Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jenný Magnús-dóttir fæddist í Pulu í Holtahreppi 24. júní 1933. Hún lést á Landspítalan- um 29. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Tómasson, f. 13.5. 1897, d. 27.9. 1991, og Anna Brynjúlfs- dóttir, f. 30.6. 1900, d. 2.7. 1986. Systkini Jennýar eru: 1) Tóm- as, kvæntur Sigríði Pálsdóttur. 2) Matt- hías, kvæntur Jónu Lárusdóttur. 3) Þórhallur, kvæntur Hafdísi Guðbergsdóttur. Hinn 10. apríl 1955 giftist Jenný Ragnari Hermannssyni, f. 21.2. 1928, syni hjónanna Sólveigar Sigurðardóttur, f. 1.10. 1898, d. 2.11. 1987, og Hermanns Eyjólfs- sonar, f. 1.7. 1893, d. 17.3. 1973. Börn Jennýjar og Ragnars eru: 1) Anna Ósk, f. 1956, sambýlismaður Ingvar S. Garðarsson. 2) Sólveig Sjöfn, f. 1959, gift Sigurði Grét- arssyni. 3) Fósturdóttir Ragna Björk Kristjándóttir, f. 1976. Börn Önnu Óskar eru Ragna Björk, Ásgeir Þór og Steinþór Jenni. Börn Sólveigar og Sigurð- ar eru Guðbjörg Þóra og Ragnar. Jenný lauk hefð- bundinni skóla- göngu í heimasveit sinni í Holtunum og stundaði síðar nám í húsmæðraskólanum í Hveragerði. Hún fluttist á Selfoss með foreldrum sínum 1947. Eftir að Ragnar og Jenný giftust byggðu þau sér hús ásamt foreldrum Jennýjar á Tryggvagötu 7 á Sel- fossi og bjuggu þar alla tíð. Jenný var fyrst og fremst húsmóðir auk þess sem hún starfaði í mötuneyti Barnaskólans á Selfossi til margra ára. Síðustu ár starfaði Jenný í eldhúsi Sjúkrahúss Suður- lands. Útför Jennýjar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Móðir mín í kví, kví, kvíddu ekki því, því, ég skal gefa þér duluna mína, duluna mína að dansa í, ég skal gefa þér duluna mína að dansa í. (Úr þjóðsögu.) Þetta er eitt af þeim fjölmörgu kvæðum sem þú kenndir mér, elsku mamma mín. Þú hafðir alltaf nógan tíma til að lesa fyrir mig og kenna mér vísur, kvæði og bænir. Þú keypt- ir margar plötur og kassettur handa mér en eina plötuna hlustaði ég bara einu sinni á, það var Píla Pína. Stundum leyfðir þú mér að setja sykurmola ofan í appelsínu og kreista en oft fékk ég harðfisk með miklu smjöri á. Ég mátti alltaf smakka á kökudeiginu og sem betur fór fyrir mig varstu dugleg að baka! Þú fórst alltaf með bænirnar með mér á kvöldin og ef ég gat ekki sofn- að hélst þú í höndina á mér. Vinir mínir voru alltaf velkomnir og þér fannst ekkert mál að fá heila rokkhljómsveit í mat. Ég var ekki alltaf auðveld í um- gengni, sérstaklega ekki á unglings- árunum, en þú tókst þessu öllu með jafnaðargeði. Þú varst alltaf til staðar, elsku mamma mín, og fyrir það er ég þér óendanlega þakklát. Ég veit að þú ert enn til staðar fyrir mig og verður það alltaf. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Minningarnar um þig, elsku mamma mín, verða minn vegvísir í lífinu. Guð geymi þig og varðveiti. Þín dóttir Ragna Björk. Það munu vera um það bil 25 ár síðan ég hitti Jenný í fyrsta skipti, en þá vorum við Sólveig dóttir hennar að byrja að rugla reytum okkar sam- an. Ég gleymi því aldrei hvað ég var hissa að sjá hana, mér fannst hún svo ungleg að hún gæti nú tæpast verið mamma hennar Sólveigar og því síð- ur að hún ætti aðra eldri dóttur. Þetta var nú samt staðreynd og alla tíð leit Jenný út fyrir að vera minnst tíu árum yngri en aldur hennar sagði til um. Á þessum árum sem liðin eru frá þessum fyrsta fundi þá hef ég kynnst mörgum góðum kostum Jennýjar. Jenný og Ragnar maður hennar bjuggu á efri hæð í tvíbýlis- húsi við Tryggvagötu 7 sem þau byggðu í sameiningu með foreldrum Jennýjar sem bjuggu á neðri hæð. Þegar ég kem til sögu þá eru foreldr- arnir á neðri hæðinni farnir að reskj- ast og Anna móðir Jennýjar þurfti mikla umönnun sem hún fékk dag sem nótt og alveg takmarkalausa frá Jenný dóttur sinni og Magnús faðir hennar naut sömu þjónustu síðar. Oft var ég undrandi á hvað Jenný sýndi þessu mikla þolinmæði og fórnaði sér gjörsamlega við að halda foreldrum sínum heimili eins lengi og kostur var. Það fær engum dulist að svona sambýli er ekki átakalaust fyr- ir hjónaband en samheldni og mann- kostir gerðu Jenný og Ragnari þetta auðvelt. Alltaf hefur verið mjög gest- kvæmt hjá þeim Jenný og Ragnari og ekki hvað síst þegar mest mæddi á Jenný við umönnun foreldra sinna, þá voru ættingjarnir að koma við hjá Önnu og Magnúsi og alltaf enduðu þeir í kaffihlaðborði eða matarveislu hjá Jenný og Ragnari á efri hæðinni. Jenný var húsmóðir af gamla skól- anum, bakaði mikið og alltaf tilbúin með góðgerðir ef gesti bar að garði. Er ég var við nám í Iðnskólanum sem var steinsnar frá heimili Jennýjar og Ragnars á Tryggvagötunni skaust ég oft í frímínútum í ósvikið kaffi- hlaðborð hjá Jenný og ekki var laust við öfundartón hjá skólafélögunum þar sem þeir mauluðu kók og prins þegar ég kom til baka. Þegar ég velti tilveru Jennýjar fyrir mér þá finnst mér eins og hún hafi alltaf verið að fórna sér fyrir aðra, það var ávallt þannig að hún setti aðra, skylda sem óskylda, í fyrsta sæti og sjálfa sig einhvers staðar aftarlega. Ósjaldan hér áður fyrr þegar við Sólveig vor- um að stíga okkar fyrstu skref með börnin okkar og einhverjir erfiðleik- ar voru eins og veikindi og andvöku- nætur, þá var Jenný mætt til að leysa þreytta foreldra af og þá yfirleitt með matarveislu í farteskinu. Mikið ósköp er ég þakklátur fyrir allt sem Jenný hefur gert fyrir börnin mín, alltaf var hún tilbúin þegar þau þurftu á henni að halda og setti þeirra þarfir ávallt í forgang. Þá sjaldan Jenný baðst einhvers greiða af mér þá var hann borgaður marg- falt til baka í einhverju formi. Sam- viskusemi var Jenný í blóð borin og þess minnast vinnuveitendur hennar örugglega, hún bar ekki áhyggjur sínar á torg við einn eða neinn. Jenný hafði átt við vanheilsu að stríða síð- ustu misseri en gerði minna úr þeim veikindum en efni stóðu til, það er nokkuð víst. Jenný var við vinnu sína til 9. janúar s.l. og var síðan lögð á spítala daginn eftir. Lokabarátta hennar við þann sjúkdóm sem þar greindist var æðrulaus, stutt og snörp og nánast í hennar anda, það er að láta nú ekki hafa of mikið fyrir sér. Jenný andaðist í faðmi fjöl- skyldu sinnar 29. janúar. Með henni er gengin elskuleg eiginkona, ástrík og fórnfús mamma og amma og um- fram allt hvunndagshetja sem vann verk sín í hljóði og utan sviðsljóssins. Blessuð sé minning Jennýjar tengdamóður minnar, það er mér sérstakur heiður að hafa fengið að njóta samvista hennar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Grétarsson. Elskuleg amma mín hefur nú kvatt okkur í þessum heimi, minn- ingarnar streyma fram. Hún amma Jenný var einstök kona, vildi alltaf allt fyrir alla gera og var foreldrum mínum ómetanleg stoð þegar ég fæddist. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa þegar ég hafði verið óróleg nótt eftir nótt, þá kom hún og sat yfir mér svo að þreyttir foreldrar gætu hvílst. Þegar bróðir minn fæddist sjö árum síðar þá var ég ekki alveg sátt við alla at- hyglina sem þetta kríli fékk. Ég flúði því til ömmu og afa og bjó hjá þeim í vellystingum í viku, þá var amma bú- in að tala um fyrir mér. Alltaf fékk ég sódastream og ís- blóm þegar ég kom til ömmu. Og þegar ég og frændi minn, Steinþór Jenni, gistum hjá ömmu og afa, sem var ósjaldan, þá var engin hætta á að við yrðum svöng. Brauð með osti í ör- bylgjunni og kakómalt með var einn af okkar uppáhalds „fyrir-svefninn- réttum“ og amma var ekki lengi að útbúa það og færa okkur fyrir fram- an sjónvarpið. Gamla hjólhýsið í garðinum vekur líka upp margar skemmtilegar minn- ingar. Þar fengum við frændsystk- inin að hafa það eins og við vildum. Við vorum búin að drösla þangað inn alls konar dóti sem við fundum á háa- loftinu, því að þar gat maður nú ald- eilis fundið fjársjóðina. Það var aldrei lognmolla nálægt okkur Steinþóri Jenna þegar við vor- um saman á Tryggvagötunni, við byggðum hús úr sófapullunum, rukkuðum fólk á klósettið og ýmis önnur uppátæki. Alltaf brosti amma, hún vildi nefnilega alltaf hafa smá- fjör í kringum sig. Það voru líka ófáar stundirnar sem við amma sátum við eldhúsborð- ið að kjafta og spila hæ-gosa. Á heim- ilinu var nefnilega páfagaukur sem hét Gosi og þess vegna fannst okkur þetta spil svo fyndið. Það var alltaf svo gaman að hlæja með ömmu, þeg- ar hún byrjaði þá barasta gat hún ekki hætt og svo endaði það alltaf með því að við vorum öll farin að hlæja hástöfum saman fjölskyldan og kannski vissi enginn hver brand- arinn var nema hún. Amma mín var mikill og góður kokkur, kakósúpa, kjötsúpa og læri voru í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Nú í seinni tíð sendi ég ömmu stundum SMS-skilaboð, því hún var ansi hreint lunkin á GSM-síma. Oft voru skilaboðin þannig að nú væri kominn tími til að bjóða manni í kjötsúpu eða læri. Það kom svar um hæl: „Ertu nokkuð að vinna á sunnudaginn?“ Amma mín, þú varst og ert enn mín hetja, sæta, sæta amma, mér þykir svo vænt um þig. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman, þær eru mér ómetanlegar. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Guðbjörg Þóra Sigurðardóttir. Elsku besta amma mín, takk fyrir að hafa alltaf verið svona góð við mig, og vera til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Aldrei skalt þú gefa upp vonina né óttast hana. Hvert sinn sem við sjáum fölva haustsins bregða fyrir skulum við minnast þess að sóley mun aftur lyfta kolli mót himni. (Samuel Taylor Coleridge.) Ragnar. Manni finnst dauðinn því miður alltaf rata að röngum dyrum. Að rjúfa slíkt tryggðarsamband eins og þeirra hjóna Jennýjar og Ragnars þegar tíminn var þeirra að JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR EINAR SIGURJÓNSSON fyrrum vegaverkstjóri, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 28. janúar sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. febrúar nk. kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Kristín Helgadóttir, Hildur Einarsdóttir, Guðmundur P. Arnoldsson, Gunnar Einarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Garðar Einarsson, Dýrfinna Jónsdóttir, Karolína Hulda Guðmundsdóttir, Helga Einarsdóttir, Sigge Lindkvist, Anna Þóra Einarsdóttir, Halldór Ingi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR frá Haganesi, Fljótum, andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðviku- daginn 5. febrúar. Una Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson, Sigurbjörn Jóhannsson, Ása Jónsdóttir, Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Guðmundur H. Hagalín, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Kæru vinir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og virðingu við andlát og jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HILDAR KRISTÍNAR JAKOBSDÓTTUR, Borgarsíðu 12, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Valgeir Sigurðsson, Þórdís Gunnarsdóttir, Valur Gunnarsson, Hermína Gunnarsdóttir, Örn Gunnarsson, Sara Benediktsdóttir, Ólöf Guðnadóttir, Birgitta Maggý Valsdóttir, Hildur Valsdóttir, Gunnar Valsson, Vikar Valsson, Jóhann Sigurðarson, Gunnar Máni Arnarson. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, áður til heimilis á Austurgötu 3, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi að morgni fimmtudagsins 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, lést á dvalarheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 5. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðni Gústafsson, Guðlaugur Gústafsson, Kristín Vilhjálmsdóttir, Lára Marelsdóttir, Gunnlaugur Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.