Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10 b.i. 14 ára. / Sýnd kl. 10 b.i. 14 ára.
/
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍK
/
/ /
ÓHT Rás 2
DV
Sýnd kl. 5.50.
Ein umdeildasta og djarfasta
kvikmynd ársins er komin í bíó.
Stranglega bönnuð innan 16 ára
Náðu þeim í bíó í dag.
í mynd eftir Steven Spielberg.
Monica Bellucci
Sýnd kl. 5.40, 8 og
10.15. B. i. 14. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15.
2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar
DV
MBL
SV MBL
DV
MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Enskur texti
H.K DV
Kvikmyndir.is
Misstu ekki af vin-
sælustu mynd síðasta
árs í bíó
Tilboð 2 fyrir 1
H.L MBL
Rakarinn
(The Barber)
Hrollvekja
Kanada, 2001. Góðar stundir VHS. (90
mín) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn:
Michael Bafaro. Aðalhlutverk: Malcolm
McDowell, Jeremy Ratchford og Garwin
Sanford.
SKAMMDEGI, snævi þakin jörð
og svellkaldir norðanvindar virðast
vinsæl til áhrifaauka og sviðsetn-
inga í morðingjamyndum. Stutt er
síðan við fylgdumst með Al Pacino
reyna að góma klækjarefinn og
kvennamorðingjann sem Robin
Williams lék í Insomnia, en sú
mynd átti sér stað
í Alaska sem einn-
ig myndar sögu-
umhverfi Rakar-
ans, ágætrar
kvikmyndar sem
lýsir samskonar
eltingaleik FBI
lögreglumanns og
fjöldamorðingja.
Hér er það einn
vannýttasti stórleikari samtímans,
Malcolm McDowell, sem fer með
hlutverk blóðþyrsts rakara sem
villir á sér heimildir í fámennu
þorpi langt frá því sem almennt
kallast siðmenning. Fjöldamorð-
inginn, þetta frægasta sjúkdóms-
einkenni nútímans, er vinsælt við-
fangsefni en nokkrir hlutir gera
þessa fjöldamorðingjamynd áhuga-
verða og nokkuð sérstaka. Ber þar
fyrst að nefna þá staðreynd að
myndin er sögð frá sjónarhorni
morðingjans, ekki lögreglunnar,
sem er nokkuð sjaldgæft. Frá-
sagnaraðferðin skapar siðferðis-
legar spurningar þar sem skrímsl-
ið er staðsett þar sem áhorfendur
eru vanir að finna hetjuna, og því
vandasamt hvernig bregðast skal
við framvindunni: Heldur áhorf-
andinn með lögreglumönnunum,
sem eru frekar durgslegir allir
saman, eða morðingjanum sem er
áhugaverðasti og mest sjarmer-
andi karakterinn í myndinni, en
býr því miður við þann skapgerð-
arbrest að vera siðlaus skepna. Þá
er handritið ansi haganlega smíð-
að, skýrar og áhugaverðar persón-
ur eru skapaðar í þessu litla sam-
félagi og McDowell stendur sig
frábærlega í hlutverki rakarans.
Þetta er með öðrum orðum mynd
sem kemur á óvart. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Skæður
hárskeri
MYND Hals Hartleys, Monster,
kemur út á myndbandi í vikunni
en um er að ræða hálfíslenska
mynd sem þessi virti bandaríski
kvikmyndagerðarmaður tók upp
að hluta til á Íslandi. Mynd- in
skartar þar að auki all-
nokkrum íslenskum leikur-
um og ber þar fyrstan að
nefna Baltasar Kormák
sem er í veigamiklu hlut-
verki í myndinni.
Monster er sjöunda
mynd Hartleys í fullri
lengd en auk þess að vera
kvikmyndagerðarmaður
starfar hann sem kennari
í kvikmyndafræðum og
-gerð við Harvard-há-
skóla.
Friðrik Þór Friðriks-
son er skráður framleiðandi
myndarinnar ásamt Francis Ford
Coppola en það var Friðrik sem
átti upphaflegu hugmyndina að
gerð myndarinnar og lagði fram fé
til handritsgerðarinnar.
Af öðrum athyglisverðum mynd-
um sem út koma í vikunni má svo
nefna The Importance of Being
Ernest sem byggð er á margfrægu
leikriti Oscars Wildes.
Það eru þrjár nýjar myndir á
meðal þeirra vinsælustu á leigun-
um þessa dagana. Þrátt fyrir að
vera afar ólíkar eiga þær það allar
sameiginlegt að slá fremur á létta
strengi en þunga. Orange County
er gráglettin mynd um ungan
mann og síð-
ustu augnablikin í
ábyrgðarleysi áður en alvara há-
skólanámsins tekur við, Eight
Legged Freaks er ófreskjumynd
af gamla skólanum um gamansama
glímu grandalausra manna við
risakóngulær og Joe Somebody er
ekta Tim Allen-mynd í anda gömlu
þáttanna hans um Handlaginn
heimilisföður, enda er leikstjóri
myndarinnar og samstarfsmaður
Allens til margra ára, John Pasq-
uin, einn af höfundum þáttanna
vinsælu.
Vinsælasta myndin á leigunum
er þó eftir sem áður The Sum of
All Fears þar sem Ben Affleck
spreytir sig í fyrsta sinn í hlut-
verki leyniþjónustumannsins Jacks
Ryans, og fetar þar í fótspor Alecs
Baldwins og Harrisons Fords.
Íslenskt sam-
tímaskrímsli
Baltasar Kormákur leikur geggjaðan vísindamann í Monster.
!"!#$ %
!"!#$ &
!
!"!#$
!"!#$ %
!"!#$ %
'()
"
!"!#$
!"!#$ %
%
!"!#$ &
!
&
!
&
!
*
%
%
+
'
!
'
!
'
!
+
+
+
+
'
!
'
!
'
!
'
!
'
!
'
!
'
!
'
!
+
+
'
!
'
!
! "
#
" #%#
&
'
%#(
)***+ %
$#
&
!
Monster kemur út á myndbandi
Caminha, Portúgal, 1. febrúar. Við hugsum hananum þegjandi þörfina
og viljum helst breyta honum í bollur eða stoppa hann upp. Hann vekur
okkur fréttamennina hér í Caminha á litla sveitahótelinu með háværu
galinu klukkan fimm á morgnana. Í raun erum við þó þegar löngu vakn-
aðir, því hótelið er nánast ókynt og vakna menn reglulega upp, skjálf-
andi á beinum, og eru svefnvana þegar fyrsta hanagalið ómar í eyrunum.
Dagbók ljósmyndara
Morgunblaðið/RAX
Við fyrsta hanagal
Baran Þroskasaga frá Íran er harla
óvenjulegt efni á myndbandamark-
aðnum og vel þegið.
Forvitnileg og framandi. tækifæri
til að virða fyrir sér framandi
mynd.(S.V.)
Varðliðar Texasríkis /
Texas Rangers Lítur prýðilega út en atburðarásina
skortir kjöt á beinið. Úr verður for-
vitnilegur leikhópur og ætti útkom-
an að hugnast velflestum vestra-
unnendum. (S.V.)
Himinn og jörð að farast /
Sky is Falling Ein af þessum litlu myndum sem
leyna á sér, byrja e.t.v. ekki of vel,
en luma á fínum persónum og
óvenjulegri atburðarás. Bráð-
skondin mynd á köflum, sem þó
skilur mátulega lítið eftir sig. (H.J.)
Græni drekinn /
Green Dragon Lágstemmd og vel gerð mynd um
hlið á Víetnamstríðinu sem ekki
hefur verið ofarlega á baugi í þeim
fjölmörgu myndum sem gerðar
hafa verið um þennan afdrifaríka
viðburð í sögunni. Sjónum er beint
að þeim þúsundum Víetnama sem
flúðu heimaland sitt og hlutu hæli í
Bandaríkjunum. (H.J.)
Maðurinn frá Elysian
Fields / The Man from
Elysian Fields Tilfinningaflækja miðaldra karl-
manns, sem neyðist til að horfast í
augu við að hafa ekki upp á annað
að bjóða en líkama sinn, er sann-
færandi, einkum vegna frábærrar
frammistöðu Andy Garcia og Micks
Jaggers. (S.G.)
GÓÐ MYNDBÖND
Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn
Guðmundsson
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn