Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 21 maður Bókasafns Héraðsbúa. Hún segist langþreytt á því hvernig komið er málum. „Það er eins og enginn vilji eiga þetta hús og bera á því ábyrgð. Ástæða þess að ekki hefur verið búinn til samstarfsvett- vangur eignaraðila er sú, að enginn vill þurfa að leggja í kostnað. Því stendur allt fast“ segir Kristrún. Hún segir lyftumálið gott dæmi um hvernig málefni hússins virðast hvorki komast lönd né strönd þeg- ar um fjármuni er að ræða. Um nauðsyn lyftu hafi fyrst verið farið að ræða árið 1995 og hreyfði bóka- safnsstjórn þá við málinu og vísaði til byggingarnefndar. Hún sendi erindið til bæjarstjórnar Egils- staða, sem sendi það yfir til bæj- arráðs, en þaðan fór það til menn- ingarmálanefndar, sem aftur vísaði því til bókasafnsstjórnar. Þetta tók nokkur ár að sögn Kristrúnar. „Teikning þess tæplega 3000m2 húss sem ráð var gert fyrir í upp- hafi var metnaðarfull og glæsileg og samkvæmt upprunalegum teikn- ingum hefði Safnahúsið þjónað sínu hlutverki afar vel sem safna- og menningarmiðstöð“ segir Rannveig Þórhallsdóttir, safnastjóri Minja- safnsins. „Gert var ráð fyrir lestr- arsölum, fleiri sýningarsölum, lyftu, aðstöðu fyrir ljósmyndun, fundar- og ráðstefnusal, fullnægj- andi geymslum og kaffireríu. Það má ekki gleymast að aðstöðuleysi kemur í veg fyrir að við getum afl- að meiri tekna í gegnum rekstur. Í byggingarferlinu var öllum grunn- teikningum raskað og lagt af stað með bráðabirgðalausnir sem stand- ast alls ekki tímans tönn. Bygging hússins hefur staðið í tuttugu ár og ég skora á sveitarstjórnarmenn að taka á málinu í eitt skipti fyrir öll“ segir Rannveig. Forstöðumenn safnanna þriggja skrifuðu Héraðsnefnd Múlasýslna bréf í ágúst árið 2001 og óskuðu eftir því að byggingin yrði gerð upp fjárhagslega, byggingarnefnd yrði virk og að lokið yrði við byggingu hússins. Hrafnkell A. Jónsson, for- stöðumaður Héraðsskjalasafnsins, segir nauðsynlegt að fá lokaúttekt á húsinu, þar sem greint er hver byggingarstaða þess sé og hvort eigendur telja uppistandandi áfanga lokið að fullu og hvað eigi þá að verða um það sem út af stendur. „Og ef þeir telja áfangann búinn“ segir Hrafnkell, “hver er þá fjárhagsleg staða byggingarinnar og hver ætlar að taka á sig ábyrgð af því að ljúka skylduverkefnum eins og til dæmis að aðgengi fatl- aðra sé tryggt og brunavörnum?“ Eignadeild Austur-Héraðs tekur húsið yfir Viðbrögð Héraðsnefndar við bréfinu voru að vísa erindinu til sveitarstjórna og aftur til forstöðu- manna safnanna með tilmælum um að sett yrði á stofn eignarhalds- félag fyrir Safnahúsið. Forstöðu- mennirnir telja sig þó aðeins vera ráðna til að reka þær stofnanir sem um ræðir, en ekki til að bera ábyrgð á byggingu hússins. „Við erum jú langt komin með undir- búning fyrir stofnun eignarhalds- félags“ segir Hrafnkell, “en það er ekki okkar forstöðumannanna að stofna það. Mér finnst fráleitt að líta þannig á að það sé á okkar valdi, vegna þess að við höfum, að ég tel, ekkert umboð til þess. Það verður að koma frá eigendum.“ Þorvaldur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Héraðsnefndar, seg- ir að samþykkt hafi verið á aðal- fundi í nóvember sl. að fela eignasýslu Austur-Héraðs forystu í málinu og tillögugerð þar að lút- andi. Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Bj. Björgvinssyni, bæjar- stjóra Austur-Héraðs, vinnur sveit- arfélagið, sem er stærsti eignar- aðili hússins, nú að því að taka umsýslu þess inn í eignadeild. Ei- ríkur segir vinnu að málinu ekki lokið, en að mikill vilji sé til að taka þessa umsýslu yfir og gera söfn- unum auðveldar um vik með við- hald og allan almennan rekstur á mannvirkinu. Þá muni slík yfir- færsla einnig skýra stöðuna varð- andi endanlegan frágang Safna- hússins á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Það er ekki heiglum hent fyrir barnafólk og þá sem eiga erfitt um gang að sækja þjónustu Bókasafns Héraðsbúa í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Engin lyfta er í húsinu og stiginn snarbrattur. Úrbætur virðast þó á næsta leiti. Hin upprunalega teikning Safnahússins á Egilsstöðum gerði ráð fyrir þremur burstum, en aðeins ein var byggð og minnkaði húsið um tæpa tvö þúsund fermetra. Söfnin þrjú sem í húsinu eru líða nú öll fyrir skort á húsrými. FORELDRAFÉLAG Grunnskólans í Borgarnesi færði nýverið Fé- lagsmiðstöðinni Óðali að gjöf kaffi- könnu. Óðal er mikið lánað til fyr- irlestra og námskeiða þar sem boðið er upp á kaffi og ennfremur eru haldin þar bekkjarkvöld með foreldrum. Sædís Björk Þórð- ardóttir er formaður foreldra- félagsins. Nú hefur verið opnuð ný vefsíða á slóðinni http://vef- ir.grunnborg.is/foreldrar/ og má þar fá upplýsingar um stjórn fé- lagsins, lög, hverjir eru foreldra- fulltrúar, foreldraröltið og hvað er á döfinni. Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá vinstri: María Þórarinsdóttir stjórnarmaður og Sædís Björk Þórð- ardóttir formaður afhenda Gunnari Smára Jónbjörnssyni, formanni Nem- endafélagsins, kaffikönnuna. Foreldrafélagið opnar vefsíðu Borgarnes Verið velkomin mikið eruð þið falleg greyin – pottþétt lið Verið velkomin þið minnið okkur svo á nýsnyrt svið. Þorrablót Baugs tókst skínandi vel. Glaðir hátíðargestirnir dönsuðu og sungu, saddir og sælir fram á rauða nótt. Morgunblaðið/Helga Mattína Grímseyingar og gestir þeirra skemmtu sér vel á þorrablótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.