Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 29 lagfæra þennan leka. Þar við bætist sú fjar- stæða frásögn ákærða að dúkurinn hafi án hans tilverknaðar verið fluttur til Vestmannaeyja, en hún er engum gögnum studd. Þrátt fyrir þetta verður að una við sakarmat héraðsdóms, sem reist er á mati á sönnunargildi munnlegra skýrslna fyrir dómi, og staðfesta niðurstöðu hans um sýknu ákærða af þessum ákærulið,“ segir Hæstiréttur. 12. töluliður – timbur o.fl. frá BYKO Í þessum lið ákæru er ákærði Árni sakaður um að hafa gert tilraun til að draga sér timbur, þéttiull og aðrar byggingarvörur, sem hann tók út hjá BYKO í Kópavogi samkvæmt reikningi 3. júlí 2001 að fjárhæð rúmlega ein milljón krónur, í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins vegna leikmunageymslu. Reikningsfjárhæðina greiddi ákærði rúmlega tveimur vikum síðar eftir að mál hans komust í hámæli. Varðandi 12. tölulið- inn bar sölumaður að Árni hefði pantað vörur á kennitölu Þjóðleikhússins vegna leikmuna- geymslu. Sölumaðurinn hafi handskrifað pönt- unarlistann eftir ákærða, þar á meðal kopar- rennur og þá farið að gruna að þetta væri til einkanota, þar sem ákærði hafði nokkrum mán- uðum áður beðið um tilboð í koparrennur fyrir bjálkahús sitt í Vestmannaeyjum. Þegar Árni náði í vörurnar breytti hann merkingu um áfangastað varanna og merkti þær sér, án þess að ganga jafnframt úr skugga um að rétt væri reikningsfært. Hæstiréttur taldi ekkert benda til þess að um mistök sölumannsins hafi verið að ræða við skráningu eftir kaupandanum. Ákærði hafði hins vegar gengið þannig frá málum að vörurnar voru ekki skrifaðar í reikning leikhúss- ins þá þegar, heldur í biðreikning. Talið var nægilega sannað að Árni hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Hann var hins vegar ekki sakfelldur fyrir fullframið brot held- ur tilraun. 14. töluliður – kistilhnallar Í þessum lið ákæru er ákærði Árni sakaður um fjárdrátt í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Vestnorræna ráðsins, Bratta- hlíðarnefndar. Er hann sakaður um að hafa 22. júní 2001 dregið sér 782.790 krónur af banka- reikningi þess við Landsbanka Íslands hf. í Reykjavík. Þetta hafi hann gert með því að nota í eigin þágu andvirði tékka sem hann gaf út í nafni ráðsins vegna tilhæfulauss reiknings 20. júní 2001 á hendur Brattahlíðarnefnd fyrir smíði á 32 kistilhnöllum, sem hann hafi blekkt smiðinn til að undirrita. Trésmiðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu 4. september 2001. Kvaðst hann hafa unnið fyrir Árna í bjálkahúsi, sem Árni hafi ver- ið að reisa í Vestmannaeyjum. Árni hefði aldrei greitt sér fyrir vinnuna og skuldin verið 38.000 krónur. Síðar hafi Árni beðið hann að smíða alt- ari í kirkjuna, sem reist var í Brattahlíð á Græn- landi, og hafi ákærði ráðið sig til verksins en Ís- tak hf. ekkert komið þar nærri. Að verki loknu hafi hann skrifað tvo reikninga, sem ákærði hafi tekið við og þeir báðir verið greiddir beint á bankareikning hans. Nokkru síðar hafi Árni hringt til sín og sagt að hann þyrfti að gera upp skuldina vegna bjálkahússins. Hann hafi síðan komið með reikningseyðublað sem hann hafi leiðbeint sér með að fylla út. Hafi Árni beðið sig að stíla reikninginn á Brattahlíðarnefnd og gefa þá skýringu að hann væri fyrir smíði kistil- hnalla. Kvaðst smiðurinn hafa skrifað það á reikningseyðublaðið. Hann hafi ekki sett neina fjárhæð á reikninginn og aldrei séð hversu hár hann var, en Árni hljóti að hafa fyllt sjálfur út fjárhæðina. Í Landsbankanum hafi Árni fengið í hendur tékka sem hann hafi beðið sig að fram- selja. Smiðurinn hafi gert það án þess að sjá fjárhæð tékkans. Árni hafi síðan skipt tékkanum hjá gjaldkera á meðan hann beið til hliðar og síðan afhent sér 40.000 krónur og þar með gert upp skuldina við sig. Eftir að umræða um mis- ferli Árna hafi verið komin upp í fjölmiðlum hafi hann hringt til sín og þeir mælt sér mót fyrir ut- an Grandakaffi. Þar hafi Árni verið með texta á blaði um að smiðurinn endurgreiddi fjárhæð reikningsins því að hann hafi ekki getað leyst verkið af hendi vegna veikinda. Hafi Árni beðið sig um þetta vegna þeirra vandræða sem upp væru komin vegna fjölmiðlaumræðunnar. Þessi framburður smiðsins var ekki borinn undir Árna hjá lögreglu fyrr en 16. febrúar 2002. Þá kvaðst ákærði halda sig við fyrri framburð sinn og ekki vilja tjá sig frekar um framburð smiðsins. Í dómi Hæstaréttar segir að þegar skýrslur voru teknar fyrir héraðsdómi 6. júní 2002 var smiðurinn kominn á sjúkrahús. Fyrir dómi bar vitnið með nokkuð öðrum hætti en hjá lögreglu. „Með þessum athugasemdum verður að stað- festa niðurstöðu héraðsdóms,“ segir í dómi Hæstaréttar. 16. töluliður – mútur Í þessum lið ákærunnar er ákærði Árni sak- aður um brot í opinberu starfi, mútuþægni, með því að hafa í mars 2000 fengið Ístak hf. til þess að greiða fyrir sig 67.308,40 norskar krónur samkvæmt reikningi 13. apríl 2000 fyrir tilsniðið timbur í litla stafkirkju, sem ákærði festi kaup á fyrir sjálfan sig hjá Materialbanken AS í Noregi á sama tíma og hann vann að viðtöku stafkirkju, sem var þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga. Niðurstaða héraðsdóms um sýknu í þessum tölulið var staðfest. 18. töluliður – torf- og grjóthleðslur Í þessum lið ákærunnar er ákærði Árni sak- aður um umboðssvik í opinberu starfi með því að hafa sem formaður byggingarnefndar Vestnor- ræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar, misnotað að- stöðu sína, sér eða öðrum til ávinnings, hinn 22. júní 2001 er hann greiddi af bankareikningi ráðsins Torf- og grjóthleðslunni ehf. á Hellu reikning 10. ágúst 2000 að fjárhæð 645.000 krón- ur vegna hleðslu í Brattahlíð og tækjaleigu, þótt félagið, sem verið hafði undirverktaki Ístaks hf. við framkvæmd verks á Grænlandi árið 2000 og fengið fullnaðargreiðslu frá Ístaki hf., hafi ekki átt lögvarða kröfu á hendur Brattahlíðarnefnd. Hæstiréttur segir að Árni hafi innt umrædda greiðslu af hendi nær ári eftir að verkefninu í Brattahlíð lauk í júlí 2000 án nokkurs samráðs við forsætisnefnd ráðsins eða Íslandsdeild þess. „Þetta gerði hann þó sem formaður Brattahlíð- arnefndar og er ósannað að hann hafi ekki haft til þess umboð. Því verður niðurstaða héraðs- dóms um sýknu ákærða af sakargiftum í þessum tölulið staðfest,“ segir í dómnum. 19. og 20. töluliður Í þessum liðum ákærunnar eru ákærða Árna gefin að sök umboðssvik í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og ákærða Gísla Hafliða Guðmundssyni hlutdeild í þeim með því að ákærði Árni hafi misnotað aðstöðu sína og samþykkt til greiðslu af fjárveiting- um byggingarnefndarinnar sér eða öðrum til ávinnings tvo tilhæfulausa reikninga, dagsetta árið 1998 og 1999, fyrir samtals um 170.000 krónur fyrir kaffiveitingar. Í héraðsdómi voru báðir ákærðu sýknaðir af þessum sakargiftum. Taldi héraðs- dómur að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að það væri rangt hjá þeim að reikningarnir hafi verið vegna veittrar þjónustu og því hafi þá skort auðgunarásetning. Í dómi Hæstaréttar segir að Árni hafi sagt hjá lögreglu í september 2001 að báðir reikningarnir væru vegna veislu sem haldin var í tilefni af opnun Málarasalar leikhússins, annar vegna matar en hinn vegna drykkja. Við rannsókn hafi komið í ljós reikn- ingur frá Þjóðleikhúskjallaranum 13. október 1995 að fjárhæð 260.700 krónur fyrir mat og drykk. Á hann er skráð að hann sé vegna opn- unar Málarasalar og hefur ákærði Árni ritað á hann „Vegna opnunar Málarasalar og matstofu – öllu starfsfólki boðið. 19.10. ’95“. Ákærði Árni var nánar spurður um þessa reikninga hjá lög- reglu 28. febrúar 2002 og reikninginn frá októ- ber 1995 sérstaklega. Kvaðst hann telja að allur kostnaður vegna veislunnar í Málarasalnum hafi ekki verið gerður upp með þessum reikningi og að meiri vínveitingar hafi verið í veislunni en þar komi fram. Veitingahúsið hafi því staðið uppi með meiri kostnað en áætlað hafi verið í fyrstu. Það hafi ekki verið gert upp fyrr en með reikn- ingnum 18. mars 1998. Hann kvaðst og telja að í reikningana blandist kaffiveitingar vegna funda hans í leikhúsinu. Hæstiréttur sagði að bæði Gísli og Árni hefðu viðurkennt að reikningarnir væru rangir. Var Árni dæmdur fyrir umboðssvik og Gísli fyrir hlutdeild. 22. töluliður – bílskúr Í þessum lið ákærunnar eru ákærða Árna gef- in að sök umboðssvik í opinberu starfi sem for- maður byggingarnefndar Þjóðleikhússins með því að hafa misnotað aðstöðu sína. Ákærða Tóm- asi Tómassyni, verkfræðingi hjá Ístaki hf. og umsjónarmanni með verkum við leikhúsið, er gefin að sök þátttaka í umboðssvikabrotinu. Hafi ákærði Árni fengið hann til þess á árinu 1999 að láta Ístak hf. annast innréttingu bíl- skúrs í Kópavogi, sem hafi verið byggingar- nefnd leikhússins óviðkomandi, og gera nefnd- inni reikning 30. mars 2000 vegna kostnaðar við framkvæmdina að fjárhæð 305.825 krónur. Hæstiréttur taldi að ríkissaksóknari hefði ekki sýnt nægilega fram á sök ákærðu samkvæmt þessum ákærulið. Sýknudómurinn var því stað- festur. 23. til 27. töluliður – óvenjulegt verklag Í þessum liðum ákærunnar eru ákærða Árna gefin að sök umboðssvik og fjárdráttur í op- inberu starfi og ákærða Tómasi Tómassyni gefin að sök þátttaka í þeim brotum. Ákærði Árni ját- aði þessi brot sín í héraði og var sakfelldur sam- kvæmt því. Sú niðurstaða var staðfest í Hæsta- rétti. Hæstiréttur taldi að þótt fallast mætti á það með ákæruvaldinu að Tómas hafi mátt vita að verklag ákærða Árna væri óvenjulegt og óeðlilegt og að það hefði átt að hvetja til var- úðar, sé ekki næg ástæða til að breyta sýknu- dómnum yfir honum. 28. töluliður – mútur vegna reiknings Í þessum lið ákærunnar eru ákærðu Björn Kristmann Leifsson og Gísli Hafliði Guðmunds- son sakaðir um mútur með því að hafa sem fyr- irsvarsmenn Þjóðleikhúskjallarans hf. lofað á árinu 2001 að greiða ákærða Árna sem formanni byggingarnefndar Þjóðleikhússins 650.000 króna þóknun fyrir að samþykkja greiðslu á reikningi veitingahússins á hendur byggingar- nefndinni, dagsettum 8. febrúar 2001 og að fjár- hæð 3.154.419 krónur, vegna ýmissa lagfæringa í húsnæði veitingahússins á fimm ára tímabili. Þóknun þessa hafi þeir innt af hendi í mars 2001 þegar reikningsfjárhæðin hafði verið greidd veitingahúsinu af fjárveitingum byggingar- nefndarinnar. Árni var í héraðsdómi sakfelldur fyrir að hafa tekið við þessu fé úr hendi Gísla, og var sá þátt- ur ekki hér til endurskoðunar, þar sem Árni undi þessari niðurstöðu. Gísli lýsti því að þessi greiðsla hafi tengst því að Árni samþykkti end- urbótareikninginn og Árni hafi átt frumkvæði á að fá þessa greiðslu. Gísli lýsti því jafnframt að Árni hafi viljað að hann bætti 650.000 krónum á endurbótareikninginn eða gæfi út aukareikning og fengi Árni þá fjárhæð í sinn hlut. Hæstiréttur telur að engin önnur haldbær skýring hafi kom- ið fram á greiðslunni en að Gísli hafi verið að efna loforð við Árna í tengslum við að Árni sam- þykkti reikninginn sem formaður byggingar- nefndar. Gengið hafi verið út frá því að greiðslan yrði innt af hendi í kjölfar samþykktar reikn- ingsins. Brot ákærða Gísla er í ákæru talið varða við 109. gr. almennra hegningarlaga en í henni segir að hver sem gefi, lofi eða bjóði op- inberum starfsmanni gjafir eða annan ávinning til þess að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinber- um skyldum hans skuli sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum. Var Gísli sakfelldur fyrir þetta af Hæstarétti. Sýknudómur yfir Birni Kristmanni Leifssyni var hins vegar staðfestur. Árna Johnsen var gert að greiða 2⁄3 málsvarnarlauna verjanda síns í héraði, Jakobs Möller hrl., og málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Björgvins Þorsteinssonar hrl. Gísla Hafliða Guðmundssyni var gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns í héraði og í Hæstarétti, Andra Árnasonar hrl., samtals 550.000 krónur. Ríkissjóður mun greiða mál- svarnarlaun þeirra þriggja sem voru sýknaðir, bæði í héraði og Hæstarétti. Verjandi Björns Kristmanns Leifssonar var Gestur Jónsson hrl., verjandi Stefáns Axels Stefánssonar var Hilmar Ingimundarson hrl. og verjandi Tómasar Tóm- assonar var Pétur Guðmundarson hrl. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Mark- ús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. uðum í tvö ár og fyrrum starfsmaður Þjóðleikhúskjallarans sakfelldur fyrir mútugreiðslur réttur sakfellir fyrir ur atriði til viðbótar Morgunblaðið/Kristinn Fyrir dómi breytti smiður frásögn vegna kistilhnalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.