Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU viðbrögð við ræðu Colins Powells, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í öryggisráðinu á miðviku- dag um ólöglegan vopnabúnað Íraka og brot þeirra á ályktunum örygg- isráðs SÞ, voru fremur fyrirsjáanleg, að sögn dagblaðsins The Los Angel- es Times í gær. Stuðningsmenn Bandaríkjanna, Bretar og ráðamenn margra ríkja í Mið- og Austur-Evr- ópu, sögðu ráðherrann hafa lagt fram vísbendingar sem væru svo öfl- ugar að þær hefðu nægt til að sak- fella Saddam Hussein Íraksforseta fyrir rétti. Ákafir andstæðingar sögðu ræðuna einfaldlega hafa verið áróður. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- lits SÞ, sagðist vona að Írakar brygðust við ásökunum Bandaríkja- manna. Ella gætu þeir gert ráð fyrir annarri gagnrýninni skýrslu um ár- angur eftirlitsins en Blix mun á ný skýra öryggisráðinu frá stöðu mála í dag. Mohammed ElBaradei, yfir- maður Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar, IAEA, sagði Íraka verða að „gerbreyta afstöðu sinni til sam- starfs“ við stofnunina. Hann sagði öryggisráðið hafa sent Írökum þau boð að tíminn væri að renna út. IAEA mun gefa ráðinu skýrslu eftir rúma viku. Eftirlitsmenn fái gögn Powells Bretar eru sem fyrr dyggir banda- menn Bandaríkjamanna í deilunum við Íraka og hyggjast senda þúsund- ir hermanna til Persaflóa. Sögðu ráðamenn í London að ræða Powells hefði verið afar sannfærandi. Frakk- ar og Rússar, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu ásamt Bandaríkja- mönnum, Bretum og Kínverjum, hafa lengi lagt áherslu á að gefa beri vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma og ítrekuðu þeir þetta viðhorf í gær. Kínverjar hvöttu einnig til friðsam- legrar lausnar og mæltu með því að eftirlitsmenn héldu áfram störfum. Þjóðverjar, sem eru nú í forsæti í ör- yggisráðinu, hafa lýst sig andvíga öllum tillögum um stríð gegn Írök- um; sögðust áhyggjufullir yfir ástandinu. Þótt Powell fullyrti að mótþrói og blekkingar Íraka gerðu viðleitni eft- irlitsmanna nær gagnslausa sögðu stjórnmálaleiðtogar í Frakklandi og Rússlandi að efla þyrfti eftirlitið. Bandaríkjamenn yrðu að fá eftirlits- mönnum í té gögn sem þeir gætu notað til að sannreyna ásakanir Pow- ells um brot Íraka og tóku Þjóðverj- ar undir þá kröfu. Frakkar lögðu til að eftirlitsmönn- um yrði fjölgað mjög, upplýsingar Powells hefðu sýnt að þörf væri á því. En bent er á að sum ummæli talsmanna Frakka og Rússa mætti túlka sem merki um að afstaðan væri að breytast, Írökum í óhag. Dominique de Villepin, utanríkisráð- herra Frakka, sagði að Írakar myndu aðeins fá stuttan frest til að bæta samstarfið við eftirlitsmenn. Ljóst þykir að Frakkar hafi alls ekki útilokað þátttöku í hernaði ef til hans kemur og er bent á að hætt hafi verið í skyndi við reglubundna klössun á flugmóðurskipinu Charles de Gaulle en skipið er nú á leið til Miðaust- urlanda. Bæði Frakkar og Rússar eiga mikilla hagsmuna að gæta við Persaflóa en megnið af olíu jarðar- innar er í löndunum við flóann. Indverjar sögðu að stjórn Sadd- ams yrði að svara fullyrðingum Pow- ells og skýra mál sín. Junichiro Koiz- umi, forsætisráðherra Japans, sagði að grunsemdir um að Írakar réðu yf- ir gereyðingarvopnum hefðu aukist enn. „Það eru Írakar sem ákveða sjálfir hvort þessi deila verður leyst með friðsamlegum hætti,“ sagði ráð- herrann á þingi. Grannar Íraka í Íran hafa lítið tjáð sig um rök Bandaríkjamanna en í gær átti utanríkisráðherra þeirra, Kamal Kharazi, fund með breskum starfsbróður sínum, Jack Straw, í London. Sagði Kharazi að líkur væru á að samþykkt yrði ný ályktun í ör- yggisráðinu um Írak og taldi hann að hún „gæti orðið gagnleg“. Almennt er talið að sumt af því sem Powell skýrði frá og sýndi hafi haft veruleg áhrif, jafnvel á þá sem efast um réttmæti þess að gera árás á Írak og þvinga stjórn Saddams til að hætta við áætlanir um framleiðslu gereyðingarvopna. Margir sérfræðingar segja að Powell hafi tekist vel upp, sé haft í huga hve þröngar skorður honum hafi af öryggisástæðum verið settar. Bandaríkjamenn eru yfirleitt hik- andi við að ljóstra upp hve mikið þeir viti um andstæðinga sína og skiptir þá ekki síst máli að sumt af upplýs- ingunum kemur frá njósnurum í Írak. Ef of mikið er sagt gætu Sadd- am og menn hans lagt saman tvo og tvo og gómað njósnarann. Á næstu dögum mun koma í ljós að þungi rök- semda hans hafi virkað, segja aðdá- endur Powells. En aðrir efast enn. „Talsmenn hernaðarárásar munu segja að sannað hafi verið að Sadd- am hlíti ekki ályktunum SÞ,“ sagði Charles Heyman, hermálasérfræð- ingur hjá Jane’s-rannsóknastöðinni í Bretlandi. „Andstæðingar árásar geta sagt að upptökur af samtölum [Íraka] hafi verið falsaðar og hann hafi í reynd ekki sýnt fram á tengsl við al-Qaeda.“ Heyman sagðist vera reiðubúinn að láta sannfærast en hann teldi ekki að sannanir hefðu verið lagðar fram. Áhrifin af ræðu á borð við þá sem Powell flutti fara að mestu eftir því hver er að hlusta, segja stjórnmála- skýrendur. En málflutningi hans var beint að mörgum markhópum í senn, klofnu öryggisráði, Bandaríkjaþingi, bandarískum almenningi, grönnum Íraka og almenningsáliti í heiminum, að sögn Kenneth Pollacks, fyrrver- andi ráðgjafa stjórnar Bill Clintons. Telja brotin sönnuð Bandarískir kjósendur hafa á und- anförnum vikum og mánuðum gefið til kynna í skoðanakönnunum að þeir séu margir efasemdafullir gagnvart stefnu stjórnar George W. Bush for- seta í Íraksmálunum. Þótt mikill stuðningur sé við að refsa Írökum fyrir brot þeirra á ályktunum SÞ hefur meirihluti aðspurðra yfirleitt sagt að tryggja verði samþykki SÞ fyrir árás. Bandaríkjamenn megi ekki standa að henni einir. Ekki verður strax ljóst hver áhrif ræðan hefur á almenning en á þingi var henni vel tekið og kom jafnvel fram að þingmenn sem áður hafa verið tortryggnir á stefnu Bush telja nú að brot Íraka hafi verið sönnuð. Ræða Powells sögð vekja fyrirsjáanleg viðbrögð Frakkar, Rússar og Þjóðverjar vilja að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fái gögn Bandaríkjamanna Reuters Colin Powell ræðir við George Tenet, yfirmann CIA, í fyrradag. FYRSTU viðbrögð embættismanna og dagblaða í arabaheiminum benda ekki til að þar hafi menn lát- ið sannfærast af málflutningi Colins Powells, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Svo virðist þó sem menn telji, hvað sem líði sönn- unum á hendur Íraksstjórn, að hernaðarátök séu nú nánast óum- flýjanleg. Dagblöð í Sýrlandi gerðu lítið úr níutíu mínútna langri ræðu Pow- ells. Málgagn stjórnvalda, dag- blaðið Al-Baath, sagði Powell ein- faldlega hafa lagt fram „tilgátur og persónulegar skoðanir“. „Í besta falli var að finna í kynningu hans óstaðfestar upplýsingar sem vopna- eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna verða að kanna á hlutlausan hátt.“ Egyptinn Amr Moussa, fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins, lagði einnig áherslu á að vopnaeft- irlitsmennirnir yrðu hinir end- anlegu dómarar um „ófullnægj- andi“ sönnunarfærslu Powells. Egypskur blaðamaður, sem sagður er náinn bandamaður Hosnis Mub- araks Egyptalandsforseta, spáði því hins vegar að Bandaríkin myndu ráðast á Írak „innan fárra vikna“. „Ég kem úr för til Banda- ríkjanna sannfærður um að Banda- ríkjastjórn sé staðráðin í að hafa hraðar hendur og ráðast á Írak inn- an fárra vikna,“ sagði Ibrahim Naf- ie, sem stýrir Al-Ahram-blaða- samsteypunni í dagblaðsgrein. „Hver getur kveðið upp úr um að gervihnattamyndirnar og hljóð- upptökurnar voru ekki falsaðar á vinnustofum CIA [bandarísku leyni- þjónustunnar]?“ spurði dagblaðið Al-Khaleej í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá höfðu dagblöð í Jórdaníu og Líbanon ekki látið sannfærast. „Jafnvel þó að við leyf- um Bandaríkjunum að njóta vafans eru þessi nýju gögn ekki þess eðlis að þau geti talist sannfærandi sann- anir um að Írakar séu brotlegir [við ályktanir Sameinuðu þjóðanna] eða að einhverri þjóð stafi slík hætta af Írak einmitt nú,“ sagði Jordan Tim- es, sem skrifað er á ensku. Í Beirút sagði Al-Kifa Al-Arabi að „sannanir skorti í sönnunargögn Powells“ og að „í níutíu mínútur hreytti utanríkisráðherrann út úr sér tilhæfulausum fullyrðingum og ásökunum“. Arabar ekki sannfærðir AP Maður í Kaíró í Egyptalandi les um ræðu Colins Powells. Kaíró. AFP. TÍU ríki frá Mið- og Austur- Evrópu, þ.á m. sjö sem boðin hefur verið innganga í Atlants- hafsbandalagið (NATO), hafa lýst yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmál- unum. Þau segja Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hafa lagt fram „sannfær- andi gögn“ um vopnaáætlanir Íraka og bjóða fram aðstoð sína við það verkefni að afvopna Írak. Utanríkisráðherrar Albaníu, Búlgaríu, Króatíu, Makedóníu, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Eistlands, Lettlands og Lithá- ens segja í yfirlýsingu sinni mikilvægt að lýðræðisríki heimsins taki höndum saman og bregðist við þeirri bráðu hættu sem stafi af ríkisstjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta. Skýlaust brot „Nú er ljóst að Írak hefur skýlaust gerst brotlegt við ályktanir Sameinuðu þjóðanna, þ.á m. ályktun nr. 1441 [frá því í haust],“ segja ráðherrarnir. „Verði Írakar ekki við kröfum um afvopnun […] erum við reiðubúnir til að taka þátt í bandalagi þjóða sem takist á hendur það verkefni að fram- fylgja efni ályktunarinnar um afvopnun Íraks.“ Austur-Evrópuþjóðirnar hafa síðustu misserin verið öt- ulli stuðningsmenn stjórnvalda í Washington en þjóðir Vestur- Evrópu, sem aðild eiga að NATO. Sést þetta best á því að skiptar skoðanir eru meðal nú- verandi NATO-þjóða um hern- aðaraðgerðir gegn Írak. Þjóð- irnar sjö, sem senn ganga í bandalagið, eru hins vegar ein- huga í stuðningi sínum. Segjast styðja Banda- ríkin Sameinuðu þjóðunum. AFP. Austur-Evrópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.