Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hlutafé Skýrr hf. var aukið um 63.361.022 kr. að nafnverði á árinu 2002. Kauphöll Íslands hf. skráði þá aukningu þann 5. desember 2002 í samræmi við lög og reglur Kauphallar- innar. Hlutaféð var ekki boðið í almennri sölu. Heildarhlutafé Skýrr hf. er nú 263.361.022 kr. að nafnverði og er það allt skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Á hluthafafundi Skýrr hf. þann 11. október 2002 var samþykkt að auka hlutafé um 63.361.022 kr. að nafnverði. Hluthafar féllu frá forgangsrétti til aukningarinnar, sem eingöngu skyldi nota til að mæta samruna félagsins og Teymis hf. Hið nýja hlutafé var allt greitt í hlutabréfum til hlutahafa Teymis hf. og var skiptigengi 16,236 kr. hlutafjár í Teymi fyrir hverja 1 kr. hlutafjár í Skýrr. Skráningarlýsing vegna hlutafjáraukningar Skýrr hf. liggur frammi hjá félaginu og Verðbréfastofunni hf., sem er umsjónaraðili skráningarinnar. Einnig má nálgast skráningar- lýsinguna á heimasíðum þeirra. Skýrr hf., Ármúla 2, 108 Reykjavík – skyrr.is Verðbréfastofan hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík – vbs.is Skráningarlýsing skýrr hf. A B X /S ÍA 90 30 12 1 Ö r u g g m ið l u n u p p l ý s in g a JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir athugun samtakanna leiða í ljós að bankar og sparisjóðir hafi verið að auka álag á lánsfé til almennings verulega á und- anförnum árum. „Það hefur gerst, án þess að þeir hafi dregið úr öðrum kostnaði, eins og þjónustugjöldum,“ segir hann. Jóhannes segir að samtökin telji að skýra megi sívaxandi hagnað og arð- semi eigin fjár banka á undanförnum árum að miklu leyti með þessari þró- un. Samtökin krefjast þess að al- mennir útlánsvextir verði lækkaðir til samræmis við eðlilega viðmiðun í vaxtamyndun, þ.e. stýrivexti og ávöxtunarkröfu markaðsskuldabréfa. Neytendasamtökin héldu í gær fréttamannafund, þar sem niðurstöð- ur athugunarinnar voru kynntar. „Við óskum eftir því að Fjármálaeft- irlitið leiti skýringa á því hjá bönk- unum, hvers vegna vaxtaálag og vaxtamunur hafi þróast með þeim hætti sem gerst hefur hér á landi,“ segir Jóhannes. Stýrivextir mikilvægir Ólafur Klemensson, hagfræðingur og stjórnarmaður hjá Neytendasam- tökunum, segir að hátt vaxtastig hafi verið einkennandi fyrir íslenskt efna- hagslíf um mjög langan tíma. Það eigi rót sína að rekja til þess að við höfum lengi búið við þenslu í þjóðfélaginu. „Seðlabankinn hefur þá skyldu að halda aftur af þenslu og til þess hefur hann eitt tæki; svokallaða stýrivexti. Þá notar hann til að stjórna annarri vaxtamyndun í þjóðfélaginu. Því eru stýrivextir ákaflega mikilvægir í efnahagslífinu,“ segir hann. Ólafur nefnir sem dæmi að Eng- landsbanki hafi að undanförnu lækk- að vexti allört. „Þegar hann hefur breytt stýrivöxtum hafa allir aðrir vextir í hagkerfinu fylgt þeirri breyt- ingu, samstundis og allt að því í að sama hlutfalli,“ segir hann. Hann segir að almennt sé það talið merki um virkni stýrivaxta sem stjórntæk- is, hversu vel bankarnir fylgi þeim í almennum út- og innlánsvöxtum. „Þess vegna er mjög mikilvægt að fylgjast með því, fyrir hönd neytenda og annarra lántaka í þjóðfélaginu, þegar stýrivextir hafa lækkað sem raun ber vitni hér á landi, hvort aðrir vextir í þjóðfélaginu fylgi þróuninni,“ segir hann, „á það hefur heilmikið skort.“ Munur vaxið síðasta ár Önnur viðmiðun sem gjarnan er notuð, að sögn Ólafs, er munur á ávöxtunarkröfu spariskírteina ríkis- sjóðs og útlánsvöxtum bankanna á sambærilegum skuldabréfum. „Sam- anburður á þeim tölum sýnir, svart á hvítu, að mismunur á meðalvöxtum í bankakerfinu og ávöxtunarkröfu á fimm ára spariskírteinum hefur farið vaxandi frá því snemma árs 2002 til dagsins í dag. Bara á þessu eina ári hefur vaxtaálag bankanna á almenn útlán aukist um eitt prósentustig,“ segir hann. Bankarnir og Fjármálaeftirlitið skýri ástæður þróunarinnar Ólafur segir að þetta geti átt sér eðlilegar skýringar. „Það er hins veg- ar bankanna að skýra hvers vegna hefur reynst nauðsynlegt að hækka þetta álag svo mikið á svo skömmum tíma. Reyndar er það svo, að þessi hækkun á álagi hefur ekki aðeins átt sér stað síðustu mánuði, heldur hefur hún verið samfelld í nokkuð langan tíma,“ segir hann, „en það er líka yf- irvalda, sér í lagi Fjármálaeftirlitsins, að leita skýringa á þessari þróun.“ Neytendasamtökin um vaxtaálag banka og sparisjóða Vilja að Fjármála- eftirlitið leiti skýringa                                  HAGNAÐUR samstæðu Jarðborana árið 2002 var um 136,2 milljónir króna, borið saman við 15,4 milljónir árið á undan. Heildarvelta samstæðu Jarðborana nam 1.203 milljónum króna en var 995,8 milljónir árið 2001. Rekstrargjöld voru 1.034,7 milljónir króna en voru 934,3 milljónir árið á undan. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að velta hafi því hækkað um 20,8%, en rekstrargjöld um 10,7%. Heildareignir félagsins voru bók- færðar á liðlega 1.691 milljón króna í árslok 2002 en skuldir námu samtals 703,1 milljón króna. Í árslok 2002 nam eigið fé félagsins 987,6 milljónum króna en var 865,8 milljónir í árslok 2001. Eiginfjárhlut- fall í lok árs 2002 var 58,4%. Arðsemi eigin fjár nemur 16% en var neikvæð um 16,5% árið á undan. Veltufé frá rekstri var 240 milljónir króna árið 2002. Í tilkynningu félagsins er haft eftir Bent S. Einarssyni framkvæmda- stjóra að árið hafi einkennst af mikilli starfsemi við háhitaboranir vegna vaxandi áhuga hjá stærstu orkufyr- irtækjum landsins á að búa sig undir aukningu á framleiðslu rafmagns með jarðvarmaorku. „Sýnt þykir að þær breytingar sem nú eiga sér stað innan og utan orkumarkaðarins muni skapa Jarðborunum mjög áhugaverða möguleika á komandi árum.“ Hagnaður Jarðborana 136 m.kr. HÆFILEIKAR eru það sem hreyfir við fjármagni og yfirburðir í viðskiptum fást ein- ungis með frumleika. Þetta er meðal þess sem þeir félagar Ridd- erstråle og Kjell A. Nordström setja fram í bók sinni Funky Bus- iness. Talent makes capital dance. Bókin er alþjóðleg metsölubók og hefur verið þýdd á 25 tungumál. Báðir höf- undar starfa við Stock- holm School of Econ- omics og hafa auk þess starfað með stjórn- endum margra af stærstu fyr- irtækjum heims. Þeir eru taldir vera í fararbroddi nýrrar kynslóðar „gúr- úa“ í viðskiptafræðum og hafa víða farið til að kynna bókina. Hug- myndir þeirra um nauðsyn þess að gera viðskipti „funky“ eða frumleg og áhersla á hinn „nýja heim“ sem stýrist af hæfileikum og þekkingu þykja áhugaverðar. Ridderstråle verður aðalfyrirlesari á íslenska markaðsdeginum hjá ÍMARK 21. febrúar nk. en yfirskrift dagsins er „Eftir höfðinu dansar fjármagnið“ sem er tilvísun í titil bókarinnar. Hugtakið „Funky Business“ eða frumleg viðskipti er tiltölulega ný- komið fram. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig höfundum bók- arinnar hafi dottið í hug að nota þetta hugtak? „Þessi tvö orð, „funky“ og „bus- iness“, eru nokkurs konar þversögn ef þau eru notuð saman. Þau eru svona eins og orðin „góður“ og „flug- vélamatur“, sem eiga alls ekki sam- leið í huga fólks. Okkur þótti því til- valið að nota þetta hugtak yfir þær breytingar sem eru að verða í við- skiptaheiminum. Að standa sig vel í viðskiptum er ekki lengur nógu gott. Fyrirtæki og einstaklingar þurfa að vera öðruvísi, þurfa að vera frumleg til að ná árangri.“ Frumlegheit eru eflaust ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þeg- ar rætt er um viðskipti. Í huga margra eru þeir sem stunda við- skipti jafnvel taldir þurrir og leið- inlegir, í það minnsta ekki töff eða „funky“. Að sögn Ridderstråle vildu þeir félagar breyta ímynd viðskipta- mannsins sem klæðist gráum fötum og gengur með skjalatösku. „Ef ég er staddur í samkvæmi og segi fólki að ég sé prófessor við viðskiptahá- skóla þá snýr það sér við og fer að tala við einhvern annan. Við trúum því hins vegar að viðskpti séu ekki leiðinleg og eigi ekki að vera það. Fyrirtæki hafa einfaldlega ekki lengur efni á því að vera leiðinleg eða að ramba á barmi meðalmennsku. Hin síaukna samkeppni í viðskipta- lífinu setur þrýsting á fyrirtækin um að fá frábært fólk til starfa og fram- leiða frábærar vörur. En það er ekki einu sinni nóg lengur því nú er hægt að fá frábærar góðar vörur alls stað- ar í dag. Fyrirtækin þurfa að gera eitthvað öðruvísi til að laða að við- skiptavini, bjóða framúrskarandi vörur og þjónustu.“ Upplýsingar lítils virði án þekkingar En telur hann að hið miklar flæði upplýsinga í kjölfar útbreiðslu Nets- ins sé kannski það sem mest áhrif hefur haft og mótað hinn nýja heim viðskiptanna? „Það er erfitt að segja hvað það er sem helst hefur breyst eða haft mest áhrif. Þeim mun mikilvægara er að við sjáum að það eru að verða breyt- ingar. Internetið og aukið flæði upp- lýsinga eru á vissan hátt martröð fyrir þá sem eru vanir að stjórna fyrirtækjum á einræðislegan hátt. Fleira og fleira fólk er farið að hafa aðgang að meiri og meiri upplýs- ingum. Internetið er í raun að færa upplýs- ingar til fólksins, en ekki endilega þekk- ingu. Ég get nefnt dæmi af bróður mínum sem er læknir. Helm- ingur sjúklinga hans telur sig vita nákvæm- lega hvað amar að þeim og hvaða lyf þeir eigi að taka, af því þeir hafa farið á Netið og kynnt sér málin. Sjúklingarnir hans hafa þannig allar heimsins upplýs- ingar um sjúkdóma á reiðum hönd- um en að sama skapi takmarkaða þekkingu.“ Ridderstråle hefur haldið ótal fyr- irlestra um allan heim og er talinn hafa frumlega og nokkuð ögrandi framkomu. Þeir félagar klæðast að- eins svörtum fötum og eru báðir sköllóttir. Spurður að því hvort stíll- inn skipti máli segir hann að hárleys- ið sé reyndar ekki val en það sé mik- ilvægt að vera öðruvísi, hvort sem það eigi við útlit eða hugmyndir. „Það sem ég er að gera í mínu starfi er ekki bara að dreifa upplýsingum. Ég verð að hafa gott efni, góða og áhugaverða sögu að segja, ótal stað- reyndir, rannsóknir og tölfræði til að styðja við söguna. En það er ekki einu sinni nóg. Það eru líklega 300 prófessorar í viðskiptum í Evrópu, 200 í Asíu og 600 í Bandaríkjunum. Þeir hafa líklega allir lesið mikið til sömu bækur, fræðigreinar og tímarit og ég. Flestir þeirra eru jafnklárir eða klárari en ég og geta látið sér detta í hug svipaða hluti og ég. Það er ekki nóg að vera bara eins og hin- ir, þú verður bara einn af hópi margra sem eru að gera það sama. Tilgangurinn hjá mér er ekki að sanna fyrir fólki að ég sé klár eða hafi eitthvað sniðugt og merkilegt að segja, heldur að sannfæra það sjálf- ur um að það hafi góðar hugmyndir og geti skipt máli. Ég reyni að fá fólk til að hugsa, spyr spurninga í stað þess að koma með svör. Stíllinn er reyndar bara tilfallandi. Ég væri al- veg til í að hafa Brad Pitt hár- greiðslu en er bara ekki með nógu mikið hár. Hvað svörtu fötin varðar þá er þetta bara einfaldara svona. Ég ferðast mikið og þarf oft að vakna snemma, það er þægilegt að eiga bara svört föt því þá passar allt saman.“ Karl Marx hafði rétt fyrir sér Ein af þeim staðhæfingum sem settar eru fram í bókinni er sú að Karl Marx hafi haft rétt fyrir sér varðandi eignarhald. Að sögn Ridd- erstråle kemur mörgum spánskt fyr- ir sjónir að sjá þetta í viðskiptariti, enda geta hugmyndir Marx ekki beinlínis talist til markaðshyggju. „Karl Marx hafði rétt fyrir sér varð- andi það að verðmætustu eignir samfélagsins ættu að vera í eigu fólksins. Við bendum á að mikilvæg- asta eignin er lítið grátt fyrirbæri sem vegur um 1,3 kílógrömm. Það er mannsheilinn. Ég og þú erum eig- endur verðmætustu eignar nú- tímans, heilans, sem geymir lykilinn að framtíðinni. Á þann hátt hafði Marx rétt fyrir sér. Hann taldi hins vegar að við ættum að eiga eignirnar saman, en það er rangt. Við ráðum yfir þessari mikilvægu eign sjálf, við erum ekki eignir, við erum fjárhags- skuldbindingar og fyrirtækin greiða til okkar vexti sem kallast laun.“ Mannsheilinn er mikilvægasta eignin Dr. Jonas Ridderstråle Höfundur bókarinnar Funky Business vekur hvarvetna athygli. Eyrún Magn- úsdóttir sló á þráðinn til dr. Ridderstråle sem er um þessar mundir í feðraorlofi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.