Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel, nú er komið að henni Skúringa-Siggu að veita ráðgjöfina. Ráðstefna um lífsgleði Lífið er röð verkefna Á DÖFINNI er mál-þing um lífsgleðisem haldin er á vegum fræðslunefndar Náttúrulækningafélags Ís- lands. Málþingið fer fram á Hótel Loftleiðum á þriðju- dagskvöld kl. 20. Í hópi fyr- irlesara er Anna Valdi- marsdóttir sálfræðingur. – Hver er tilurð þessa málþings og tilgangur þess? „Fræðslunefnd NLFÍ hefur haldið fjölda vel sóttra málþinga um marg- vísleg málefni sem snerta líf og heilsu fólks á öllum aldri, en einkunnarorð Náttúrulækningafélags Ís- lands eru: „Berum ábyrgð á eigin heilsu.“ – Hverjar verða helstu áherslur málþingsins? „Á þessu málþingi verður fjallað um lífsgleði, í hverju hún felst og hvernig má öðlast hana.“ – Hverjir munu taka til máls og um hvað munu þeir fjalla? „Auk mín taka til máls Helga Soffía Konráðsdóttir prestur í Há- teigskirkju í Reykjavík. Hún er mikil áhugamanneskja um heil- brigða sjálfsrækt og holla lífs- hætti. Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofu- maður, leikari, leikstjóri og rithöf- undur verður einnig með erindi. Hann segist sjálfur vera mikill áhugamaður um pípulagnir. Bridget Ýr McEvoy, sem fædd er í Írlandi árið 1953, verður þarna einnig meðal frummælenda. Hún lauk námi í geðhjúkrun árið 1973 og flutti til Íslands 1978. Hér hefur hún starfað við geðdeild FSA til 1985 og síðan við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, við ráðgjöf og fræðslu. Loks er að nefna Vilborgu Traustadóttur sem er fædd í Djúpuvík á Ströndum árið 1957. Hún hefur lagt margt og mikið fyr- ir sig, m.a. vegavinnu og vitavarð- arstörf, en eftir að hafa eignast son 1975 greindist hún með MS. Lengi vel voru einkennin væg, en hafa hert tökin síðari árin. Hún er for- maður MS félagsins síðan 1998. Frummælendur munu flytja um 15 mínútna erindi hver frá eigin sjónarhóli um hvernig öðlast má lífsgleði þrátt fyrir misjafnar að- stæður.“ – En hvað um þig og þitt erindi? „Erindi mitt fjallar um hugrækt og hamingju, ekki síst mikilvægi þess að þroska með sér ástríkan huga. Við þráum öll að njóta ham- ingju og lífsgleði og því hafa sjónir sálfræðinga beinst í æ ríkara mæli að því hvaða lærdóm megi draga af reynslu þeirra sem telja sig vera hamingjusama og hvernig megi auka vellíðan og lífsgleði fólks. Þótt ástin hafi lengi vel verið feimnisorð í vísindaheiminum fjölgar þeim rannsóknum stöðugt sem sýna að umhyggja og einlæg mannleg tengsl auka ekki aðeins hamingju okkar heldur bæta þau einnig heilsu okkar og auka batahorfur og lífslíkur þeirra sem veikjast.“ – En hvað með þjáningar og erfið- leika og neikvæðni? „Við þurfum öll einhvern tíma ævinnar að ganga í gegnum erf- iðleika og þjáningar. Sumum þján- ingum mannanna verður ekki komist hjá eins og þeim sem stafa af sjúkdómum, öldrun, ástvina- missi og náttúruhamförum, svo eitthvað sé nefnt. En við göngum líka í gegnum þjáningar sem eru meira eða minna sjálfskapaðar. Uppsprettu þeirra er að finna ann- ars vegar í skipulagi samfélagsins og hins vegar í sálarlífi fólks sem er auðvitað að talsverðu leyti mót- að af umhverfinu. Óhamingja staf- ar oft af neikvæðu lífsviðhorfi, rangri siðfræði, of mikilli sókn í ytri gæði og óheppilegum lífsvenj- um sem eyðileggja hina eðlislægu lífsgleði.“ – Þetta hljómar einfalt en er varla svo ... „Lífið er röð verkefna sem þarf að leysa og það tekur á. Lífsverk- efnin kalla á hugrekki og visku og vekja líka með okkur kvíða og ótta. Þegar við tökumst á við þau á þroskaðan hátt án þess að stinga höfðinu í sandinn eða slá hlutunum á frest þangað til í óefni er komið fyllumst við ánægju með sjálf okk- ur og lífið öðlast tilgang. Sönn sjálfsást birtist því ekki í ábyrgð- arlausu sjálfsdekri. Hún birtist í hæfilegum sjálfsaga. Með hjálp sjálfsagans leysum við vandamál og færum okkur hæfileika okkar í nyt.“ – Þetta liggur nú ekki vel við öll- um ... „Nei. Eitt sem við getum gert er að rækta með okkur þakklæti, ætl- ast ekki til að lífið sé bara dans á rósum heldur gera vandamálin að vinum okkar. Því að sjálfsvirðing og lífsgleði eiga rætur sínar í lífs- verkefnunum sem við höfum horfst í augu við og tek- ist á við á þroskaðan hátt. En flest okkar hafa slæma ávana þeg- ar vandamál eru annars vegar. Við kvörtum og kveinum og óskum þess heitast að vera laus við þau. En vandamál eru tækifæri, tækifæri til að fær- ast öll í aukana og sýna hvað í okk- ur býr. Þau geta verið okkur hvatning til að taka okkur á og temja okkur betri og jákvæðari hugsunarhátt og betri lífsvenjur í leik og starfi. En þetta eru ekki mál sem hægt er að tæma í stuttu viðtali.“ Anna Valdimarsdóttir  Anna Valdimarsdóttir er fædd í Reykjavík 1948. Stúdent frá MR 1968. BA-próf í sálarfræði frá Há- skóla Íslands 1977. Embættispróf í sálarfræði frá Oslóarháskóla 1980. Framhaldsnám og starfs- þjálfun í sálarfræði við University of Washington í Seattle 1980–81. Framhaldsnám í hugrænni atferl- ismeðferð 1998–2001. Hefur rek- ið eigin sálfræðistofu frá 1982 og haldið námskeið og fyrirlestra um sjálfstyrkingu, samskipti og fleira. Einnig stundað ýmis rit- störf, m.a. bækurnar Leggðu rækt við sjálfan þig og Leggðu rækt við ástina. Anna á þrjá syni, en sambýlismaður er Bragi Krist- ján Guðmundsson. … heldur gera vandamálin að vinum okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.