Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurmótið í knattspyrnu A - riðill 19:00 KR- Þróttur R. A - riðill 21:00 Valur - Léttir B - riðill 19:00 Fylkir - Fram B - riðill 21:00 Víkingur R. - Fjölnir Fös. 07. feb. Egilshöll Sun. 09. feb. Egilshöll Sá leikmaður sem sýnir bestu tilþrifin fær verðlaun frá Pepsi Aðgangseyrir 500 kr. fyrir 16 ára og eldri. HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Stjarnan 25:17 Vestmannaeyjar, Bikarkeppni HSÍ, SS- bikarinn, undanúrslit. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 3:2, 6:2, 9:4, 11:5, 12:5, 13:7, 15:8, 18:8, 20:9, 20:11, 20:15, 22:15, 24:16, 25:17. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 6/1, Anna Yak- ova 6, Sylvia Strass 5, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 2, Ana Perez 2, Björg Helgadóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 13/2 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur Mörk Stjörnunnar: Jóna M. Ragnarsdóttir 7/5, Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Sólveig Kjærnested 2, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Amela Hegic 1, Hind Hannesdóttir 1, Kristín Clausen 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1 Utan vallar: 2 mínútur Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Góðir. KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Tindastóll 102:92 DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, Intersport- deild, fimmtudagur 6. febrúar 2002. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 7:2, 9:6, 17:6, 17:14, 27:16, 27:20, 33:20, 41:31, 41:37, 43:45, 45:51, 49:58, 60:63, 65:63, 67:65, 67:68, 69:72, 73:72, 80:76, 80:81, 89:81, 93:84, 99:86, 102:92. Stig KR: Darrell Flake 33, Herbert Arn- arson 23, Baldur Ólafsson 18, Skarphéðinn Ingason 8, Jóhannes Árnason 6, Arnar Kárason 5, Óðinn Ásgeirsson 5, Magnús Helgason 2, Ingvaldur M. Hafsteinsson 2. Fráköst: 31 í vörn, 19 í sókn. Stig Tindastóls: Clifton Cook 31, Kristinn Friðriksson 20, Michail Antropov 13, Axel Kárason 10, Óli Barðdal 7, Sigurður G. Sig- urðsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Gunnar Þ. Andrésson 2. Fráköst: 27 í vörn, 18 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: 105. SKÍÐI Heimsmeistaramótið Bandaríkjamaðurinn Bode Miller varð heimsmeistari í alpatvíkeppni í St. Moritz í Sviss. Lasse Kjus frá Noregi varð annar, aðeins 0,07 sekúndum á eftir og Kjetil-Andre Aamodt þriðji. KNATTSPYRNA Ítalía Bikarkeppnin: Perugia - AC Milan ...................................0:0 Skotland Bikarkeppnin: Celtic - Dundee United.............................3:0 Spánn Bikarkeppnin: Huelva - Osasuna ......................................2:0 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Austurberg: ÍR – HK.................................20 Framhús: Fram – FH................................20 Ásvellir: Haukar – Víkingur......................20 KA-heimili: KA – Grótta/KR.....................20 Selfoss: Selfoss – Valur..............................20 Varmá: UMFA – Þór A..............................20 Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan.............20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: KR - Þróttur..............................19 Egilshöll: Valur - Léttir .............................21 BLAK 1. deild kvenna: Hagaskóli: Þróttur R. - KA .......................20 Í KVÖLD ÚRSLIT Drepa tímann í Húsdýragarðinum KÖRFUKNATTLEIKSUNNENDUR sem leggja leið sína á úrslita- leikina í bikarkeppni kvenna- og karlaliða á morgun geta drepið tímann á milli leikjanna með því að fara í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn án þess að greiða fyrir heimsóknina. Kvennaleikurinn hefst kl. 13 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV, sem mun sýna beint frá þýsku knattspyrnunni þar til karlaleikurinn hefst um kl. 16.30. Af þeim sökum verður að gera hlé á milli leikjanna í allt að eina og hálfa klukkustund. Í keppni kvennaliða eigast við ÍS og Keflavík en hjá körlunum leika Keflvíkingar gegn liði Snæfells úr Stykkishólmi. Fyrirliði ÍS bikarmeistari með Keflavík Stúdínur hafa mætt Keflvíkingum fjórum sinnum í vetur og ætíð borið skarðan hlut frá borði enda ólíku saman að jafna með stöðu liðanna í deildinni; Keflavík trónir á toppnum með Kjörísbikarinn uppi á hillu en ÍS situr á botni deildarinnar. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur en ætlum okkur að vinna og munum selja okkur dýrt,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS. Hún hefur upplifað ýmislegt þegar bikarúrslita- leikir eru annars vegar – var í tapliði ÍS gegn Keflavík 1998 en í sigurliði Keflvíkinga 1990 – gegn ÍS. Verið með í tólf úrslitaleikjum Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður, hefur þó aðallega upp- lifað ljúfar stundir í þessum leikjum því án hennar hefur Keflavík aldrei unnið Íslandsmeistara- eða bikar- meistaratitil og hefur enginn leik- maður oftar orðið meistari, leikið fleiri leiki eða skorað fleiri stig í bik- arúrslitum kvenna. Hún mun á laug- ardaginn leika sinn tólfta bikarúr- slitaleik og tíu sinnum hefur hún hampað bikar. „Við erum spenntar og förum í leikinn án vanmats,“ sagði Anna María. Keflavík leikur sinn fjórtánda bik- arúrslitaleik, ÍS sinn þrettánda. Lið- in hafa samt aðeins tvívegis att kappi saman í úrslitarimmu – 1998 og 1990 – og í bæði skiptin hefur Keflavík haft betur. „Stefnum á Keflavíkurhátíð“ Aðeins fjórir leikmenn Keflavík- urliðsins hafa tekið þátt í bikarúr- slitaleik. Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, er bjartsýnn en reyndi að halda sig á jörðinni. „Við stefnum á að þetta verði Keflavíkurhátíð en það er samt aldrei neitt unnið fyrirfram þótt við teljum okkur eiga góða möguleika í báðum leikjunum. Það verður hvetj- andi fyrir strákana ef stelpurnar vinna sinn leik, sem er á undan, og þó að Keflavík hafi oft unnið bikarúr- slitaleik eru ekki margir leikmenn sem hafa unnið þennan titil. Snæfell á harma að hefna síðan fyrir tíu ár- um og vill eflaust svara fyrir sig,“ sagði Hrannar. Hugur í leikmönnum Snæfells Enginn leikmanna Snæfells hefur leikið bikarúrslitaleik og er því spennan mikil fyrir leikinn í Laug- ardalshöllinni. „Við höfum sýnt í vet- ur að við getum unnið hvaða lið sem er og okkur hefur gengið vel síðan í nóvember,“ sagði Bárður Eyþórs- son, þjálfari Snæfells. „Það er hugur í mönnum og mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi og okkar fólk mun fjölmenna á leikinn.“ Hvað sögðu þeir? Ég vona körfuknattleiksins vegnaað leikirnir verði spennandi og áhugaverðir, en samt sem áður er líklegt að það verði tvöföld sigurhátíð í Keflavík á laugar- dagskvöld,“ sagði Reynir. Keflavík og Snæfell frá Stykkishólmi mættust í bikarúrslitaleik fyrir áratug og þar unnu þeir fyrrnefndu 115:76 og var það í fyrsta sinn sem Keflavík vann titilinn. „Keflvíkingar hafa verið þekktir fyrir það að vinna þá leiki sem skipta máli þá stundina. Þeir hafa margir hverjir mikla reynslu af slíkum leikjum og skemmst er að minnast þess að þeir sigruðu í Kjör- ísbikarkeppninni með sigurkörfu á síðustu sekúndu leiksins,“ sagði Reynir og taldi möguleika Snæfells ekki vera mikla og ástæðan væri ein- föld. „Keflavík sem lið er einfaldlega mun sterkara. Það eru of margir leikmenn í Keflavíkurliðinu sem geta skorað þegar þess þarf og hvaða lið sem er á í erfiðleikum gegn Keflvík- ingum. Snæfell stóð sig vissulega vel á heimavelli gegn Keflvíkingum í deildinni en ég tel að Snæfell sé nán- ast eins og svart og hvítt á heimavelli og útivelli.“ „Snæfell á að fara sér hægt“ Reynir taldi að Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells yrði að leggja áherslu á að stjórna hraðanum í leiknum. Annars væri voðinn vís. „Það kæmi mér ekki á óvart ef Kefl- víkingar myndu pressa á bakverði Snæfells frá upphafi til enda. Helgi Reynir Guðmundsson er vissulega efnilegur leikstjórnandi en Keflvík- ingar munu herja á hann í Laugar- dalshöllinni. Hraðinn er vopn Kefl- víkinga og ef þeim tekst að ná hraðanum upp í leiknum líður þeim vel og þá munu leikmenn Snæfells ekki sjá til sólar í leiknum,“ sagði Reynir og lagði áherslu á að þolin- mæðin yrði vopn Snæfells. „Ef þeim tekst að leika langar sóknir og koma knettinum í leik án þess að missa hann oft á eigin varnarhelmingi geta þeir gert Keflvíkinga óþolinmóða.“ Reynir var sammála því að mikið ætti eftir að mæða á Hlyni Bærings- syni og Clifton Bush undir körfunni í leiknum og þeir væru lykilmenn í leik liðsins í vörn sem sókn. „Þeir eru góðir leikmenn sem geta gert mikið á góðum degi auk þess sem Lýður Vignisson er reyndur leikmaður þrátt fyrir ungan aldur. Hinsvegar er erfitt að líta ekki raunhæft á dæmið þegar maður stillir upp þess- um liðum á pappír. Í Keflavíkurlið- inu eru landsliðsmenn á varamanna- bekk liðsins í upphafi leiks á meðan Snæfell skortir breidd í sitt lið. Bandaríkjamaðurinn Edmund Saunders hefur fallið vel inní liðs- heildina hjá Keflvíkingum og Damon Johnson hefur ekki misst mikinn mátt þrátt fyrir að hafa fengið ís- lenskt ríkisfang fyrir skemmstu. Leikaðferði Keflvíkinga er afar ein- föld, þeir keyra að körfunni þegar færi gefast og ef varnarmenn reyna að stoppa í götin þá er knettinum kastað út fyrir þriggja stiga línuna þar sem skyttur á borð við Guðjón Skúlason, Fal Harðarson, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson bíða eftir því að fá frí skot. Það er því mín skoðun að Keflvík- ingar vinni leikinn en vonandi verður hann spennandi,“ sagði Reynir. ÍS er að sækja í sig veðrið Keflvíkingar og Íþróttafélag stúd- enta eigast við í fyrri bikarúrslitaleik morgundagsins og taldi Reynir að ÍS væri að sækja í sig veðrið á undan- förnum vikum á meðan aðeins hefði hallað undir fæti hjá Keflvíkingum. „Þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, Anna María Sveinbjörnsdóttir, hefur unnið titilinn tíu sinnum í tólf til- raunum þannig að hún veit hvað til þarf í svona leik. Hinsvegar er staða ÍS í deildinni á skjön við það sem býr í liðnu enda hafa þeir leikmenn sem komu liðinu í úrslitaleiki um Íslands- meistaratitilinn sl. vor verið meiddir megnið af þessu keppnistímabili,“ sagði Reynir en liðin hafa mæst fjór- um sinnum í deildakeppninni í vetur og hafa Keflvíkingar unnið alla leik- ina með 17 stiga mun að meðaltali. „Alda Leif Jónsdóttir verður í lyk- ilhlutverki hjá ÍS en hún er að ná fyrri getu eftir krossbandsaðgerð sl. vor. Slíkt tekur tíma en hún er ein sú besta á landinu á góðum degi og get- ur gert Keflvíkingum lífið leitt á morgun. Það er hinsvegar erfitt að segja til um hvernig þessi leikur mun þróast. Ég hef það á tilfinningunni að Ívar Ásgrímsson þjálfari ÍS geti svarað útspili Önnu Maríu allt fram á lokakafla leiksins en þá muni reynslumiklir leikmenn á borð við Önnu Maríu, Kristínu Blöndal og Erlu Þorsteinsdóttur taka af skarið. Sonia Ortega er einnig öflug í liði Keflvíkinga og getur dregið vagninn ef þess þarf,“ sagði Reynir og taldi sig geta tippað á þessa leiki á Lengj- unni af nokkurri vissu. „Það er hins- vegar mikilvægt fyrir íþróttina að leikirnir verði spennandi og það vona ég svo sannarlega.“ Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir Snæfell og ÍS í erfiðri stöðu í úrslitum Morgunblaðið/Sverrir Kristín Blöndal, Keflavík, og Alda Leif Jónsdóttir úr ÍS munu eflaust kljást undir körfunni í Laugardalshöllinni á morgun. „Tvöföld sigurhátíð í Keflavík“ ÚRSLIT í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands ráðast á morgun, laugardag, í Laugardalshöll þar sem Keflavík og ÍS mætast í kvennaflokki og Snæfell og Keflavík í karlaflokki. Morgunblaðið fékk Reyni Kristjánsson þjálfara úrvalsdeildarliðs Hauka til þess að rýna í kristalskúluna og velta fyrir sér möguleikum liðanna. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.