Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 39
vekjandi maður, hlédrægur og
hafði góða nærveru. Við viljum með
þessum fátæklegu orðum þakka
honum trausta og góða vináttu sem
aldrei bar skugga á.
Seinustu mánuðina dvaldi Sigfús
á heimili bróður síns og mágkonu,
Jóns og Ingu Svövu, og dóttur
þeirra Hildar. Þau sýndu honum
einstaka umhyggju og gott atlæti,
sem hann var mjög þakklátur fyrir.
Frá áramótum var Sigfús á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópavogi.
Þar naut hann einstakrar hjúkr-
unar þar til yfir lauk, og ber að
þakka því frábæra starfsfólki, sem
þar vinnur.
Við sendum systkinum Sigfúsar
og öðrum nánustu aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar og Kristín.
Látinn er kær frændi minn, Sig-
fús Arnar Ólafsson frá Gröf á
Höfðaströnd, rétt rúmlega sextug-
ur að aldri.
Sigfús átti jörðina Gröf og hafði
byggt þar nýtt íbúðarhús. Hann
ákvað að lagfæra gamla húsið sem
byggt var árið 1938 af Ólafi föður
hans og Bjarna móðurbróður hans
sem bjó í Gröf til 1947, að Ólafur
kaupir hlut Bjarna í jörðinni. Við
Agnar vorum í sveitinni hjá afa og
ömmu og síðar Bjarna og Gunn-
laugu til 1945, að fjölskylda okkar
flutti til Sauðárkróks. Á þessum ár-
um var tvíbýli í Gröf og mikill
krakkaskari á báðum heimilunum
og mikið um gestagang. Sigfús ólst
upp við algeng sveitastörf, sem
höfðuðu þó ekki til hans þannig að
hann legði búskap fyrir sig. Sigfús
var frekar dulur og flíkaði ekki til-
finningum sínum, hann var fámáll
en traustur og mikill vinur vina
sinna. Þegar hann ákvað að lagfæra
gamla húsið komu mest að því með
honum bræður mínir Gunnar og
Agnar, Björn mágur minn, Jón
bróðir hans o.fl. Ákveðið var að
finna út hverjir í frændgarðinum
hefðu áhuga á að dvelja í Gröf að
sumarlagi. Kom strax í ljós að
fengu færri en vildu. Undanfarin ár
hafa frændsystkini hans notið þess
að dvelja þar með börnum sínum og
barnabörnum við leik og aðstæður
sem einstakar eru. Þetta var Sig-
fúsi mikils virði og hafði hann mik-
inn áhuga á að fylgjast með öllu
okkar fólki. Börnin mín undrast
fórnfýsi Sigfúsar við uppbyggingu í
Gröf, það fáum við sem nutum
verka hans seint eða aldrei full-
þakkað.
Fráfall Sigfúsar kom ekki á
óvart. Hann var mikið veikur í sum-
ar en var samt í Gröf þegar við vor-
um þar og áttum við þá kærar sam-
verustundir sem við nú þökkum.
Hann var lagður inn á líknar-
deild Landspítala milli jóla og nýj-
árs. Naut hann þar frábærrar
umönnunar. Átti ég þess kost að
heimsækja hann nokkrum sinnum
og sá þá hve vel er staðið að þjón-
ustu á þessari deild. Viðmót starfs-
fólks einstaklega ljúft og þægilegt.
Oddfellowreglan á Íslandi á sér-
stakar þakkir skyldar fyrir að hafa
beitt sér fyrir opnun líknardeild-
arinnar.
Við kveðjum Sigfús með söknuði
og eftirsjá. Hann var alltaf í húsinu
sínu þann tíma sem við vorum í
Gröf, eitthvað að lagfæra og bæta.
Við Auður og fjölskylda sendum
systkinum Sigfúsar, mökum þeirra
og börnum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sverrir Sveinsson.
Þegar ég sest niður til að skrifa
kveðjuorð um móðurbróður minn
Sigfús Arnar veit ég ekki hvar
byrja skal. Hann kom mér fyrir
sjónir sem óvenjulegur og mjög
fjölhæfur maður og áhugamál hans
voru mörg. Líklegt er að ætlast
hafi verið til að hann yrði bóndi og
tæki við búi föður síns sem hugur
hans hefur sjálfsagt staðið til. En
eftir að hafa menntað sig í búvís-
indum bæði heima og erlendis og
starfað við þau í nokkur ár skipti
hann um starfsvettvang og nam
læknisfræði og lauk því námi hér-
lendis og síðan framhaldsnámi er-
lendis.
Sigfús Arnar var mikill fram-
kvæmdamaður en þar að baki voru
hugsjónir. Hann starfaði í anda
ungmennafélaga og samvinnu-
stefnu til ræktunar landi og lýð. En
hann var ekki síður aldamótamaður
21. aldar. Hann fylgdist vel með
framþróun til dæmis í tölvutækni
og skynjaði ný sóknarfæri sem sú
tækni bauð upp á.
Mér er í fersku minni þegar hann
leiddi mig inn í undraheim golf-
íþróttarinnar. Það var þegar hann
var starfandi á Hólmavík. Þar er
góður golfvöllur og grunur minn er
að hann hafi átt talsverðan þátt í
því að koma honum í það horf. Golf-
íþróttin styrkir bæði líkama og sál
og eru þeir ófáir sem geta staðfest
það.
Ég hefði kosið að eiga fleiri sam-
verustundir með honum en örlögin
hafa nú gripið inn í öllum að óvör-
um.
Ég og foreldrar mínir þökkum
Sigfúsi Arnari fyrir áralanga
tryggð og vináttu og biðjum honum
blessunar Guðs.
Ólafur Þórisson.
Fleiri minningargreinar um Sig-
fús Arnar Ólafsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 39
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
INGVARS JÓNSSONAR,
Sæborg,
Skagaströnd.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heilbrigðis-
stofnunarinnar Blönduósi fyrir góða umönnun.
Jón Ingi Ingvarsson, Sigríður Stefánsdóttir,
Árni Björn Ingvarsson, Guðrún Þ. Guðmundsdóttir,
Elínborg Ása Ingvarsdóttir, Guðjón Einarsson,
barnabörn og langafabörn.
✝ Geir Sæmunds-son fæddist á
Hjalteyri hinn 23.
október 1910. Hann
lést á Landspítalan-
um 30. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sæmundur
Kristjánsson frá
Brattavöllum, f. 6.7.
1879, d. 6.3. 1969, og
Þorgerður Magnea
Konráðsdóttir frá
Bragholti, f. 24.11.
1881, d. 25.4. 1974.
Bræður Geirs eru
Tryggvi, bygginga-
meistari á Akureyri, f. 12.5. 1923,
d. 17.3. 1991; Ægir, sjómaður á
Akureyri, f. 27.8. 1919, d. 14.12.
1985; og Konráð, verslunarmaður,
f. 6.3. 1916.
Geir giftist Elínu Sveinsdóttur,
f. 11.11. 1915, frá Steindyrum á
Látraströnd. Börn þeirra eru: 1)
Gréta, húsmóðir, f. 19.12. 1939,
búsett í Garðabæ. Maður hennar
er Þórir H. Jóhannsson prent-
myndasmiður. 2) Gylfi, húsgagna-
smiður, f. 2.7. 1938, d. 4.1. 1966.
Hans kona var Erla Hrönn Ás-
mundsdóttir, nú búsett á Akur-
eyri. Barnabörn Elínar og Geirs
eru sjö og barnabarnabörnin eru
orðin 12.
Geir stundaði sjómennsku með
bræðrum sínum og
föður frá ungaaldri.
Var hann á síldar-
skipum, bátum og
trillum og starfaði
hann einnig við verk-
smiðjuna á Hjalteyri.
Eftir að hafa búið um
nokkurra ára skeið í
Hrísey flytja Elín og
Geir til Akureyrar
og byggja sér hús við
Helgamagrastræti
27 þar sem þau búa
til ársins 1998.
Geir lærði tré-
smíði hjá Adam
Magnússyni og starfaði lengstum
hjá honum en síðustu starfsár sín
vann hann við bátasmíði hjá syni
hans, Trausta. Geir var hagleiks-
maður á tré og eftir starfslok kom
hann sér upp vinnuaðstöðu heima
og smíðaði þar marga góða gripi
sem ýmist voru seldir eða gefnir.
Árið 1998 flytja Elín og Geir til
Kópavogs og búa sér nýtt heimili í
Gullsmára 7. Þau bjuggu yfirleitt
við góða heilsu en sl. tvö ár mörk-
uðust af veikindum og erfiðleikum
þeim samfara. Elín dvelst nú á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Útför Geirs verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Þetta eru fáar línur á móti 92 ár-
um Geirs Sæmundssonar en mér
veittust þau forréttindi í lífinu að
vera afastrákurinn hans í heil 36 ár.
Á fyrstu árum ævi minnar var
hann afi sem hélt að mér snjóskófl-
unni hvernig sem viðraði, kenndi
mér samviskusemi til vinnu og eld-
húsið hjá afa og ömmu var rétt eins
og í ævintýrasögu strákpollans, heit-
ar lummur, rjúkandi kakó og heitur
ofn til að þurrka vettlingana eftir
snjómokstur sem gamli maðurinn
launaði með aurum, rétt til að sýna
þeim unga nógu snemma að verð-
ugur er verkamaður launanna.
Svona man ég hann afa fyrstu árin
en tíminn virtist oft standa í stað í
eldhúsinu við Helgamagrastræti eða
allt uns afi og amma á níræðisaldri,
rífa sig upp með rótum, kveðja eina
lífið sem þau þekktu og fluttu í
Kópavoginn. Ég minnist tilhlökkun-
ar þeirra, hár aldur aftraði þeim
ekki frá að eignast nýjan eldhús-
glugga, nýtt útsýni og nýtt líf.
Afi og amma áttu saman heil 65 ár
og heimili þeirra einkenndist af
gestrisni. Ekki þótti góður siður að
koma í heimsókn nema eiga fréttir
af mönnum og málefnum á taktein-
um, fréttir sem alla tíð voru laun-
aðar með veitingum góðum. Heimur
afa var kannski ekki stór en þetta
var heimurinn hans og hann var
heill.
Afi var duglegur maður og eftir
starfslok átti hann margar stundir
við smíðavélina í bílskúrnum við
Helgamagrastrætið. Hann var alla
tíð hrifinn af tækni og nýjungum,
fylgdist vel með fréttum og aðeins
viku fyrir andlátið reifaði hann þá
hugmynd að það gæti verið sniðugt
að fá sér GSM síma og fékk síðan að
prófa minn. Hann fagnaði virkjun á
Austurlandi og gaf andstæðingum
slíkra framkvæmda ekki háa ein-
kunn.
Já, svona vil ég minnast afa, hann
var síungur í anda, hafði skoðanir á
öllu mögulegu og það var stutt í
húmorinn og glettnina. Hann var
kostulegur ferðafélagi, sem kynnti
sér skyndibitamenninguna mjög vel
sem nauðsynlegan hluta af góðum
bíltúr og mikið ofboðslega var gam-
an að sjá svipinn á sumu afgreiðslu-
fólki þegar sá níræði pantaði ham-
borgara, kjúkling eða bara eitthvað
„vel djúpsteikt“. Já, hann afi var svo
sannarlega þakklátur ferðafélagi og
það var notalegt að fá að aka honum
síðasta útsýnistúrinn um Hafnar-
fjarðarhöfn, rétt eins og hann ók
mér minn fyrsta spöl um dokkina á
Akureyri.
Eftir veikindi fyrir tveimur árum
varð óafturkræf breyting á högum
þeirra hjóna þegar lífsklukka afa
gefur breytingar til kynna. Amma
þarf í kjölfarið á mikilli hjúkrun að
halda og flytur að lokum á hjúkr-
unarheimilið Sunnuhlíð, enn kemur í
ljós hvers gamli maðurinn var
megnugur. Á þrjóskunni og vilja-
styrknum keyrði hann til hennar á
hverjum degi og kveðjufundir eftir
slíkar heimsóknir voru honum sárir.
Kveðjan endurspeglaði öll árin
þeirra saman, tryggð afa og ást. Ég
dáist að afa fyrir tryggðina sem
hann sýndi en engum duldist harm-
ur hans og stöðugt barðist hann á
móti ellinni.
Elsku afi minn. Þakka þér fyrir
félagsskap þinn og vináttu. Dags-
verk þitt endurspeglar góðan mann
sem nú hefur fengið frelsi frá líkama
sem var miklu eldri en hugurinn.
Þakklátur er ég fyrir að hafa átt með
þér síðustu stundina og í minning-
unni geymi ég góðan afa sem skildi
gott eitt eftir í lífi mínu, alla tíð.
Blessuð sé minnig Geirs Sæ-
mundssonar.
Gylfi Gylfason.
GEIR
SÆMUNDSSON
Þökkum þeim öllum sem auðsýndu samúð og
virðingu við andlát og útför ástkærrar móður
okkar,
ÞORGERÐAR EINARSDÓTTUR
frá Þórisholti.
Sérstakar þakkir færum við starfsliði dvalar-
heimilisins Hjallatúns og deilda A-4 og A-5
Landspítala Fossvogi.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Borghildur Kjartansdóttir,
Einar Kjartansson,
Sigurgeir Kjartansson,
Kristinn Kjartansson,
Kjartan Kjartansson.