Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 8. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10. Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Frumsýning EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 5.30 og 9. Sýnd kl. 5 og 10.10. B.i.12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.16 ára Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. YFIR 87.000 GESTIR Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! j i l í i l i il ... l i l j Frumsýning Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomn- um tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvik- myndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir ársins, mikilfengleg sagnagáfa þeirra skapar eitt magnaðasta ævintýri kvikmyndasögunnar. Ósvikin epík um hugrekki, vináttu og drenglyndi. (S.V.) Laugarásbíó, Smárabíó. Harry Potter og leyniklefinn Harry og félagar eru komnir aftur í mynd fullri af frábærum karkaterum, ótrúlegum aðstæð- um, spennu og hryllingi. Gaman, gaman! (H.L.) Sambíóin. Ekki aftur snúið (Irréversible) Mjög óhugguleg en áhrifarík frönsk kvikmynd um nauðgun og hefnd. Leikararnir standa sig frábærlega í ofbeldisatriðum þar sem ekkert er dregið undan, og kvikmyndin er gerð af réttsýni og einlægni. Merkileg kvikmynd sem vart er hægt að mæla með.(H.L.) Háskólabíó. Reyndu að ná mér (Catch Me If You Can) Þeir eru allir í toppformi; Di Caprio sem barn- ungur svikahrappur; Hanks sem FBI-maður- inn á hælum hans og Walken sem lánleys- inginn faðir pilts. Frábær endursköpun sjöunda áratugarins og myndin sú fyndnasta frá Spielberg. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. 8 mílur (8 Mile) Þegar á heildina er litið er það hversu einföld meginfléttan er, en hún snýst í raun um þátt- töku rapparans í einni keppni, bæði helsti kostur og galli myndarinnar. Þannig tekst að halda sögunni á raunsæislegu sviði en á sama tíma er sigursagan teygð dálítið á lang- inn. (H.J.)  Háskólabíó, Sambíóin, Laugarásbíó. Gullplánetan Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó. Kynlíf er grín (Sex is Comedy) Líkt og fyrri myndir leikstjórans Breillat, for- vitnileg, ástríðufull, heimspekileg og jafnvel enn persónulegri. Mynd innan myndar þar sem verið er að fjalla um mannlegar tilfinn- ingar og eðli, einkum kynhvötina, frá nýstár- legu sjónarhorni. (S.V.)  Háskólabíó. Grúppíurnar (The Banger Sisters ) Tvær frábærar leikkonur halda lífinu í gam- anmynd um miðaldra kvinnur sem eyddu bestu árunum sem hjásvæfur poppara. 20 árum síðar hefur margt breyst. (S.V.)  Regnboginn. Deyðu annan dag (Die Another Day) Fulllöng Bond-mynd þar sem hasarinn ræður ríkjum og húmorinn er kominn í hring. Ágæt- asta afþreying fyrir fólk í góðu skapi og með smekk fyrir fallegu fólki. (H.L.)  Smárabíó, Regnboginn. Frida Á heildina litið krafmikil og litrík kvikmynd sem veitir ævintýrakennt yfirlit yfir ævi Fridu Kahlo, en áhuginn á að kafa nægilega djúpt í list eða hugmyndaheim listakonunnar víkur fyrir áherslu á dramatík og holdlegar ástríður, og þaðan er stuttur vegur yfir í söluvænlega melódramatík. (H.J.)  Regnboginn. Njósnakrakkarnir (Spy Kids 2) Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum Bondhasar og laufléttri fjöl- skylduskemmtun. (S.V.)  Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Harry kemur til hjálpar (Harry un ami qui vous veut du bien) Sagan er vissulega áhugaverð og hrollvekj- andi, en hefði mátt vera aðeins skýrari og spennuþrungnari á stundum. (H.L.) Háskólabíó Aftur í meðferð (Analyze That) Framhaldsmyndin á sína spretti, og er það iðulega vegna þess hversu vel aðalleikurun- um tekst að fylla upp í tómlegt handritið. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Kjánaprik: Kvikmyndin (Jackass: The Movie) Botnlaus kjánaskapur og fífldirfska eru drif- krafturinn á bak við þessa kvikmynd, sem er óneitanlega sprenghlægileg í 50% tilfellum. Ekki alvitlaus, þegar menn ná að halda sig innan lágkúrumarkanna. (H.J.) Sambíóin. Ingiríður Eygló (Juwanna Mann) Körfuboltakappi klæðist kvenfötum og held- ur áfram í kvennaliði þegar hann er rekinn úr NBA. Mun skárra en það hljómar. (S.V.) Sambíóin. Eitt sinn í Miðlöndunum (Once Upon a Time in the Midlands) Úrvali breskra leikara tekst ekki að gera fyndna mynd, þar sem stefnuleysi og van- virðing fyrir persónunum ráða ríkjum. Dram- að virkar rétt undir lok og brandararnir eru allt of fáir fyrir gamanmynd. Vonbrigði. (H.L.) Háskólabíó. Flutningsmaðurinn (The Transporter) Sólskinið í Suður-Frakklandi, vel skipulögð átakaatriði og eltingaleikir eru ljósu punkt- arnir í annars myrkri meðalmennsku.(S.V.) Smárabíó. Darraðardans (Half Past Dead) Seagal er orðinn gamall og feitur, en þráast við í sama hlutverkinu einn áratuginn í við- bót. Góður hraði, þunnur söguþráður, gloppur, endalaus slagsmál og dyngjandi rapptónlist einkenna hola mynd. (H.L.) Regnboginn. Aðalpæjan (The Hot Chick) Hér glímir Roy Schneider við enn aðra ónátt- úruna, síðast var hann dýr í mannslíkama, nú unglingsstúlka í líkama loðins og ófrýnilegs karlmanns. Groddahúmorinn veður hér uppi, en hittir sjaldan í mark. (H.J.) Sambíóin. Stella í framboði Helst er hægt að hafa gaman af Stellu í fram- boði með því að nálgast hana eins og ára- mótaskaup með mjög afmörkuðu sögusviði. (H.J.) „Merkileg kvikmynd sem vart er hægt að mæla með,“ segir Hildur Lofts- dóttir um hina afar umdeildu mynd Ekki aftur snúið. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Fágætir fuglar (Rare Birds) Gamandrama Kanada 2002. Myndform VHS. (99 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Sturla Gunn- arsson. Aðalhlutverk: William Hurt, Andy Jones, Molly Parker. VESTUR-ÍSLENDINGURINN Sturla Gunnarsson hlaut lof fyrir þessa nýjustu mynd sína í „heima- landinu“ Kanada, og eitthvað af verðlaunum til. Skiljanlega, því þetta er hin ljúf- asta mynd. Ekk- ert þrekvirki, heldur áreynslu- og tilgerðarlaus lítil gamanmynd með mishvers- dagslegri kímni sem klárlega er mjög staðbundin. William Hurt leikur eiganda af- skekkts veitingahúss á Nýfundna- landi, sem er við það að fara á hausinn. Léttruglaður og uppá- tækjasamur nágranni hans fær þá snilldarhugmynd að mögulega myndi aukast straumur fólks á slóðir veitingastaðarins ef þeir létu kvisast út að þar hefði sést til út- dauðrar andartegundar. Og það gengur eftir. Sem fyrr segir, ljúf og áreynslu- lítil dægurfluga, kannski bara helst til of áreynslulítil. Og ekki al- veg nógu fyndin. ½ Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Anda- gangur í öskjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.