Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket kemur í dag. Mánafoss, Haukur og Borgin fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Splittnes fer í dag. Polar Siglir kom í gær, Ýmir fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal. Fé- lagsvist spiluð í dag. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla, bað og opin handavinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin versl- unin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni. Myndlistarsýning Sig- rúnar Sigurðardóttur verður opnuð kl. 14. Lögreglukórinn syng- ur við opnunina. Spila- mennskan fellur niður í dag. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félög eldri borgara í Garðabæ og í Bessa- staðahreppi: Harm- onikkuball í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli í dag kl. 14–17. Auk gömlu dansanna verða flutt gamanmál og upp- lestur. Vöfflukaffi í hléi. Rúta fer frá Hleinum kl. 13.45 og heim að lokinni skemmtun. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 og 13 glerbræðsla, kl. 14 spænska. Ferð í Þjóð- leikhúsið, rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.30. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl. 13.30, dansleikur í kvöld kl. 20.30, Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 kl. 12.20 á föstudögum, þáttur um málefni aldraðra. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf, Kl. 9–17.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. Dansleikur, hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi frá kl. 20–23.30, húsið opnað kl. 19.30.S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm og silfursmíði, kl. 9.15 vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 gler- listahópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 söng- ur. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 og kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9– 17, hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, lokað frá kl. 13, vegna þorra- blóts sem hefst kl. 17. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ung- ana sína. Hitt húsið býður ungum for- eldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Í dag er föstudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. (Préd. 9, 16.) Krossgáta LÁRÉTT 1 gáskafengin, 8 kær- leiks, 9 hárug, 10 reið, 11 hinn, 13 skyldmennið, 15 flandur, 18 upplýsa, 21 í smiðju, 22 blauðan, 23 guð, 24 skopsaga. LÓÐRÉTT 2 að baki, 3 aumir, 4 slátra, 5 for, 6 dýraríki, 7 yndi, 12 ílát, 14 pest, 15 för, 16 áreita, 17 rann- saka, 18 kjána, 19 iðkun, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dorma, 4 bútur, 7 gemla, 8 rímur, 9 rúm, 11 ræna, 13 trúr, 14 folar, 15 þjöl, 17 étur, 20 stó, 22 koddi, 23 labba, 24 nærri, 25 Njáli. Lóðrétt: 1 dugur, 2 rúman, 3 afar, 4 barm, 5 tímir, 6 rýrar, 10 útlát, 12 afl, 13 tré, 15 þokan, 16 öldur, 18 tíbrá, 19 róaði, 20 sili, 21 ólán. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur stundum vakiðathygli á slæmri umgengni í henni Reykjavík; hvernig fólk hendir rusli á víð og dreif, skilur eftir úrgang hundanna sinna á úti- vistarsvæðum eða gangstéttum og hvernig æska landsins krotar á eignir almennings og einstaklinga í skjóli nætur. Ekki eru það bara ut- angarðsmennirnir í þjóðfélaginu sem henda rusli, a.m.k. ekki ef marka má verðið á glæsijeppum fólks, sem Víkverji sér stundum henda sígarettustubbum eða öðru ógeði út um bílgluggann á ferð. x x x BORGARYFIRVÖLD og lög-reglan í Reykjavík hafa lítið gert í því að skera upp herör gegn þessari vondu umgengni. Víkverji les nú sér til nokkurrar ánægju að í höfuðborgum nágrannaríkjanna eru yfirvöld að missa þolinmæðina og taka harðar á dröslurum og veggja- kroturum. x x x VÍKVERJI les þannig í Aften-posten að lögreglan sé nú farin að stöðva fólk, sem sést henda rusli, og skikka það til að tína það upp aftur og fleygja því í ruslafötu. Þeir sem neita að hlýða fá 11.000 króna sekt. Nú liggur fyrir tillaga í borg- arstjórn Óslóar um að borgarstarfs- menn fái vald til að sekta þá sem verða uppvísir að því að henda rusli. Kannski gæti borgarstjórn Reykjavíkur beint starfskröftum stöðuvarða í uppbyggilegri farveg. x x x Í STOKKHÓLMI er veggjakrotiðorðið yfirgengilegt og kostnaður við að þrífa það burt eða mála yfir það er gífurlegur. Nú hefur dóms- málaráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, lagt fram frumvarp um að allt að eins árs fangelsi liggi við veggjakroti, sem skilgreint verður sem skemmdarverk – sem það auð- vitað er. Lögreglan á jafnframt að fá vald til að leita á grunuðum veggjakroturum og leggja hald á úðabrúsana þeirra. Bodström segir í Svenska Dag- bladet að markmiðið sé ekki endi- lega að stinga veggjakroturum í fangelsi, en rýmkaður refsirammi gefi færi á að dæma unga af- brotamenn til samfélagsþjónustu – sem fælist þá væntanlega í að þrífa krotið eftir sig. Þetta finnst Vík- verja heldur til fyrirmyndar. x x x STUNDUM halda einhverjirfræðingar því fram að veggja- krotið sé list og því meiri list sem það sé óvelkomnara. Ætli veggja- krotararnir yrðu taldir miklir lista- menn ef þeir krotuðu á veggi heima hjá þessum fræðingum? Skyldu þeir ekki bara vilja hafa sína veggi í friði eins og annað fólk? Morgunblaðið/Júlíus List? Nei, skemmdarverk. Er hægt að eyða feimni? FYRIR nokkrum árum rit- aði ég undirritaður nokkrar greinar um feimni og ein- manaleika, sem vöktu mikla athygli í fjölmiðlum – um orsakir og afleiðingar og lagði fram hugmyndir að úrbótum á þessu alheims- böli. Feimni veldur því m.a. að feimið fólk fær ekki notið lífsins eins og kostur er og verður að leita huggunar í áfengi eða öðrum óæskileg- um efnum. Ég hef heyrt hinar hræðilegustu sögur af örlögum fólks sem þjakað hefur verið af feimnisfjand- anum, eins og þú lesandi minn hefur eflaust gert líka. Hvað er unnt að gera til að bæta mannlífið og minnka feimnina, þannig að að minnsta kosti börnum okk- ar gefist kostur á að lifa skemmtilegra lífi? Ég er þess fullviss að margt fólk hefur áhyggjur af þessu rétt eins og ég og vil ég þess vegna gefa því kost á að hafa samband við mig til að ræða málin. Stofna kannski hreyfingu sem tæki á vandanum. Ólafur Þór Eiríksson, netsaga.is, olafurthe@isl.is sími 586 2714. Verndum hálendið ÞAÐ er greinilegt að ráða- mönnum þessa lands þykir vænna um útlenska millj- arðamæringa og peningana þeirra, heldur en Ísland og þjóðina alla. Því hvet ég alla þá sem þekkja erlent fólk, að upp- lýsa það um þær hörmung- ar sem eiga sér stað hér í landi. Verndum hálendið! Sigrún. Leikhússunnendur ALLIR sem hafa gaman af að fara í leikhús og allir sem hafa gaman af að upplifa eitthvað frábært! Ég hvet ykkur til að sjá stórkostlega leikritið Rómeó og Júlíu sem verið er að sýna í Borg- arleikhúsinu. Ég fór á það tvisvar og hef alls ekki feng- ið nóg, maður gengur alveg jafnagndofa útaf því í seinna skiptið og fyrra. Þetta er leikrit sem enginn má missa af og ég vil sérstaklega hrósa Hallgrími Helgasyni fyrir frábærlega skemmti- lega þýðingu og öllum leik- urunum, þá sérstaklega Birni Hlyni Haraldssyni, fyrir frábæran leik. Takk fyrir frábæra skemmtun! Júlía Margrét. Tapað/fundið Poki með fatnaði í óskilum POKI með fatnaði frá Der- es í óskilum. Upplýsingar í síma 692 1568. Gullkeðja týndist GULLKEÐJA týndist 31. janúar, líklega í eða við Iðn- skólann, Læknamiðstöðina í Smáranum eða í Fjarðar- kaupum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 0923. Fundarlaun. Dýrahald Læður fást gefins TVÆR læður, 6 mánaða og 8 vikna, óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 557 8487. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is     Hvorki meira né minnaen 84% nemenda féllu af þeim sem þreyttu próf í almennri lögfræði við Háskóla Íslands á haustmisseri eða 145 nemendur. Það jafnast á við að fella 20 byrjunarlið íslenska landsliðsins í handbolta eftir ár í æf- ingabúðum. Þau ku vera strembin, prófin í Lög- bergi. Miklu strembnari en Þjóðverjarnir. Þetta var rótburst. Aðeins 28 náðu prófinu, en sú tala á þó líklega eftir að tvö- faldast eftir upptöku- prófin í vor.     Þá hafa um 50 af hátt í200 nemendum náð lágmarkseinkunn. Aðrir hafa sóað heilu ári af lífi sínu á varamannabekk lagadeildar Háskóla Ís- lands. Gátu þeir ekki sjálfum sér um kennt? kynni ein- hver að spyrja. Jú, þeir höfðu það á samviskunni að þá lang- aði til að verða lögfræð- ingar á Íslandi.     Það er fagnaðarefni aðfrumvarp frá dóms- málaráðherra skuli hafa litið dagsins ljós um að létta einokun Háskóla Ís- lands af því að útskrifa lögfræðinga með emb- ættispróf. Ekki síður að í laga- deild Háskólans í Reykja- vík er beitt mannúðlegri aðferðum við val á nem- endum og þjóðhagslega hagkvæmari. Nemendur þurfa ekki að erfiða í ár til að kom- ast að því hvort þeir séu þóknanlegir lagabók- stafnum. Eftir val sem byggist á námsárangri, starfsreynslu og viðtali fá nemendur svar áður en skólinn byrjar og geta þá leitað annað ef umsókn- inni er hafnað.     Útlit er fyrir að sam-keppnin verði holl og góð, jafnvel fyrir lög- fræðinga, sem eiga því ekki að venjast að aug- lýsa sig. Eftir að lagadeild Há- skólans í Reykjavík fór að bjóða upp á þriggja ára BA-nám og tveggja ára meistaranám fitjaði Háskóli Íslands einnig upp á þeirri nýbreytni. Í haust sendi lagadeild Háskóla Íslands líka í fyrsta skipti kynning- arbækling til allra ný- stúdenta á landinu. Og ekki nóg með það, byrjað var að leggja drög að doktorsnámi í laga- deild Háskóla Íslands, til þess að deildin byði loks upp á sambærilegt nám og tíðkast í nágranna- löndunum. Lagakennsla í Háskóla Íslands er byggð á 90 ára grunni, en um leið og samkeppnin kemur til sögunnar verður bylting í kennsluháttum.     Laganám er nú í boði ífjórum háskólum á landinu. Sóknarfærin eru margvísleg, sem er mikil bragarbót fyrir þá sem hyggja á laganám, og vonandi eiga sem fæstir eftir að verma bekkinn. STAKSTEINAR Samkeppni lagadeilda er af hinu góða Á ÞESSUM tíma árs er gaman að skoða heima- síður Íslendingafélaga erlendis. Nú eru hin geysivinsælu þorrablót í algleymingi. Má meðal annars sjá auglýsingar frá Íslendingafélög- unum í London, Kaup- mannahöfn, Árhúsum, Óðinsvéum, München, Norður-Karolínu, Þrándheimi og Boston. Ég slæ því föstu að þau séu vinsæl því mikið er í þau lagt. Allt er gert til að landanum finnist hann vera á þorrablóti á ástsæla Fróni. Vinsælar íslenskar hljómsveitir óskum þeim góðrar skemmtunar, samgleðj- umst við einnig útlend- ingum búsettum á Ís- landi sem halda í hefðir úr sínum heimalöndum. Fólki sem safnast saman án mikillar fyrirhafnar og gerir sér glaðan dag, t.d. með því að gæða sér á þjóðarréttum. Réttum sem þessar þjóðir hafa fært okkur Íslendingum með útbreiðslu þar- lendra veitingastaða og við njótum þess að hafa á okkar borðum virka daga sem um helgar. Guðbjörg Magnúsdóttir. og íslenskir skemmti- kraftar eru til að halda uppi fjörinu, má þar t.d. nefna Írafár, Rúnar Júl- íusson, Jón Gnarr, KK, Vírus, Buff og Í svört- um fötum. Alíslenskur þorramatur er á boð- stólum, m.a. súrmatur, blóðmör, sviðasulta, flatkökur, rúgbrauð, há- karl, harðfiskur og hangikjöt að ógleymdu fjallalambinu og ís- lenska skyrinu. Sem sagt eins íslenskt og mögulegt er. Um leið og við sam- gleðjumst Íslendingum búsettum erlendis og Þjóðlegir siðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.