Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 51

Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 51 www.regnboginn.is Nýr og betri Sýnd kl. 6.10, 8.30 og 10.40. B.i 12 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 14 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12.  kvikmyndir.com Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar var átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu. Ein allra besta myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er stórkostleg sem listakonan Frida. Sýnd kl. 6, 8 og 10. GRÚPPÍURNAR Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Frumsýning laugardaginn 8. febrúar. Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar spilar gömlu og nýju dansana Dansleikur í Ásgarði, Glæsibæ Húsið opnað kl. 22 • Miðaverð kr. 1.200. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. YFIR 87.000 GESTIR Magnað meistaraverk í anda Moulin Rouge. Hlaut þrenn Golden Globe verðlaun á dögunum sem besta myndin ásamt bestu aðalleikurum. Missið ekki af þessari. i í li . l l l l RENÉE ZELLWEGER CATHERINE ZETA - JONES RICHARD GERE Kvikmyndir.com Frumsýning  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is TVEIR af vinsælustu gamanleikurum kvik- myndanna, Eddie Murphy og Owen Wilson, sameina krafta sína í Á gægjum (I Spy), fyndinni spennumynd, sem byggð er á samnefndum þáttum sem nutu vinsælda meðal sjónvarpsáhorfenda á ár- unum 1965–1968. Þættir þessir reyndust stökk- pallur leikaranna Bills Cosby og Roberts Culp til frekari frægðar og frama. Þegar Switch- blade, nýjasta tækniund- rinu og byltingarkenndri nýjung á sviði orr- ustuþotna, er rænt frá bandarísku ríkisstjórn- inni, ákveður hún að senda sinn færasta njósn- ara, Alex Scott, sem leik- inn er af Wilson, til að leysa málið. Hann á hins vegar ekki von á því að fá til liðs við sig í leyni- lega njósnaferð og mikið hættuspil, sem bíður handan hornsins, kjaft- forann og borubrattan samborgara. Sá náungi er Kelly Robinson, sem leikinn er af Murphy, og er hann í ofanálag víð- frægur heimsmeistari í hnefaleikum. Tvímenn- ingarnir verða að beita öllum sínum hæfileikum, skopskyni, bardagatækni og vopnabúnaði til að komast á slóð ræningj- ans, Arnolds Gundar, eins hættulegasta vopna- sala veraldar. Markmiðið er auðvitað að gera alvar- lega tilraun til þess að stöðva þær áætlanir, sem óþokkinn hefur á prjón- unum með hið nýja tækniundur. Handritshöfundar eru Marianne og Cormac Wibberley, en leikstjórn var í höndum Betty Thomas, sem hefur í gegnum tíðina bæði leik- ið, framleitt og leikstýrt fjölda sjónvarpsþátta auk þess sem hún hefur leik- stýrt nokkrum bíómynd- um, m.a. 28 dögum (28 Days), Dagfinni dýra- lækni (Doctor Dolittle) og Ærsl í útvarpi (Private Parts). Glæpir borga sig alls ekki Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frum- sýna Á gægjum (I Spy). _______ Leikarar: Eddie Murphy, Owen Wilson, Famke Jans- sen, Malcolm McDowell og Gary Cole. Eddie Murphy og Owen Wilson fara með hlutverk ofurnjósnaranna í Á gægjum. KVIKMYNDIN Chicago, sem byggist á samnefndum söngleik og Stundirnar (The Hours), fékk flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíð- inni, sem fram fór í Englaborginni í liðnum mánuði, en jafnan er litið á verðlaunin sem vís- bendingu um hvaða kvik- myndir eru líklegastar til að hljóta náð fyrir aug- um þeirra sem veita Ósk- arsverðlaunin. Chicago fékk átta til- nefningar og fékk þrenn verðlaun. Auk þess að vera valin besta söng- eða gamanmyndin var Renée Zellweger valin besta leikkonan í að- alhlutverki og Richard Gere valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki. Chicago er söngleikur í anda Rauðu myllunnar (Moulin Rouge) sem gerist í Chicago-borg árið 1920 þar sem allt er nánast leyfilegt. Myndin segir frá söngdísinni Velmu Kelly, sem leikin er af hinni fríðu þokkadís Catherine Zeta-Jones, og draumórastúlkunni Roxanne „Roxie“ Hart, sem leikin er af hinni hæfileikaríku Renée Zellweger, sem báðar sitja í fangelsi fyrir morð. Velma mun hafa drepið eiginmann sinn í bræðiskasti fyrir að hafa hald- ið framhjá sér og Roxie mun hafa skotið kærastann sinn í æðiskasti þó hún hafi sjálf verið gift. Nú eru góð ráð dýr, sem þó leynast í lög- fræðingnum Billy Flynn, sem leikinn er af Richard Gere, og setur hann upp 5.000 dollara gjald fyrir að vinna mál þeirra. En Flynn er ekki allur þar sem hann er séður og örlög þeirra Velmu og Roxie eru í mikilli óvissu á bak við rimlana. Leikstjóri er Rob Marshall, en myndin er byggð á söngleik þeirra John Kand- er, Fred Ebb og Bob Fosse frá árinu 1994 og inniheldur flest það sem góð saga þarf að hafa, það er ást, svik, meting, vináttu og síðast en ekki síst góð tónlistar- og dansatriði, sem lip- urlega færast á milli draumsýnar og veruleika þegar veröld Roxie fer að taka stakkaskiptum. Bak við lás og slá fyrir morð Regnboginn og Laugarásbíó frumsýna Chicago. ______ Leikarar: Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jones, Richard Gere, Queen Latif- ah, John C. Reilly, Lucy Liu, Taye Diggs, Colm Feore og Christine Baranski. Catherine Zeta- Jones þykir fara á kostum í Chicago. GEIMSTÖÐIN: Makleg málagjöld (Star Trek: Nemesis) er tíunda myndin í einum langlíf- asta vísindaskáld- sögubálki kvikmyndanna og segir sem fyrr af Jean-Luc Picard skip- stjóra og vel mannaðri áhöfn hans á geimskipinu Enterprise. Að venju eru óvinir þeirra og jarðarbúa allra ekki langt undan. Skipshöfnin á Enterprise er að samfagna giftingu Rikers, fyrsta stýri- manns, og ráðgjafans Deönnu Troi, er boð ber- ast um að stefna skuli skipinu í skyndi í kurteis- isheimsókn til plán- etunnar Romulus á eins konar friðarráðstefnu. Íbúum hennar hefur löngum verið í nöp við Ríkjasambandið og sýnt samningsvilja til að sam- eina sólkerfið gegn óvin- unum. Þegar Enterprise er lent á plánetunni Romulus fara skuggalegir atburðir að gerast og þveröfug afstaða íbúanna kemur óvænt í ljós. Þeir vilja stríð og gjöreyðingu Jarðarinnar. Picard skip- stjóri stendur því skyndi- lega andspænis sínum hættulegasta óvini og eru nú góð ráð dýr. Framleiðendur mynd- arinnar leggja í myndum þessum mikið upp úr spennu og í fyrsta skipti í sögu Geimstöðvarinnar er nú að finna nokkuð djarf- ar senur. Leikstjórinn Stuart Baird hóf sinn fer- il sem leikstjóri árið 1996 með spennumyndinni Ógnvænleg ákvörðun (Executive Decision) með Kurt Russell og Steven Seagal í aðalhlutverkum og síðar fylgdi myndin Marskálkarnir (US Marshals) með Tommy Lee Jones og Wesley Snipes. Áður hafði hann getið sér gott orð sem klippari og m.a. hlotið Óskarsverðlaunatilnefn- ingar sem slíkur fyrir myndirnar Ofurmennið (Superman) og Górillur í þokunni (Gorillas in the Mist). Lagt upp í lokaferð Sambíóin í Kringlunni frumsýna Geimstöðin: Makleg málagjöld (Star Trek: Nemesis) _______ Leikarar: Patrick Stewart, Jonathan Frakes, Brent Spin- er, LeVar Burton, Michael Dorn, Gates McFadden, Mar- ina Sirtis, Tom Hardy, Ron Perlman, Steven Culp, Dina Meyer, Kate Mulgrew, Whoopi Goldberg, Bryan Singer og Nicholas Lanier. Geimstöðin: Makleg mála- gjöld er tíunda myndin í þessari langlífu vís- indaskáldsögu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.