Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAFNAHÚSIÐ á Egilsstöðum var byggt á árunum 1983 til 1995 og hýsir Héraðsskjalasafn Austfirð- inga, Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa. Arkitektar þess eru Stefán Örn Stefánsson og Stefán Jónsson, en það var stjórn Safnastofnunar Austurlands sem hafði frumkvæði að byggingunni. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið yrði um þrjú þúsund fermetr- ar að gólfleti með þremur burstum. Enn á eftir að byggja tæplega tvo þriðju hluta hússins og fram- kvæmdum við þann hluta sem þeg- ar er í notkun er ekki lokið. Þá hef- ur húsið aldrei formlega verið afhent eignaraðilum, en þeir eru Egilsstaðabær, nú Austur-Hérað, fyrir hönd Bókasafns Héraðsbúa, byggðasamlag sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra um Minjasafn Austurlands og byggðasamlag sveitarfélaganna í Múlasýslum um Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Húsið er 1256m2 að gólffleti og skiptist í jarðhæð og tvær hæðir. Á jarðhæð er Héraðsskjalasafnið og stórt andyri sem nýtist sem sýning- araðstaða. Þaðan er gengið inn í geymslur og forvörsluverkstæði Minjasafns, sem eru í grunni hins óbyggða hluta Safnahússins. Á miðhæð er Minjasafnið með sýn- ingarsal og skrifstofu, auk opins rýmis fyrir gesti. Uppi er svo Bókasafn Héraðsbúa, vinnuað- staða, skrifstofa Minjavarðar Aust- urlands og lítil sýningaraðstaða. Aðstaða safnanna þriggja er að sögn forstöðumanna þeirra þegar orðin mjög kröpp og vantar tilfinn- anlega geymslur, svo eitthvað sé nefnt. Fólki blöskrar að ekki skuli vera lyfta í húsinu Það hefur lengi staðið styr um Safnahúsið. Bygging þess gekk brösuglega, erfitt var að fjármagna bygginguna og ekki ríkti eining meðal byggingaraðila um hvernig skyldi að málum staðið. Hin síðari ár hefur verið deilt á að erfitt er fyrir hreyfihamlaða að nýta húsið, einkum Bókasafn Héraðsbúa, því engin er lyftan, hún fylgdi hinum óbyggða áfanga. Þá eru stigar upp í bókasafnið mjög brattir og erfiðir. Er mikið um þetta rætt og mörgum blöskrar að þeir sem jafnvel helst vildu nýta sér bókasafn, svo sem aldraðir og sjúklingar, komist ekki þangað. Samkvæmt upplýsingum for- stöðumannasafnanna eru ýmis van- höld á að framkvæmdum við húsið sé lokið. Neyðarútganga vantar á efri hæð og reykrýmisbúnaður er ónýtur. Eldvarnareftirlit mun ítrekað hafa gert alvarlegar at- hugasemdir við hvoru tveggja. Eft- ir er að byggja svalir á miðhæð og verulegur kostnaður hefur hlotist af hitunar- og loftræstikerfi húss- ins vegna alvarlegra galla. Kerfið, sem kostaði á sjöundu milljón króna, hefur aldrei verið tekið út og enginn skriflegur samningur var gerður um eftirlit með verkinu. Þannig ber enginn ábyrgð á því sem aflaga fór, eða þeim kostnaði sem hefur fylgt því að reyna að gera kerfið starfhæft. Sem fyrr segir eru geymslur og forvörsluverkstæði Minjasafns í kjallara hins óbyggða hluta Safna- hússins. Numið var staðar í bygg- ingarframkvæmdinni eftir að kjall- arinn var byggður vegna deilna og fjárskorts. Platan ofan á kjallaran- um fór að leka fljótlega eftir að hún var kláruð og var farið í flóknar og dýrar aðgerðir til að koma í veg fyrir lekann, sem m.a. skemmdi muni í geymslum. Einhverjum frá- gangi utanhúss er einnig ólokið og fyrir liggur að mála þarf húsið allt að utan á næstunni. Enginn tekur af skarið Forstöðumennirnir segja að um árabil hafi reynst örðugt og jafnvel ógjörningur að fá úrlausn þessara mála og segja þeir að enginn virðist bera ábyrgð á framkvæmdum við húsið eða tilbúinn að leggja til nauðsynlegt fjármagn. Hver stofn- un um sig hefur stjórn, en ekki hef- ur verið um formlegt samráð að ræða. Eigendur Safnahússins, sem eins og áður hefur komið fram eru fjölmargir, hafa heldur ekki haft með sér skipulagt samráð á þessum sérstaka vettvangi og byggingar- nefnd er gengin úr skaftinu. Kristrún Jónsdóttir er forstöðu- Tuttugu ára þóf um húsbyggingu Byggingu Safnahússins ætlar seint að ljúka Egilsstaðir HIÐ árlega þorrablót Kvenfélags- ins Baugs var haldið í félagsheim- ilinu Múla í góðum hópi heima- manna og gesta úr landi. Þorrablótsnefndina skipuðu þær: Aðalheiður Sigurðardóttir, Helga Mattína Björnsdóttir, Rannveig Vil- hjálmsdóttir og Sigrún Þorláksdótt- ir. Á þorrablótsdaginn þandi Kári sig rækilega og sýndi húsbóndavald sitt með því að hrista hressilega hvítan feldinn. Inn á milli mildaðist hann og þá var lag. Sæfari, hin ómetanlega ferja okkar Grímsey- inga, lagðist að bryggju með þorra- blótsgesti og aðalskemmikraft há- tíðarinnar, Einar Georg Einarsson, sem hafði lagt á lengri ferð en sigl- inguna yfir Grímseyjarsundið. Hann hafði keyrt af stað frá heimili sínu í Miðfirðinum kl. 5 um morg- uninn. Svona eiga hetjur skemmt- analífsins að vera! Nú var bara að sjá með hljómsveit Friðriks Ómars frá Dalvík sem ætlaði að leika fyrir dansi. Yrði flogið? Yndislegt hljóð – flugvélagnýr heyrðist upp úr sex um kvöldið og hljómsveitin ásamt fleiri þorrablótsgestum lenti örugglega. Sungu soðinn bræðing Frúrnar í nefndinni brettu nú upp ermarnar í Múla – girnileg þorraföt- in voru fyllt af súru og nýju lostlæti og þorrablótshátíðin gekk í garð. Þorrablótsnefndin söng af innlifun saman soðinn bræðing við undirleik skólastjórans Dónald Jóhannesson- ar við nýjasta stuðlag Stuðmanna: Þorrablót á Baugn- um þrátt fyrir Kára Grímsey LANDIÐ SPARISJÓÐS- og fyritækjamót íþróttafélagsins Ness í boccia var haldið síðastliðinn laugardag. Mótið er annars vegar flokka- skipt einstaklingskeppni hjá Nesi og hins vegar sveitakeppni hjá fyrirtækjum. Í einstaklingskeppni Ness sigr- aði Ívar Egilsson í flokki 10 ára og yngri, Linda Björg Björgvins- dóttir varð í 2. sæti og Valur Freyr Ástuson í 3. sæti. Í flokki 11–16 ára varð Gestur Þor- steinsson í 1. sæti, Bryndís Brynj- ólfsdóttir í 2. sæti og Einar Þór Björgvinsson í því þriðja. Í flokki 17–26 ára sigraði Vilhjálmur Þór Jónsson, Arnar Már Ingibjörns- son varð í 2. sæti og Sigríður Karen Ásgeirsdóttir í þriðja. Í flokki 27 ára og eldri varð Lára María Ingimundardóttir í 1. sæti, Guðný Óskarsdóttir í 2. sæti og Sigrún Benediktsdóttir í 3. sæti. Í fyrirtækjamótinu sigraði Þrumugengið en það er skipað þeim Guðmundi Ingiberssyni, Bjarna Kristjánssyni og Gylfa Pálssyni, í 2. sæti var Fagræsting skipað Róberti Aron Ólafs, Sig- urði Benediktssyni og Vilhjálmi Þór Jónssyni og í 3. sæti var b-lið Sparisjóðsins í Keflavík en það skipa þær Guðrún Einarsdóttir, Guðný Magnúsdóttir og Ágústa Ásgeirsdóttir. Langmesta þátt- taka í mótinu var frá Fisk- þurrkun í Garði en þaðan komu sjö lið með samtals 21 keppanda. Öll verðlaun á mótinu gaf Sparisjóðurinn í Keflavík. Verðlaunahafar í einstaklingskeppni Sparisjóðsmóts íþróttafélagsins Ness í Reykjanesbæ eru ánægðir. Fjöldi sigurvegara í fyrirtækjamóti Ness NEMENDUR Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Keflavík hafa fengið að- gang að gögnum um sig sem geymd eru í upplýsingakerfi fyrir fram- haldsskóla, fyrstir framhaldsskóla- nemenda. Fyrirhugað er að nemend- ur annarra skóla fái aðgang að sams konar upplýsingum á næstunni. Inna.is er heiti á upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla sem mennta- málaráðuneytið lét gera. Kerfið hef- ur verið tekið í notkun í öllum fram- haldsskólum landsins. Kennarar skólanna hafa haft aðgang að þeim upplýsingum sem þeir hafa þurft á að halda vegna kennslunnar. Ákveðið hefur verið að veita nem- endum skólanna aðgang að upplýs- ingum um þá sjálfa í kerfinu og var ákveðið að Fjölbrautaskóli Suður- nesja myndi ríða á vaðið til að hægt yrði að sníða af hugsanlega agnúa áður en þessi aðgangur yrði almennt veittur. Sturla Bragason, deildar- stjóri tölvudeildar FS, segir að vef- urinn hafi verið mikið notaður þá tvo daga sem hann hefur verið opinn. Þannig hafi verið setið frá morgni til kvölds við tölvur sem settar voru fram á gang af þessu tilefni en nem- endurnir hafa einnig aðgang að kerf- inu heima hjá sér og hvar sem þeir vilja. Hann segir að litlir agnúar hafi komið fram við þessa notkun. Nemendurnir geta skoðað stunda- töflur og námsferil sinn. Þannig geta þeir til dæmis athugað einkunnir allt aftur í grunnskóla og séð hvaða hluta námsins þeir hafa lokið og hvað er eftir. Þá eiga nemendurnir að geta skoðað fyrri próf í áfanganum sem þau eru skráð í. Tilgangurinn með því að veita þennan aðgang er, að sögn Sturlu, meðal annars að nemendurnir viti hvað er skráð um þá í kerfinu og geti gert athugasemdir ef eitthvað er þar rangt. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Dögg Halldórsdóttir og Ágúst Rúnar Elvarsson, nemendur í FS, skoða vef- svæðið Inna.is. Með þeim á myndinni er Sturla Bragason deildarstjóri. Fá aðgang að upplýs- ingum um námsferilinn Keflavík ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa keypt lóð á mörkum Njarð- víkur og Keflavíkur og hyggjast byggja þar hús fyrir íbúðir, verslanir og þjónustufyrirtæki. Á lóðinni Brekkustígur 45 í Njarðvík er hús sem tilheyrði loðnuverksmiðju Fiskiðjunnar hf. en hefur síðustu árin verið notað sem vörugeymsla, meðal annars fyrir Eimskip. Reykja- nesbær hefur afnot af húsunum um þessar mundir og geymir þar víkingaskipið Íslending. Gúanólóðin er um 15 þúsund fermetrar að stærð og nær yfir á Hafnargötu í Keflavík og er því í miðjum Reykjanesbæ. Leiðarendi, einkahlutafélag fasteignasalanna Sigurðar Ragnarssonar og Böðvars Jóns- sonar, keypti húsið og lóðina á árinu 2001 og hugðist byggja þar aðstöðu fyrir stóra verslun eða verslunarmiðstöð en fram- kvæmdir hófust ekki. Íslenskir aðalverktakar eru nú að festa kaup á þessari eign. Að sögn Eyjólfs Gunnarssonar, forstöðumanns sölu- og markas- mála hjá ÍAV, er nú verið að undirbúa ákvarðanir um hvað byggt verði á lóðinni. Til greina kemur að byggja íbúðir og versl- unar- og þjónusturými og hug- myndir hafa verið um háhýsi. Húsin verða rifin og reiknar Eyjólfur með að ráðist verði í uppbygginguna í áföngum vegna þess að markaðurinn í Reykjanesbæ sé tiltölulega lítill. Áformar uppbygg- ingu á gúanólóð Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.