Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 36. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 mbl.is Popp og kók Nýr tónlistarþáttur að byrja á SkjáEinum Fólk 55 Grafísk hönnun hefur ýmsa snertifleti við líf landsmanna Daglegt líf B4 Gleðidagur á Snæfellsnesi Flaggað þegar fréttist af stofnun framhaldsskólans 6 Hönnunar- verðlaun HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann, í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútu- þægni og umboðssvik í opinberu starfi. Refsingin er níu mánuðum þyngri en Árni hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur dæmdi hann fyrir fjögur ákæruatriði sem hann var sýknaður af í héraðsdómi. Gísli Hafliði Guðmundsson, þáver- andi starfsmaður Þjóðleikhúskjallar- ans, var í Hæstarétti sakfelldur fyrir mútugreiðslur til Árna og fyrir þátt sinn í að gefa út tvo tilhæfulausa reikninga sem byggingarnefnd Þjóð- leikhússins greiddi en hann hafði ver- ið sýknaður í héraði. Refsingarnar eru ekki skilorðsbundnar. Sýknudómar yfir öðrum sakborn- ingum voru staðfestir, þeim Birni Kristmanni Leifssyni, Stefáni Axel Stefánssyni og Tómasi Tómassyni. Ákæran gegn Árna Johnsen var í 27 liðum. Hann játaði brot sín í 12 ákæruliðum en fyrir Hæstarétti dró hann til baka játningar í tveimur þeirra og sagði þær byggðar á mis- skilningi. Hæstiréttur taldi á hinn bóginn að ekkert hefði komið fram sem sýndi að játningarnar hefðu verið gerðar fyrir mistök. Var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu í þessum 12 ákæruliðum því staðfest. Líkt og í héraði var Árni sakfelldur fyrir sex ákæruliði til viðbótar. Fjögur atriði til viðbótar Hæstiréttur sneri hins vegar við sakarmati í fjórum ákæruliðum sem héraðsdómur hafði sýknað hann af. Var hann fundinn sekur um að hafa dregið sér tvær jólaljósaseríur, timb- ur, þéttiull og aðrar byggingavörur. Einnig fyrir að misnota sér aðstöðu sína til að samþykkja tvo tilhæfulausa reikninga sem byggingarnefnd Þjóð- leikhússins greiddi. Andvirði þess sem Árni var sak- felldur í héraði fyrir að draga sér nam um 3,2 milljónum, en auk þess var hann sakfelldur fyrir fleiri brot. Þá hafði hann þegar endurgreitt stærst- an hluta fjárhæðarinnar. Í Hæstarétti er hann að auki sakfelldur fyrir að draga sér um 217.000 krónur, um- boðsvikin nema um 170.000 krónum og hann er dæmdur fyrir tilraun til að draga sér byggingarvörur að andvirði einnar milljónar króna. Við ákvörðun refsingar yfir Árna var m.a. litið til þess að Árni var sak- felldur fyrir fleiri atriði en í héraði. Jafnframt að hann lét af starfi alþing- ismanns vegna málsins og gekkst greiðlega við hluta þeirra sakargifta sem hann var borinn. Gísli Hafliði Guðmundsson var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í útgáfu þessara til- hæfulausu reikninga og einnig fyrir að greiða Árna, sem formanni bygg- ingarnefndar, 650.000 krónur í mútur fyrir að samþykkja 3,1 milljón króna reikning vegna ýmissa lagfæringa á húsnæði veitingahússins. Árna var gert að greiða sakar- kostnað og tæplega 1,2 milljónir í málsvarnar- og réttargæslulaun. Refsing Árna Johnsens þyngd um níu mánuði  Hæstiréttur 4 /28 Í FYRSTU opinberu ummælum sín- um frá því Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, rakti fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna röksemdir Bandaríkjastjórnar fyrir því að Írakar væru ekki að afvopnast eins og þeir hefðu skuldbundið sig til, sagði George W. Bush Banda- ríkjaforseti í gærkvöld að leiðtogar heimsins „mættu hvergi hvika“ gagnvart Saddam Hussein Íraksfor- seta. „Leiknum er lokið,“ lýsti Bush yfir; „Saddam Hussein verður stöðv- aður.“ Tíðindum þótti sæta að Bush hreyfði því í ávarpi sínu í fyrsta sinn að Bandaríkjastjórn myndi styðja að öryggisráð SÞ afgreiddi nýja álykt- un um Íraksmál, en aðeins að því til- skildu að Írakar afvopnuðust sann- anlega. „Öryggisráðið má hvergi hvika frá þessum kröfum þegar ein- ræðisherra gengur gegn þeim og hefur þær að háði,“ sagði Bush. Mikið veltur á Bagdad- heimsókn Blix og ElBaradeis Á fundi með utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær sagði Powell að Íraksmálið yrði leitt til lykta „innan vikna“ og það „með einum eða öðrum hætti“. Hann sagði að lykillinn að því að fá örygg- isráð SÞ til að styðja afstöðu Banda- ríkjamanna væri kominn undir því hvað kæmi út úr heimsókn yfir- manna vopnaeftirlits SÞ, Hans Blix og Mohammad ElBaradei, til Bag- dad nú um helgina. Atlantshafsbandalaginu (NATO) tókst ekki að ná saman um afstöðu til þess hvað gera skuli í Íraksmálinu á fundi í höfuðstöðvunum í Brussel í gær, en unnið hefur verið að því í meira en þrjár vikur að koma sam- an sameiginlegri ályktun. Robert- son lávarður, framkvæmdastjóri NATO, sagði eftir þennan átaka- fund í gær að Frakkar, Þjóðverjar og Belgar hefðu frest fram á mánu- dag til að ákveða hvort þeir hygðust hætta að standa í vegi fyrir því að virkja áætlun um varnarskuldbind- ingar NATO til handa Tyrkjum, sem þessum þremur þjóðum hefur þótt ótímabært. Tyrkneska þingið samþykkti í gær ályktun um að heimila banda- ríska hernum að endurbæta tyrk- neska herflugvelli til notkunar í hugsanlegum stríðsátökum í Írak. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti við flutning ávarps síns um Íraksmál í Hvíta húsinu í gær. Bush segir „leik lokið“ Powell telur Íraksmálið verða leitt til lykta „innan vikna“ Washington, Brussel, Ankara, Bagdad. AP, AFP.  Viðbrögð/16–17 ÞAÐ þykir til merkis um að Írakar vilji sýnast samstarfsfúsari við vopnaeftirlitsmenn SÞ að hátt- settur fulltrúi Íraksstjórnar, for- setaráðgjafinn Amer al-Saadi, skýrði frá því í gær að einn íraskur vopnasérfræðingur hefði gefið sig fram til að ræða við eftirlitsmenn. Slík viðtöl, án nærveru fulltrúa Íraksstjórnar, eru ein meginkrafa eftirlitsmanna sem Írakar hafa fram að þessu ekki viljað verða við. Hiro Ueki, talsmaður SÞ, staðfesti að í gærkvöld hefði íraskur líffræð- ingur mætt til yfirheyrslu. Þessar fréttir bárust skömmu eftir að Hans Blix varaði Íraksstjórn við því að hún hefði eina viku til að sýna stór- bættan samstarfsvilja við vopnaeft- irlitsmenn. Lagði Blix sérstaka áherzlu á kröfuna um að eftirlits- menn fengju að eiga lokaða fundi með íröskum vísindamönnum. Blix gaf til kynna að kæmu Írakar ekki betur til móts við vopnaeftirlits- menn yrði erfitt að gefa Írökum já- kvæða umsögn er hann gefur ör- yggisráði SÞ skýrslu í næstu viku. Sérfræðingur yfirheyrður Bagdad. AP. BANDARÍSK stjórnvöld hafa „öflug áform um viðbrögð við hvers konar óvissuþáttum“ í tengslum við Norður-Kóreu, þar á meðal hernaðaraðgerðir, að því er talsmaður Hvíta hússins skýrði frá í gær, í kjölfar her- skárra yfirlýsinga frá stjórnvöldum í Pyongyang og gagnrýni úr röðum demó- krata á Bandaríkjaþingi á forgangsröðun ríkisstjórnar George W. Bush forseta í ut- anríkismálum. Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjafor- seta, sagði sannarlega ástæðu til að hafa áhyggjur vegna þeirra yfirlýsinga sem norður-kóreskir ráðamenn létu frá sér fara í gær um að fyrirbyggjandi árásir á kjarn- orkustöðvar þeirra gætu leitt til „algjörs stríðs“ og að „bandarísku heimsvaldasinn- arnir“ gætu sjálfir átt von á að vera beittir fyrirbyggjandi árásum af hálfu N-Kóreu. Fleischer ítrekaði að Bush forseti væri þeirrar skoðunar að deiluna megi leysa með friðsamlegum hætti. „Svona tal skaðar aðeins Norður-Kóreu,“ sem stendur frammi fyrir einangrun frá al- þjóðasamfélaginu, sagði talsmaðurinn. AP Norður-kóreskir rútubílstjórar sýna gest- um að sunnan „sameiningarfánann“ í Kos- ung á landamærum Kóreuríkjanna í gær. Bandaríkja- menn við öllu búnir  Norður-Kóreumenn/15 Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.