Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÁ sem ætlar í bíó í Parísgerir rétt í því að kaupaPariscope sem kemur útá miðvikudögum og kost- ar minna en hálfa evru. Þar er gerð grein fyrir bíómyndum í borginni og öðrum menningar- viðburðum. Þessi blöðungur gekkst undir andlitslyftingu fyrir nokkrum vikum og er nú orðið að- gengilegra að skima hvað er á seyði. Það er jafnvel hægt að komast að því nú orðið hvað til- tekin bíómynd heitir á frummál- inu. Þessar vikurnar eru uppi merkilegar syrpur með verkum Fritz Lang, John Ford, japanska leikstjórans Kon Ichikawa, helstu myndir Bogarts, svo eitthvað sé nefnt. Varla eru þær færri en hundrað myndirnar sem hefði verið gaman að sjá í vikunni. En stefnan var tekin á Bunuel. Nú er verið að sýna myndirnar sem hann gerði í Mexíkó. Þangað fluttist hann 1946 frá Bandaríkj- unum, útlægur Spánverji á tímum Franco, og komst á fulla ferð að skapa eftir fimmtán ára hlé. Luis Bunuel, fæddur1900, er einn sérstæð-asti meistari kvik-myndasögunnar. Rétt er að taka strax fram að ekki stendur til að afgreiða hann hér og nú. Það væri hranalegt að ætla sér það yfirleitt, því hann er sjálf- ur svo fjarri því í verkum sínum að afgreiða nokkurn skapaðan hlut. Hann er meira í því að benda á rakalausan leyndardóm, þvætting tilverunnar og kvikind- isskap. Frásögnin í myndunum er yfirleitt ekki njörvuð í hefð- bundnar söguviðjar og margar eru á súrrealískum nótum. Mátt- ugt ímyndunarafl og sérstæður húmor eru aðalsmerki höfund- arins. Erótík og dauði eru helstu þræðir, ekki með öllu óspænskt. Bunuel hafði það af að breyta lífi þeirrar sem þetta skrifar, með því að hún villtist inn á Viridiönu í Hafnarbíói því sem einu sinni var, líklega ófermd. Bíólífsreynslan var svo mögnuð að hún fór ann- arleg til frambúðar yfir bragga- þröskuldinn í Hafnarbíói út í skammdegið. Hafði náttúrlega ekki skilið neitt, en þetta snýst hvort sem er ekki um það. Mexíkómyndir Bunuels eru núna til sýnis í Reflet Medicis bíóinu á Rue Champollion, í litlum bíóklasa rétt við St. Michel. Sem- sagt upp þá götu og til vinstri á Rue des Écoles þar sem bíó blasir við á hægri hönd og Reflet Medic- is er svo annað bíó í götuspott- anum þar upp af. Mexíkómyndirnar eru hver annarri frábærari, þeirra á meðal El, um eiginmanninn afbrýði- sama, Súsanna perversa og Los olvidados. Sú síðasta fjallar um afbrotastráka í Mexíkóborg. Kannski ein alvarlegasta mynd Bunuels og mjög lífseig í vitund- innni. Bíófólkið lét ráða forvitn-ina um að sjá einumyndina sem Bunuelgerði á ensku. Hún heitir á frönsku La jeune fille eða Unga stúlkan. Hér er undarlegt andrúmsloft á eyju þar sem eng- inn er nema veiðivörður, unga stúlkan sem er bara barn og afi hennar sem var að deyja. Við bætist blökkumaður á flótta und- an ranglætinu, prestur sem kem- ur að ná í stúlkuna til byggða og svo grimmur svertingjahatari. Frásögnin er hefðbundin og um- fjöllun miklu skorinorðari en ég man eftir í annan tíma hjá Bunu- el, nema þá kannski í Los Olvida- dos. Hér afhjúpar hann kynþátta- hatur og hræsni svo beint að það má kalla ódæmigert fyrir hann. Unga stúlkan sem situr ekki auðum höndum, hvort sem það er við að elda ofan í brútal kalla eða að verka hunang, er eft- irminnilegt sköpunarverk og að einhverju leyti tilbrigði við Lólítustefið. Það er fallegt og áhrifamikið að sjá hvernig leik- stjórinn fer með umkomuleysi hennar og hörku og kallast kannski að einhverju leyti á við umfjöllun hans um stráklingana í Los Olvidados og um ábyrgð full- orðna fólksins. Eitt af eftirminnilegum atrið- um er þegar unga stúlkan plantar viskíflösku á leiði afa síns af um- hyggju fyrir honum. Þegar full- orðna fólkið bannar það lætur hún flöskuna vaða í tré. Og þá datt mér í hug það sem Bunuel sagði á efstu árum, um þvílíkan létti að hafa losnað við náttúruna, en að guð gæfi að honum entust lifur og lungu til að reykja eins og strompur og drekka eins og svampur fram í andlátið. Meist- arinn var mjög góður í meitluðum setningum: „Guði sé lof að ég er guðleysingi“ er ein þeirra. Bíókvöldinu sló saman viðklíkukvöld og þessvegna var borðað áTabac de France, á horninu á Rue Racine og Rue Monsieur le Prince, svona fimm mínútna gang frá bíóinu. Þetta er gamalgróin stofnun ætluð Frökk- um en ég hef aldrei rekist á að amast sé við aðskotadýrum á svo- leiðis stað. Þarna var matreiddur samræmdur matseðill háfranskur ofan í klíkuna. Salatið fyrst með sveitaskinku, haricots vert (græn- um ertum) og osti. Aðalréttur var innbakað nautafíle, kartöflugratín með rifnum kartöflum og lauk, skorið eins og terta, og brasaðar endívur. Eftirréttur var indælis ávaxtabaka. Og ef ég ætti að mæla með enn fleiru í borginni en því sem þegar er talið þá væru það náttúrlega að minnsta kosti tvær bíómyndir sem ég hef þegar sagt frá og er enn verið að sýna, Maður án for- tíðar (Ĺhomme sans Passé) eftir Aki Kaurismaki og Einræðisherr- ann eftir Chaplin. Þar að auki göngutúrar á síðkvöldi í miðri febrúarviku á fjölförnustu stöðum kringum Latínuhverfi, Lúx- emborgargarð og St. Michel því þar er ekki sála og nóg pláss á stéttunum til að þramma eftir sínu lagi. B í ó k v ö l d í P a r í s Unga stúlkan og Bunuel Eftir Steinunni Sigurðardóttur Luis Bunuel Félagsmið- stöðin Hæða- garði 31 Sigrún Sigurðardóttir opnar mál- verkasýningu kl. 14. Við opnunina syngur Lög- reglukórinn nokkur lög. Sigrún hefur stundað mynd- listarnám í Hæðargarði undir leið- sögn Selmu Jónsdóttur. Enn frem- ur hefur hún stundað nám í myndlistardeild Námsflokka Reykjavíkur undir stjórn Þorsteins Eggertssonar og sótt ýmis nám- skeið. Þetta er önnur sýning Sigrúnar í félgsmiðstöðinni en hún hefur einn- ig tekið þar þátt í samsýningum. Sýningin er opin kl. 13–16 virka daga til 7. mars. Blómaverkstæði Betu Reykjavíkurvegi 60 Elísabeta Ýr Sigurðardóttir sýnir olíumálverk á striga og stendur sýningin til 6. mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sigrún Sigurðardóttir ÞVÍ miður var aðsókn langt undir meðallagi á 2. tónleikum Myrkra músíkdaga í gær og virtust fáir hafa áttað sig á fjölbreytninni sem vænta mátti. Enda má segja að tónleikarn- ir hafi stílrænt spannað mestalla 20. öld. Orchestra B eftir Atla Ingólfsson, fyrsta verk tónskáldsins fyrir sin- fóníuhljómsveit, minnti mann í áferð mest á stækkaða útgáfu af kammerverkum Atla. Laglínulaus þéttur massi, kraumandi í nærmynd af iðandi skordýrakenndum „gliss- um“ en úr fjarlægð lengst af drep- inn í dróma eins og risavaxið geimpedalsflykki á reki milli sól- kerfa. Þó ekki með öllu hrynvana, því greina mátti hægar háttbundnar bylgjuhreyfingar líkt og ófreskar fæðingarhríðir í framtíðarhroll- vekju. Í seinni hluta gliðnaði nokk- uð kyrrstaðan, m.a. með sköruðum skölum, og litavalið jókst, unz lífs- lokaþráður verksins birtist sem háttliggjandi orgelpunktur er hvarf í undurblíða en (því miður) örstutta niðurlagshljóma í strengjum. Sinfónía Hróðmars I. Sigur- björnssonar mun sú fyrsta höfundar í þeirri grein þótt ekki bæri hún númer. Þó að einnig hér væri beitt þéttriðnu hljómamáli við takmarkað lagferli í hefðbundnum skilningi, kom hressilega á óvart hvað höf- undur var ófeiminn við púlsrytmísk tilþrif. I. þáttur skoppaði þróttmik- ill á jöfnum nótnagildum í spenn- andi eltingarleikskenndu perpetuo mobile er minnti á sambland af við- ureign unglingagengjanna í West Side Story, fórnardönsum Vorblóts- ins og stórsveitardjassi frá „jungle“-skeiðinu. Fágaður mið- þátturinn var angurvært íhugull, en fínallinn iðaði af vandmeðförnum en skemmtilegum krosshrynjum sem hljómsveitin skilaði af aðdáunar- verðri nákvæmni. Vandað og áheyrilegt verk sem lofaði góðu um „nr. 2“. Slegið var á nýklassíska strengi í þríþættum Trompetkonsert Jóns Ásgeirssonar frá 2000; ekki síður vandvirknislega unnið og músíkan- tískt verk en hið undangengna, nema hvað rómantísk laglínan var hér í öndvegi. Hæfilega ósamhverf hendingauppbygging dró stórum úr offyrirsjáanleika, og þrátt fyrir skýra framvindu leyndu hljóma- meðferð og orkestrun á sér undir látlausu yfirborði. Hafi nokkur lag- stúfur setið eftir í áheyrendum þetta kvöld var það án efa ævin- týralega valsstefið úr II. þætti (end- urreifað í III.) sem hæft hefði sjálfri Öskubusku á dansleiknum í kon- ungshöllinni. Ásgeir Steingrímsson lék af mýkt og snerpu með tigin- bornum tóni, þó að lokaþátturinn hefði eflaust mátt vera hraðari. Sinfóníetta (lítil sinfónía) nefnir Jónas Tómasson einþætt hljóm- sveitarverk sitt, innblásið af enn óvirkjuðu hálendisauðnunum norð- ur af Vatnajökli. Samt stóð verkið vel fyrir sínu án allra utanaðkom- andi aðstæðna. Og gott betur, því frómt frá sagt kom undirrituðum í opna skjöldu hvað Jónas sýndi hér meistaraleg tök á sinfóníska miðl- inum. Tjábrigðin virtust hlaðin merkingu á óvenju beinskeyttan hátt með áhrifamiklum andstæðum í áferð og styrk, og orkestrunin hélt tærleika sínum, allt upp í drekk- hlöðnustu tutti-innskot inn á milli kyrrðarkafla. Þau virtust segja, með hranalegri afskræmingu á Loð- víki XVI: „Á eftir okkur kemur syndaflóðið!“ Sinfóníuhljómsveitin og Bern- harður Wilkinson luku hér mynd- arlegu dagsverki með ótvíræðum glæsibrag, og misstu margir af miklu. 20. öldin í hnotskurn TÓNLIST Íslenzka óperan Myrkir músíkdagar. Atli Ingólfsson: Orch- estra B (2003; frumfl.) Hróðmar I. Sig- urbjörnsson: Sinfónía (2003; frumfl.) Jón Ásgeirsson: Trompetkonsert (2000; frumfl.) Jónas Tómasson: Sinfóníetta I (2003; frumfl.) Ásgeir Steingrímsson trompet; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19.30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson DANSLEIKHÚS með Ekka mun í dag sýna fyrsta þátt dansleikhús- verksins Evu³ í The Place Theatre í London. Eva³ verður þar hluti af ár- legu danshátíðinni Aerowaves og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskri danssýningu er boðin þátttaka. Á Aerowaves-hátíðinni sýna dans- flokkar frá tíu Evrópulöndum verk sín sem valin eru úr 200 umsækj- endum. Dansleikhúsi með Ekka var boðin þátttaka eftir að John Ash- ford, leikhússtjóri The Place Theatre, sá Evu³ á danshátíðinni x- primo í Malmö í september síðast- liðnum. Auk evrópsku sýninganna sýna yfir 80 ungir og upprennandi breskir danshöfundar verk sín, en á þeim sex vikum sem hátíðin stendur yfir eru sýnd um 100 dansverk. Eva³ var frumsýnd í Tjarnarbíói í ágúst 2002. Dansleikhúsverkið er byggt á leikritinu Garðveisla eftir Guðmund Steinsson en í dansleik- húsverkinu er kannaður þáttur Evu út frá sjónarhorni hennar og hlut- verki sem kyntákn, eiginkona og móðir. Eva³ skiptist í þrjá þætti og verð- ur fyrsti þátturinn sýndur á Aero- waves en í honum kemur Eva fram sem sakleysið, hin unga og óspillta kona sem stendur frammi fyrir freistingum og löngun til að kanna hið ókunna. Haustið 2002 var Eva³ sýnd á danshátíðinni X-primo í Malmö og var fulltrúi Íslands á danshátíðinni Nordic Scene í Brüssel. Verkinu var vel tekið á þessum hátíðum og hefur vakið athygli fleiri danshátíða. Danshöfundar verksins eru þátt- takendur sýningarinnar en dansarar fyrsta þáttar eru þær Erna Ómars- dóttir og Margrét Sara Guðjóns- dóttir. Um leikgerðina og verkstjórn fyrsta þáttar sá Karen María Jóns- dóttir. Búningar eru í höndum Re- bekku A. Ingimundardóttur og um lýsingu sér Alfreð Sturla Böðvars- son. Hljómsveitin Trabant samdi tónlistina í Evu³ en leikstjóri verks- ins er Aino Freyja Järvelä. Eva³ sýnd í London LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýnir í Samkomuhúsinu í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 19.30 leikritið Þrúgur reiðinnar. Verkið er byggt á skáld- sögu Johns Steinbecks. Þetta er í annað sinn sem verkið er sýnt hér- lendis, fyrri uppsetningin var í Borgarleikhúsinu fyrir liðlega ára- tug og þá leikstýrðu þeir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson og KK samdi tónlistina. Leikfélag Húsavíkur er því fyrsta áhugaleik- félagið sem tekur þetta verk til sýn- ingar hérlendis. Það er Arnór Benónýsson sem leikstýrir verkinu á Húsavík en hann fagnar jafnframt 20 ára leik- stjórnarafmæli um þessar mundir. Undanfarinn áratug hefur hann fyrst og fremst leikstýrt á heima- slóðum, hjá Eflingu í Reykjadal. Þrúgur reiðinnar er mannmörg sýning og þar koma fram margir reyndustu leikarar LH, í bland við yngra fólk. Tónlistarstjóri sýning- arinnar er Guðni Bragason, sem jafnframt spilar og syngur í tríói sem annast tónlistarflutning. Næstu sýningar er á þriðjudags- og föstudagkvöld kl. 20.30. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Frá æfingu á Þrúgum reiðinnar hjá Leikfélagi Húsavíkur. Húsvíkingar sýna Þrúgur reiðinnar Húsavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.