Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 123456743519877123 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 8 2 BJÖRGVIN Þorsteinsson hrl. og verjandi Árna Johnsen segist óánægður með hversu þungur dómurinn yfir Árna er. „Ég var að vonast til að hann yrði skilorðs- bundinn, alla vega að verulegu leyti.“ Spurður hverju hann telji Hæstarétt byggja þyngingu dóms- ins á segir hann að Hæstiréttur líti dóminn greinilega mjög alvarlegum augum og telji Árna brotlegan í opinberu starfi og það sé ábyggi- lega til verulegrar þyngingar. Árni er sakfelldur fyrir fjögur atriði til viðbótar í Hæstarétti og dómurinn þyngdur um níu mánuði án skilorðsbindingar. „Það er engin skilorðsbinding. Annaðhvort varð hann að vera skil- orðsbundinn að öllu leyti eða mjög verulegu leyti til þess að það væri heimilt. En þeir líta til þess að þarna er um að ræða brot í op- inberu starfi og þess vegna er hann ekki skilorðsbundinn,“ segir Björgvin. Hann vill ekki fullyrða hvort hér sé um tímamótadóm að ræða í sögu Hæstaréttar þótt vissulega hafi ekki margir dómar um slík málefni gengið hér á landi. Hann segist þó telja líklegt að dómurinn sé fordæmisgefandi um ábyrgð manna í opinberum störfum. Björgvin Þorsteinsson hrl. verjandi Árna Johnsen Vonaðist eftir skilorðsbundn- um dómi Morgunblaðið/Þorkell Björgvin Þorsteinsson, verjandi Árna Johnsen, les yfir dóm Hæstaréttar. „ÞETTA lá ljóst fyrir allan tímann, þar sem rangur maður var ákæður frá upphafi. Ég átti aldrei neina aðild að þessu máli og það var vitað. Hins vegar kom mér mjög í opna skjöldu að ríkissaksóknari skyldi hafa áfrýjað öllu málinu í heild sinni, vegna þess að það lá fyrir að það voru mistök að gefa út ákæru á hendur mér frá upp- hafi,“ segir Stefán Axel Stefánsson, sem sýknaður var í Hæstarétti í gær. „Mér þætti mjög gaman að fá að vita hvernig í ósköpunum hið op- inbera hyggst ætla að reyna að laga mannorð manns eftir þetta.“ Varð- andi hugsanlegt bótamál segir Stefán lögmann sinn hafa tjáð sér að erfitt gæti orðið að reka þannig mál fyrir dómi, þótt það lægi fyrir að vitlaus maður hefði verið ákærður. „Þetta er bara nokkuð sem verður að skoða. Ég get ekki séð að það sé nokkuð hægt að gera þegar svona er.“ Stefán Axel Stefánsson „Átti aldrei neina aðild að þessu máli“ TÓMAS Tómasson, einn hinna ákærðu, segist ekki hafa átt von á öðru en að úrskurður Hæstaréttar færi á þennan veg. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms sem sýknaði Tómas af ákæru um meinta hlutdeild hans í starfi sínu sem verkfræðingur hjá Ístaki í meintum umboðssvikum og fjár- drætti Árna Johnsen í opinberu starfi sem formaður bygging- arnefndar Þjóðleikhússins. „Ég var mjög hissa þegar ég fékk þessa ákæru í fyrra og vissi ekki til þess að ég hefði gert nokkurn skap- aðan hlut af mér, enda hefur það komið á daginn.“ Hann segir það alvarlegt mál þeg- ar menn fái á sig ákæru og mikil ábyrgð hvíli á embættismönnum sem gefi þær út. „Mér hefur nú skilist á lögmönn- um að það sé nú yfirleitt ekki gert nema það séu mjög sterkar líkur á sakfellingu. En þetta reyndist hald- laus ákæra,“ segir Tómas. Tómas Tómasson „Reyndist hald- laus ákæra“ HART var deilt um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á borgarstjórn- arfundi í gærkvöld og um hvort eðli- legt sé að skoða skuldastöðu borg- arsjóðs eingöngu eða allan samstæðureikning borgarinnar, þ.e. stöðu borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði hreinar skuldir borgarinnar án lífeyrisskuldbind- inga hafa hækkað um 1.100% á sama tíma og sambærilegar skuldir ríkis- ins hafi lækkað um 13%. Það væri veik málsvörn að segja það ósann- gjarnt að skoða skuldastöðu sam- stæðureiknings borgarinnar. Slík málsvörn byggist á að slá ryki í augu fólks. „Hún breytir ekki heldur þeirri staðreynd að tölurnar sem við nefnum eru réttar og þróunin sem við lýsum er rétt,“ sagði Björn. Þórólfur Árnason, nýr borgar- stjóri, sagðist hafa rætt við menn sem stýra m.a. reikningshaldi og bókhaldi borgarinnar frá því hann varð borgarstjóri. „Ég tel mig alveg umkominn þess að segja að við fyrstu sýn er allt hér í mjög góðu lagi. Að búa til efasemdir um slíkt er ósmekklegt finnst mér,“ sagði Þór- ólfur. Óskaði hann eftir faglegri um- ræðu og að hætt yrði að bera saman epli og appelsínur þegar fjármál borgarinnar eru til umfjöllunar. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R- lista, sagði að um síðustu áramót hafi borgarsjóður skuldað 16,7 milljarða, eða 388 milljónum króna meira en þegar R-listinn tók við völdum árið 1994. Á sama tíma hafi verið ráðist í fjárfestingar fyrir 33 milljarða. Rétt sé að borgin eigi stór og öflug fyr- irtæki sem hafi ráðist í umfangsmikl- ar fjárfestingar, sem að hluta til hafi verið fjármagnaðar með lánsfé. „Það er rétt að skuldbindingar þessara fyrirtækja hafa á tímabilinu aukist um 34 þúsund milljónir,“ sagði Helgi. Fyrirtækin hafi ráðist í fram- kvæmdir fyrir 42 milljarða, 8 millj- arðar hafi verið fjármagnaðir með eigin fé og 34 milljarðar verið teknir að láni. Borgarsjóður hafi aftur á móti fjármagnað alla sína uppbygg- ingu síðustu 8 ár án þess að auka skuldir svo neinu nemi. Björn sagði að frá 1994 hafi 24 milljarðar króna verið færðir frá fyr- irtækjum í eigu borgarinnar í borg- arsjóð í því skyni að styrkja sjóðinn í samanburði við aðra sveitarsjóði. Því gæfi samstæðureikningurinn gleggri mynd af stöðu borgarinnar. Neytendur greiða skuldir OR Guðlaugur Þór Þórðarson, D-lista, sagði rangt af meirihlutanum að halda því fram að skuldir borgarfyr- irtækja kæmu borgarbúum ekki illa. Helgi Hjörvar sagði skattgreiðendur í Reykjavík þurfa að axla skuldir borgarsjóðs en skuldbindingar Orkuveitu Reykjavíkur muni orku- kaupendur greiða í orkureikningum sínum og það séu ekki eingöngu skattgreiðendur í Reykjavík. Skuld- setningin hafi ekki leitt til hækkandi orkuverðs heldur hafi orkuverð lækkað. Guðlaugur sagði athyglisvert að heyra borgarfulltrúa R-listans tala um að neytendur OR þurfi að greiða skuldsetningu fyrirtækisins. „Það er augljóst af orðum borgarfulltrúans að þetta er hið besta mál, nú erum við að færa þetta yfir á aðra neyt- endur heldur en bara þá sem eru hér í Reykjavík,“ sagði Guðlaugur. Undir lok umræðunnar sagði Björn skýringar á skuldsetningunni ekki hafa komið fram, en tölurnar sem sjálfstæðismenn hafi sett fram hafi hlotið viðurkenningu og það væri mikilvægt. Segja meirihlutann hafa viðurkennt skuldaaukningu Nýr borgarstjóri segir fjármál borgarinnar í mjög góðu lagi við fyrstu sýn Morgunblaðið/Kristinn Þórólfur Árnason borgarstjóri sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í gær. ÞÓRÓLFUR Árnason, nýr borg- arstjóri Reykvíkinga, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í gær. Fund- urinn hófst með því að Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, bauð Þórólf velkominn til starfa og óskaði honum góðs gengis í vanda- sömu starfi. Þórólfur óskaði eftir góðu samstarfi við borgarfulltrúa og sagðist hlakka til að vinna með þeim. „Ég hef dáðst að því fólki sem hefur boðið sig fram í almannaþágu og nú þegar ég hef verið kallaður í slíkt starf ætla ég að gera mitt besta til þess að vinna fyrir hagsmuni Reyk- víkinga, eins og þið hafið gert,“ sagði nýi borgarstjórinn. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, tók undir með nýjum borgarstjóra um gildi góðs samstarfs í borgarstjórn og sagði að í fjöl- miðlum hafi komið fram að Þórólfur hafi, til undirbúnings störfum sín- um, rætt einslega við alla borgarfull- trúa R-listans. „Á hinn bóginn hefur hann ekkert samband haft við okk- ur, sem sitjum í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og því ákváðum við að leggja skriflegar spurningar fyrir nýja borgarstjórann á fyrsta fundi hans með borgarráði síðastlið- inn þriðjudag,“ sagði Björn. Þórólfur sagði athugasemd Björns beinskeytta og hann myndi svara á sama hátt. „Ég ræð hverjum ég býð heim til mín, Björn Bjarnason borgarfulltrúi. Að ég hafi boðið eins- lega nokkrum aðilum til mín í janúar og upplýst um það í fjölmiðlum, ég tel ósmekklegt að væna mig þar með um að ég vilji ekki samstarf við minnihlutann,“ sagði Þórólfur og kvaðst myndi svara spurningum sjálfstæðismanna í borgarráði. „Ég ræð hverjum ég býð heim til mín“ Viðbrögð við Hæstaréttardómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.