Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞESSAR mundir er Vin, at- hvarf Rauða kross Íslands fyrir geð- fatlaða, tíu ára en það var 8. febrúar 1993 sem það tók til starfa. Markmiðið með athvarfinu er að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og gera því lífið og til- veruna léttbærari. Ég kom fyrst í heimsókn skömmu eftir opnun en þá var ég með fé- lögum úr iðjuþjálfun geðdeilda Landspítalans. Starfsfólkið tók hlýlega á móti okkur og bauð okkur upp á kaffi og kökur. Sýndi okkur síðan húsið og fræddi okkur um það helsta sem væri á döfinni, jafnhliða daglegu starfi. Á þeim árum sem liðin eru síðan opnað var í Vin hefur margt á dag- ana drifið fyrir utan daglega starf- semi og langar mig að greina lítillega frá því helsta sem kemur upp í hug- ann. Farið hefur verið reglulega á leik- sýningar og þá jafnvel út fyrir borg- ina. Haldnar hafa verið söngæfingar en kór var starfandi um tíma, víða sungið og við góðar undirtektir. Oft hefur verið farið út að borða og þá gjarna í tengslum við afmæli hússins eða Alþjóðlegs geðheilbrigð- isdags, 10. október, sem er mikill há- tíðisdagur. Fjölmörg fræðsluerindi hafa verið haldin um ýmis mál sem brenna á gestum hússins og má þar nefna er- indi um fjármál einstaklinga, fræðsla um lyf, verkanir þeirra og aukaverk- anir, tannvernd og tannhirðu, nær- ingarfræði og fleira. Það hefur verið árvisst að farnar hafa verið lengri eða styttri ferðir að sumarlagi og hafa þá verið haldin námskeið eða fræðsla um þá staði sem haldið skal til áður en þeir hafa verið heimsóttir. Haldin hafa verið fjölmörg nám- skeið í myndlist, litameðferð, um- hverfisteikningu, skrautritun og módelteiningu svo fátt eitt sé talið. Myndlistarsýningar hara verið haldnar gegnum árin, m.a. í Hinu húsinu, í húsnæði á vegum Rauða krossins og í Ráðhúsinu. Opnunartíminn í Vin er frá kl. 9 til 4 virka daga og yfir vetrarmánuðina er opið á sunnudögum frá kl. 2 til 5. Eru það sjálfboðaliðar úr ung- mennahreyfingu Rauða kross Ís- lands sem þá taka að sér að hafa hús- ið opið. Eins er opið á fimmtudögum til kl. 8 að kvöldi. Sjálfboðaliðar víða úr heiminum frá Alþjóðlegum ungmennaskiptum (AUS) hafa komið til starfa um lengri eða skemmri tíma og haldið við okkur tryggð síðan. Þetta eru aðeins brot að því sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka yfir þau tíu ár sem liðin eru frá opnun Vinjar en að lokum vil ég segja þetta: Fortíðin var björt, nútíðin er björt og framtíðin verður björt. Til hamingju með afmælið. Vin tíu ára Eftir Eyjólf Kolbeins Höfundur er gestur í Vin. „Markmiðið með athvarf- inu er að rjúfa fé- lagslega einangrun.“ DAGANA 5. til 7. febrúar stend- ur Stúdentaráð HÍ fyrir atvinnu- lífsdögum í Háskólanum. Nokkur fyrirtæki og stofnanir kynna starf- semi sína og starfsmannastefnu auk þess sem boðið verður uppá bæði frumkvöðlanámskeið og kynningu á Nýsköpunarsjóði námsmanna. Meginmarkmið dag- anna er að efla tengsl Háskólans og atvinnulífsins og skapa stúd- entum grundvöll til þess afla sér upplýsinga sem nýtast við ákvarð- anir um hvert skuli stefna í námi og starfi. Fjölbreytt dagskrá Alls munu sjö aðilar halda fyr- irlestra um rekstur sinn, stefnu og hvaða kröfur þeir gera til framtíð- arstarfskrafta. Leitast var við að fá fyrirtæki af sem breiðustu sviði til þess að kynna starfsemi sína og ættu því flestir stúdentar að finna eitthvað við sitt hæfi. Á miðviku- dag kynntu fulltrúar utanríkis- ráðuneytisins, ReykjavíkurAka- demíunnar, Hugar og Íslandsbanka auk þess sem frum- kvöðlasetrið Impra stóð fyrir frumkvöðlanámskeiði. Á fimmtu- dag voru það síðan fulltrúar Flögu, Fróða og Þekkingarmiðl- unar sem héldu fyrirlestra í Há- skóla Íslands. Á föstudag kynnir framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs námsmanna starfsemi sjóðs- ins auk þess sem nemandi, sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum, seg- ir frá reynslu sinni af vinnu við ný- sköpunarverkefni. Stúdentar sem luma á spennandi hugmyndum ættu ekki að láta sig vanta á þenn- an fyrirlestur. Aukin tengsl við atvinnulífið Nauðsynlegt er að tengja Há- skólann og atvinnulífið sterkari böndum enda styrkir slíkt sam- band báða aðila og eflir Háskóla Íslands sem öflugan rannsókn- arháskóla. Margt hefur þokast í rétta átt í samskiptum þessara tveggja aðila undanfarin ár og hef- ur atvinnulífið komið í auknum mæli að starfsemi Háskólans með beinum og óbeinum hætti. Sam- starfið má þó enn bæta og með at- vinnulífsdögum vill Stúdentaráð sýna að vilji er meðal nemenda fyrir auknum tengslum og að þeir séu tilbúnir til að taka frumkvæðið sem þarf. Flest erum við stúdentar að mennta okkur með það að mark- miði að koma sem best undirbúin út á vinnumarkaðinn og ættu at- vinnulífsdagar að vera kærkomin kynning á kröfum og möguleikum atvinnulífsins. Atvinnulífsdagar í Háskóla Íslands Eftir Pál Ragnar Jóhannesson Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku. „Megin- markmiðið er að efla tengsl Háskólans og atvinnulífsins.“ ÚRSKURÐUR setts umhverfis- ráðherra um Norðlingaölduveitu markar að mínu mati tímamót vegna þess að með honum rétta stjórnvöld sáttahönd til náttúru- verndarsinna sem unnið hafa sleitulaust að því að tryggja vernd- un Þjórsárvera. Einna þyngstur á metunum er að mínu áliti þáttur heimamanna í Gnúpverjahreppi. Í úrskurðinum leggur ráðherra fram málamiðlun, róttæka tillögu, sem undirstrikar það, að sérstæða og viðkvæma náttúru Þjórsárvera beri að vernda í samræmi við frið- lýsingu þeirra frá 1982 og alþjóð- lega samninga um verndun vot- lendis. Í frábærri grein eftir Elínu Pálmadóttur í Mbl. 15. nóvember sl., „Ég ákæri“, lýsir hún Þjórs- árverum sem stórkostlega fögru djásni undir jökulhettu, umluktu svörtum gróðurlausum söndum. Slík voru einnig mín hughrif þegar ég kom í Þjórsárver. Það skilyrði er sett í úrskurð- inum að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif innan friðlands Þjórsárvera. Rétt er í því ljósi að líta á tillögu um setlón ofarlega við Þjórsá, austan Hofsjökuls, sem sett er fram sem mótvægisaðgerð en því má halda fram að þar sé á ferðinni ný útfærsla á sjötta áfanga Kvísla- veitu sem hafnað var á fyrri stig- um. Umhverfisáhrif hennar hafa ekki verið metin. Sagt er að set- lóns geti verið þörf vegna óvissu um árangur við aurskolun úr Norðlingaöldulóni. Ef hins vegar aurskolunin virkar er ekki þörf fyrir lónið. Þess vegna tel ég rétt að náttúran njóti vafans. Mér finnst ótímabært að ákveða að gert skuli setlón og vatni veitt framhjá Þjórsárverum. Óvissa ríkir um áhrif þessarar mótvægisaðgerðar á vatnsstöðu í friðlandinu þótt fram- kvæmdirnar færu fram utan þess. Með orðalagi í úrskurði ráðherra, lið 2, að tryggt verði að grunn- vatnsstaða innan friðlandsins hald- ist sem næst óbreytt, og í loka- málsgrein hans, að áhrif framkvæmdarinnar raski ekki náttúrufari, dýralífi og grunn- vatnsstöðu í verunum, tel ég að setlón austan Hofsjökuls geti ekki komið til álita. En efst í mínum huga eru þakkir til hv. setts umhverfisráðherra og samstarfsmanna hans fyrir réttlát og vönduð vinnubrögð og til nátt- úruverndarsinna, einstaklinga og félagasamtaka, fyrir ötult og fórn- fúst starf. Ég hvet þá til að taka í þá útréttu sáttahönd sem þeim er hér rétt. Salómonsdómur um Þjórsárver Eftir Katrínu Fjeldsted Höfundur er alþingismaður. „Ég hvet þá til að taka í þá útréttu sáttahönd sem þeim er hér rétt.“ VIN er athvarf fyrir geðfatlaða sem rekið er af Rauða krossi Ís- lands og heldur nú upp á 10 ára af- mæli sitt. Undirritaður hefur með hléum handleitt starfsfólk Vinjar alveg frá upphafi og hefur því haft góða aðstöðu til að fylgjast með því frábæra starfi sem þar er unn- ið og því einstaka andrúmslofti, sem starfsfólki og gestum hefur tekist að skapa. Rauðakrosshreyfingunni, sem stofnuð var til að draga úr og létta þjáningar fólks og stuðla að heil- brigði og virðingu fyrir mannlegu lífi, er mikill sómi að því hvernig staðið hefur verið að rekstrinum. Í framhaldi af góðum árangri Vinjar og staðfestu mikilvægi hafa tvö önnur athvörf verið stofnuð; Laut á Akureyri og Dvöl í Kópavogi. Vin er í stóru, gömlu og reisulegu húsi, þar sem tekist hefur að skapa heimilislega hlýju, og leggur Reykjavíkurborg þetta hús til end- urgjaldslaust. Langvinn geðfötlun er mikill harmleikur hvers sem fyrir verður, aðstandenda hans og vina. Full- yrða má að líklega leiði engir aðrir sjúkdómar í jafnríkum mæli til fé- lagslegrar einangrunar og ein- manaleika og langvinnir geðsjúk- dómar. Takmarkaðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður auka síðan oft á vítahring kvíða, þung- lyndis og frumkvæðisleysis í viðbót við framgang sjúkdómsins. Fyrir þá sem eru að takast á við svo erfitt líf er Vin staður sem rís undir nafni. Vin er ekki bara at- hvarf þar sem gestir sækja fé- lagsskap, stuðning og hlýju heldur miklu meira. Með metnaði og markvissri vinnu starfsfólks og gesta hefur tekist að þróa nærandi andrúmsloft sem ýtir undir virkni og aukið sjálfstæði gesta. Einnig er rétt að nefna fórnfúst starf sjálfboðaliða sem sjá til þess að Vin sé opin á sunnudögum og ein- stökum hátíðisdögum. Á stundum er starfsemin svo öfl- ug að minnir á menningar- og fræðslusetur. Þá er t.d. undirbún- ingur fyrir ferðalög bæði innan- lands og utan, listsköpun og sýn- ingar, umræða um stöðu geðfatlaðra, samskipti við samtök geðfatlaðra erlendis og svo mætti lengi telja. Auðvitað er staða og geta einstaklinga misjöfn til að láta til sín taka í slíkri starfsemi. Það sem er hins vegar óendanlega mikilvægt fyrir okkur öll er að „til- heyra“, eiga samfélag þar sem við erum samþykkt á eigin forsendum, að því gefnu að við virðum almenn- ar umgengnis- og kurteisisreglur. Þrátt fyrir aukna þekkingu á eðli geðsjúkdóma, betri lyf og auk- in útgjöld virðast alvarlegir geð- sjúkdómar ekki á undanhaldi. Fyrsta árið, fyrir tíu árum, voru gestakomur rúmlega fjögur þús- und, síðasta ár tæplega átta þús- und. Í náinni framtíð verður því áfram þörf fyrir að styrkja og þróa starfsemi Vinjar og annarra at- hvarfa sem Rauði krossinn rekur og jafnframt að stuðla að auknum samskiptum og samhæfingu við önnur úrræði sem geðfötluðum standa til boða. Vinin Vin Eftir Baldvin H. Steindórsson Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. „Fórnfúst starf sjálf- boðaliða sér til þess að Vin er opin á sunnudögum og ein- stökum hátíðisdögum.“ EIRÍKUR Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tal- ar til mín af yfirlæti í grein í Morgunblaðinu í gær. Ég hafði daginn áður leitt að því einföld rök, að ekki kæmi til greina að unnt væri að haga löggjöf um lögmenn þannig, að ekki væri gætt jafnræðis milli íslenskra háskóla, sem kenna lögfræði, við mat á almennum menntunarskil- yrðum lögfræðinga, sem vilja fá réttindi til málflutnings. Því væri alþingismönnum rétt að samþykkja frumvarp dómsmála- ráðherra um að afnema forrétt- indi lagadeildar HÍ á þessu sviði. Eiríkur segir, að háskóla- menn stundi rökræður en ég kappræður. Með þessu virðist mér hann vilja halda því fram, að ég sé ekki vel til þess fallinn að gegna starfi mínu sem pró- fessor við háskóla. Hann verður að fá að hafa þá skoðun á þessu sem hann vill. Orð hans gefa hins vegar tilefni til að líta að- eins á rökræðulist hans sem birtist í greininni. Eiríkur segir að skoða þurfi rök með og á móti, áður en af- staða sé tekin. Það er auðvitað rétt. Ég hef hins vegar ekki fundið nein frambærileg rök fyr- ir þeirri mismunun sem forseti lagadeildar vill viðhalda í því málefni sem er til umræðu. En forsetinn virðist ekki vera í vandræðum með að finna þau. Hann kveður þau felast í því, að Háskólinn í Reykjavík njóti for- réttinda í samanburði við Há- skóla Íslands með því, að HR hafi úr meiri fjármunum að spila við kennslu hvers laganema en HÍ! Þetta er að vísu rangt. En gerum samt í þágu rökræðunnar ráð fyrir að staðhæfing forset- ans um þetta sé rétt. Röksemd hans er þá sú, að HÍ eigi að njóta umræddra forréttinda vegna þess að HR hafi úr meira fé að moða til að mennta lög- fræðinga! Væri röksemd af þessu tagi gjaldgeng fyrir um- ræðuefnið ætti hún fremur að leiða til forréttinda HR, því lagakennsla verður sjálfsagt al- mennt betri, þar sem fjárráðin eru meiri. Röksemdin er hins vegar ekki gjaldgeng. Hún kem- ur umræðuefninu ekkert við. Sannleikurinn er sá, að forseti lagadeildar HÍ vill bara viðhalda forréttindum. Hann er að gæta sérhagsmuna sem hann telur sig eiga að gæta. Þegar farið er yfir málið og dregnar fram augljósar röksemdir gegn þessum forrétt- indum bregst hann við með því að gefa sjálfum sér einkunn. Hann sé vísindamaður í lögfræði og kunni skil á aðferðum rök- ræðunnar. Hann gefur viðmæl- anda sínum lakari einkunn. Hann er kappræðumaður, sem ekki vill skoða nema aðra hlið máls. Svo birtir hann vísindi sín. Þau felast í að reyna að vernda sérhagsmunina með röksemdum sem koma málinu ekkert við. Mín niðurstaða er sú, að ég ætla að halda mig áfram við mínar aðferðir í lögvísindunum en forð- ast hans. Jón Steinar Gunnlaugsson Yfirlæti Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.