Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 13

Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 13 Steinþórssyni, dósent við HÍ, og Svöfu Grön- feldt, framkvæmdastjóra og lektor við HÍ. Að sögn Runólfs Smára fundaði dómnefnd- in með stjórnendum fyrirtækjanna og skoð- aði starfsemi þeirra ofan í kjölinn áður en ákvörðun var tekin um hver hlyti verðlaunin. Valur varð fyrir valinu Í fyrsta sinn voru þeim viðskipta- eða hag- fræðingi sem skara þótti fram úr á síðasta ári veitt sérstök verðlaun. Valur Valsson, for- stjóri Íslandsbanka, hlaut titilinn fyrir árið 2002 en hann er með cand.oecon-próf í við- skiptafræði frá HÍ. Valur mun hætta störfum ÞEKKINGU var gert hátt undir höfði í Borg- arleikhúsinu í gær þegar þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir árið 2003 voru afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Verðlaunin, sem veitt voru í þriðja sinn, voru að þessu sinni til- einkuð fyrirtækjamenningu og innri mark- aðssetningu og þótti Íslandsbanki hf. standa öðrum framar í þeim efnum. Þrjú önnur fyr- irtæki voru tilnefnd; Össur hf., Landsbanki Íslands og Kaupþing banki hf. Fjölmargar til- nefningar bárust en úrslitaatkvæðið átti dómnefnd á vegum FVH, skipuð Hjalta Sölva- syni starfsþróunarstjóra, Runólfi Smára hjá Íslandsbanka nú um miðjan mars. Um 3500 manns bera starfsheitin viðskiptafræð- ingur eða hagfræðingur og bætist sífellt í hópinn. Ætlunin er að gera þessa verðlauna- afhendingu að árvissum atburði. Óskað var eftir tilnefningum frá fé- lagsmönnum FVH og forstjórum 100 stærstu fyrirtækjanna á einstaklingum sem skarað hefðu fram úr á sviði viðskipta- eða hagfræða og sé fyrirmynd annarra í stéttinni. Í dóm- nefnd voru Margrét Kr. Sigurðardóttir, for- maður FVH og formaður dómnefndar, Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, og Örn Valdimars- son, ritstjóri Viðskiptablaðsins og frkvstj. Framtíðarsýnar. Í umsögn dómnefndar segir að Valur hafi staðið í eldlínunni í 30 ár og eigi glæsilegan feril að baki. „Það er því án nokkurs vafa að Valur hefur skilað af sér góðu dagsverki þeg- ar hann nú stígur upp úr stóli forstjóra.“ Valur gat ekki verið viðstaddur afhend- inguna en ætlar að taka við verðlaununum á fundi hjá FVH þann 12. mars nk. Bjarni Ár- mannsson tók við þekkingarverðlaununum fyrir hönd Íslandsbanka og sagði við það til- efni að Valur ætti hvað mestan þátt í hinni miklu velgengni Íslandsbanka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Ármannsson tók við þekkingarverð- launum 2003 úr hendi forseta Íslands. Íslandsbanki þekking- arfyrirtæki ársins Hagnaður Guðmundar Runólfsson- ar áttfaldast HAGNAÐUR Guðmundar Runólfs- sonar hf. á Grundarfirði nam 200 milljónum króna á síðasta ári en 26 milljónum á árinu 2001. Tekjur af rekstri minnkuðu um rúm 5%, úr 1.013 milljónum 2001 í tæplega 960 milljónir. Rekstrargjöld jukust aftur á móti um sömu prósentu, fóru úr 709 milljónum í 745 milljónir króna 2002. Lækkun langtímaskulda og annarra gengistryggðra skuldbind- inga, sem til kemur vegna hækk- unar á gengi íslensku krónunnar, á mestan þátt í að mynda hagnað árs- ins 2002, að því er fram kemur í til- kynningu frá félaginu.Fjármagnslið- ir voru þannig jákvæðir um 181 milljón króna í fyrra en neikvæðir um tæpar 240 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (vergur hagnaður eða EBITDA) var 214 milljónir en 304 milljónir árið 2001. Vergur hagnað- ur lækkaði því um 30% á milli ára en hann er reiknaður með því einu að draga gjöld frá tekjum. Eiginfjár- hlutfall félagsins hækkaði úr 19,8% í lok 2001 í 29,7% í árslok 2002. Arð- semi eigin fjár var 43,85 en einungis 6,6% árið 2001. Starfsmenn hjá Guðmundi Run- ólfssyni voru 107 á árinu 2002 en um 100 árið áður. Í tilkynningu kemur fram að tillaga um að 25% arður af nafnvirði hlutafjár, m.v. aðalfundar- dag 12. mars nk., verði greiddur. Gjaldeyris- forðinn dregst saman Kröfur á innlendar fjár- málastofnanir aukast GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans lækkaði í janúar um 1 milljarð króna og nam 36,2 milljörðum króna í lok janúar, jafnvirði 471 milljónar Bandaríkjadala á gengi í mánaðar- lok. Erlend skammtímalán bankans lækkuðu í mánuðinum um 3,6 millj- arða og námu þau 12,9 milljörðum króna í lok hans. Seðlabankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 5,5 milljarða króna í janúar í sam- ræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Gengi íslensku krónunnar styrktist í mánuðinum um 2,9%. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 4,4 milljarða króna í janúar og námu 73,6 millj- örðum króna í lok mánaðarins. Kröf- ur á aðrar fjármálastofnanir hækk- uðu lítillega í mánuðinum og námu 8 milljörðum króna í mánaðarlok. Grunnfé bankans jókst í janúar um 4,4 milljarða króna og nam 37 milljörðum króna í mánaðarlok. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.