Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 13 Steinþórssyni, dósent við HÍ, og Svöfu Grön- feldt, framkvæmdastjóra og lektor við HÍ. Að sögn Runólfs Smára fundaði dómnefnd- in með stjórnendum fyrirtækjanna og skoð- aði starfsemi þeirra ofan í kjölinn áður en ákvörðun var tekin um hver hlyti verðlaunin. Valur varð fyrir valinu Í fyrsta sinn voru þeim viðskipta- eða hag- fræðingi sem skara þótti fram úr á síðasta ári veitt sérstök verðlaun. Valur Valsson, for- stjóri Íslandsbanka, hlaut titilinn fyrir árið 2002 en hann er með cand.oecon-próf í við- skiptafræði frá HÍ. Valur mun hætta störfum ÞEKKINGU var gert hátt undir höfði í Borg- arleikhúsinu í gær þegar þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir árið 2003 voru afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Verðlaunin, sem veitt voru í þriðja sinn, voru að þessu sinni til- einkuð fyrirtækjamenningu og innri mark- aðssetningu og þótti Íslandsbanki hf. standa öðrum framar í þeim efnum. Þrjú önnur fyr- irtæki voru tilnefnd; Össur hf., Landsbanki Íslands og Kaupþing banki hf. Fjölmargar til- nefningar bárust en úrslitaatkvæðið átti dómnefnd á vegum FVH, skipuð Hjalta Sölva- syni starfsþróunarstjóra, Runólfi Smára hjá Íslandsbanka nú um miðjan mars. Um 3500 manns bera starfsheitin viðskiptafræð- ingur eða hagfræðingur og bætist sífellt í hópinn. Ætlunin er að gera þessa verðlauna- afhendingu að árvissum atburði. Óskað var eftir tilnefningum frá fé- lagsmönnum FVH og forstjórum 100 stærstu fyrirtækjanna á einstaklingum sem skarað hefðu fram úr á sviði viðskipta- eða hagfræða og sé fyrirmynd annarra í stéttinni. Í dóm- nefnd voru Margrét Kr. Sigurðardóttir, for- maður FVH og formaður dómnefndar, Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, og Örn Valdimars- son, ritstjóri Viðskiptablaðsins og frkvstj. Framtíðarsýnar. Í umsögn dómnefndar segir að Valur hafi staðið í eldlínunni í 30 ár og eigi glæsilegan feril að baki. „Það er því án nokkurs vafa að Valur hefur skilað af sér góðu dagsverki þeg- ar hann nú stígur upp úr stóli forstjóra.“ Valur gat ekki verið viðstaddur afhend- inguna en ætlar að taka við verðlaununum á fundi hjá FVH þann 12. mars nk. Bjarni Ár- mannsson tók við þekkingarverðlaununum fyrir hönd Íslandsbanka og sagði við það til- efni að Valur ætti hvað mestan þátt í hinni miklu velgengni Íslandsbanka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Ármannsson tók við þekkingarverð- launum 2003 úr hendi forseta Íslands. Íslandsbanki þekking- arfyrirtæki ársins Hagnaður Guðmundar Runólfsson- ar áttfaldast HAGNAÐUR Guðmundar Runólfs- sonar hf. á Grundarfirði nam 200 milljónum króna á síðasta ári en 26 milljónum á árinu 2001. Tekjur af rekstri minnkuðu um rúm 5%, úr 1.013 milljónum 2001 í tæplega 960 milljónir. Rekstrargjöld jukust aftur á móti um sömu prósentu, fóru úr 709 milljónum í 745 milljónir króna 2002. Lækkun langtímaskulda og annarra gengistryggðra skuldbind- inga, sem til kemur vegna hækk- unar á gengi íslensku krónunnar, á mestan þátt í að mynda hagnað árs- ins 2002, að því er fram kemur í til- kynningu frá félaginu.Fjármagnslið- ir voru þannig jákvæðir um 181 milljón króna í fyrra en neikvæðir um tæpar 240 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (vergur hagnaður eða EBITDA) var 214 milljónir en 304 milljónir árið 2001. Vergur hagnað- ur lækkaði því um 30% á milli ára en hann er reiknaður með því einu að draga gjöld frá tekjum. Eiginfjár- hlutfall félagsins hækkaði úr 19,8% í lok 2001 í 29,7% í árslok 2002. Arð- semi eigin fjár var 43,85 en einungis 6,6% árið 2001. Starfsmenn hjá Guðmundi Run- ólfssyni voru 107 á árinu 2002 en um 100 árið áður. Í tilkynningu kemur fram að tillaga um að 25% arður af nafnvirði hlutafjár, m.v. aðalfundar- dag 12. mars nk., verði greiddur. Gjaldeyris- forðinn dregst saman Kröfur á innlendar fjár- málastofnanir aukast GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans lækkaði í janúar um 1 milljarð króna og nam 36,2 milljörðum króna í lok janúar, jafnvirði 471 milljónar Bandaríkjadala á gengi í mánaðar- lok. Erlend skammtímalán bankans lækkuðu í mánuðinum um 3,6 millj- arða og námu þau 12,9 milljörðum króna í lok hans. Seðlabankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði fyrir 5,5 milljarða króna í janúar í sam- ræmi við áætlun hans um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Gengi íslensku krónunnar styrktist í mánuðinum um 2,9%. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 4,4 milljarða króna í janúar og námu 73,6 millj- örðum króna í lok mánaðarins. Kröf- ur á aðrar fjármálastofnanir hækk- uðu lítillega í mánuðinum og námu 8 milljörðum króna í mánaðarlok. Grunnfé bankans jókst í janúar um 4,4 milljarða króna og nam 37 milljörðum króna í mánaðarlok. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.