Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er hér eins og annarstaðar, Þórólfur minn. Hver hefur haft sinn djöful að draga. Stór og fjölmenn ferðakaupstefna Ferðamál frá mörgum hliðum FLUGLEIÐIRstanda í elleftaskipti fyrir kaup- stefnunni Mid-Atlantic Workshop&Travel Sem- inar og hefst uppákoman í dag, föstudag. Steinn Lárusson, forstöðumaður á markaðssviði hjá Flug- leiðum, er í forsvari fyrir kaupstefnuna og hann svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um tilurð þessarar uppá- komu, tilgang hennar og þann árangur sem náðst hefur. – Segðu okkur hvað hér er á ferðinni ... „Þetta er ferðakaup- stefna. Við flytjum inn kaupendur, ferðaskrif- stofufólk frá Bandaríkj- unum, Kanada, Norðurlöndun- um, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndun- um Eistlandi og Lettlandi. Þátt í stefnunni taka einnig seljendur sem koma frá hótelkeðjum, bíla- leigum, rútufyrirtækjum, ferða- skrifstofum og svo framvegis. Hér kemur því allur hópurinn saman sem mestu máli skiptir.“ – Þegar þú talar um Norður- löndin, eru þá Færeyjar og Grænland með? „Já, Færeyingar og Grænlend- ingar komu inn í þetta hjá okkur í fyrra, enda hefur markaðsöxull- inn Ísland-Færeyjar-Grænland eflst mjög með vaxandi starfi Vestnorden. Það eru fleiri nýir að koma, t.d. Pólland og Eystra- saltslöndin eru að fikra sig inn í þetta í rólegheitunum. Þá verða í fyrsta skipti fulltrúar frá Japan. Þeir eru mjög áhugasamir og hugsanlegt að í kjölfarið bætist þeir í þennan samstarfshóp.“ – Hvað er þetta stór hópur manns? „Að utan koma um 300 manns og við hópinn bætast nokkrir tugir manna frá íslenskum fyr- irtækjum þannig að þetta fer hátt í fjögur hundruð manns með öllum.“ – Hvernig er svo dagskráin? „Dagskráin hófst með sam- komu í Ráðhúsinu í gær. Í dag hefst dagurinn fyrir hádegi með kaupstefnu þar sem bæði kaup- endur og seljendur halda tölur yfir hópnum og kynna sína vöru. Seinni hluti dagskrár þessa dags fer fram í anddyri Laugardals- hallarinnar þar sem allir mæta, en þar verða 110 kynningarbásar frá þessum sölufyrirtækjum öll- um saman. Þarna geta menn rölt um og fengið gögn og upplýsing- ar um allt sem í boði er. Þetta er langstærsta ferðakaupstefna sem haldin er hér á landi. Alls eru bandarískir aðilar með um 40 bása, íslenskir með 20 bása, en aðrir færri. Margir eru þó mjög að sækja í sig veðrið. Á morgun er slökun og skemmtun, þátttak- endur skoða land og þjóð. Boðið er upp á sjö til átta mismunandi ferðir, m.a. jeppaferðir þar sem menn fá að aka sjálfir, hraðferð að Gullfossi og Geysi, menningar- ferð um höfuðborgina og nágrenni hennar, ferð í Hafnarfjörð til fundar við álfa, tröll og fleiri ver- ur. Ég man þetta nú ekki allt saman svona rétt í augnablikinu, en fjölbreytnin er mikil. Þessu verður öllu lokið um fjögurleytið og þá hittist hópurinn allur í Bláa lóninu þar sem hann vaskar af sér ferðarykið. Þar verður snæddur kvöldverður og þetta fólk fer síðan til síns heima á sunnudag.“ – Eru einhverjar sérstakar áherslur á kaupstefnunni þetta árið? „Það koma alltaf upp einhverj- ar nýjungar, sérstaklega eru það minni birgjar á Íslandi. Í ár og nýverið eru þetta t.d. nýjar bíla- leigur og jeppafyrirtæki. Þetta eru gjarnan stærri aðilar sem koma að utan, Hertz, Avis og heilu hótelkeðjurnar.“ – Er einhver mælanlegur ár- angur af svona kaupstefnu? „Mælanlegur? Ferðamennsk- an er þannig að við sem vinnum við hana verðum bara að halda okkar striki og halda sannfær- ingunni. Maður veit oft ekki hvort eitthvað sem er verið að gera er að skila einhverju og það getur tekið 2–3 ár eða jafnvel lengur að koma í ljós. Varðandi þessa kaupstefnu þá er Icelanda- ir a.m.k. ekki að tapa peningum á henni. Við komum sléttir frá henni.“ – Já, en þið eruð að halda þessa samkomu í ellefta skipti, er einhver árangur? „Við getum orðað það svo að ef við fyndum ekki fyrir árangri þá myndum við ekki standa í þessu ár eftir ár. Og það sama má segja um þá aðila sem tekið hafa þátt í þessu með okkur frá byrjun. Alltaf koma þeir aftur, þannig að þeir hafa greinilega séð sér hag í því. Og við má bæta að hróður kaupstefnunnar hefur borist svo víða að það hefur stórfjölgað í þátttakendahópnum síðustu árin og sér ekki fyrir end- ann á þeirri fjölgun enn. Í þessu sambandi er rétt að geta þess, að hvað Icelandair varð- ar, þá er ekki einungis um að ræða að erlendir ferða- menn komi hingað til lands og njóti þess sem Ísland hefur upp á að bjóða, heldur eru erlendu að- ilarnir einnig að selja Icelandair yfir hafið í báðar áttir, vestur um haf og til Evrópu. Það á sérstak- lega við þá aðila sem starfa nærri ákvörðunarstöðum okkar vestan hafs, t.d. Boston, New York, Baltimore og Orlando.“ Steinn Lárusson  Steinn Lárusson er fæddur 23.september 1942. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands 1962 og starfaði óslitið á ferðaskrifstofusviðinu á ár- ununum 1962–1984. Var þar af framkvæmdastjóri Úrvals á ár- unum 1970–84. Hann var svæð- isstjóri Flugleiða í Noregi 1984–87 og í Bretlandi 1987– 92. Hefur síðan verið for- stöðumaður á markaðssviði hjá Flugleiðum. Eiginkona er Hrafnhildur Sigurbergsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Árangurinn oft lengi að koma í ljós HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir ræðu Colins Powells, ut- anríkisráðherra Banda- ríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á miðvikudaginn, hafa ver- ið áhrifamikla og sann- færandi. Halldór telur jafnframt að veita eigi vopnaeftirlitsmönnum SÞ meira svigrúm til eft- irlits í Írak. „Ég tel að ræða Pow- ells hafi verið áhrifamikil og sannfærandi. Í henni kom fram mikið magn upplýsinga, sem studdar voru góðum rökum. Ég tel að þessi ræða styrki menn í þeirri trú að Írakar ráði yfir efna- vopnum, enda hafa þeir ekki gert grein fyrir því hvort og hvernig þeir hafa eytt vopnum, sem þeir viður- kenndu áður að þeir réðu yfir,“ seg- ir Halldór. „Nú er það verkefni öryggisráðs- ins að fara yfir málið eins og upplýs- ingar frá vopnaeftirlitsmönnunum. Ég tel að það verði að gefa vopna- eftirlitinu meira svigrúm til að fara yfir þetta. Ég á alveg eins von á því að ör- yggisráðið muni staðfesta það að Írakar hafi brotið ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 1441 og fyrri ályktanir. Það er ljóst að í þeirri ályktun er krafa um að Írakar afvopnist. Ef þeir geri það ekki með góðu, þá verði gripið til viðeigandi ráðstafana. Sú álykt- un er mjög afger- andi. Leiðin til að koma í veg fyrir átök, sem ég vona að finnist, vegna þess að átök og stríð hefa jafnframt hörmulegar afleiðingar, er að miklu leyti í hönd- um Saddams Husseins. Hann getur bætt samskipti sín við eftirlitsmenn- ina og Sameinuðu þjóðirnar og það er líka í höndum þeirra ríkja sem hafa möguleika á að hafa áhrif á hann, þ.e. ríkja sem vilja gjarnan vinna að því að hann fari frá völdum og nýir aðilar taki við stjórnartaum- unum í Írak.“ Mikil hætta á átökum „Ég vona svo sannarlega, eins og allir Íslendingar og mestöll heims- byggðin, að þetta takist, en það er enginn vafi í mínum huga að það er mikil hætta á því að þarna komi til átaka, vegna þess að hér er alvara á ferðum,“ segir Halldór Spurður hvort staðfesting á að Írak hafi brotið ályktun Sameinuðu þjóðanna auki líkurnar á að beitt verði hervaldi til að afvopna Íraka sagði Halldór að hernaðaraðgerðir hefðu lengi verið uppi á borðinu. „Það sem nú er að gerast eykur lík- urnar á að ályktunin frá því í haust hafi verið brotin. Þá vitum við hvað það getur þýtt. En ég tel að það eigi að taka sér meiri tíma í málið og veita meira svigrúm, vegna þess að mér er ljóst að átök og stríð geta haft hörmulegar afleiðingar. Það er ekki ólíklegt að Írakar beiti efna- vopnum. Saddam hefur gert það áð- ur gagnvart sinni þjóð og öðrum þjóðum. Það er heldur ekki ólíklegt að það myndist stjórnleysi á þessu svæði. Slík átök hefðu mjög alvar- legar afleiðingar á efnahagslífið í heiminum. Það er því til mikils að vinna. Hins vegar er ljóst að Sadd- am Hussein mun aldrei gefa neitt eftir eða fara frá nema hann standi frammi fyrir hörðum kostum,“ segir Halldór Ásgrímsson. Halldór Ásgrímsson segir ræðu Colins Powells í öryggisráði SÞ hafa verið áhrifamikla og sannfærandi Vopnaeftirlitsmenn SÞ fái meira svigrúm Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. FJÖLDI atvinnulausra háskóla- menntaðra manna á landinu jókst um tæp 75% á síðasta ári og á síð- ustu tveimur árum hefur fjöldinn þrefaldast. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Segir þar að um síðustu áramót hafi 363 háskólagengnir verið á at- vinnuleysisskrá á landinu öllu, þar af tæplega 30 tölvunarfræðingar, 60 verk- og tæknifræðingar og rúm- lega 40 manns með menntun í öðr- um raunvísindagreinum. Þá eru tæplega 80 manns með viðskipta- og rekstrarmenntun á at- vinnuleysisskrá og 24 kennarar. Í stærsta hópnum, sem flokkast und- ir önnur hugvísindi, voru hins vegar 133 einstaklingar í desemberlok. Segir í fréttinni að hlutfall há- skólagenginna af atvinnulausum í heild hafi farið vaxandi en í árslok árið 2001 hafi háskólagengnir verið 5,1% af heildarfjölda á atvinnuleys- isskrá. Í lok desember sl. hafi hlut- fallið hins vegar verið komið upp í 7,2%. Atvinnulausum háskóla- mönnum fjölgar um 75%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.