Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 45  RÓBERT Gunnarsson, hand- knattleiksmaður, hefur átt í meiðslum og gat ekki leikið með År- hus GF í æfingaleik sem liðið lék í æfingabúðum á Spáni á dögunum. Róbert mun hins vegar vera á bata- vegi og verður klár í fyrsta leik liðs- ins í dönsku úrvalsdeildinni eftir HM-leyfi, en leikurinn er við FKC frá Kaupmannahöfn á sunnudaginn.  ROBERT Pires leikur með franska landsliðinu í knattspyrnu í fyrsta sinn í eitt ár þegar Frakkar mæta Tékkum í vináttuleik í næstu viku. Pires var í gær valinn í franska landsliðshópinn en hann lék síðast með Frökkum á móti Rúmenum í febrúar á síðasta ári en varð fyrir al- varlegum hnémeiðslum í leik með Arsenal skömmu eftir það og var frá vegna þeirra í sjö mánuði.  FRAKKAR tefla fram sterkum hópi í leiknum við Tékka en hópur- inn sem Jacques Santini valdi er þannig skipaður:  MARKVERÐIR eru Fabien Barthez (Man.Utd), Gregory Coup- et (Lyon). Varnarmenn: Marcel Desailly (Chelsea), William Gallas (Chelsea), Bixente Lizarazu (Bayern München), Philippe Mexes (Auxerre), Mikael Silvestre (Man- chester United), Lilian Thuram (Juventus).  MIÐJUMENN eru: Ludovic Giuly (Mónakó), Claude Makelele (Real Madrid), Benoit Pedretti (Sochaux), Emmanuel Petit (Chelsea), Robert Pires (Arsenal), Patrick Vieira (Arsenal), Sylvain Wiltord (Arsen- al), Zinedine Zidane (Real Madrid).  FRAMHERJAR eru: Djibril Cisse (Auxerre), Thierry Henry (Arsenal), Steve Marlet (Fulham), David Trez- eguet (Juventus).  DOMINIC Matteo, varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leeds Utd., hefur tilkynnt Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skotlands, að hann muni ekki gefa kost á sér í landsliðið í framtíðinni. Hinn 28 ára gamli varnarmaður hefur átt við langvar- andi meiðsli að stríða á hné og af- þakkaði hann boð Vogts um að leika gegn Írum nk. fimmtudag. Matteo hefur leikið sex landsleiki og sá fyrsti var undir stjórn Craigs Browns fyrir þremur árum.  HINN reyndi NBA-leikmaður, Danny Manning, sem hefur ekki leikið körfuknattleik frá því sl. vor, hefur tekið fram skóna á ný og er nú í herbúðum Detroit Pistons, sem er sjöunda liðið á hans ferli. FÓLKLINO Cervar, þjálfari nýkrýndraheimsmeistara Króata í handknatt-leik, fékk afar hlýjar móttökur þeg-ar hann kom til Ítalíu í fyrradag, en hann er þjálfari Guðmundar Hrafn- kelssonar í liði Conversano. „Hann var sóttur út á flugvöll með viðhöfn þar sem beið hans fullt af fólki. Svo var ekið með hann í bæinn og honum var ákaft fagnað af fólki hér í bænum sem þeytti bílflautur sínar honum til heiðurs,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur og félagar hans mæta Prato í topp- slag ítölsku 1. deildarinnar um helgina en liðin eru efst og jöfn eft- ir 15 umferðir með 38 stig. „Þetta verður hörkuleikur enda nágrannalið. Það verður spennandi Þjálfara Guðmundar vel fagnað Guðmundur Hrafnkelsson að vita hvort ég fái að spila eða ekki. Ég fékk lítið að spila framan af tímabilinu en eftir að Króatinn Zvonomir Bilic meiddist þá fékk ég tækifæri. Aðeins má nota fjóra út- lendinga í hverjum leik en þar sem við erum fimm og Bilic er búinn að ná sér verður fróðlegt að sjá hvað gerist,“ sagði Guðmundur. GRÍÐARLEGUR áhugi er fyrir viðureign Dana og Norðmanna í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2004, en þjóðirnar eigast við á Parken í Kaupmanna- höfn 7. júní nk. Miðasala vegna leiksins hefst á laugardaginn og miðað við fyrirspurnir sem borist hafa frá báðum löndum telja for- svarsmenn miðasölunnar að þeir geti selt 70.000 miða en Parken tekur rúmlega 41.500 manns í sæti. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið 4.700 miða til þess að selja í Noregi og er ljóst að þeir munu hverfa eins og dögg fyrir sólu, framboðið er því minna en eftirspurn og víst er að margir Norðmenn munu reyna að freista þess að kaupa sér miða í Kaup- mannahöfn. Þegar hafa 2.000 miðar verið seldir fyrirfram. Þjóðirnar eiga í harðri keppni í 2. riðli undankeppni EM. Norðmenn hafa leikið tvo leiki og eru með sjö stig en Danir hafa önglað saman fjórum stigum úr tveimur viðureignum. Einnig eru Rúmenía, Lúxemborg og Bosnía í riðlinum. Auk uppgjörs í riðlinum ýtir það enn undir áhugann að leik- urinn fer fram á laugardeginum fyrir hvítasunnu og því tveir frí- dagar fram undan þegar leiknum lýkur. Margir Norðmenn hugsa því gott til glóðarinnar að eyða helginni í Kaupmannahöfn, eink- um ef úrslitin verða þeim hag- stæð. Fyrri leik þjóðanna í riðla- keppninni sem fram fór á Ullevaal í Ósló sl. haust endaði með jafn- tefli, 2:2. Fjölmenni á Parken Reyndar þarf Alþjóðaknatt-spyrnusambandið, FIFA, að leggja blessun sína yfir þessa ákvörðun en í rökstuðningi með til- lögu milliþinganefndarinnar kemur fram að FIFA hafi verið tregt til að samþykkja þessa niðurstöðu. „Við höfum ákveðið að gefa það ekki eft- ir ef unnt er. Slíkt er sanngirnismál miðað við þær reglur sem gilda ann- ars staðar,“ segir í rökstuðningi nefndarinnar. Hinn almenni „félagaskipta- gluggi“ er á sumrin, eftir að tíma- bilum lýkur að vori og fram að 1. september, og síðan er á ný heimilt að skipta á milli landa í janúarmán- uði. Lönd sem leika að sumarlagi, eins og t.d. Noregur og Svíþjóð, hafa fengið að hafa sinn „glugga“ opinn til 31. mars en deildakeppnin í þessum löndum hefst í byrjun apr- íl. Hér á landi fer deildakeppnin hins vegar ekki af stað fyrr en á bilinu 15.–20. maí ár hvert. „Ég er mjög bjartsýnn á að FIFA samþykki þetta fyrirkomulag okk- ar, enda teljum við að annað væri ekki hægt vegna sérstöðu okkar. Málið verður lagt fyrir fund UEFA (Knattspyrnusambands Evrópu) eftir nokkrar vikur og þá kemur þetta betur í ljós,“ sagði Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á félagaskipti á milli íslenskra liða, þær verða óbreyttar frá því sem verið hefur, þ.e. heimilt er að skipta á milli félaga allt til 31. júlí ár hvert. Þó aðeins einu sinni eftir að við- komandi leikmaður hefur spilað á yfirstandandi Íslandsmóti eða bik- arkeppni, nema um svokölluð „tímabundin félagaskipti“ sé að ræða. Heimilt að semja við 16 ára leikmenn Þá leggur sama milliþinganefnd til að íslenskum félögum verði framvegis heimilt að gera samninga við leikmenn á árinu sem þeir verða 16 ára, í stað 17 ára, sem verið hefur hingað til. Það er rökstutt með því að umboðsmönnum sé heimilt til að semja við 16 ára leikmenn og því sé rétt að samræmi sé þarna á milli. Íslenski „glugginn“ opinn lengst allra FÉLAGASKIPTI knattspyrnumanna á milli Íslands og annarra landa verða framvegis heimil frá 15. nóvember til 31. maí, og síðan í tvær vikur í júlí, frá 15.–31. júlí, nái tillaga milliþinganefndar fram að ganga á ársþingi KSÍ á laugardaginn. Þar með verða reglurnar rýmri hér á landi en annars staðar, en í fullu samræmi við lengd keppn- istímabilsins. Flestir bjuggust við spennandiviðureign, enda hafa liðin mæst þrívegis í vetur og alltaf hafa úrslitin ráðist á lokasekúnd- um leikjanna. Raun- in varð þó önnur. Strax frá fyrstu mín- útum leiksins spiluðu liðin mjög góða vörn og var lítið skorað til að byrja með. Aðeins fjögur mörk fyrstu tíu mínútur leiks- ins og Stjarnan aðeins með eitt af þeim. Eyjastúlkur náðu svo góðum kafla, breyttu stöðunni úr 3:2 í 6:2 á fimm mínútum, en þá tók Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Ekki bar það tilætlaðan ár- angur hjá honum því munurinn jókst og þegar góðir dómarar leiksins, Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, flautuðu til leikhlés hafði ÍBV sex marka forystu, 11:6. Sá munur hélst fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks en þá kom frábær kafli hjá Eyjastúlkum sem náðu mest ellefu marka forystu. Stjörnu- stúlkur gripu þá til þess ráðs að taka þær Öllu Gorkorian og Önnu Yakovu úr umferð og á tímabili leit út fyrir að herbragðið ætlaði að ganga upp, þær skoruðu fimm mörk í röð og staðan var 20:15 þegar átta mínútur voru eftir. En endaspretturinn var Eyja- stúlkna og þær fögnuðu gríðarlega í lokin, átta marka sigur og bikarúr- slitaleikur hjá ÍBV þriðja árið í röð. Eyjaliðið átti í heild góðan dag en Birgit Engl stóð upp úr í varnar- leiknum. Alla Gorkorian var öflug framan af og eins átti Sylvia Strass, leikstjórnandi ÍBV, góðan leik, þó sérstaklega á lokasprettinum Hjá gestunum stóð Jóna M. Ragn- arsdóttir upp úr í markaskorun en í heild átti liðið dapran dag. Amela Hegic náði sér engan veginn á strik gegn sínum gömlu félögum. Jelena Jokanovic markvörður var best þeirra, varði þrettán skot. Morgunblaðið/Sverrir Alla Gorkorian var atkvæðamest í liði ÍBV í gær og hér skorar hún gegn Stjörnunni um sl. helgi í Garðabæ, þar sem Guðríður Vilhjálmsdóttir, Stjörnunni, kemur engum vörnum við. Öruggur Eyjasigur Kvennalið ÍBV vann ótrúlega auðveldan sigur á Stjörnunni í undan- úrslitum bikarkeppni HSÍ í gærkvöld í Vestmannaeyjum, 25:17. Það verða því tvö efstu lið deildarinnar, ÍBV og Haukar, sem munu mæt- ast í úrslitum bikarsins 22. febrúar nk. þar sem ÍBV mun verja bik- armeistaratitilinn. Það voru um 700 áhorfendur sem fylgdust með leiknum og var þó nokkuð af stuðningsmönnum Stjörnunnar þeirra á meðal og létu vel í sér heyra. Það gerðu Eyjamenn einnig og myndaðist gríðarleg stemmning í húsinu. Sigursveinn Þórðarson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.