Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ M inni flestra er af- skaplega brigð- ult. Smáatriði gleymast á svip- stundu, sem gerir eðli málsins samkvæmt lítið til. Hitt er verra að jafnvel þýðing- armiklir atburðir verða gleymsk- unni að bráð þegar langt er um liðið frá því þeir áttu sér stað. Þannig muna menn til dæmis illa eftir því hvernig umhorfs var hér á landi fyrir áratug eða tveimur, að ekki sé talað um lengri tíma. Og þeir sem þó geta rifjað það upp gera það sjaldan eða ekki, enda um nóg annað að hugsa í erli dagsins. Þetta minnisleysi er ekki síst óheppilegt þegar líður að kosningum og menn fara að gera upp við sig hvernig þeim líkar við flokka og frambjóð- endur. Við slíka ákvarð- anatöku er jafnan æskilegt að hafa fortíðina í huga, því reynslan er líklega ólygnust í því eins og öðru. Svo eru þeir kjósendur líka til sem upplifðu atburði síðustu áratuga, eða jafnvel áratugar, aðeins sem börn, og höfðu því ekki nema mátulega mikinn áhuga á því sem fram fór í þjóðfélaginu. Fyrir alla þessa kjósendur, bæði þá gleymnu og þá ungu, er ágætt að glugga í bækur um at- burði síðustu ára til að átta sig á því hvert hefur stefnt og hvers vegna. Eina slíka bók gaf Sögu- félagið út fyrir síðustu jól og heit- ir hún Ísland á 20. öld. Í þessari bók, sem Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur ritaði, er almennt ekki tekin afstaða til atburðanna en við lesturinn sér lesandinn þó glögglega þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóð- félagi á síðustu áratugum og mun- ar þar ekki minnst um þann síð- asta. Í bókinni er til að mynda tafla sem sýnir þau fyrirtæki eða eign- arhluti í fyrirtækjum sem ríkið seldi til ársins 2000. Ótrúlegt er að skoða þann lista og allar þær breytingar sem salan hefur haft í för með sér. Langmest hefur ver- ið selt síðasta áratuginn og það kjörtímabil sem nú er að líða stendur upp úr í þessu sambandi eftir sölu ríkisviðskiptabankanna tveggja, Búnaðarbanka og Lands- banka. En af því sem selt var á síðasta áratug má nefna fyrirtæki á borð við Ferðaskrifstofu Ís- lands, Jarðboranir, SR-Mjöl, Lyfjaverslun Íslands, Skýrr, Bif- reiðaskoðun, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Íslenska að- alverktaka og Áburðarverksmiðj- una. Flest þessara fyrirtækja hafa eftir einkavæðingu ratað á hlutabréfamarkað og spilað þýð- ingarmikið hlutverk í atvinnulíf- inu um leið og þau hafa dregið úr umsvifum ríkisins á þeim vett- vangi og þar með minnkað völd og áhrif stjórnmálamanna, sem út af fyrir sig er æskileg þróun. Ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið eru þó ekki endilega mikilsverðar vegna þess að þær hafi haft jákvæð áhrif á efnahags- og atvinnulíf, þótt þær kunni að hafa haft jákvæða hliðarverkun. Sumar breytingar eru einfaldlega áríðandi vegna þess að þær auka val fólks og bæta þar með lífs- kjörin í víðu samhengi. Í bók Helga Skúla eru nefnd þrjú dæmi um breytingar sem sett hafi mikinn svip á þjóðlífið. Útvarps- og sjónvarpssendingar annarra en ríkisins voru leyfðar í stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á níunda ára- tugnum, en áður máttu lands- menn sætta sig við að horfa á svartan skjáinn bæði á fimmtu- dögum og í júlímánuði, sem er nokkuð sem erfitt er að sannfæra ungt fólk í dag um að hafi verið raunin. Og ekki síður að ýmsum hafi þótt þetta bæði sjálfsagt og eðlilegt fyrirkomulag og barist gegn breytingum. Annað dæmi er aflétting bjórbannsins, en frum- varp þess efnis náði loks í gegn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks á níunda áratugn- um. Breytingarnar voru þó ekki einungis í mannlífinu, því Helgi Skúli tekur einnig dæmi af því að algert bann við hundahaldi var af- numið í Reykjavík árið 1984 og upp frá því hefur hundahald og jafnvel hundarækt orðið all- vinsælt tómstundagaman. Eftir þetta sjást nú alls kyns kynjaver- ur hér á landi sem áður þekktust aðeins erlendis. Á allra síðustu árum hafa einn- ig orðið umtalsverðar breytingar. Sumar þeirra lúta að efnahags- legum þáttum, og má þar nefna að hlutabréfamarkaður tók til starfa og hefur eflst mikið og bæði orðið til að styrkja fyrirtæki og gefa al- menningi kost á að fjárfesta í al- menningshlutafélögum. Þá hafa fjölmargar aðrar breytingar verið gerðar til að bæta viðskiptaum- hverfi og styrkja atvinnulíf og þar með lífskjör í landinu. Árangurinn hefur meðal annars skilað sér í ört vaxandi kaupmætti alls almenn- ings. Í fyrrnefndri bók er nefnt að svigrúm fyrir pólitískt ákvörð- unarvald hafi þrengst og að rétt hafi þótt að ríkið lyti nákvæmum leikreglum líkt og atvinnulífið. Meðal þess sem nefnt er að breyst hafi á síðasta áratug er að sett hafi verið stjórnsýslulög og upp- lýsingalög. Eins og nefnt var hér í upphafi er minni manna iðulega varasam- ur mælikvarði á þá þróun sem átt hefur sér stað á liðnum árum. Það er þó ekki aðeins vegna þess að menn gleymi, eða viti ekki betur sakir ungs aldurs, heldur líka vegna þess að menn hafa tilhneig- ingu til að sjá fortíðina í rósrauð- um litum. Því má svo sem halda fram að jákvætt sé að menn muni fremur það sem gott er, og fegri það jafnvel í minningunni, en þess vegna er einmitt ágætt að líta af og til í gamlar heimildir, eða sögu- bækur unnar úr slíkum heim- ildum, til að draga fram hvernig gamli hversdagurinn var í raun. Margt var gott, en þó hefur flest sem betur fer færst til enn betri vegar. Þótt það sé svo sem ágætt að hafa slökkt á sjónvarpinu einu sinni í viku er betra að menn velji daginn sjálfir en að þeir verði að láta aðra velja hann fyrir sig. Rósrautt minni „Fyrir alla þessa kjósendur, bæði þá gleymnu og þá ungu, er ágætt að glugga í bækur um atburði síðustu ára til að átta sig á því hvert hefur stefnt og hvers vegna.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@ mbl.is ✝ Bjarkey Gunn-laugsdóttir fæddist á Háleggs- stöðum í Deildardal 9. ágúst 1914. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gunnlaugur Jón Jó- hannsson bóndi á Háleggsstöðum, er síðar bjó á Stafni í Deildardal og á Ill- ugastöðum í Haga- neshreppi, f. 26.4. 1874, d. 8.12. 1942, og Jónína Sig- urðardóttir, f. 14.2. 1877, d. 4.2. 1964. Bjarkey var næstyngst af 8 systkinum. Þau eru: Páll Hólm, f. 9.9. 1899, d. 14.8. 1902, Helgi Að- 24.5. 1963, d. 9.7. 1989, hún eign- aðist dóttur er lést 9.7. 1989, c) Ólafur Páll, f. 1.12. 1967, hann á fjögur börn, og d) Pétur Ingi, f. 13.9. 1975. 2) Haukur bifvélavirki, f. 16.7. 1947, kvæntur Ólöfu Tryggvadóttur. Fyrir á Haukur fjögur börn: a) Halldór Gunnlaug, f. 11.12. 1966, hann á tvo syni, b) Aðalbjörgu Guðrúnu, f. 2.11. 1967, hún á þrjú börn, c) Önnu Lilju, f. 27.2. 1974, hún á þrjú börn, og d) Erlu Maríu, f. 2.2. 1976. Börn Hauks og Ólafar eru: e) Hulda, f. 29.4. 1981, d. 9.7. 1989, f) Margrét, f. 30.5. 1983, d. 9.7. 1989, g) Hulda Margrét, f. 17.3. 1991, og h) Bjarki Már, f. 15.9. 1992. 3) Ásdís prent- smiður, f. 6.12.1953, gift Harry Reyni Ólafssyni. Fyrir átti Ásdís dóttur, Önnu Jónínu, f. 29.11. 1971, d. 17.12. 1986. Börn Ásdísar og Harry eru: Laufey, f. 28.2. 1977, hún á tvö börn, og Kristinn Snær, f. 31.1. 1979. Útför Bjarkeyjar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. alsteinn, f. 25.1. 1901, d. 3.1. 1950, Lovísa Pálína Sveinfríður, f. 26.5. 1904, d. 18.11. 1976, Sigmundur, f. 23.11. 1905, d. 7.8. 1924, Zóphonías, f. 14.1. 1908, d. 28.7. 1961, Guðvin Rún- mundur, f. 24.1. 1912, d. 21.12. 2001, og Páll Hólm, f. 8.8. 1919. Bjarkey giftist 11.5. 1936 Ívari Jónssyni, f. 23.12. 1909, d. 28.12. 1997, þau eignuðust þrjú börn og eru þau öll búsett á Akureyri. 1) Erla sjúkraliði, f. 18.10. 1937, gift Ragnari Elinórssyni, börn þeirra eru: a) Hanna Björk, f. 7.12. 1961, hún á tvær dætur, b) Ásta Jóna, f. Elsku amma okkar hefur loksins fengið friðinn og kvatt okkur. Það sem hún hefur fyrir okkur gert og alla sem kynnst henni hafa er ómetanlegt. Hún er sannarlega búin að skila sínu ef svo má að orði komast. Trú hennar, kærleikur og styrkur er búin að hjálpa okkur mikið í gegn- um tíðina. Ýmislegt hefur hún þurft að ganga í gegnum, bæði sorg og gleði, en hefur staðið það af sér vegna trúar sinnar á Guð almáttugan og Jesú krist. Ég hef fengið að njóta samveru hennar og góðmennsku allt frá því ég fæddist og eru minningarnar margar og góðar. Að koma til þeirra í Langholtið, þegar ég var krakki, var alltaf gaman. Maður var spilltur af eftirlæti með mat, nammi og alls kyns dekri. Ég man að ef var eitthvað í matinn sem mér mislíkaði þá var yfirleitt tví- réttað og mér boðið upp á eitthvað annað en hinum. Oft var gripið í spil og var oftast spilaður „Manni“ sem okkur fannst svo gaman að spila við ömmu og í seinni tíð þá hafði hún gaman af „Scrabble“ og var vön að hafa sigur. Það voru svo mörg skrítin og gömul orð sem hún kunni. Alla tíð var hún jákvæð og skemmtileg og hafði gaman af að segja okkur frá þegar hún og afi bjuggu í Fljótunum. Það var alltaf jafn gaman að hlusta á þær og sér- staklega sögurnar af hestinum Grána sem henni þótti svo vænt um. Hann bjargaði lífi hennar, þegar hún var að slá niður við á, þegar hinn hesturinn bakkaði of langt út á bakkann og Gráni sá hvað verða vildi og dró allt saman inn í slægjuna aftur. Hún amma hafði mikla ánægju af hestum og talaði mikið um þá. Eða þegar við fórum einu sinni í fljótin, ég, amma og afi á bílnum „Grána“ og við afi létum eins og trúð- ar alla leiðina og hún hló allan tímann af þessari vitleysu í okkur. Já, það var gleðin og kátínan sem var alltaf ná- lægt henni og oft var hún stríðin líka. BJARKEY GUNNLAUGSDÓTTIR ✝ Guðni Halldórs-son fæddist í Vestmannaeyjum 16.12. 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 30. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Halldór Árnason, f. 5.10. 1895, d.1.12. 1970, og eiginkona hans, Júlía Árnadóttir, f. 16.7. 1896, d. 11.4. 1980. Bræður Guðna eru: Árni, f. 22.10. 1924, d. 23.11. 1998, og Sveinn, f. 16.12. 1926. Guðni kvæntist 26.4. 1953 Lilju Guðrúnu Pétursdóttur, f. 18.10. 1931. Foreldrar hennar voru Efemía Steinbjörnsdóttir og Jens Peder Olaf Madsen. Börn Lilju og Guðna eru: 1) Guðmundur Smári, f. 2.11. 1952, maki Kristín Guðjóns- dóttir, börn þeirra eru Lilja Guð- rún og Guðgeir. 2) Eufemia Berg- lind, f. 12.6. 1955, maki Kjartan Björnsson, börn hennar eru Elísa Butt, Guðni Butt og Júlíus Butt. 3) Júlíus Víðir, f. 17.8. 1963, maki Fanney Björnsdóttir, synir þeirra eru Ágúst og Guð- mundur Brynjar. Fyrir átti Guðni son- inn Halldór Gísla, f. 6.10. 1948, dóttir hans er Edda Lára. Guðni ólst upp í Vestmannaeyjum til 16 ára aldurs. Flutt- ist þá með fjölskyldu sinni til Selfoss. Þar stundaði hann hin ýmsu störf, m.a. mál- araiðn hjá Ingþóri Sigurbjörnssyni. Ár- ið 1953 fluttist Guðni ásamt eiginkonu sinni til Akraness. Lengst af var hann leigubílstjóri, bæði á Akra- nesi og í Reykjavík. Árið 1982 hóf hann störf sem heilbrigðisfulltrúi á Akranesi og starfaði við það óslitið þar til hann lauk sinni starfsævi. Guðni var mjög virkur í félagsmál- um og starfaði m.a. innan vébanda stéttarfélaga og líknarfélaga. Auk þess sem hann var mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Útför Guðna verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfn klukkan 14. Elsku afi, komið er að kveðju- stund. Okkur systkinin langar að minn- ast þín í nokkrum orðum og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við minnumst þín þannig að þú gast allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur og sérstaklega minnumst við styrks þíns og einbeitts vilja til að láta ekkert buga þig. Við komum til þín á afmælisdaginn 16. des. sl. Þar sastu með ömmu þér við hlið og brostir þínu blíðasta. Þú varst ánægður, búinn að eiga góðan dag með fjölskyldunni. Elsku afi, þú varst búinn að vera mikið veikur undanfarna mánuði en nú líður þér vel og þú ert á góðum stað. Vaktu yfir ömmu. Við munum sakna þín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Þín barnabörn Lilja Guðrún Guðmundsdóttir, Guðgeir Guðmundsson. Okkur langar að kveðja elskuleg- an föðurbróður okkar sem jarðsettur er í dag. Guðni var tvíburabróðir pabba okkar. Það var aldrei nein lognmolla þar sem þeir voru, mikið hlegið og haft hátt. Við minnumst þess þegar vinir okkar komu í heim- sókn og sáu þá saman, þá vissu þeir ekki hvor var hvað, það var oft spaugilegt. Þegar Guðni var að vinna í Reykjavík var hann heimagangur hjá okkur, þá var spilað öll kvöld eða horft á sjónvarp með tilheyrandi lát- um. Það var alltaf mjög kært með fjölskyldum okkar, alltaf mikil til- hlökkun að fara á Skagann, leika sér við Víssa og hlusta á pabba og Guðna þrasa um pólitík. Þeir voru alla tíð miklir sjálfstæðismenn en gátu þras- að endalaust. Börnin okkar hafa aldrei efast um að Guðni væri afi þeirra líka eins og afi Svenni, það var eðlilegasti hlutur í heimi. Hildur systir átti líka hauk í horni þar sem Lilja og Guðni voru, þá var farið á Akranes í dekurferð þar sem hún var aðalatriðið. Emil minnist allra ferð- anna sumar eftir sumar og Lilja yngri hélt að hann væri eitt af barna- börnunum. Okkur hefur tekið sárt að horfa upp á veikindi Guðna síðustu ár en aldrei gafst hann upp og barð- ist áfram meira af vilja en mætti. Við vottum elsku Lilju, Smára, Lindu, Víði og öllum hinum okkar innilegustu samúð. Júlía og Emil. Hann kom inn í fjölskylduna þeg- ar hann giftist uppáhaldsfrænku okkar, henni Lilju Guðrúnu, og hafði yndi af því að segja okkur að þetta væri engin venjuleg ætt sem hann flæktist inn í. Til rökstuðnings fylgdu ótal stríðnisögur af þessari dæmalausu þrjósku í Narfastaða- ættinni. Við gerðum okkur jafnoft grein fyrir því hve mikið hann elsk- aði hana Lilju úr því að hann umbar þessa þrjósku ætt hennar í yfir fimmtíu ár. Svo rann það upp fyrir manni, smám saman, að hann var þrjóskastur allra, með meðfædda þrjósku, og lifði á henni í sjötíu og sex ár. Okkur er sagt að Guðni hafi í raun ekki einu sinni átt að lifa fæðinguna af. Hann fæddist með hjartagalla sem reyndar uppgötvaðist ekki fyrr en við vinnuslys þegar hann var um þrítugt. Þá fyrst skildi hann hvers vegna líkaminn gat ekki fylgt eins og hann vildi því feiknalega fjöri sem innra með honum bjó. Allir hinir skildu hins vegar ekki hvernig hann gat náð þeim afrekum í íþróttum sem hann sýndi, þar með talinn var Íslandsmeistaratitill í þeirri erfiðu grein stangarstökki, þrátt fyrir hjarta sem hlaut að hamla þreki hans verulega. Galdurinn fólst í því að í vöggugjöf hafði hann ekki aðeins fengið erfiðan sjúkdóm að glíma við heldur höfðu örlaganornirnar einnig fengið honum vopn til að nota í þeirri glímu, kattfimi, þrjósku og glettni GUÐNI HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.