Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 37 njóta þess sem almættið veitti þeim. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera. Við erum strengjabrúður annarra ofurafla sem toga í þá strengi sem þeir ákveða. Við verðum að hlíta þeirri ákvörðun á hvaða veg sem hún er. Okkur finnst eflaust öllum sem misst höfum ástvin að máttarvöldin hafi ekki stjórn á þessum strengjum. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá stóran skerf af mínu upp- eldi í bílskúrnum og eldhúsinu á Tryggvagötu 7. Ég held að þau hjón- in hafi verið með ólíkindum sam- stiga. Ég held meira að segja að hvorugt þeirra hafi lært að segja nei. Þess vegna gat maður þá sem óharðnaður unglingur og fram undir miðjan aldur leyft sér að hanga á hurðarhúninum hjá þeim með öll sín vandamál sem yfirleitt voru leyst í bílskúrnum. Án þess að gera sér grein fyrir, var maður margítrekað að níðast á friðhelgi heimilislífsins. Það er of seint að iðrast þeirrar gerðar nú. Ég veit að Jenný hefur fyrirgefið mér. Lífið er ljósið og ljós- ið er til að lýsa þér veginn framund- an, það er vegurinn sem við verðum öll að fara til að stíga aftur út úr myrkrinu. Ég vil biðja ykkur, Anna, Solla og Ragna, að halda þétt utan um þann ljúfa einstakling sem svo skjótt og óvænt þurfti að kveðja elskuna sína hinstu kveðju. Lofið hinni máttugu hönd að leiða ykkur aftur inn á hinn upplýsta veg framundan og skapa um leið birtu og yl í hjörtum ykkar. Látum gleðina sigra sorgina. Þorvaldur. Enn og aftur hefur verið höggvið skarð í hópinn sem var í Húsmæðra- skólanum á Hverabökkum í Hvera- gerði veturinn 1950–1951. Nú hefur Jenný Magnúsdóttir verið burtk- vödd. Þessi fallega, hægláta stúlka, sem var hvers manns hugljúfi. Margs er að minnast þegar hugs- að er til skólaverunnar. Vináttan verður nánari þegar dvalið er í heimavistarskóla en þegar farið er heim daglega eftir skólatíma. Við vorum líka bara 20 stúlkur á skól- anum þennan vetur og kynntumst þess vegna mjög vel. Skólinn starfaði í níu mánuði og það var mjög mikið sem við lærðum á þessum tíma. Við saumuðum okkur föt og svo saum- uðum við líka barnaföt og ekki má gleyma vefnaðinum, útsaumnum og eldamennskunni. Við minnumst þess líka, að stund- um fengum við að fara í gönguferðir eftir kvöldmat, en áttum að vera komnar til baka fyrir klukkan tíu að kvöldi. Þetta var snjóþungur vetur og Hellisheiðin var lokuð í langan tíma. Þegar við fréttum að verið væri að moka, þá báðum við um leyfi til að ganga á fjallið og taka rútu til baka þegar búið væri að opna. Við gengum alla leið upp í Skíðaskála og vorum orðnað ansi þreyttar þegar þangað kom. Einu sinni gengum við nokkrar saman alveg niður að Gerðakoti. Marta skólasystir okkar átti heima þar og sagði að við gætum alveg ver- ið komnar á réttum tíma til baka, því Ragnar bróðir hennar myndi keyra okkur. En þegar við komum í Gerða- kot var Ragnar að gera við jeppann úti í bílskúr. Við fórum í kaffi, en bíll- inn var ekki kominn í lag þegar við urðum að fara. Við stoppuðum vöru- bíl og sátum á pallinum að Hvera- gerði og komum allt of seint og feng- um skammir frá kennslukonunni sem tók á móti okkur á ganginum. En þið Marta voruð svo skynsamar að fara bakdyramegin inn í eldhús og fenguð engar skammir. Grunaði þig nokkuð að maðurinn sem lá undir jeppanum ætti eftir að verða mað- urinn þinn? Árin líða og öll þessi 52 ár höfum við komið saman heima hver hjá ann- arri nokkrum sinnum á ári. Nú kom- um við saman í djúpri þögn og minn- umst þín. Við vottum manni þínum, dætrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jennýjar Magnúsdóttur. Skólasystur úr Húsmæðraskól- anum á Hverabökkum í Hvera- gerði veturinn 1950–1951. ✝ Vigfús KristjánGunnarsson fæddist á Litla- Hamri í Eyjafjarðar- sveit 15. október 1927. Hann lést á Rauðakrosshótelinu við Rauðarárstíg 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hildur Vigfúsdóttir Hjaltalín frá Brokey, f. 20. maí 1898, d. 22. desember 1985, og Gunnar Jónatansson frá Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit, ráðunautur og formaður Búnað- ar- og ræktunarsambands Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu, f. 12. júlí 1901, d. 19. apríl 1980. Þau bjuggu lengst af í Stykkishólmi. Systkini Vigfúsar eru Óskar Hreinn, fv. forstjóri, f. 31. okt 1932, og Anna Laufey bankagjald- keri, f. 24. febr. 1941. Óskar er kvæntur Unni Agnarsdóttur, f. 10.6. 1935, börn þeirra eru Gunn- hildur, f. 25.10. 1959, gift Arnóri Þóri Sigfússyni og eiga þau þrjú börn, og Agnar, f. 12.5. 1963, kvæntur Margréti Ásgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn. Vigfús ólst upp í Stykkishólmi. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík 1944–46 og öðlaðist löggild- ingu sem löggiltur endurskoðandi 1970. Hann starfaði um árabil hjá Kaupfélagi Stykkishólms, var kennari við Iðnskóla Stykkishólms, starf- aði frá 1958–1970 hjá Endurskoðunardeild SÍS, en réðst til Rík- isendurskoðunar 1971 og starfaði þar til starfsloka. Vigfús tók virkan þátt í ýmsum félags- málastörfum, sat í stjórn Umf. Snæfells og Héraðssambands Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi fatlaðra og sat í stjórn Sjálfsbjarg- ar, félags fatlaðra í Reykjavík, í stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, í stjórn Íþróttafélags fatl- aðra í Reykjavík, í stjórn Öryrkja- bandalags Íslands, í stjórn hússjóðs Öryrkjabandalagsins, auk setu í fjölda nefnda sem tengjast starf- semi félaganna. Útför Vigfúsar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Vigfús frændi okkar er látinn. Hann sem var nýkominn úr aðgerð þar sem skipt var um mjaðmarlið. Að- gerðin sem hann batt miklar vonir við hafði heppnast vel og hann hlakkaði til að geta farið allra sinna ferða á ný. En skjótt skipast veður í lofti. Allar vonir og væntingar að engu orðnar og eftir sitjum við aðstandendur hans sorgmæddir. Vigfús föðurbróðir okkar hefur verið svo stór partur af okkar lífi alla tíð. Hann eignaðist ekki fjölskyldu sjálfur en við systkinin fengum að njóta umhyggju hans og alúðar í rík- um mæli. Hann fylgdist vel með okk- ur og öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og hvatti okkur með ráð- um og dáð. Þegar við sjálf eignuð- umst börn fengu þau einnig að njóta vináttu hans og hlýju. Vigfús fékk lömunarveikina þegar hann var fimm ára gamall. Hann seg- ir í viðtali, sem tekið var við hann og birtist í Fréttabréfi Öryrkjabanda- lagsins 1997, að hans fyrstu minning- ar séu frá árinu 1932 þegar hann kom í fyrsta sinn til móðurafa síns og ömmu en þau bjuggu í Brokey á Breiðafirði. Nokkrum dögum eftir að hann kom þangað veiktist hann af lömunarveiki. Lagt var af stað á vél- bát til að ná í lækni en vegna ofsaveð- urs varð báturinn að snúa við til Brok- eyjar. Lömunarveikin hafði þau áhrif að annar fóturinn óx ekki eins og hinn og var hann því upp frá því haltur og þurfti að ganga með staf. Það var örugglega ekki auðvelt að alast upp við þessar aðstæður en hann átti góða að og var einstaklega viljasterkur, bjartsýnn og jákvæður að eðlisfari. Þessi jákvæðni hefur hjálpað honum alla tíð og oftar en ekki tókst honum að ná markmiðum sínum. Í yfir þrjátíu ár sat hann í stjórnum ýmissa félaga fatlaðra og barðist öt- ullega fyrir málefnum þeirra. Auk stjórnunarstarfanna sat hann einnig í ýmsum nefndum sem tengdust marg- breytilegri starfsemi félaganna. Hann hafði sérstakan áhuga á ferli- málum fatlaðra og var vakinn og sof- inn yfir þeim málaflokki. Hann vildi leggja sitt af mörkum og hafði miklar hugmyndir um hvernig bæta mætti umhverfið til að fatlaðir gætu komist betur leiðar sinnar. Í seinni tíð áttu einnig tölvumálin hug hans allan og átti hann sér draum um að nýta sér þá tækni í auknum mæli. Hann hafði nýlokið námskeiði um tölvunotkun og netið og hlakkaði til að takast á við ný verkefni þar sem hann hugðist m.a. sameina tölvu- áhuga sinn og áhugann á ferlimálum fatlaðra. Þá hafði hann hug á að skanna inn gamlar myndir sem hann átti og skrá upplýsingar um þær til fróðleiks fyrir fjölskylduna. Það er skarð höggvið í okkar litlu fjölskyldu. Við systkinin og fjölskyld- ur okkar erum þakklát fyrir að hafa átt Vigfús frænda okkar að og mun- um minnast hans um ókomna tíð. Gunnhildur og Agnar. Starfsmenn Öryrkjabandalags Ís- lands setti hljóða þegar sú frétt barst að Vigfús Gunnarsson væri látinn. Daginn áður hafði hann hringt til framkvæmdastjóra Hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins og reifað hug- myndir sem skotið höfðu upp kollin- um. Fyrir hálfum mánuði leit hann inn á skrifstofu Öryrkjabandalagsins og átti erindi við marga. Fylgdi hon- um sama glaðværðin og ákafinn og vant var. Undirritaðan tók hann tali. Hann sagðist nú hafa nægan tíma og nú væri lag að nýta þekkingu hans og reynslu til góðra verka. Vigfús sagði að Íslendingar væru skammarlega langt á eftir tímanum í ferlimálum; hér hefði allt of lítið miðað áleiðis. „Ís- lendingar skera sig úr öðrum Norð- urlandaþjóðum. Stjórnvöld gera ekk- ert í málunum og þess vegna verðum við að gera það,“ sagði Vigfús. Það varð að ráði með okkur að hann ynni með ferlinefnd Öryrkjabandalagsins og hugðumst við ganga frá því máli eftir að hann hefði farið í mjaðmaað- gerðina. Vigfús Gunnarsson var um langt árabil fulltrúi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í stjórn Öryrkjabandalags Íslands og formaður þess um tveggja ára skeið. Eftir að stjórnarsetu hans lauk varð hann félagskjörinn endur- skoðandi. Vigfús varð einna fyrstur hér á landi til þess að vekja athygli á þeim hindrunum sem mæta hreyfihömluð- um. Hann fór víða um, einkum í Reykjavík og nágrenni, og tók mynd- ir af því sem betur mátti fara. Hann sýndi þessar myndir víða og bætti gjarnan við hnyttnum athugasemd- um um það sem betur mætti fara. Vigfús einskorðaði ekki áhuga sinn við hindranir þær sem voru í hjólastól heldur kynnti hann jafnframt það sem hentaði þeim sem voru blindir eða sjónskertir. Vöktu myndasýning- ar hans óskipta athygli þeirra sem þær sáu. Þá var eldmóður hans svo mikill að hann hreif alla með sér sem hlýddu á mál hans. Ýmsar ábendingar Vigfúsar voru teknar til greina af borgaryfirvöldum og hönnuðum opinberra bygginga og margra sér stað í lögum og reglugerð- um. Aðrar bíða þess enn að hönnuðir átti sig á þeim. Má til að mynda nefna hin svokölluðu fjalahandrið sem Vig- fús amaðist mjög við. Hann benti á að erfitt væri að grípa um þau. Í upphafi nýrrar aldar, á ári fatl- aðra, stöndum við Íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd að Ís- lendingar hafa unnið minnst allra Vestur-Evrópuþjóða að því að gera þjónustu- og ferðamannastaði að- gengilega hreyfihömluðu fólki. Fæst- ir eigendur veitingastaða og verslana hafa bætt aðgengi að fyrirtækjum sínum. Nægir að benda á miðbæ Reykjavíkur þar sem fátt er um að- gengileg þjónustufyrirtæki og hið sama á við um aðra kaupstaði og þorp þessa lands. Nýleg dæmi um söfn sýna svo að ekki verður um villst að aðgengi hreyfihamlaðra er ekki í brennidepli hjá þeim sem endur- hanna gömul hús til slíkra nota. Er galdraminjasafnið á Ströndum átak- anlegt dæmi um slík vinnubrögð. Þegar við ræddum þessi mál benti ég á að fyrir tilstilli Öryrkjabandalagsins yrði betur hugsað um aðgengi í end- urbættu Þjóðminjasafni Íslands en áður og fagnaði hann því. Taldi hann nauðsynlegt að vekja athygli á því sem vel væri gert. Ekki mætti þó hlífa mönnum við sannleikanum um það sem miður hefði tekist. Vigfús Gunnarsson hugðist m.a. snúa sér að því að vekja athygli á því sem betur mætti fara í ferðaþjónustu. Guð gaf honum ekki tækifæri til þess því að hann vill að þeir sem eftir lifa haldi á lofti merki hans til heilla þeim sem á þurfa að halda. Öryrkjabandalag Íslands, starfs- fólk þess og aðildarfélög standa í mik- illi þakkarskuld við Vigfús Gunnars- son. Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands. Vigfús Gunnarsson var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra, á höfuðborgarsvæðinu. Vigfús sat í stjórn félagsins um tíma. Ég kynntist Vigfúsi fyrir nokkrum árum eða þegar ég fór að starfa innan Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hann svokallaður félagslegur endurskoðandi félagsins, sem kallast nú skoðunarmenn reikninga. Vigfús var einmitt löggiltur endurskoðandi. Vigfús vann mikið fyrir félagið og sat að jafnaði á þingum Sjálfsbjargar landssambands fyrir félagið okkar. Vigfús hafði oft margt til málanna að leggja og var maður með skoðanir og var ekkert að liggja á þeim. Sumt er svo tilviljunarkennt. Fyrir um það bil mánuði síðan fól félagið honum smá verkefni, sem var að skoða göngustíga fyrir hreyfihaml- aða, en því miður entist honum ekki ævin til þess að klára þetta verkefni. Þó að við sem yngri erum séum ekki sátt við kjör fatlaðra og öryrkja megum ekki gleyma því hvað frum- kvöðlar eins og Vigfús hafa gert í mál- efnum fatlaðra og öryrkja. Hvar vær- um við stödd ef frumkvöðlarnir hefðu ekki barist fyrir þeim réttindum sem við þó búum við í dag? Það var ákaflega þægilegt að vinna með Vigfúsi og ég minnist þess að aldrei lagði hann öðrum illt til eða tal- aði illa um aðra. Því Vigfús var ljúf- menni í alla staði. Hann kom oft á skrifstofu félagins og ræddi um þá hluti sem betur mættu fara og kom oft með góðar hugmyndir. Þannig minnist ég hans. Vigfús var hugsjónamaður um kjör fatlaðra og öryrkja og vildi allt gera til þess að leggja málefnum okkar lið. Lífið væri öðruvísi ef til væru margir hugsjónamenn eins og hann var. Ég kveð nú góðan vin og félaga okkar allra í Sjálfsbjörgu, félags fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr segir eigum við frumkvöðlum eins og Vigfúsi mikið að þakka. Ég sendi skyldfólki hans mínar dýpstu samúðarkveðjur um leið og ég kveð góðan og heiðarlegan dreng. Þórir Karl Jónasson, formað- ur Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu. Þegar fyrsta íþróttafélag fatlaðra var stofna 1974 var þar nær eingöngu fólk á milli tvítugs og þrítugs. Örfáar undantekningar voru þó og ein þeirra var Vigfús. Það var lán okkar sem flest hver vorum að stíga okkar fyrstu skref í félagsmálum að hann gekk til liðs við okkur. Það var mér ómetan- legt sem ungur maður að takast á hendur formennsku í fyrsta íþrótta- félagi fatlaðra á Íslandi að hafa mér við hlið sem gjaldkera jafn félagsvan- an, töluglöggan og áreiðanlegan mann og Vigfús. Á fyrstu árum félagsins kenndi hann okkur allt sem hann gat um fé- lagsstörf, en umfram allt um hvernig fara ætti með, nýta og varðveita á sem bestan hátt það fé sem við bárum ábyrgð á fyrir félagið. Vigfús var fatlaður frá barnæsku og hagsmunamál fatlaðra voru hon- um hjartans mál. Hann hafði svo mikla vídd og sýn að hann lagði alls staðar lið í þeim málum. Hjá Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra, Sjálfs- björg, Öryrkjabandalaginu og víðar. Hann var eldhugi og baráttumaður á þeim vettvangi og það sem ein- kenndi hann mest var að hann var alltaf með ferskar hugmyndir og tilbúinn í að reyna eitthvað nýtt. Oft kastaði hann fram alveg byltingar- kenndum hugmyndum sem síðan þurfti að vinna úr. Það sýndi hvað hann var næmur og með mikinn skilning á því að hags- munir fatlaðra voru alstaðar í þjóð- félaginu að hann, sem aldrei hafði lagt stund á íþróttir, skyldi strax skynja hversu mikilvægur þáttur þær voru fyrir fatlaða. Hann starfaði á einn eða annan hátt fyrir íþróttafélagið og eftir að hann lét af starfi gjaldkera var hann skoðunarmaður reikninga til dauðadags. Sama á við um Sjálfs- björg þar sem hann tók virkan þátt í störfum margra nefnda þótt ferlimál- in væru honum kærust. Kæri vinur, þökk fyrir að hafa orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Þakka þér fyrir þín miklu störf að málefnum fatlaðra. Hvíl þú í friði. Arnór Pétursson. VIGFÚS K. GUNNARSSON  Fleiri minningargreinar um Vig- fús Gunnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGMUNDUR BIRGIR PÁLSSON, Smáragrund 13, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Guðlaug Gísladóttir, Sigríður G. Sigmundsdóttir, Baldvin Þór Jóhannesson, Pálína Sigmundsdóttir, Alfreð Þór Alfreðsson, Margrét Sigmundsdóttir, Skúli V. Jónsson, Inga Jóna Sigmundsdóttir, Jónatan Sævarsson, barnabörn og langafabarn. Lokað Vegna jarðarfarar ÓLAFS BJARNASONAR, múrarameistara, verður lokað í dag frá kl. 12-18. IANA, Laugavegi 53.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.