Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 41 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is TETRA VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Öll þjónusta fyrir TETRA símkerfið á einum stað Fjarskipti framtíðarinnar w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 24 BÖRN í 3. bekk í grunnskólum víðs vegar af landinu unnu til verðlauna í eldvarnagetraun Brunavarnaátaks 2002 og fór verðlaunaafhending fram í slökkvistöðinni í Hafnarfirði í fyrradag. Efnt var til eldvarna- getraunarinnar í tilefni Eldvarna- viku 25. nóvember til 1. desem- ber, en þá heimsóttu slökkvi- liðsmenn nær alla grunnskóla landsins, hver á sínu starfssvæði, og lögðu sérstök verkefni fyrir nemendur og ræddu eldvarnir og öryggismál við þá. Eldvarnavikan var haldin í samstarfi við Bruna- málastofnun, Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og fleiri. Dregið var úr innsendum lausn- um 14. janúar og var verðlauna- höfunum boðið á slökkvistöðina í Hafnarfirði ásamt foreldrum sín- um og gestum. Verðlaunin voru viðurkenningarskjal ásamt Lenco ferðageislaspilara frá Sjónvarps- miðstöðinni, reykskynjari og diskur með KK og Eldbandinu. Morgunblaðið/Kristinn Átta verðlaunahafar á Slökkvistöðinni. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Óli Sigurjónsson, Halldór Gauti Krist- jánsson, Guðmundur Jónsson og Jón Ingi Guðjónsson. Neðri röð frá vinstri: Hjördís Björg Hermannsdóttir, Hekla Diljá Hlynsdóttir, Elísabet Brynjólfsdóttir og Hera Jónsdóttir. Fengu verðlaun í eldvarnagetraun VG í Reykjavík og kosningarnar Borgarmálaráð vinstri-grænna heldur fund á Kornhlöðuloftinu (fyrir ofan Lækjarbrekku) laug- ardaginn 8. febrúar kl. 12. Á fund- inum verður rætt um hvaða mál- um VG í Reykjavík vill koma á framfæri og leggja áherslu á í komandi kosningum. Sérstakur gestur fundarins verður Þórólfur Árnason borgarstjóri. Alþingismennirnir Kolbrún Hall- dórsdóttir og Ögmundur Jónasson og borgarfulltrúarnir Björk Vil- helmsdóttir og Árni Þór Sigurðs- son munu reifa málin og sitja fyrir svörum. Fundarstjóri er Katrín Jakobsdóttir. STJÓRNMÁL Námskeið um lánssamninga. Dagana 17. og 19. febrúar nk. býð- ur Endurmenntun HÍ upp á nám- skeið þar sem farið er yfir helstu ákvæði slíkra samninga, lagalegt gildi þeirra, skyldur og ábyrgð lánveitanda og lántaka og rétt- arstöðu þeirra sem hafa milligöngu vegna sambankaláns („synd- ication“). Hvað telst til vanefnda og hverjar eru afleiðingar þeirra og hvaða takmarkanir eru á rétti lánveitenda? Farið verður í gegn- um framsal, rétt til skuldajöfn- unar, fyrirframgreiðslu, almenn skilyrði, varnarþing o.fl. Stuðst verður við hefðbundinn enskan lánssamning og rakin helstu álita- efni sem upp kunna að koma. Námskeiðið er fyrst og fremst ætl- að starfsmönnum fjármálafyr- irtækja sem fást við erlenda láns- samninga og lögfræðingum og lögmönnum sem veita þjónustu á þessu sviði. Fyrirlesari er Helgi Sigurðsson hrl., stundakennari við HÍ og lögfræðingur hjá Kaupþingi. Skráning fer fram á vefslóðinni www.endurmenntun.is. Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykj- um í Ölfusi stendur fyrir nám- skeiðinu „Asparryð og umhirða trjáa í þéttbýli“ í Þjóðmenning- arhúsinu í Reykjavík þriðjudaginn 11. febrúar frá kl. 9:00 til 15:30. Fjallað verður um umhirðu og grisjun trjáa í þéttbýli, leiðbein- endur verða Jón Geir Pétursson frá Skógræktarfélagi Íslands, Þór- ólfur Jónsson frá Reykjavíkurborg og Tryggvi Marinósson frá Ak- ureyrarbæ. Halldór Sverrisson frá RALA og Guðmundur Halldórsson frá Skógræktinni kalla erindi sitt „Rannsóknir á asparryði og kyn- bætur á ösp til þess að verjast ryði“. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á ryðþoli ólíkra asp- arklóna hér á landi og kynbóta- verkefni sem þegar er hafið til þess að finna klóna sem hafa til að bera sjúkdómsþol, hraðan vöxt og aðra æskilega eiginleika. Skráning og allar nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu skól- ans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is. Stjórnun viðskiptatengsla – CRM, Mannauðsstjórnun. IMG Deloitte stendur fyrir tveimur nýj- um námskeiðum í febrúar. Stjórn- un viðskiptatengsla – CRM er 48 klst. nám ætlað smærri og milli- stórum fyrirtækjum sem vilja styrkja samband við viðskiptavini. Mannauðsstjórnun fyrir almenna stjórnendur er 48 klst. nám fyrir stjórnendur sem vilja efla sig í starfi með því að tileinka sér hag- nýtar aðferðir mannauðsstjórn- unar, m.a. starfsmannaval, ýmis starfsmannamál, samningatækni og að taka á erfiðum starfsmanni. Leiðbeinendur eru sérfræðingar IMG Deloitte. Námskeiðin hefjast í lok febrúar. Skráning er á netfanginu nam- skeid@imgdeloitte.is. Á NÆSTUNNI KIRKJUSTARF NÆSTKOMANDI miðvikudag, 12. febrúar, verður þorrahátíð í starfi aldraðra í Grensáskirkju. Dagskráin hefst með helgi- stund í kirkjunni kl. 12:10 og að henni lokinni verður gengið að veisluborði í safnaðarheimili. Á boðstólum er góður íslenskur matur og hægt verður að smakka á þorramat. Máltíðin kostar kr. 1.500 á mann. Öllum er velkomið að taka þátt í samverunni en vegna matarins er nauðsynlegt að fólk tilkynni þátttöku í síðasta lagi mánud. 10. febr. í síma 553 2750. Biblíumaraþonsöfnun unglinganna í Árbæjarkirkju ÞAÐ er alltaf nóg um að vera í unglingastarfinu í Árbæjarkirkju og í kvöld 7. febrúar kl: 18:00 ætla um 40 félagar í æskulýðs- félaginu Lúkasi að láta gott af sér leiða og hefja áheitasöfnun með Biblíumaraþonlestri til styrktar unglinga og barnastarfi kirkjunnar. Unglingarnir munu skiptast á að lesa úr ritningunni í samtals 15 tíma eða til laugardagsmorg- unsins 8. febrúar kl: 9:00. Þetta er 8. árið í röð sem unglingarnir í Árbæjarkirkju standa fyrir áheitasöfnun með lestri Guðs orðs og hefur á sjöunda hundrað króna runnið til ólíkra líkn- arfélaga á tímabilinu. Unglingarnir hafa á und- anförnum dögum leitað til fyr- irtækja og einstaklinga í hverfinu eftir áheitum en einnig geta áhugasamir lagt sitt að mörkum til söfnunarinnar með því að leggja inná söfnunarreikning í Árbæjarútibúi Landsbankans nr. 0113-05-064620 - kt. 420169-4429. Prestarnir og starfsfólk í æsku- lýðsstarfinu. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja Þorrahátíð aldraðra í Grensáskirkju SÝNING verður á uppfinningum Ís- lendinga á morgun, laugardag, kl. 12 við Garðatorg í Garðabæ. Landssam- band hugvitsmanna stendur fyrir sýningunni. Þar verða sýnd brot af því sem Íslendingar hafa fundið upp og komið á markað hér á landi eða er- lendis. Með þessu er meðal annars verið að heiðra nokkra af elstu upp- finningamönnum Íslands sem hafa barist á móti straumnum við að koma nýjungum sínum á markað, segir í fréttatilkynningu. „Við höldum alltaf að við eigum enga uppfinningamenn, en það er bara misskilningur,“ segir Elínóra Inga Sigurðardóttir formaður Landssambands hugvitsmanna. Á sýningunni verður meðal annars líkan af fyrsta skuttogaranum sem framleitt var af Andrési Ragnars- syni. „Hann missti þessa hugmynd út úr höndunum því hann fékk ekki skilning yfirvalda hér og því fengu Bretar einkaleyfi,“ segir Elínóra. Einnig verður til sýnis mynd af þvottavél sem Alexander Einbjörns- son hannaði og seldi hér á landi. Nokkrar af uppfinningum Jóhann- esar Pálssonar verða einnig til sýnis, til að mynda svokallað iceblow, sem blæs lofti í læsingar á bílum á vetrum svo þær frosni ekki aftur. Sigríður Einarsdóttir sýnir einnig jurtasmyrsl sitt sem hefur mikið ver- ið notað á útbrot á húð manna og hesta. Draumurinn að komið verði á fót uppfinningasafni „Þessi sýning er til að sýna Íslend- ingum að það eru til íslenskir upp- finningamenn og þá sérstaklega til að sýna unga fólkinu að þetta sé hægt.“ Draumur Elínóru er að sett verði á stofn uppfinningasafn þar sem skráð- ar verði uppfinningar Íslendinga. „Það mætti hafa þetta svona lifandi safn og uppgötvunarmiðstöð í leið- inni.“ Elínóra segir vanta stuðnings- kerfi hér á landi til að framfleyta ein- földum hugmyndum. Hún segir jafnframt að Landssambandi hug- vitsmanna í samvinnu við nýsköpun- arkeppni grunnskólanna hafi borist tæplega 3.000 hugmyndir í fyrra frá börnum. „Það er draumur okkar að koma hugmyndum barnanna líka í vörur. Ef við getum sýnt börnum að það séu til fyrirmyndir þá kveikjum við áhugann hjá þeim,“ segir Elínóra. Málþing verður haldið í tengslum við sýninguna þar sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður mun fjalla um nýsköpun í atvinnumálum á Íslandi. Einnig taka til máls tveir sænskir uppfinningamenn, Margreta Anderson og Sune Hilstad. Málþing- ið verður í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli í Vídalínskirkju í Garðabæ og hefst kl. 13 í dag. Uppfinningar Íslendinga til sýnis MÁNUDAGINN 5. febrúar fór fram úrslitaviðureign um hverfismeist- aratitilinn í borgarhluta 3 í Nema hvað? – Spurningakeppni ÍTR. Alls tóku fimm skólar þátt í fyrri umferðum í borgarhlutanum og voru það Hólabrekkuskóli og Seljaskóli sem komst áfram að loknum tveimur umferðum. Leikar fóru svo að lið Seljaskóla fór með sigur af hólmi annað árið í röð. Lið Seljaskóla er skipað þeim Frey Sævarssyni, Guð- jóni Gunnarssyni og Gunnari Erni Guðmundssyni. Auk spurninga er ræðuþáttur í keppninni og var Anna Kristín Pálsdóttir ræðumaður Selja- skóla og aðstoðarmaður hennar við undirbúning kom úr röðum nemenda og var Ásdís Björk Guðmundsdóttir. Með þessum árangri hefur Seljaskóli öðlast keppnisrétt í undanúrslitum Nema hvað? sem hefjast í Ráðhúsinu 17.febrúar. Úrslitaviðureignir um hverfis- meistaratitlana í hinum borgarhlut- unum verða næstu daga. Í gærkvöld kepptu Foldaskóli og Rimaskóli til úrslita í borgarhluta 4. Í borgarhluta 3 keppa Álftamýrarskóli og Hlíða- skóli til úrslita í Félagsmiðstöðinni Tónabæ mánudaginn 10.febrúar kl. 20.00. Síðustu hverfismeistarar verða svo krýndir í borgarhluta 1 þar sem Austurbæjarskóli og Hagaskóli eigast við í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli fimmtudaginn 13. febr- úar kl. 20.00. Skífan gefur öllum vinningshöfum hverfismeistara- keppnanna tónlistarverðlaun. Öll úrslit og umfjöllun um keppn- ina má finna á heimasíðu ÍTR www.itr.is. Spurninga- keppni grunn- skólanna BJÖRGUNARSKÓLI Slysavarna- félagsins Landsbjargar hefur í vik- unni staðið fyrir námskeiði í stjórn- un leitaraðgerða á landi. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Emergency Response Inter- national (ERI) sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í kennslu og þjálfun við leit og björgun ásamt fleiri þáttum sem snúa að neyðarþjónustu. Á nám- skeiðinu hefur verið farið yfir alla þætti leitaraðgerða, skipulag stjórn- stöðva, stjórnun, upplýsingaöflun, skipulag leitarsvæða, hegðunar- mynstur týndra, vísbendingaöflun, útreikninga á líklegustu leitarsvæð- um, leitaraðferðum, hvernig og hve- nær á að hætta leit með því að raun- verulegir atburðir eru krufðir til mergjar. 38 þátttakendur hvaðanæva að af landinu eru á námskeiðinu og hefur þátttaka aldrei verið eins góð. Þátttakendur koma frá ýmsum að- ilum sem sinna neyðarþjónustu á Ís- landi s.s. embætti ríkislögreglu- stjóra, lögregluembættinu í Reykjavík, á Snæfellsnesi, Akureyri, Árborg og Keflavík, Almannavörn- um, Landsstjórn björgunarsveita og svæðisstjórnum björgunarsveita. Allir þátttakendur eiga það sam- eiginlegt að hafa komið að stjórnun leitaraðgerða á landi. Kennarar á námskeiðinu eru Skip Stoffel, eigandi ERI, en hann hefur sérhæft sig í námskeiðum sem þess- um og Clive Swombow sem er fyrr- verandi rannsóknarlögreglumaður og starfaði með lögreglunni í Wales í 23 ár. Námskeið í stjórnun leitaraðgerða FUGLAR himinsins, dýr merkur- innar og liljur vallarins verða í brennidepli á náttúrufræðslusam- komum KFUM og KFUK dagana 7. til 9. febrúar en þá mun dr. Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum, fjalla um nokkur náttúrufyrirbæri. Á hverju kvöldi verður ákveðið viðfangsefni úr ríki náttúrunnar krufið til mergjar og skoðað með augum náttúrufræðingsins og mun Bjarni flytja stutta hugleiðingu tengda fyrirlestrinum að því loknu. Mun Bjarni skýra mál sitt með góðu myndefni. Samkomurnar verða haldnar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og hefjast kl. 20:30 á föstudags- og laugardagskvöld og kl. 17:00 á sunnudag. Þær eru opnar öllum og henta vel þeim sem áhuga hafa á náttúrufræði og vilja fá trúarlega uppbyggingu. Fjallar um náttúrufyrir- bæri í húsi Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.