Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAGADEILD Háskóla Íslands mun bjóða upp á nýjung í laganámi í haust með alþjóðlegu meistaranámi í lög- fræði á ensku. Meist- arastigið hefur verið fjögur ár í undirbún- ingi og stendur til boða erlendum lög- fræðingum sem hafa lokið lagaprófi úr við- urkenndum háskólum og íslenskum lögfræð- ingum, sem hafa út- skrifast úr lagadeild HÍ eða eru að ljúka námi þaðan. Meistarastigið er 45 einingar og miðað við að það taki tvö ár en unnt er að ljúka því á þremur misserum. Meðal námsefnis er hafréttarfræði, alþjóð- legur umhverfisréttur og réttarsaga. Enn- fremur verður kennd- ur upplýsingatækni- réttur, alþjóðlegur höfundaréttur, Evr- ópuréttur og fleira. Kennarar verða ís- lenskir og erlendir og er búist við allt að 20 meistaranemum nú í haust og jafnvel fleiri í framtíðinni. Umsókn- arfrestur er til 15. maí. Gefinn hefur verið út veglegur bæklingur um meist- aranámið og verður honum dreift markvisst í erlenda háskóla í sam- starfi við Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins en að sögn Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors og for- manns meistaranáms- nefndar er lagadeildin að bjóða upp á námið í samkeppni við erlenda háskóla. Mikil áhersla er lögð á hæfni kenn- ara, sem verða að standast kröfur um framhaldsmenntun eða umtalsverða reynslu af faginu auk enskukunnáttu. „Við leggjum einnig mjög mikla áherslu á breytt- ar kennsluaðferðir með því að draga úr fyrirlestraforminu og auka vægi verkefna- vinnu,“ segir hann. „Við teljum að þessi námsleið sé tímanna tákn og mikil lyfti- stöng fyrir lögvísindi í landinu.Við viljum taka þátt í evrópsku lagaumhverfi sem hef- ur boðið upp á víðtæk- ari samskipti milli lög- vísindamanna og lögfræðinga.“ Segir hann gífurlega mik- ilvægt fyrir íslenska lögfræðinga að eiga þess kost að þjálfa sig til að geta staðið jafn- fætis starfssystkinum erlendis og jafnframt þjálfa sig til starfa á er- lendum vettvangi hjá ýmsum evr- ópskum og yfirþjóðlegum stofn- unum eins og færst hefur í vöxt. „Við viljum fyrst og fremst bregð- ast við þessu, og auka fjölbreytni fyrir nemendur og kennara í laga- deild og gera íslenska lögfræðinga færari til að fást við dagleg störf í breyttum heimi með vaxandi kröf- um um lögfræðiþekkingu.“ Stór áfangi í sögu lagadeildar Eiríkur Tómasson deildarforseti lagadeildar segir hér um stóran áfanga í 95 ára sögu lagadeild- arinnar að ræða. „Laganámið hefur verið að þróast undanfarin 10–15 ár og hafa orðið ótrúlega miklar breytingar á náminu og starfsemi lagadeildar. Valfrelsi á síðari stig- um námsins hefur aukist og við er- um komin með mjög ákveðið rann- sóknatengt nám á 4. og 5. ári. Af einstökum viðburðum er meist- aranámið einn stærsti áfanginn í þróun lagadeildarinnar. Meist- arastigið hefur verið sjö ár í þróun og er mjög vel undirbúið.“ Lagadeild verður ekki heimilt að innheimta skólagjöld fyrir meist- aranámið en að sögn Eiríks þurfa stjórnvöld að marka stefnu um skólagjöld sem fyrst og gæta jafn- ræðis á milli allra háskóla hér- lendis. Skoðun Jónatans Þórmunds- sonar á þessu er sú að íhuga verði skólagjöld alvarlega á meist- arastiginu en þangað til verður fyr- irhugað meistaranám „sennilega ódýrasta meistaranám í heimi,“ segir hann. Nýjung hjá lagadeild Háskóla Íslands verður tekin upp í haust Boðið upp á alþjóð- legt meistaranám Jónatan Þórmundsson Eiríkur Tómasson SVEINN Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að þótt beitarálag hafi minnkað samhliða fækkun sauðfjár fari því fjarri að ástand gróðurs á lág- lendi sé alls staðar viðundandi. Hann hefur því ekki áhyggjur af áhrifum minni beitar á fjölbreytni gróðurs á láglendi, en slíkar áhyggjur komu fram í erindi sem Anna Guðrún Þór- hallsdóttir, prófessor við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri, hélt á ráðu- nautafundi sl. miðvikudag. Anna Guðrún sagði í erindi sínu að hér á landi væri farið að gæta sam- bærilegra breytinga á gróðurfari á láglendi og á hinum Norðurlöndun- um. Minni beit breyti gróðurfari og þar með landslagi. Friðun á landi sem hefði verið lengi beitt leiddi til þess, þegar frá liði, að gróðurtegundum í lágróðri fækkaði. Jarðvegsrof á um 40% lands Sveinn sagðist líta svo á að Anna Guðrún hefði í sínu ágæta erindi verið að fjalla um beitiland á láglendi sem væri núna í hóflegri beit. Hún hefði því ekki verið að tala almennt um gróðurlendi á Íslandi. Þetta hefði hún raunar staðfest í umræðum á ráðu- nautafundinum. Sveinn sagði að samkvæmt niður- stöðum rannsókna Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins og Landgræðsl- unnar gætti jarðvegsrofs á um 40% af landinu. Þrátt fyrir beit hefði ástandið á þessum svæðum verið að batna samhliða minni beit, hlýnandi lofts- lagi og ýmsum verndaraðgerðum. Ástandið á þessum svæðum væri engu að síður þannig að því færi fjarri að það væri ástæða til að viðhalda þessu ástandi með beit. „Ég tel þess vegna að það sé alls ekki svo að það sé eitt af forgangs- verkefnum okkar er varðar gróðurfar á landinu, að viðhalda núverandi ástandi. Ég tel að náttúran eigi að fá að hafa sinn gang og eitthvað af þess- um beitilöndum fái að þróast yfir í kjarrlendi.“ Sveinn sagði augljóst að samfara mikilli fækkun sauðfjár á Íslandi hafi dregið úr beit. Síðustu 10 ár hefðu einnig verið hlý og góðviðrasöm og því hefðu orðið miklar gróðurframfar- ir á þessum árum um allt land, bæði í byggð og á afréttum. „Við megum hins vegar ekki gleyma því hvað ástandið er víða slæmt og hvað við eigum víða langt í land með að ástand- ið sé viðunandi. Þróunin er hins vegar jákvæð, en hún hefur staðið í skamm- an tíma.“ Sveinn sagði að full ástæða væri til að rannsaka betur áhrif beitar á gróð- urfar. Kenningar Önnu Guðrúnar um áhrif minnkandi beitar á gróðurfar væru áhugaverðar og ástæða væri til að gera frekari rannsóknir á þessu hér á landi. Það væri t.d. áhugavert að rannsaka hvort þróunin væru sú sama alls staðar á landinu. Sveinn sagði að það sjónarmið hefði komið fram á ráðunautafundinum að ferðamenn dáist mest af gróðurlaus- um auðnum landsins. „Ég er hins veg- ar harður á því að jarðvegsauðlindin, með græna beltinu sem Kristján Eld- járn, fyrrverandi forseti Íslands, tal- aði um, sé einhver dýrmætasta auð- lind okkar. Ég tel að okkur beri að varðveita og vernda þessa auðlind gegn uppblæstri með því að klæða hana gróðurskildi og það sé fráleitt að viðhalda auðnunum vegna þess að út- lendingum finnist gaman að horfa á þær,“ sagði Sveinn. Beitarland fái að þróast yfir í kjarrlendi RÚMLEGA sautján þúsund einka- hlutafélög voru skráð hér á landi um síðustu áramót og hefur þeim fjölgað um rúmlega átta þúsund á síðustu fimm árum. Nýskráningar félaga eru hins vegar mun fleiri á þessu tímabili eða rúmlega 10.400 og stafar munurinn af gjaldþrotum og afskráningum einkahlutafélaga á tímabilinu. Ef litið er til nýskráninga félaga á ofangreindu tímabili voru þær flestar í fyrra eða 3.120 talsins. Þær voru 1.871 árið 2001, rúmlega tvö þúsund árið 2000, hálft nítjánda hundrað árið 1999 og rúmlega fimmtán hundruð árið 1998. Indriði H. Þorláksson, ríkis- skattstjóri, segir að þessi fjölgun einkahlutafélaga þýði verulega aukið álag á skattayfirvöld. Annars vegar fjölgi skattaðilum með þessu móti mjög mikið, þar sem í mjög mörgum tilvikum sé þarna um að ræða einstaklingsrekstur og með stofnun einkahlutafélagsins bætist við nýr skattaðili. Þá sé þessi hóp- ur skattaðila tiltölulega þungur í vinnslu af ýmsum ástæðum. „Það er orðinn mikill munur á skattlagningu á atvinnurekstur eft- ir því hvort um er að ræða ein- staklingsrekstur eða í hlutafélags- formi og það kallar á viðleitni hjá framteljendum til þess að hagræða sínum framtölum og starfsemi, sem kostar meiri þörf á eftirliti,“ sagði Indriði. Hann nefndi sem dæmi reiknað endurgjald sem sé dálítið þungt í vöfum og flókið að frankvæma. „Það er engin vafi að verkefni skattyfirvalda þyngjast mjög mikið með þessu,“ sagði Indriði ennfrem- ur. 259 nýskráð einkahlutafélög um leigu atvinnuhúsnæðis Þegar skoðaðar eru nýskráning- ar á síðasta ári og þær tuttugu at- vinnugreinar þar sem þær voru flestar kemur fram að 389 einka- hlutafélög voru stofnuð í smábáta- útgerð, 259 um leigu atvinnuhús- næðis, 215 um húsbyggingar og aðra mannvirkjagerð, 116 um rekstur eignarhaldsfélaga, 105 vegna reksturs matsölustaða, 88 um sérfræðiþjónustu lækna, 77 um hugbúnaðargerð eða ráðgjöf varð- andi hugbúnað, 55 um rekstrarráð- gjöf, þó ekki í landbúnaði, 48 um bílaviðgerðir og viðhald, 43 um framleiðslu kvikmynda og mynd- banda, 38 um tannlækningar, og einnig 38 um raflagnir, 30 um lög- fræðiþjónustu og einnig 30 um málningarvinnu og 32 um bók- haldsþjónustu svo dæmi séu tekin. Í öllum tilvikum er um fjölgun að ræða milli ára og í sumum tilvikum margfaldast fjöldi nýskráninga frá árinu 2001. Verulegt skattalegt hagræði get- ur verið fólgið í því að vera með einstaklingsrekstur í formi einka- hlutafélags einkum ef tekjur eru háar þar sem greiddur er 18% tekjuskattur af hagnaði einka- hlutafélagsins, auk 10% skatts á útgreiddan arð. Það jafngildir 26,2% skatthlutfalli á tekjur um- fram reiknað endurgjald og kostn- að. Sem dæmi um reiknað endur- gjald má nefna að samkvæmt leið- beiningum ríkiskattstjóra getur það hæst orðið hjá sérfræðingi 535 þúsund kr. á mánuði og allt niður í 405 þúsund. Skipverji á smábát þarf að reikna sér 205 þúsund í tekjur á mánuði eða tæplega 2,6 milljónir í árstekjur og reiknað endurgjald iðnaðarmanns er á bilinu 215 þúsund til 240 þúsund á mánuði. Lægst er reiknað endur- gjald bónda með sauðfé 80 þúsund kr. á mánuði. Ef um einstaklingsrekstur er hins vegar að ræða er greiddur 38,55% staðgreiðsluskattur af tekjum ársins 2003. Til viðbótar ber að greiða 5,73% tryggingagjald og 5% hátekjuskatt sé um háar tekjur að ræða eða samanlagt 49,28% í opinber gjöld. Rúmlega sautján þúsund einkahlutafélög á skrá í árslok Hefur fjölgað um átta þúsund á fimm árum                 Verulega aukið álag á skatta- yfirvöld segir ríkisskattstjóri INNLAGNIR unglinga, 17 ára og yngri, á meðferðarheimilið Vog hafa aukist um fjórðung á síðastliðnum 10 árum samkvæmt tölum frá SÁÁ. Ár- ið 1993 voru innlagnir þessa aldurs- hóps 45 en 2002 voru þær orðnar 200 talsins. Skipting milli kynja er nokk- uð jöfn en alls leituðu 63 stúlkur og 65 piltar sér aðstoðar á Vogi árið 2002. Innlagnir eru fleiri en tala ein- staklinga þar sem sumir leita sér að- stoðar í nokkur skipti. „Þetta er aldurshópur sem við höf- um ekki verið að telja meginverkefni okkar fram að þessu af því að með- ferðarheimili Barnarverndarstofu hafa tekið hann meira að sér,“ segir Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi. „Það hefur orðið talsverð uppbygg- ing í meðferðum á vegum Barna- verndarstofu og aukin meðferðarúr- ræði þar.“ Að því leyti er erfitt að skýra aukninguna. Þórarinn segir þessa aukningu koma heim og saman við svokallaðan „vímuefnafaraldur“ sem hófst í kringum árið 1996. „Þá komu allt í einu e-töflur og umræðan opnaðist verulega. Kannabisneysla jókst tölu- vert og það er gjarnan hún sem hrekur unglingana til meðferðar,“ segir Þórarinn og bætir við að flestir færu þeir fljótlega að reykja daglega eftir að þeir byrjuðu á þessu. Eina af ástæðum þessarar aukn- ingar má rekja til þess að Vogur er eina stofnunin, að sögn Þórarins, sem veitir unglingum skyndiþjón- ustu. Þrátt fyrir að unglingarnir falli endurtekið í gryfju fíkniefna er tekið við þeim aftur. Fjórfalt fleiri ung- lingar í meðferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.