Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar STYÐUR NÝJA ÁLYKTUN George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gærkvöldi að Banda- ríkjastjórn myndi styðja að örygg- isráð SÞ afgreiddi nýja ályktun um Íraksmál, en aðeins að því tilskildu að Írakar afvopnuðust sannanlega í kjölfarið. Þykja þessi orð Bush sæta tíðindum. Fær tveggja ára dóm Árni Johnsen, fyrrverandi alþing- ismaður, var í Hæstarétti í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yf- irvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Refsingin er níu mánuðum þyngri en Árni hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur. Styrkja skjálftarannsóknir Alþjóðlegu verkefni um Suður- landsskjálftana sem riðu yfir sum- arið 2000 verður hleypt af stokk- unum í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Þá er von á 25–30 innlend- um og erlendum vísindamönnum á upphafsfund verkefnisins. Verkefn- inu verður stýrt af Íslendingum og hefur ESB ákveðið að styrkja verk- efnið um 90 milljónir króna. Kvoðubútur ekki orsökin Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) telur ekki að kvoðubútur, sem lenti á vinstri væng geimferj- unnar Kólumbíu stuttu eftir flugtak, hafi valdið því að ferjan fórst með sjö manna áhöfn á laugardag. Rann- sókn á slysinu beinist nú að öðrum hugsanlegum skýringum, svo sem árekstri við geimrusl, hlut frá öðru geimfari, sprengingu í lending- arbúnaði eða einhvers konar galla á vinstri væng ferjunnar. Vill kaupa jarðir í Mýrdal Svissneskur fiskræktandi vill kaupa jarðir í Heiðardal í Mýrdal og taka Heiðarvatn og Vatnsá á leigu. Samningarnir munu vera langt komnir, en verði af kaupunum mun Svisslendingurinn eignast 25% rétt- inda í Vatnsá og Kerlingadalsá og eignast helming í Heiðarvatni. MR taki á sig tap Búnaðarbanki Íslands hefur gert kröfu um að Mjólkurfélag Reykja- víkur (MR) taki á sig kostnað sem féll á bankann vegna sölu á Fóð- urblöndunni hf. Mun vera um veru- legar fjárhæðir að ræða. F Ö S T U D A G U R 7 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  LITLI NEYTANDINN/2  SJÖ HÖNNUNARVERÐLAUN FÍT/4  SANNLEIKURINN SAGNA BESTUR? – AÐ SEGJA EÐA EKKI SEGJA/6  LÍKAMSRÆKT OG MANNGERÐIRNAR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  ÞRÓUNIN í fjarskiptum tekur á sigmargvíslegar myndir. Eitt nýjasta af-brigðið, a.m.k. hérlendis, er bók- staflegt spjall á PoppTíví, sem líður áfram á um fjórðungi skjásins frá klukkan ellefu á kvöldin til sjö á morgnana. Á sama tíma og með sama hætti er líka lagakosning í beinni, en þannig geta áhorfendur haft áhrif á hvaða tónlist er leikin á sjónvarpsrásinni. Þátttakendur verða að eiga eða hafa að- gang að gsm-síma. Í fyrsta skipti senda þeir inn sms-forskeytið POPP NAFN í þjónustu- númer 1848 hjá Símanum eða í 1415 hjá Tali. Síðan nafnið, sem þeir kjósa að nota í spjallinu, þá sms- forskeytið POPP SPJALL og loks skilaboðin, sem birtast eiga á skjánum. Ef þeir ætla að kjósa lag, senda þeir inn forskeytið POPP LAG og síðan númer lags- ins, sem þeir finna á sjónvarpsskjánum. Sé síminn frá Íslandssíma þarf að fara inn í gluggann NÝTT og viðhafa að öðru leyti sams konar aðferðir. Að sögn Steins Kára Ragnarssonar, dag- skrárstjóra PoppTíví, er svona útfærsla vel þekkt erlendis og allmargar sjónvarps- stöðvar reknar eingöngu með þessu sniði, en líka margar sem, eins og PoppTíví, bjóða upp á sms á skjánum utan hefðbundinnar dag- skrár. Hann segir hugmyndina runna undan rifjum forvera síns í starfi, Björns Þóris Sig- urðssonar, sem nú er dagskrárstjóri á Stöð 2. „Upphaflega snerist hugmyndin um að gefa fólki kost á að spjalla á skjánum í gegn- um irkið, en síðan duttum við niður á þessa lausn, sem er í margan stað mun betri vegna þess að miklu fleiri af okkar markhópi hafa beinan aðgang/afnot af gsm-síma en irkinu,“ segir Steinn Kári og upplýsir jafnframt að hvert skeyti kosti 59 krónur. Ennfremur að yfir tíu þúsund manns hafi náð sér í notanda- nafn frá því útsendingar skilaboðanna hófust í desember síðastliðnum, en flestir þeirra, eða um 85%, taki þátt í lagavalinu. „Mismunandi er hversu margir virkir þátt- takendur eru hverju sinni, en flestir eru um helgar. Oft má ráða í aldur notenda af orða- lagi og inntaki skilaboðanna. Framan af nóttu eru unglingar, en þegar á líður kemur oft inn eldra fólk í stefnumótahugleiðingum. Þar sem ekki er hægt að senda lengra skeyti, en sem nemur 160 slögum, samanstendur málfar unglinganna af skammstöfunum og er mörgum með öllu óskilj- anlegt. Geðveikt verður gegt, maður verður mar, gerðu það (please) verður plz, þetta verður teta og þar fram eftir götunum,“ nefnir Steinn Kári sem dæmi. Hann viðurkennir að brögð séu að því að fólk reyni að læða inn alls konar dónaskap. Verði menn uppvísir að slíku eða að birta símanúmer á skjánum, séu þeir umsvifalaust settir í bann og eigi ekki kost á að gerast þátttakendur á nýjan leik. „Við viljum losna við allt svona rugl. Til þess að sporna við ljótu orðbragði, birtingu símanúmera og þvíumlíku hefur verið sett upp orðsía, sem nú inniheldur 300 orð og verður æ umfangsmeiri,“ segir Steinn Kári. Hann neitar því ekki að að nokkur alvarleg tilvik hafi komið upp. Til dæmis hafi eitt sinn verið skilaboð um sölu á „grasi“ og komið hafi fyrir að annað hafi verið boðið falt, sem hvorki má selja né kaupa með lög- legum hætti. Í slíkum tilfellum segir hann að brugðist sé hart við og ekki hikað við að tilkynna lögreglunni símanúmer viðkomandi. „Við leggjum áherslu á að byggja upp öflugt varnarkerfi gegn ósæmi- legum skilaboðum og förum á hverjum morgni yfir skilaboð næturinnar til að fyrirbyggja að viss orð og orðtök nái aftur í gegn,“ segir Steinn Kári og heldur áfram: „Vand- inn er sá að unga fólkið er snjallt að finna leiðir til að sneiða hjá orðsíunni. Þegar hún stoppaði síma- númerin af, brugðu sumir á það ráð að setja punkt á milli tölustafanna. Ég get tekið sem dæmi að ef orðið rass færi í orðsíuna er allt eins líklegt að fólk færi að skrifa rasss, þ.e. með þremur ess- um, ef því fyndist alveg bráðnauðsynlegt að nota þetta orð. Við verðum því stöðugt að vera á varð- bergi og bregðast við lymskubrögðum af þessu tagi,“ segir Steinn Kári. Yfir tíu þúsund manns hafa náð sér í notendanafn til þess að geta „essemmessast“ eða tekið þátt í lagakosningu á PoppTíví. Bókstaflegtspjall Essemmessast „gegt“ á skjánum Morgunblaðið/Árni Sæberg í sjónvarpi Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 47/51 Erlent 15/17 Bréf 40 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 41 Akureyri 19 Staksteinar 42 Suðurnes 20 Dagbók 42 Landið 20/21 Sport 44/46 Listir 22/23 Leikhús 48 Umræðan 24/26 Fólk 48/53 Skák 27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Þjónustaf 31 Veður 55 * * * á sunnudaginn Morgunblaðið/Kristinn V-dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi öðru sinni næsta föstudag. Ragnhildur Sverrisdóttir fjallar um baráttuna gegn kynferðisbrotum. Virðulegar frúr á síðkjólum, kjólfataklæddir karlar, allur salurinn ætlaði bókstaflega af göflunum að ganga eftir frumsýningu á Macbeth liðna helgi. Anna G. Ólafsdóttir ræddi við Elínu Ósk Ósk- arsdóttur um æskuna, sönginn og lafði Macbeth. V-dagurinn Lafði Macbeth Miklar sviptingar hafa verið í kringum Bún- aðarbankann að undanförnu sem m.a. leiddu til þess að Kauphöllin beitti bankann févíti fyrir að flagga ekki samningi sem gerður var. Haraldur Johannessen ræðir við bankastjórana Árna Tóm- asson og Sólon Sigurðsson. Tvíeykið í Búnaðarbankanum HARALDUR Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að ákvörðun um að leggja niður Almannavarnir ríkisins og færa verkefni stofnunarinnar til ríkislögreglustjóra hafi verið kynnt honum í júní í fyrra. Upplýsingar um það hafi hann fengið frá dómsmála- ráðuneytinu. Hann hafi fengið frum- varp ráðherra til skoðunar og gert athugasemdir við það áður en það var kynnt Alþingi. Málið kom til um- ræðu á Alþingi í gær. Hann segir að eðli málsins sam- kvæmt kom ríkislögreglustjóri ekk- ert að þessari ákvörðun. Þetta sé ákvörðun sem tekin sé af dómsmála- ráðherra og ríkisstjórn. Eftir að ákvörðunin hafi verið kynnt honum hafi hann og starfsmenn embættis- ins unnið að undirbúningi þeirra breytinga sem lagafrumvarpið geri ráð fyrir, í samráði við dómsmála- ráðuneytið og dómsmálaráðherra. „Ég gerði allsherjarnefnd grein fyrir þessu að því gefna tilefni að það hafði verið umræða í þinginu, þá af stjórnarandstöðunni ef ég man rétt, í þá veru að hér væri á ferðinni enn eitt verkefnið sem ætti að færa undir embætti ríkislögreglustjóra sem þegar hefði „blásið“ nógu mikið út að þeirra mati. Þess vegna þótti mér ástæða til að benda á það í þessari umsögn, að þessi skipulagsbreyting á almannavörnum í landinu væri ekki að undirlagi ríkislögreglustjóra, ég væri ekki að ásælast þetta verk- efni.“ Haraldur segist hafa gert allsherj- arnefnd grein fyrir þessu, bæði í um- sögninni en aðallega á fundi nefnd- arinnar fyrir nokkrum dögum. Hann segir að bent hafi verið á, bæði í um- sögninni og í viðræðum við nefndina, að það væru ýmis skipulagsatriði sem þyrfti að huga að. Að öðru leyti hefði umsögn ríkislögreglustjóra verið jákvæð. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri Ráðuneytið kynnti skipu- lagsbreytingar í júní verðið 4.600 kr. og þar af er hluti sjúklings 3.940 kr. en hluti sjúkra- tryggingar 660 kr. Samkvæmt lögum hafa augn- læknar einir réttindi til að gera sjónlagsmælingar vegna gleraugna en síðan á mánudag hafa sjóntækja- fræðingar boðið upp á þessa þjón- ustu og taka þeir frá 1.500 til 3.000 GJALD fyrir sjónlagsmælingu vegna gleraugna, þar með talið við- tal og skoðun, er 3.800 krónur hjá augnlækni, samkvæmt verðskrá Tryggingastofnunar ríkisins frá 15. janúar sl., og þar af greiðir sjúkling- ur 3.620 kr. en hlutur sjúkratrygg- ingar er 180 kr. Fari jafnframt fram augnþrýstingsmæling er heildar- krónur fyrir hana, eins og haft var eftir Kristni Kristinssyni sjóntækja- fræðingi í Morgunblaðinu á mið- vikudag. Í vinnureglum augnlækna vegna sjónlagsmælinga frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu árið 1996 kemur fram að skrifi augnlæknir til- vísun á gleraugu greiði sjúklingur á aldrinum 16 til 70 ára fullt gjald fyr- ir sjónlagsmælingu en hafa beri í huga frávik vegna fólks á aldrinum 67 til 70 ára, sem framvísi korti sem veiti því rétt til lægri greiðslna. Einnig segir að leiti sjúklingur til augnlæknis vegna gleraugna, en rannsókn leiði í ljós að ekki sé þörf á að breyta þeim, greiði sjúklingur að fullu fyrir sjónlagsmælinguna. Í þriðja lagi er tekið fram að í öll- um öðrum tilvikum þegar þessi rannsókn sé gerð vegna greiningar og/eða eftirlits á sjúkdómum taki Tryggingastofnun þátt í greiðslu samkvæmt hlutfallsreglum. Ennfremur er þess getið að þegar sjúklingur á ofangreindum aldri framvísi afsláttarkorti skuli honum í öllum tilvikum veittur afsláttur í samræmi við reglugerð og Trygg- ingastofnun sendur reikningur fyrir mismuninum. „Allur útlagður kostn- aður sjúklings (einnig vegna gler- augnarecepts) vegna ofangreindra atriða er jafngildur til að uppfylla skilyrði til að ná þaki skv. reglugerð og fá afhent afsláttarkort frá sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnun- ar,“ segir að lokum í vinnureglun- um. Gjald lækna fyrir sjónlags- mælingu 3.800 krónur ÍSLENSKA barnamyndin Didda og dauði kötturinn var frumsýnd í Keflavík í gær, en hún er gerð eftir handriti Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur sem jafnframt er aðalframleiðandi myndarinnar. Þetta er fyrsta keflvíska bíó- myndin og jafnframt gerist hún í Keflavík, er framleidd þar og tek- in, hljóðunnin á staðnum og graf- íska hönnunin er í höndum fyr- irtækis í Keflavík. Einar Orri Einarsson og Davíð Már Gunn- arsson eru prakkarar í myndinni sem lenda í vanda, en hér eru þeir með bæjarstjóranum, Árna Sigfússyni, sem leikur hlutverk lögregluvarðstjóra í myndinni, og Kristínu Ósk Gísladóttur, sem fer með aðalhlutverkið. Didda og dauði kötturinn VERÐBREYTINGAR á bensíni héldu áfram hjá sjálfsafgreiðslu- stöðvunum í gær, en þjónustustöðv- arnar héldu að sér höndum. Eftir að ÓB – Ódýrt bensín hafði lækkað verðið í 89,20 krónur fyrir lítrann af 95 oktana bensíni fór Ork- an niður í 89,10 kr., en fullt þjón- ustuverð er 98,20 kr. Verð á ESSO Express stöðvunum er 89,20 kr. fyrir lítrann, en á sjálfsafgreiðslustöðvum ESSO er það 91,20 kr. auk þess sem við bætist 1 kr. Safnkortsafsláttur til Safnkortshafa af hverjum lítra í formi punkta. Á bensínstöðvum Shell og OLÍS er sjálfsafgreiðslu- verðið 93,20 kr. fyrir 95 oktana bens- ín. Þessar lækkanir sjálfsafgreiðslu- stöðvanna hófust í fyrradag þegar ÓB tilkynnti um 7 krónu afslátt af eldsneyti frá fullu verði á þjónustu- stöðvum og fór lítrinn hjá ÓB af 95 oktana bensíni þá niður í í 91,20 kr. en kostaði þar áður 93 kr. Ódýrast hjá Orkunni Verðstríð olíufélaganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.