Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 39 Það að eiga góða nágranna er mikið lán og ekki sjálfgefið. Jón Otti Gíslason var einn slíkur. Glaðlegur, jákvæður, hjálpsam- ur og ríkur af kímnigáfu lífgaði hann upp á umhverfi sitt. Lát hans er okkur mikið áfall. Guð blessi góðan dreng og gefi fjölskyldu hans og ástvinum styrk í sorginni. Fjölskyldurnar í Rauðagerði 31, 37 og 40. HINSTA KVEÐJA okkur var gefið á meðan við áttum samfylgd um veginn. Enginn getur tekið það frá okkur. Eins er það gott og styrkjandi í sorginni, að bera þá trú og von í hjarta, að endurfundir við ástvin sinn séu með vissu fram- undan í ríki Guðs, þess sem allt skóp og öllu stjórnar og alla styrkir með krafti sínum sem til hans leita. Eitt af stórskáldum þjóðar okkar kvað vísu um þetta efni á sínum tíma, en þar segir svo: Ó, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum sem eins og skuggi þá er liðin hjá. (Matthías Jochumsson.) Jón Otti Gíslason hóf störf í lög- regluliði Reykjavíkur haustið 1976 og eins og gengur og gerist með ný- byrjaða lögreglumenn gekk hann á milli deilda og hinna ýmsu vakta fyrstu ár sín í starfi, m.a. var hann allnokkur ár í umferðardeildinni og þar mikið starfandi á mótorhjólun- um. Hann var skipaður aðstoðar- varðstjóri við embættið árið 1986, en hin síðari ár starfaði Jón Otti sem rannsóknarlögreglumaður við for- varnadeild lögreglunnar í Reykja- vík. Þar annaðist hann að mestu mál- efni barna sem ekki hafa náð lögræðisaldri, en í þeim málaflokki koma oft upp snúin og viðkvæm mál og því nauðsynlegt oft á tíðum að þar sé stigið laust til jarðar við afgreiðslu þeirra. Jón Otti var einnig tengiliður á milli lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og Alþjóðahússins og þeirrar starfsemi allrar sem þar fer fram. Það er samdóma álit allra sem til þekkja að Jón Otti hafi ávallt lagt allan sinn metnað í úrvinnslu þeirra verkefna sem honum var falið að af- greiða, hver svo sem þau voru. Hann leysti lögreglustarfa sinn mjög vel af hendi. Jón Otti var áhugamaður um íþróttir alls konar og þá sérstaklega sundíþróttina, þar sem hann skaraði sjálfur fram úr og vann til margra verðlauna í þeirri grein. Í þrettán ár í röð, eða samfellt frá árinu 1980 til 1994, var hann handhafi svokallaðs Erlingsbikars, sem er farandbikar innan lögreglunnar, veittur fyrir bestan árangur í björgunarsundi. Jón Otti lagði einnig stund á sjósund og synti hin ýmsu sund á þeim vett- vangi, svo sem Viðeyjarsund, Eng- eyjarsund o.fl. Við, allir félagar þínir í lögreglu- liði Reykjavíkur, óskum þér góðrar heimkomu, kæri vinur. Megir þú eiga bjarta framtíð í nýjum heim- kynnum laus við átök og stríð gegn illvígum sjúkdómi, sem lagt hefur margan góðan drenginn að velli. Góður félagi hefur verið hrifinn á brott á sorglegan og óvæginn hátt, við hittumst ekki í bráð, en vonandi aftur síðar hressir og kátir að vanda. Við þökkum þér góð kynni, sam- starfið og allar samverustundirnar í gegnum öll árin sem við áttum með þér. Minningin um góðan dreng og félaga mun lifa í huga okkar allra. Við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Eftirlifandi eiginkonu Jóns Otta, Berglindi Eyjólfsdóttur, börnum hins látna, öllum ættingjum og venslafólki öðru biðjum við Guðs blessunar og megi hann gefa ykkur styrk til að yfirstíga sorgina og miss- inn. Páll postuli segir í bréfi sínu til Filippímanna (4,13): „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Ég, sem þetta rita, veit ekki um neitt betra hálmstrá að grípa í en „hann sem mig styrkan gjörir“, þegar erfiðleikarnir, sorgin og torfærurnar á veginum framundan virðast óyfir- stíganlegar. Blessuð sé minnig Jóns Otta Gíslasonar, hún mun lifa í hjörtum okkar allra sem fengum að kynnast honum og starfa með honum í ára- raðir í lögregluliði Reykjavíkur við hinar margvíslegustu aðstæður, eins og það starf býður upp á og er alls ekki öllum gefið að inna af hendi eins og til er ætlast, en það tókst Jóni Otta með stakri prýði, eins og að framan getur. Farinn er góður drengur, sem um tíma hefur verið samferðamaður okkar um veginn. Vertu blessaður, félagi og vinur. Við sjáumst síðar. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber. Ég dey, þegar komin er stundin. Ég dey, þegar ábati dauðinn er mér. Ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. (Stefán Thorarensen.) Starfsfélagar í lögreglunni í Reykjavík. Þegar okkur barst fréttin um and- lát Jóns Otta Gíslasonar, vinnufélaga okkar, var eins og það dimmdi yfir og það voru margar spurningar sem leituðu á hugann en fátt varð um svör. Jón Otti hafði reyndar átt við veikindi að stríða og verið í margs- konar rannsóknum, en hann hafði samt verið hress undanfarið og talað um að fara að mæta til vinnu, svo að enginn átti von á svona tíðindum. Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Jón Otti kom frá Breiðholts- stöð til starfa með okkur í Forvarna- deildinni. Það kom strax í ljós að þarna var á ferðinni léttur og skemmtilegur vinnufélagi sem alltaf var með gamanyrði á vörum, þó að hann væri stundum þjáður af sínum veikindum, og hann var alltaf tilbú- inn að gera góðlátlegt grín að öllu, jafnt sjálfum sér sem öðrum. Jón Otti hafði líka gaman af kveðskap og skemmti okkur stundum með vísum sínum. Mörgum er minnisstætt þeg- ar við vinnufélagarnir fórum út að borða saman og Jón Otti las yfir okk- ur þulu mikla þar sem hver vinnu- félagi fékk sína sneið í léttum dúr sem allir gátu hlegið að. Það sýndi sig líka að Jón Otti gat verið alvarlegur og tekið hlutina föstum tökum þar sem það átti við. Hann lagði metnað sinn í að leysa öll sín störf vel af hendi og reyna að finna heppilega lausn á hverju máli. Þá var áberandi hvað mikinn áhuga hann hafði á því að liðsinna þeim sem voru minnimáttar og höfðu af ein- hverjum ástæðum orðið undir í þjóð- félaginu. Jón Otti var fyrstur til að sinna hlutverki sérstaks tengiliðs milli lög- reglunnar og fólks af erlendum upp- runa. Honum gekk vel að þróa þetta starf og náði góðu sambandi við marga aðila til að auka áhrif þessara tengsla. Við vinnufélagarnir fundum oft fyrir því hvað Jóni Otta var annt um fjölskyldu sína og hvað hann var í góðu sambandi við börnin sín. Því finnum við sérstaklega til með þeim að hafa misst föður sinn svo snemma. Við viljum senda Berglindi og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Jóns Otta. Vinnufélagarnir í Forvarnadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Horfinn er til nýrra heimkynna góður nágranni minn, Jón Otti, sem bjó hér á hæðinni fyrir ofan mig í Rauðagerði 22. Er ég flutti hingað í húsið árið 1988, bjó hér mjög sam- hent stórfjölskylda. Eyjólfur og Katrín Dagmar (d.1996) bjuggu á efstu hæðinni, en þau höfðu með mikilli eljusemi reist íbúðarhúsið á árunum 1965–70. Einkadóttir þeirra, Berglind, var þá nýlega flutt á mið- hæðina, ásamt Jóni Otta, eiginmanni sínum og Katrínu Dagmar, dóttur þeirra. Ári síðar fjölgaði í húsinu, er Eyjólfur sonur þeirra fæddist. Hjá Jóni Otta og Berglindi, dvaldist einn- ig um tíma Birna Dögg, dóttir hans af fyrra hjónabandi. Nokkrum árum síðar eignaðist hún tvo litla afa- stráka, Ívar Má og Kristófer Loga, sem voru í miklu uppáhaldi hjá afa sínum og komu oft í heimsókn og var þá alltaf líflegt í húsinu. Með árunum hef ég kynnst þess- ari stórfjölskyldu æ betur og alla tíð átt mjög góð samskipti við hana. Samskiptin við Jón Otta tengdust mest því sem gera þurfti sameigin- lega hér í húsinu. Hann var vakinn og sofinn yfir því að hér í sameign- inni væri allt í sem bestu lagi, og lagði á sig ómælda vinnu við viðhald hússins, bæði að utan og innan. Hann aðstoðaði tengdaföður sinn við uppbyggingu garðsins á sínum tíma, og var alltaf til taks á síðari árum, ef gera þurfti lagfæringar á garðinum sem ég réð ekki vel við. Hjálpsemi hans náði einnig til margra nágranna hér í Rauðagerðinu. Hann lét sér sérstaklega annt um nágrannana hér báðum megin við okkur, sem sumir eru komnir af léttasta skeiði. Þær eru t.d. ófáar ferðirnar sem hann fór til Óskars, frænda síns í nr. 24, sem er á tíræðisaldri, til að at- huga hvort ekki væri allt í lagi hjá honum. Ég fylgdist með þeim hjónum úr fjarlægð sinna ýmsum forystustörf- um á vettvangi lögreglunnar, þar sem þau hafa bæði starfað í fjölda ára. Það var greinilegt að Jón Otti lagði sig mjög fram við að stýra keppnisliðum lögreglunnar í ýmsum íþróttagreinum, bæði hér innanlands og erlendis. Sundið var þó eftirlæt- isgrein hans, og hann lagði sérstaka rækt við sjósund. Mér varð alltaf hrollkalt við að heyra lýsingar hans á árlegu sjósundi lögreglumanna á ný- ársdag, enda hitastig sjávar yfirleitt nálægt frostmarki, en hann virtist ekki setja það fyrir sig, frekar en önnur hraustmenni í lögreglunni. Í minningunni stendur þó upp úr Eng- eyjarsund hans fyrir nokkrum árum, og hvað hann var glaður yfir því að hafa náð að ljúka sundinu. Og það var hreykinn Jón Otti sem sýndi mér stóran blómvönd, sem hann hafði fengið frá Sólveigu dómsmálaráð- herra eftir Engeyjarsundið. Í með- fylgjandi kveðju hrósaði hún honum fyrir sundafrekið og sagði hann vera til fyrirmyndar og bera hróður lög- reglunnar víða. Minningabrotin sem við nágrann- arnir höfum verið að rifja upp saman undanfarna daga eru öll á jákvæðu nótunum, því þannig voru öll sam- skipti við Jón Otta. Mörg þeirra eru spaugileg, því hann hafði eitthvert sérstakt lag á því að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni, jafnvel á hversdagslegustu hlutum. Það var greinilegt að Jóni Otta var mjög umhugað um fjölskyldu sína. Hann lagði sig mjög fram við að sinna sem best börnum sínum og barnabörnum, og var mikill félagi þeirra allra. Ein af síðustu minning- unum um hann, er þegar ég hitti hann hér í forstofunni rétt fyrir jólin. Þá sýndi hann mér afar stoltur stór- an, rauðan jólapakka sem hann var að senda til afastrákanna sinna norð- ur á Akureyri. Ég sendi Berglindi, Katrínu Dag- mar, Eyjólfi, Birnu Dögg, Halldóri, Ívari Má, Kristófer Loga og Þor- steini Otta, bræðrum hans Einari, Ragnari, Gísla Þór og fjölskyldum þeirra og tengdaföður hans Eyjólfi, sem nú dvelur í Ástralíu, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Bryndís G. Róbertsdóttir. Elsku Jón Otti. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn svona allt of fljótt. Orð fá því vart lýst hversu erfitt það er að kveðja þig. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til baka til þeirra stunda sem við höfum átt með þér. Það sem stendur upp úr er einstakur maður sem var alltaf hress og með mikinn húmor. Sama hvert þú fórst þá tókst þér alltaf að koma öllum í gott skap. Við höfum þekkt Jón Otta alla okkar ævi en sambandið hefur verið sérstaklega náið síðustu ár. Segja má að heimili hans hafi verið okkar annað heimili síðustu ár og fékk hann okkur alltaf til þess að líða eins og heima hjá okkur en ekki sem gestum á heimili hans. Alltaf þegar Elísabet kom í heimsókn, sem var ansi oft, kallaði hann hana Kallý og grínaðist með það hversu líkar þær væru orðnar og Jón Otti hafði ein- stakt lag á því að gera sama hlutinn alltaf jafn fyndinn. Jón Otti var einstaklega hjálpsam- ur og vildi allt fyrir aðra gera. Eins og þegar Guðrún veiktist þá hringdi hann daglega til þess að athuga hvernig hún hefði það. Það var eng- inn eins og Jón Otti og ein síðasta minning okkar um hann er þegar við komum gangandi yfir göngubrúna okkar og hann kemur hlaupandi á móti okkur veifandi höndum og bros- andi út að eyrum. Nú ert þú kominn til Guðs og við vitum að þegar við komum munt þú taka á móti okkur jafn hlýlega og þú hefur alltaf gert. Elsku Jón Otti, takk fyrir allar þær samverustundir sem við höfum átt með þér í gegnum árin. Minning um einstakan mann lifir áfram. Guð geymi þig. Elsku Berglind, Kallý, Eyjólfur, Birna, Þorsteinn Otti og aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk. Elísabet og Guðrún Gísladætur. Ég hef þekkt þig, Jón Otti Gísla- son, frá því ég man eftir mér, þú varst mér eins og öðrum mjög góður og traustur vinur. Þið pabbi voruð bestu vinir og það var mikill sam- gangur milli heimila okkar enda bjuggum við í sömu götu. Þú varst alltaf einstaklega góður við okkur systurnar og gafst þér oft tíma til að leika við okkur og fá okkur til að brosa. Þú fylgdir mér í gegnum ung- lingsárin og gafst mér oft góð ráð sem nýttust mér vel. Alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa eða veita manni stuðning og alltaf var stutt í glens og gamansemi. Þú reyndist öllum vel, hjá Selmu og Thelmu varstu í miklu uppáhaldi eins og eflaust hjá öðrum börnum. Á okkar heimili heyrðist oft frá þeim: „Förum í heimsókn til Jóns Otta,“ og alltaf gastu fundið nýjan dótakassa fyrir þær í geymslunni. Elsku Jón Otti, við þökkum fyrir trausta og hlýja vináttu. Tært úr auga tárið rennur, traustur vinur horfinn mér. Sár í hjarta sorgin brennur, söknuður minn huga sker. Við systurnar sendum aðstand- endum Jóns Otta okkar innilegustu samúðarkveðjur. María Ósk Guðbrandsdóttir, Selma Soffia Guðbrandsdóttir, Thelma Rut Guðbrandsdóttir. Jón Otti var vinur í raun, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa ef eitthvað var að, og var það oft sem ég leitaði til hans. Ég kynntist Jóni Otta þegar ég var átta ára gömul, þá hófst vinskap- ur pabba og hans. Síðar kynntist ég dóttur hans Birnu sem var vinkona mín fram á fullorðinsárin. Við bjugg- um lengst af í sömu götu og man ég ekki eftir merkisatburðum í lífi mínu öðruvísi en hann væri þar. Jón Otti og fjölskylda komu í öll afmæli, hann og fjölskylda hans voru við skírnir barnanna minna og í brúðkaupi mínu sat hann framarlega og tók athöfn- ina upp á myndband. Það vantar bara eitt á þessa myndbandsspólu, og það eru myndir af honum, en rödd hans heyrist þegar hann er að tala við fólkið sem hann var að mynda í veislunni. Jón Otti var góður fjölskylduvin- ur. Hann mundi alltaf eftir afmæl- isdeginum mínum, og í fyrra þegar ég varð 26 ára kom hann í heimsókn til að óska mér til hamingju. Það var yndislegt. En Jón Otti var ekki bara til stað- ar þegar um gleðistundir var að ræða, hann var líka fyrsti maður til að vitja mín ef eitthvað var að. Hann fylgdi mér í gegnum veikindi mín og reyndist sá stuðningur mér ómetan- lega vel. Jón Otti var líka mikill spéfugl og húmoristi. Á unglingsárunum skömmuðumst við Birna okkar oft fyrir fíflalætin í feðrum okkar, en þegar ég varð eldri lærði ég að meta húmorinn og gleðjast með þeim. Það var oft glatt á hjalla í Rauða- gerðinu. Þú hafðir mikil og góð áhrif á mig og mína fjölskyldu. Þín verður sárt saknað. Það verður tómlegt í næstu veislu eða boði án þín. En við munum hittast seinna og með þessum orðum bið ég Guð að varðveita þig. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei skal ég þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Guðlaug Rósa. Fallinn er frá góður félagi. Jón Otti var einn ötulasti stuðningsmað- ur íþrótta innan lögreglunnar og tók hann einnig þátt í mörgum íþrótta- greinum. Var hann afburða sund- maður og stofnaði hann ásamt nokkrum félögum sínum Sjósund- félag lögreglunnar árið 1997. Með tilkomu sjósundfélagsins fengu margir lögreglumenn áhuga á sjó- sundi og stóð félagið fyrir mörgum hópsundum í kringum Reykjavík á öllum árstímum. Var Jón Otti ómiss- andi þegar taka átti sundsprettinn og tók hann þátt í öllum sjósundum lögreglumanna og reyndar gott bet- ur en það því hann hélt sambandi við þröngan hóp heljarmenna utan lög- reglunnar, ákafa sjósundmenn og synti með þeim einnig. Áttu sum þessara heljarmenna það til að birt- ast með Jóni Otta í hópsund lög- reglumanna, þá oftast um vetur, og synda með sem gestir. Vissi Jón Otti um afrek þeirra og talaði um þau af virðingu enda er auðveldara að átta sig á þeim þröskuldum sem sjósund- maður verður að yfirstíga eftir að hafa sjálfur tekið þátt. Eitt eftir- minnilegasta sjósund Jóns Otta er Engeyjarsundið sem hann synti í byrjun júní árið 2001. Var veður fremur svalt miðað við árstíma og kaldan strenginn lagði inn sundið frá opnu hafi. Gekk sundið ákaflega vel og komu margir vinnufélagar, ætt- ingjar og vinir að taka á móti honum þegar hann kom að landi. Þótti Jóni Otta frábært að fá svo góðar mót- tökur og lék hann á als oddi eftir að hafa jafnað sig á sundinu skömmu síðar sama dag. Þannig minnumst við okkar kæra félaga. Fjölskyldu Jóns Otta sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Félagar í Sjósundfélagi lögreglunnar. Kær vinur okkar systkina, Jón Otti Gíslason, er kvaddur í dag. Það skarð er hann skilur eftir sig er stórt. Það finnum við nú, því „þar sem góðir menn fara eru Guðs veg- ir“. Þeir eru lampi á hinni daglegu vegferð og þegar á honum slokknar og birtan dvín verður örðugra að rata veginn fram á við en áður. Slíka birtu eða slíkt ljós bar Jón Otti með sér í persónu sinni. Við systkinin hittum Jón Otta fyrst um það leyti er kynni tókust með honum og eftirlifandi eiginkonu hans, Berglindi frænku okkar. Það sem einkum prýddi hann í augum okkar var einstök prúðmennska og viðfelldin framkoma þessa glæsilega manns. Og er árin liðu sannaðist æ betur að innri maðurinn var engu síðri. Hér er ekkert ofmælt. Persónutöfra hafði hann nóga til að bera og minnist sá er þessi fáu orð skrifar ekki annars manns er þægi- legra og skemmtilegra var að ræða við um furður og gátur lífsins og glettninnar og stundum tregabliks- ins sem þá kom fram í augun. Næmi hans og mannskilningur var mikill og í vandasömu starfi var honum fal- ið að annast viðkvæm mál, þar sem mikið mun hafa reynt á þessa eig- inleika. Jón Otti var karlmenni og ágætur íþróttamaður sem stefndi að nýjum afrekum í sinni grein, sem var sjósund. Þá íþrótt þarf harðfengi til að stunda. Eigi að síður átti hann við erfið og hættuleg veikindi að stríða og ef til vill var það á þeim vettvangi sem hvað mest reyndi á, og kannski vann hann ekki minnstu afrekin þar, þótt hljóðar færi. Harmur er að okkur systkinum sem og öllum vinum hans kveðinn. En hvað er okkar sorg á við sorg ekkjunnar og barnanna þeirra tveggja, svo og annarra barna hans, nánustu ættingja og venslamanna? Verður okkur þá ekki síst hugsað til tengdaföður hins látna, Eyjólfs Jónssonar, er syrgir fráfall hans í fjarlægum heimshluta. Megi Guð vera þeim styrkur í þeirra mikla missi. Atli Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.