dæmis fékk Damon að
hvíla en það hefur verið mikið álag á
honum undanfarið.“ Fyrri leikur lið-
anna var sannkölluð þriggja skota
sýning þegar Keflavík skoraði 66 stig
af 137 stigum sínum þannig. Nú var
minna um slíkar flugeldasýningar og
lengi vel látið duga að afla nægilega
margra stiga til að vinna.
„Það er ekki erfitt að koma hingað,
frekar að erfitt sé að fara héðan,“
sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari og
leikmaður Hamars, eftir leikinn þeg-
ar hann var spurður um hvort erfitt
sé að mæta til leiks í Keflavík. Hann
var ekki sáttur við sína menn. „Við
höfðum enga trú á þessu og þá eigum
við ekki möguleika. Við verðum að
bæta úr því, erum með ágætis lið en
þegar við höfum tapað mörgum leikj-
um í röð fara menn að efast um að
þeir geti yfirhöfuð eitthvað. Við eig-
um enn von á að komast í úrslita-
keppnina og ætlum ekki að falla en
það eru sex leikir eftir og ef við töpum
þeim erum við í vondri stöðu. Við
munum samt koma tilbúnir í næsta
leik.“
ÍR-sigur í spennu-
leik í Njarðvík
ÍR lagði Íslandsmeistara Njarðvíkinga að velli í gærkvöld í spenn-
andi leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik þar sem úrslitin réðust
ekki fyrr en rétt undir lok leiksins. Gestirnir í ÍR höfðu yfirhöndina
lungann úr leiknum og náðu að halda henni í lokin þrátt fyrir harða
atlögu Njarðvíkinga. Lokatölur leiksins urðu 95:97.
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
Garðar
Vignisson
skrifar
Stefán
Stefánsson
skrifar
SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi
tefldi fram nýjum bandarískum leik-
manni, JoVann Johnson, gegn
Grindavík í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Hann kom til landsins í
gærmorgun í staðinn fyrir Donte
Mathis sem fór frá Borgnesingum
um helgina.
Að sögn Ólafs Helgasonar, for-
manns körfuknattleiksdeildar
Skallagríms, fékk Mathis tilboð frá
félagi í Slóveníu og fór þangað á
laugardaginn. „Við leystum hann
undan samningnum og fórum strax á
stúfana eftir manni í staðinn, og
fengum hann í tæka tíð fyrir leikinn í
Grindavík,“ sagði Ólafur.
JoVann Johnson er bróðir Dam-
ons, leikmanns Keflvíkinga, og Ólaf-
ur sagði að hann hefði hjálpað til við
að fá bróður sinn til landsins. JoVann
er 25 ára bakvörður, 1,91 m á hæð,
kemur frá Tennessee og lék með há-
skólaliðum þar og í Massachusetts.
Bróðir Damons
með Borgnesingum
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Esso-deild:
Seltjarnarnes: Grótta/KR – UMFA .........20
1. deild kvenna, Esso-deild:
Víkin: Víkingur – Fylkir/ÍR ......................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Kennaraháskóli: ÍS – Fjölnir ...............19.30
Í KVÖLD