Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 42

Morgunblaðið - 07.02.2003, Page 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket kemur í dag. Mánafoss, Haukur og Borgin fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Splittnes fer í dag. Polar Siglir kom í gær, Ýmir fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal. Fé- lagsvist spiluð í dag. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla, bað og opin handavinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin versl- unin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni. Myndlistarsýning Sig- rúnar Sigurðardóttur verður opnuð kl. 14. Lögreglukórinn syng- ur við opnunina. Spila- mennskan fellur niður í dag. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félög eldri borgara í Garðabæ og í Bessa- staðahreppi: Harm- onikkuball í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli í dag kl. 14–17. Auk gömlu dansanna verða flutt gamanmál og upp- lestur. Vöfflukaffi í hléi. Rúta fer frá Hleinum kl. 13.45 og heim að lokinni skemmtun. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 og 13 glerbræðsla, kl. 14 spænska. Ferð í Þjóð- leikhúsið, rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.30. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl. 13.30, dansleikur í kvöld kl. 20.30, Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 kl. 12.20 á föstudögum, þáttur um málefni aldraðra. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf, Kl. 9–17.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. Dansleikur, hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi frá kl. 20–23.30, húsið opnað kl. 19.30.S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm og silfursmíði, kl. 9.15 vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 gler- listahópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 söng- ur. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 og kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9– 17, hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, lokað frá kl. 13, vegna þorra- blóts sem hefst kl. 17. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ung- ana sína. Hitt húsið býður ungum for- eldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Í dag er föstudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. (Préd. 9, 16.) Krossgáta LÁRÉTT 1 gáskafengin, 8 kær- leiks, 9 hárug, 10 reið, 11 hinn, 13 skyldmennið, 15 flandur, 18 upplýsa, 21 í smiðju, 22 blauðan, 23 guð, 24 skopsaga. LÓÐRÉTT 2 að baki, 3 aumir, 4 slátra, 5 for, 6 dýraríki, 7 yndi, 12 ílát, 14 pest, 15 för, 16 áreita, 17 rann- saka, 18 kjána, 19 iðkun, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dorma, 4 bútur, 7 gemla, 8 rímur, 9 rúm, 11 ræna, 13 trúr, 14 folar, 15 þjöl, 17 étur, 20 stó, 22 koddi, 23 labba, 24 nærri, 25 Njáli. Lóðrétt: 1 dugur, 2 rúman, 3 afar, 4 barm, 5 tímir, 6 rýrar, 10 útlát, 12 afl, 13 tré, 15 þokan, 16 öldur, 18 tíbrá, 19 róaði, 20 sili, 21 ólán. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur stundum vakiðathygli á slæmri umgengni í henni Reykjavík; hvernig fólk hendir rusli á víð og dreif, skilur eftir úrgang hundanna sinna á úti- vistarsvæðum eða gangstéttum og hvernig æska landsins krotar á eignir almennings og einstaklinga í skjóli nætur. Ekki eru það bara ut- angarðsmennirnir í þjóðfélaginu sem henda rusli, a.m.k. ekki ef marka má verðið á glæsijeppum fólks, sem Víkverji sér stundum henda sígarettustubbum eða öðru ógeði út um bílgluggann á ferð. x x x BORGARYFIRVÖLD og lög-reglan í Reykjavík hafa lítið gert í því að skera upp herör gegn þessari vondu umgengni. Víkverji les nú sér til nokkurrar ánægju að í höfuðborgum nágrannaríkjanna eru yfirvöld að missa þolinmæðina og taka harðar á dröslurum og veggja- kroturum. x x x VÍKVERJI les þannig í Aften-posten að lögreglan sé nú farin að stöðva fólk, sem sést henda rusli, og skikka það til að tína það upp aftur og fleygja því í ruslafötu. Þeir sem neita að hlýða fá 11.000 króna sekt. Nú liggur fyrir tillaga í borg- arstjórn Óslóar um að borgarstarfs- menn fái vald til að sekta þá sem verða uppvísir að því að henda rusli. Kannski gæti borgarstjórn Reykjavíkur beint starfskröftum stöðuvarða í uppbyggilegri farveg. x x x Í STOKKHÓLMI er veggjakrotiðorðið yfirgengilegt og kostnaður við að þrífa það burt eða mála yfir það er gífurlegur. Nú hefur dóms- málaráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, lagt fram frumvarp um að allt að eins árs fangelsi liggi við veggjakroti, sem skilgreint verður sem skemmdarverk – sem það auð- vitað er. Lögreglan á jafnframt að fá vald til að leita á grunuðum veggjakroturum og leggja hald á úðabrúsana þeirra. Bodström segir í Svenska Dag- bladet að markmiðið sé ekki endi- lega að stinga veggjakroturum í fangelsi, en rýmkaður refsirammi gefi færi á að dæma unga af- brotamenn til samfélagsþjónustu – sem fælist þá væntanlega í að þrífa krotið eftir sig. Þetta finnst Vík- verja heldur til fyrirmyndar. x x x STUNDUM halda einhverjirfræðingar því fram að veggja- krotið sé list og því meiri list sem það sé óvelkomnara. Ætli veggja- krotararnir yrðu taldir miklir lista- menn ef þeir krotuðu á veggi heima hjá þessum fræðingum? Skyldu þeir ekki bara vilja hafa sína veggi í friði eins og annað fólk? Morgunblaðið/Júlíus List? Nei, skemmdarverk. Er hægt að eyða feimni? FYRIR nokkrum árum rit- aði ég undirritaður nokkrar greinar um feimni og ein- manaleika, sem vöktu mikla athygli í fjölmiðlum – um orsakir og afleiðingar og lagði fram hugmyndir að úrbótum á þessu alheims- böli. Feimni veldur því m.a. að feimið fólk fær ekki notið lífsins eins og kostur er og verður að leita huggunar í áfengi eða öðrum óæskileg- um efnum. Ég hef heyrt hinar hræðilegustu sögur af örlögum fólks sem þjakað hefur verið af feimnisfjand- anum, eins og þú lesandi minn hefur eflaust gert líka. Hvað er unnt að gera til að bæta mannlífið og minnka feimnina, þannig að að minnsta kosti börnum okk- ar gefist kostur á að lifa skemmtilegra lífi? Ég er þess fullviss að margt fólk hefur áhyggjur af þessu rétt eins og ég og vil ég þess vegna gefa því kost á að hafa samband við mig til að ræða málin. Stofna kannski hreyfingu sem tæki á vandanum. Ólafur Þór Eiríksson, netsaga.is, olafurthe@isl.is sími 586 2714. Verndum hálendið ÞAÐ er greinilegt að ráða- mönnum þessa lands þykir vænna um útlenska millj- arðamæringa og peningana þeirra, heldur en Ísland og þjóðina alla. Því hvet ég alla þá sem þekkja erlent fólk, að upp- lýsa það um þær hörmung- ar sem eiga sér stað hér í landi. Verndum hálendið! Sigrún. Leikhússunnendur ALLIR sem hafa gaman af að fara í leikhús og allir sem hafa gaman af að upplifa eitthvað frábært! Ég hvet ykkur til að sjá stórkostlega leikritið Rómeó og Júlíu sem verið er að sýna í Borg- arleikhúsinu. Ég fór á það tvisvar og hef alls ekki feng- ið nóg, maður gengur alveg jafnagndofa útaf því í seinna skiptið og fyrra. Þetta er leikrit sem enginn má missa af og ég vil sérstaklega hrósa Hallgrími Helgasyni fyrir frábærlega skemmti- lega þýðingu og öllum leik- urunum, þá sérstaklega Birni Hlyni Haraldssyni, fyrir frábæran leik. Takk fyrir frábæra skemmtun! Júlía Margrét. Tapað/fundið Poki með fatnaði í óskilum POKI með fatnaði frá Der- es í óskilum. Upplýsingar í síma 692 1568. Gullkeðja týndist GULLKEÐJA týndist 31. janúar, líklega í eða við Iðn- skólann, Læknamiðstöðina í Smáranum eða í Fjarðar- kaupum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 0923. Fundarlaun. Dýrahald Læður fást gefins TVÆR læður, 6 mánaða og 8 vikna, óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 557 8487. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is     Hvorki meira né minnaen 84% nemenda féllu af þeim sem þreyttu próf í almennri lögfræði við Háskóla Íslands á haustmisseri eða 145 nemendur. Það jafnast á við að fella 20 byrjunarlið íslenska landsliðsins í handbolta eftir ár í æf- ingabúðum. Þau ku vera strembin, prófin í Lög- bergi. Miklu strembnari en Þjóðverjarnir. Þetta var rótburst. Aðeins 28 náðu prófinu, en sú tala á þó líklega eftir að tvö- faldast eftir upptöku- prófin í vor.     Þá hafa um 50 af hátt í200 nemendum náð lágmarkseinkunn. Aðrir hafa sóað heilu ári af lífi sínu á varamannabekk lagadeildar Háskóla Ís- lands. Gátu þeir ekki sjálfum sér um kennt? kynni ein- hver að spyrja. Jú, þeir höfðu það á samviskunni að þá lang- aði til að verða lögfræð- ingar á Íslandi.     Það er fagnaðarefni aðfrumvarp frá dóms- málaráðherra skuli hafa litið dagsins ljós um að létta einokun Háskóla Ís- lands af því að útskrifa lögfræðinga með emb- ættispróf. Ekki síður að í laga- deild Háskólans í Reykja- vík er beitt mannúðlegri aðferðum við val á nem- endum og þjóðhagslega hagkvæmari. Nemendur þurfa ekki að erfiða í ár til að kom- ast að því hvort þeir séu þóknanlegir lagabók- stafnum. Eftir val sem byggist á námsárangri, starfsreynslu og viðtali fá nemendur svar áður en skólinn byrjar og geta þá leitað annað ef umsókn- inni er hafnað.     Útlit er fyrir að sam-keppnin verði holl og góð, jafnvel fyrir lög- fræðinga, sem eiga því ekki að venjast að aug- lýsa sig. Eftir að lagadeild Há- skólans í Reykjavík fór að bjóða upp á þriggja ára BA-nám og tveggja ára meistaranám fitjaði Háskóli Íslands einnig upp á þeirri nýbreytni. Í haust sendi lagadeild Háskóla Íslands líka í fyrsta skipti kynning- arbækling til allra ný- stúdenta á landinu. Og ekki nóg með það, byrjað var að leggja drög að doktorsnámi í laga- deild Háskóla Íslands, til þess að deildin byði loks upp á sambærilegt nám og tíðkast í nágranna- löndunum. Lagakennsla í Háskóla Íslands er byggð á 90 ára grunni, en um leið og samkeppnin kemur til sögunnar verður bylting í kennsluháttum.     Laganám er nú í boði ífjórum háskólum á landinu. Sóknarfærin eru margvísleg, sem er mikil bragarbót fyrir þá sem hyggja á laganám, og vonandi eiga sem fæstir eftir að verma bekkinn. STAKSTEINAR Samkeppni lagadeilda er af hinu góða Á ÞESSUM tíma árs er gaman að skoða heima- síður Íslendingafélaga erlendis. Nú eru hin geysivinsælu þorrablót í algleymingi. Má meðal annars sjá auglýsingar frá Íslendingafélög- unum í London, Kaup- mannahöfn, Árhúsum, Óðinsvéum, München, Norður-Karolínu, Þrándheimi og Boston. Ég slæ því föstu að þau séu vinsæl því mikið er í þau lagt. Allt er gert til að landanum finnist hann vera á þorrablóti á ástsæla Fróni. Vinsælar íslenskar hljómsveitir óskum þeim góðrar skemmtunar, samgleðj- umst við einnig útlend- ingum búsettum á Ís- landi sem halda í hefðir úr sínum heimalöndum. Fólki sem safnast saman án mikillar fyrirhafnar og gerir sér glaðan dag, t.d. með því að gæða sér á þjóðarréttum. Réttum sem þessar þjóðir hafa fært okkur Íslendingum með útbreiðslu þar- lendra veitingastaða og við njótum þess að hafa á okkar borðum virka daga sem um helgar. Guðbjörg Magnúsdóttir. og íslenskir skemmti- kraftar eru til að halda uppi fjörinu, má þar t.d. nefna Írafár, Rúnar Júl- íusson, Jón Gnarr, KK, Vírus, Buff og Í svört- um fötum. Alíslenskur þorramatur er á boð- stólum, m.a. súrmatur, blóðmör, sviðasulta, flatkökur, rúgbrauð, há- karl, harðfiskur og hangikjöt að ógleymdu fjallalambinu og ís- lenska skyrinu. Sem sagt eins íslenskt og mögulegt er. Um leið og við sam- gleðjumst Íslendingum búsettum erlendis og Þjóðlegir siðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.