Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VAXANDI líkur eru taldar á að samningar náist fljótlega um kaup svissnesks fiskræktanda, Rudolf Lamprecht, á tveimur jörðum í Heiðardal í Mýrdal. Jafnframt er reiknað með að innan skamms verði gengið frá samningi um að Svisslendingurinn taki á leigu Heiðarvatn og Vatnsá til tíu ára. Taka á samkomulag sem fyrir ligg- ur um leigutökuna fyrir á aðalfundi veiðifélagsins Stakks í næstu viku. Jarðirnar eiga helming Heiðarvatns og 25% í Vatnsá Lamprecht kom til landsins sl. sumar og sýndi áhuga á að taka Vatnsá á leigu. Gerði hann jafn- framt tilboð í jarðirnar Litlu-Heiði og Stóru-Heiði. Eru þær einu jarð- irnar í Heiðardalnum og ná landa- mörk þeirra upp undir Mýrdals- jökul. Heiðarvatn er í dalnum sunnanverðum og er þar töluverð silungsveiði. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni til norðausturs í Kerl- ingadalsá og er bæði lax og sil- ungsveiði í ánni. Verði af kaup- unum mun Svisslendingurinn eignast 25% réttinda í Vatnsá og Kerlingadalsá og eignast helming í Heiðarvatni. Bjarni Benediktsson, héraðs- dómslögmaður og lögfræðingur mannsins hér á landi, staðfesti í gær að málin væru langt komin hvað varðar hugsanleg jarðakaup, þótt ekki hafi endanlega verið gengið frá samningum. Kvaðst hann eiga von á nið- urstöðu mjög fljótlega. Að sögn Bjarna hafa tekist samningar við veiðifélagið um leigu á vatninu og ánni. Áður en af hugsanlegri sölu jarðanna getur orðið þarf sveit- arstjórn að taka afstöðu til hvort hún nýtir forkaupsrétt sinn sam- kvæmt jarðalögum. Að sögn Sveins Pálssonar, sveitarstjóra Mýrdals- hrepps, er málið ekki komið inn á borð sveitarstjórnar. Starfrækir eldi á beitarfiski í Indónesíu Rudolf Lamprecht rekur fyr- irtæki sem ber heitið Regal Springs. Sérhæfir það sig í eldi á beitarfiski (tilapia) og sölu á fersk- um og frystum beitarfiskflökum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.000, starfrækir fyrirtækið m.a. níu eldisstöðvar í Indónesíu og er einnig með starfsemi í Hondúras, Bandaríkjunum og Evrópu. Bjarni segir Svisslendinginn hafa lagt sig sérstaklega eftir því að hugsanleg kaup hans og leiga hér á landi verði í sem mestri sátt við heimamenn. Er m.a. kveðið á um samstarf í samkomulaginu við veiðifélagið, sem tryggir áfram- haldandi aðgang þess að ánni o.fl. Eigendur jarðanna Litlu- og Stóru-Heiði vildu ekki tjá sig um hugsanlega sölu þegar Morg- unblaðið hafði samband við þá, þar sem málið væri enn ófrágengið. Svisslendingur vill kaupa jarðir í Heiðardal og leigja Vatnsá og Heiðarvatn Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heiðardalur í Mýrdal er skammt frá þjóðvegi 1. Á myndinni má sjá stöðuvatnið Heiðarvatn og jörðina Litlu-Heiði. Samn- ingar langt komnir JANÚARMÁNUÐUR varfremur hlýr og í þurrara lagi,að því er fram kemur í veð- urfarsgögnum á vefsíðu Veð- urstofunnar sem Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur tók saman. Mikil hlýindi voru fram yfir miðjan mánuðinn en upp úr því gerði kuldakast með miklu frosti um allt land dag- ana 18. til 23. janúar. Fór frostið á Norðausturlandi yfir 20 stig. Í Reykjavík var meðalhit- inn 1,5°C sem er 2 stigum yfir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist 44,8 milli- metrar, sem Þóranna segir að sé rúmlega helmingur þess sem venja sé. Sólskinsstundir í borginni voru 24,2, eða þremur stundum færri en í meðalmánuði. Á Akureyri var meðalhitinn -1,1°C í janúarmánuði sem er 1,1 gráðu yfir meðallagi. Úr- koman var í tæpu meðallagi, eða 49,3 mm, og sólskins- stundir 5 færri en venja er, eða 1,8. Í Akurnesi var með- alhitinn 0,1°C og úrkoman mældist 99,4 mm. Hitinn á Hveravöllum var -4,8°C að meðaltali í janúar, úrkoman var 35,9 mm og sólskins- stundir alls 13,3. Janúar fremur hlýr og þurr FYRRI hluta pílagrímaflugs Flug- félagsins Atlanta er nú lokið og eru tíu þotur af 24 þotna flota félagsins í því verkefni, átta B747-þotur og tvær B767-þotur. Hafþór Hafsteins- son, forstjóri Atlanta, gerir ráð fyrir að um 300 þúsund farþegar verði fluttir í ár og segir hann að þetta sé næstumfangsmesta pílagrímaflug fyrirtækisins. Flogið er milli Jeddah í Sádi-Ar- abíu og borga í Malasíu, Nígeríu og Indónesíu og er þetta ellefta árið í röð sem Atlanta annast pílagríma- flug. Um 350 starfsmenn Atlanta sinna fluginu og ef taldar eru með flugfreyjur flugfélaganna fjögurra sem flogið er fyrir sinna verkefninu alls um 900 manns. Flugfélögin eru Garuda í Indónesíu, Air Asia í Mal- asíu, Albarka í Nígeríu og Saudi Arabian Airlines í Sádi-Arabíu. Hafþór segir að pílagrímaflugið í fyrra hafi verið það umfangsmesta en þá var því sinnt með tólf þotum og flogið með um 400 þúsund manns. Um tvær milljónir manna ferðast árlega til Mekka og segir Hafþór milli 700 og 800 þúsund ferðast með flugvélum. Múslimaríki fá úthlutað kvóta á hverju ári, um 1% af íbúafjölda ríkjanna, og noti þau ekki fullan kvóta er hann færð- ur til þeirra sem óska meiri kvóta. Seinni áfanga pílagrímaflugsins lýk- ur 15. mars. Tíu þotur Atlanta í pílagrímaflugi SAMKOMULAG hefur tekist milli menntamálaráðherra og fulltrúa sveitarfélaga á Snæfellsnesi um að hafinn verði undirbúningur að stofn- un framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að skólinn verði staðsettur í Grundar- firði. Lögð verður áhersla á að þessi nýi framhaldsskóli verði leiðandi í notkun upplýsingatækni og nýti sér m.a. kosti dreifnáms. Sérstaða hans verði að námið fari fram bæði stað- bundið og í fjarnámi. „Þetta er mikill gleðidagur á Snæ- fellsnesi, ekki bara hér í Grundar- firði því þetta er hagsmunamál Snæ- fellinga allra,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundar- firði, sem segir Snæfellinga hafa flaggað í gær af tilefninu. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta lengi en um þrjú ár eru síðan við fórum að vinna að þessari hugmynd. Þannig að þarna er ánægjulegum áfanga náð.“ Hún segir samkomulagið fela í sér að starfsmaður verði ráðinn á þessu ári til undirbúnings og stefnumótun- ar fyrir skólann. „Þá væntum við þess að ráðuneytið muni beita sér fyrir því að það fáist framlög til skól- ans á fjárlögum næsta árs,“ segir Björg en ekki var talið svigrúm til fjárframlaga til skólans á fjárlögum ársins 2003. Gert er ráð fyrir að skólinn verði í leiguhúsnæði til að byrja með og að sögn Bjargar ganga hugmyndir út á að á fyrsta starfsári skólans, sem hefjist haustið 2004, verði skólinn með nemendur á fyrsta og öðru ári framhaldsskóla. Síðan verði þriðja og fjórða árinu bætt við þannig að kominn verði fullur fjögurra ára framhaldsskóli á þriðja starfsári hans. Er áætlað að fjöldi nemenda verði í kring um 150 til 170 þegar skólinn verður búinn að festa sig í sessi. Samkomulag um stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði „Mikill gleðidagur á Snæfellsnesi“ Morgunblaðið/Alfons Finns Íslenski fáninn við hún við gamla pakkhúsið í Ólafsvík í gær. SENDIRÁÐ Íslands í Kaupmanna- höfn ætlar að flytja inn 2–300 kíló af þorramat til Danmerkur og er varningurinn væntanlegur þangað í næstu viku. Danska matvælaráðuneytið hafði áður bannað innflutning ein- staklinga á þorramat en samkvæmt reglugerðabreytingu Evrópusam- bandsins verða kjötvinnslur að hafa sérstaka vottun frá Evrópusam- bandinu til að hægt sé að leyfa inn- flutning. Útlit var því fyrir að ekk- ert yrði af hefðbundnum þorra- blótum í ár. Að sögn Friðriks Jónssonar sendiráðunauts hefur sendiráðið fengið samþykki danska matvæl- aráðuneytisins fyrir því að flytja inn þorramat að því gefnu að hann tengist viðburðum á vegum sendi- ráðsins. Friðrik segir að fáir við- burðir séu meira tengdir ráðuneyt- inu en einmitt þorrablótin sem séu með stærstu viðburðum ársins hjá Íslendingum í Danmörku. Þrjú blót eru fyrirhuguð 15. febr- úar nk., í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn og þann 23. verð- ur haldið þorrablót á Suður- Jótlandi. Friðrik reiknar með að um 5–600 manns gæði sér á þorra- mat í ár, þar af 350–400 manns í Kaupmannahöfn. „Eftir öllum upplýsingum sem ég hef verður þetta í lagi. Ég ætla þó ekki að fagna fyrr en ég stend og horfi framan í sviðahausinn,“ segir Friðrik. Fagna ekki fyrr en horft er framan í sviðahausinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.