Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 33

Morgunblaðið - 07.02.2003, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 33 Henni þótti rjómi góður en vissi að ég borðaði hann ekki en samt var mér alltaf boðinn rjómi, jafnvel komið með skeiðina fulla af rjóma á diskinn hjá mér. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hún skammaði mig bara einu sinni á allri lífsleiðinni svo ég muni og það var þegar við Didda systir vorum að leika við Önnu Jónu og ég var að reyna að fá Önnu Jónu til að skilja Diddu út undan. Hún gat aldrei horft upp á neitt óréttlæti eða mismunun í einu eða neinu. Alltaf var hún þakklát fyrir þann barnaauð sem þeim afa hlotnaðist og er ekki vafi að þar vissi hún hvað hún átti. Það eru ekki margir sem taka foreldra sína svona að sér eins og Erla gerði fyrir hana í hennar veik- indum og ekki voru Dísa og pabbi langt undan ef eitthvað þurfti. Eins og Birna konan mín sagði við mig fyrst eftir að hún hitti þig, „hún amma þín er svo góð og svo mikill kærleikur frá henni“. Það voru ekki bara við nánustu sem fundum fyrir þessu heldur allir sem höfðu umgengist hana ömmu. Þegar við amma kvöddumst, þegar ég var lítill, þá kölluðum við það alltaf að láta hendurnar dansa þegar ég klappaði á bakið á henni og kvödd- umst við oft þannig fram á þennan dag. Síðan var maður kvaddur með orð- unum „Guð veri með þér, Halli minn“. Amma mín elskuleg, við kveðjum þig öll með söknuð í hjarta. Halldór Gunnlaugur, Birna Dögg, Ívar Már og Kristófer Logi. Elsku langamma, Ég man þegar þú hélst alltaf í höndina mína þegar ég kom í heimsókn til þín í Langholt- ið. Þú gafst mér alltaf góðan mat. Þegar ég var búin að borða fór ég að leika með dýrin eða dúkkurnar. Ég sakna þín svo sárt. Gef mér Jesús góðan dag gleym þú ekki mínum hag, leið þú mig um lífsins hjarn lifa vil ég sem þitt barn. (B.G.) Þín Bjarkey Sif. Elsku langamma, ég man þegar ég kom í heimsókn og þú tókst alltaf mjög vel á móti mér og þú spurðir alltaf hvort við vildum ekki fá eitthvað að borða en við sögðum alltaf að þú þyrftir ekki að ná í allan matinn en þú varst alltaf svo spræk að þú náðir í all- ar kökurnar sem þú bakaðir alltaf sjálf. Þegar ég var búin að borða fór ég oft að leika mér að dýrunum sem voru í herberginu við hliðina á eldhús- inu. En Bjarkey og Elfa voru alltaf í dúkkunum sem voru undir rúminu þínu. Ég á fullt af ullarsokkum sem ég fékk í jólagjöf frá þér og ég fékk líka alltaf bláan opalpakka. Þú sagðir allt- af: Guð veri með þér þegar þú kvaddir mig. Amma ég mun sakna þín svo sárt en nú mun afi taka vel á móti þér og nú getið þið verið saman. Þinn Haukur Hákonarson. Elsku langamma, núna ert þú aftur hjá afa og hann er örugglega mjög glaður að sjá þig. Ég veit að Guð tek- ur mjög vel á móti þér. Ég man svo vel þegar ég var lítil, alltaf þegar ég kom í heimsókn áttir þú kleinur handa mér og ég spurði alltaf hvort að þú ættir ekki rjóma og yfirleitt áttir þú hann til. Ég lék mér oft með dúkk- urnar sem eru undir rúminu þínu í Langholtinu, ég man líka að þú varst oft prjónandi. Þú áttir fullan skáp af ullarsokkum og vettlingum og fullt af öðru sem þú hafðir prjónað. Elsku amma far þú í friði, ég mun sakna þín sárt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Elfa Berglind. ✝ Lúðvík Reimars-son fæddist í Seljalandi í Vest- mannaeyjum 31. ágúst 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í Aust- ur-Landeyjum, f. 10. janúar 1891, d. 6. júní 1955, og Anna Magn- ea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, f. 5. febrúar 1887, d. 8. febrúar 1964. Þau eignuðust sjö börn, en áður átti Anna tvo drengi. Systkini Lúðvíks eru: Guðmundur Kristinsson, f. 15. janúar 1905 í Brennu, d. 19. febr- úar 1973; Ragnar Einarsson, f. 11. nóvember 1908, d. 6. september 1987; Ólafía Þuríður Reimarsdótt- ir, f. 18. janúar 1910, d. 4. janúar 1997; Þórunn Gyðríður Reimars- dóttir, f. 24. júlí 1912, d. 2. janúar 1977; Hjörtrós Reimarsdóttir, f. 1916, d. fyrir 1920; Lúðvík Reim- arsson, dó barnungur fyrir 1920; Sigurður Reimarsson, f. 2. júní 1928 í Vestmannaeyjum; Hjörtrós Alda Reimarsdóttir, f. 8. septem- ber 1929, d. 25. desember 1986. Hinn 30. ágúst 1952 kvæntist Lúðvík Kristínu Helgu Sveins- dóttur, f. í Ólafsvík 10. október 1911. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Ingi, f. 10. mars 1944, maki Ást- fríður Árnadóttir, þau skildu. Börn þeirra Grétar Ingi, f. 3. des- ember 1976, sambýliskona Sigríð- ur Katrín Kristbjörnsdóttir, f. 30. maí 1979, dóttir þeirra Soffía Ás- björg, f. 4. ágúst 2000. Hildur, f. 9. september 1979, maki Guðmund- ur R. Kristjánsson, f. 22. desember 1973, sonur Kristján, f. 12. desember 2002. 2) Anna Ingibjörg, maki Þorvaldur Pálmi Guðmunds- son, f. 17. júní 1951, börn þeirra Guð- mundur Lúðvík, f. 23. maí 1976, sonur Magnús Almar, f. 28. október 1995. Barns- móðir Anna Guðný Magnúsdóttir Lax- dal, f. 1. mars 1977. Ingi Þór, f. 16. ágúst 1977. Jónína Kristín, f. 15. maí 1984. Sonur Kristínar Sveinsdótt- ur er Hafsteinn Reynir Magnús- son, f. 21. sept. 1936, maki Mar- grét Þórey Gunnlaugsdóttir, f. 19. apríl 1944. Börn: Magnús, f. 26. febrúar 1962, maki Hrafnhildur Sverrisdóttir, f. 24. sept. 1962, þau eiga eina dóttur, Steinunni Ósk, f. 29. des. 1986. Gunnlaugur, f. 25. nóv., börn Fannar, f. 3. mars 1984, Anna Margrét, f. 21. maí 1987. Jóhanna Kristín, f. 24. feb. 1966, maki Magnús Magnússon, f. 15. des. 1958. Börn: Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, f. 9. des. 1983, Magnús Reynir, f. 19. júní 1987, Þórey, f. 1. maí 1989, Sig- urjón, f. 29. apríl 1992. Lúðvík starfaði og rak ásamt föður sínum Pípugerð Reimars, síðan Pípu- og steinagerðina til ársins 1973. Eftir að hann fluttist upp á land í gosinu starfaði hann sem hafnarverkamaður hjá Eim- skip í Rvk., þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1990. Útför Lúðvíks verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Elsku afi, ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur öllum, þú sem varst svo hress þegar ég kom og heimsótti þig kvöldið áður en þú fórst frá okkur. Þú varst með allan hugann við handboltann og ekkert virtist vera að angra þig. Enda varstu ekki vanur því að kvarta, það var svo mikið annað um hugsa hjá þér og voru íþróttirnar í miklu uppáhaldi hjá þér, sérstaklega fótboltinn og handboltinn og ÍBV þar sérstaklega. Þú vildir helst alltaf vera á ferðinni og hafðir mjög gaman af því að ferðast. Ég man þegar við fórum sam- an í búðir og þú keyptir handa mér bangsa sem var mjög dýr en þú keyptir hann af því að mér leist svo vel á hann. Ég man hvað þú hringdir oft í mig þegar þú áttir heima í Eyja- hrauninu og baðst mig um að pakka inn fyrir þig jólagjöfum og alltaf vild- irðu launa mér fyrir allt sem ég gerði fyrir þig, því þú hafðir svo gaman af því að gefa öðrum og þú varst alltaf að kaupa gjafir til að gleðja aðra í kring- um þig. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem þú hefur gefið mér og eru þær alltof margar til að telja upp hér. Ég bið góðan guð að styrkja elsku ömmu og fjölskyldu hennar. En ég vil kveðja þig, afi, með þessari bæn: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Jónína Kristín. LÚÐVÍK REIMARSSON sem oft birtist í hreinum prakkara- skap. Við sem fengum að fylgjast með þessari lífsglímu hans stóðum agn- dofa yfir vopnfimi hans og sigrum. Hvernig hann kom ávallt standandi niður eins og kötturinn eftir hverja árás sjúkdómsins á fætur annarri og hvernig hann, í hvert sinn, setti sér ný markmið, hóf nýtt þjálfunarskeið og vann nýja sigra. Stundum grunaði mann að prakkarinn í Guðna væri þarna að verki og skemmti sér yfir svipnum á fólki þegar það sá hann við stýrið á bílnum enn einu sinni – hann sem átti að vera löngu farinn. Auðvitað vissu líka allir sem til þekktu að hann glímdi ekki einn og það vissi hann best sjálfur. Að hafa Lilju við hlið sér með hennar hlýju lífssýn og reynslu í umönnun voru forréttindi, kannski þau einu sem hann naut um ævina. Hann var svo sem ekkert að sækjast eftir öðrum forréttindum fyrir sjálfan sig. Í raun var sú lífsskoðun hans sterk að hver og einn yrði fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig og kveifarskap- ur eða sjálfsvorkunn var honum ekki að skapi. Það er okkur hinum þrjóskuhaus- unum hollt að hafa svona fyrirmynd þegar við stöndum frammi fyrir því sem okkur þykir illkleift, við getum þá að minnsta kosti reynt að beina þrjóskunni í jákvæðan farveg. Annað höfum við líka lært af kynnum okkar af Guðna en það er að gallað hjarta þýðir ekki það sama og gallað hjarta- lag. Hjartalagið hans Guðna var í fínu formi, um það geta vitnað með okkur allir þeir sem kynntust honum vel – ekki síst barnabörnin hans nú í seinni tíð. Við kveðjum góðan vin og biðjum þess að sá létti andi sem ávallt sveif yfir þar sem Guðni var nærstaddur verði sú minning sem fleytir Lilju, börnunum, tengdabörnunum og barnabörnunum yfir sárustu sorg- ina. Hilmar, Ólöf, Steini, Lilja Guðrún og fjölskyldur. Í dag kveðja félagar í Félagi heil- brigðis- og umhverfisfulltrúa einn af frumkvöðlum félagsins, Guðna Hall- dórsson. Guðni hóf störf sem heilbrigðis- fulltrúi á Akranesi 1979 og síðar framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Akranessvæðis, sem náði yfir Akranes og nágrannasveitarfélögin, og gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af störfum sökum veikinda árið 1997. Guðni var dagfarsprúður maður og kom vel fram við samstarfsfélaga sína. Hann var hrókur alls fagnaðar og skemmti sér með þeim þegar við átti, þótt hann væri árunum eldri en þeir flestir. Hann sat yfirleitt hljóður á fundum en lét til sín taka þegar við átti eða þegar honum þótti sér mis- boðið. Guðni sinnti starfi sínu á þann hátt að allir máttu vel við una og sjaldan lenti hann í orðaskaki eða leiðindum við fólk í starfi. Á tuttugu ára afmælisfundi Fé- lags heilbrigðis- og umhverfisfull- trúa fyrir tveimur árum var hann gerður að heiðursfélaga félagsins. Guðni kom þar ásamt elskulegri eig- inkonu sinni til samkomu í tilefni dagsins, þótt veikindin væru farin að marka líkama hans. Það var minn- isstætt hvað hann virtist skemmta sér þrátt fyrir veikindin enda kannski ekki á hverjum degi sem hann átti þess kost að hitta gamla samstarfsfélaga og vini. En nú er komið að leiðarlokum hjá þessum félaga okkar. Við þökkum Guðna Halldórssyni fyrir ánægju- legt samstarf og vonum að hann megi hvíla meðal vina og kunningja á öðrum vettvangi. Eftirlifandi eiginkonu hans, Lilju, og ástvinum öðrum færum við dýpstu samúð og vonum að lífsgleði Guðna megi ríkja í hjörtum þeirra áfram. F.h. Félags heilbrigðis- og um- hverfisfulltrúa, Helgi Helgason. Lífsþráðurinn hans Guðna Hall- dórssonar slitnaði að morgni 30. jan- úar sl. Sá þráður var búinn að verða fyrir mörgum áföllum í gegnum tíð- ina, en síðustu árin var það viljinn, kjarkurinn og bjartsýnin sem héldu í lífsneistann. Í janúar 1999 fékk hann áfall og lamaðist öðru megin. Með ótrúlegum viljastyrk tókst honum að þjálfa sig upp, tók bílpróf og gerði ýmsa þá hluti sem vakti undrun að hann gæti. Jafnaðargeð og elja hjálpuðu honum að því marki; eins og hann sagði oft: „Verða betri en í gær.“ Hann sýndi sannan hetjuskap. Ég sá Guðna fyrst þegar hann var að keppa í stangarstökki og vinna til verðlauna á íþróttamóti við Þjórsár- tún. Þetta sumar og hið næsta sá ég hann stundum en kynntist honum ekki. Frétti hins vegar að hann væri latur en skemmtilegur og vinsæll. Árum seinna var hann orðinn eig- inmaður Lilju Pétursdóttur, vinkonu minnar. Nokkru eftir að þau hófu bú- skap hér á Akranesi réð Guðni sig á togarann Bjarna Ólafsson. Togarinn fékk á sig brotsjó. Guðni hlaut við það rifbrot og meiddist eitthvað meira. Við rannsókn á þessum meiðslum kom í ljós skýring á meintri leti hans. Hann var með meðfæddan hjartagalla þess eðlis að í dag væri svona barn sent í aðgerð beint af fæðingardeildinni. Hann var búinn að lifa með þessum heilsu- skelmi án þess að hafa hugmynd um það, fram að þrítugsaldri, trúði bara að hann væri latur. Nú lá leiðin til Kaupmannahafnar í hjartaaðgerð og því fylgdu bættir tímar og betri heilsa. Einn af kostum Guðna var að hann tók sig ekki of há- tíðlega, gerði grín að sjálfum sér, veikindum sínum og erfiðleikum. Man ég ekki eftir að hafa hlegið eins og við gerðum heilt kvöld í virkilegu hláturskasti þegar Guðni var að segja okkur ferðasöguna og það sem henti hann varðandi hjartaað- gerðina. Tilefnið virðist þó ekki bráðfyndið svona almennt séð. En þetta var Guðni. Þessum fáu línum er aðeins ætlað að beina huganum með þakklæti að því sem var. Ég og mín fjölskylda, Guðni og Lilja og þeirra börn höfum fylgst mjög náið að. Þeirra gleði og sorg var okkar og gagnkvæmt. Þar sem Guðni var var alltaf gaman, því spaugilegu hliðar hlutanna fóru ekki framhjá honum. Enginn nema hann hefur beðið um hníf og gaffal þegar ég bar honum alltof sterkt kaffi. Og árin, rúmlega fimmtíu sem kynnin hafa staðið, hafa verið á flestan hátt góð, skipst á skin og skúrir eins og gengur. Gæfan og sólskinið í lífi Guðna var hans góða kona Lilja og börnin þeirra. Þau gerðu hann ríkan. Hann kvaddi allt og alla sáttur. Hans er sárt saknað. En okkar tími kemur líka og því segi ég eins og krakkarnir: „Sjáumst!“ Unnur Leifsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guðna Halldórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein að- algrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu. Frágangur afmælis- og minning- argreina  Fleiri minningargreinar um Bjarkeyju Gunnlaugsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.