Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjörtur Marinós-son stýrimaður fæddist á Akureyri 31. desember 1941. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 31. janúar síðastliðinn. Hjörtur var sonur hjónanna Marinós Tryggvasonar, f. á Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit 17. júlí 1914, d. 28. mars 2001, og Sigrúnar Finnsdóttur, f. í Torfufelli sömu sveit 3. júní 1920, d. 11. desember 1997. Hjörtur var næst- elstur tíu barna þeirra. Systkini Hjartar eru: Hjörtur, f. 1940, d. 1941, Finnur, f. 21. mars 1943, bú- settur á Akureyri, Lilja Indiana, f. 5. september 1944, búsett á Akur- eyri, Steinar, f. 11. janúar 1946, búsettur í Reykjavík, Jósef Lillien- dal, f. 23. júlí 1949, búsettur á Eg- ilsstöðum, Tryggvi, f. 18. ágúst 1952, búsettur á Akureyri, Rósa, f. Aron Már, f. 28. október 1988, og Agnar Ari, f. 4. nóvember 1990. Áður átti Lára Auðun Helga Walt- ersson, f. 23. júlí 1981. 2) Elín Helgadóttir, f. 6. júní 1961, maki Ásþór Guðmundsson, f. 7. nóvem- ber 1961. Börn þeirrar Birgir Rún- ar, f. 11. febrúar 1986, og Elísabet Eir, f. 31. mars 1993. Áður átti Elín Helga Stefán Egilsson, f. 2. ágúst 1978, og Ástu Margréti Egilsdótt- ur, f. 26. apríl 1983. Hjörtur ólst upp á Akureyri og stundaði hefðbundna skólagöngu í barna- og gagnfræðaskóla. Á ung- lingsárunum í dvaldi Hjörtur mik- ið í Ártúni í Eyjafjarðarsveit hjá afa sínum og ömmu. Ungur valdi Hjörtur sér sjómennsku að ævi- starfi og aflaði sér skipstjórnar- réttinda í Sjómannaskólanum. Fyrstu árin til sjós var Hjörtur á togurum Útgerðarfélags Akureyr- ar og ýmsum vertíðarbátum. Lengst af var hann þó á togbátn- um Áskeli ÞH í eigu útgerðarinnar Gjögurs hf. Einnig á Hákoni ÞH í eigu sömu útgerðar. Á tímabili stundaði Hjörtur smábátaútgerð, aðallega frá Höfn í Hornafirði. Síðustu árin var hann til sjós á Fjölni frá Grindavík. Útför Hjartar var gerð frá Selja- kirkju í Reykjavík 7. febrúar. 10. desember 1955, búsett á Hvanneyri, Kristbjörg, f. 8. apríl 1957, búsett í Hafnar- firði, og Ófeigur Arn- ar, f. 22. febrúar 1964, búsettur á Akureyri. Hinn 27. október 1965 kvæntist Hjörtur Rósu Sigurjónsdóttur, f. 27. maí 1947. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Sigmar Val- ur, f. á Akureyri 22. september 1965, maki Dóra Guðrún Þórar- insdóttir, f. 29. sept- ember 1974. Þau eiga dótturina Sigurlaugu Margréti, f. 14. febr- úar 2001. Hinn 31. desember 1979 kvænt- ist Hjörtur Auði Skarphéðinsdótt- ur, f. 28. apríl 1942. Dóttir þeirra er Indiana Sigrún, f. 7. maí 1979. Dætur Auðar eru: 1) Lára Sigrún Helgadóttir, f. 15. febrúar 1960, maki Böðvar A. Eggertsson, f. 20. september 1960. Synir þeirra eru Þegar dauðinn birtist skyndilega öllum að óvörum og án aðvörunar stöndum við sem eftir lifum ráðvillt í djúpri sorg, varnarlaus og vantrúa. Þá þjóta um hugann ótal minningar og ýmis atvik og upplifanir frá liðn- um árum, maður staldrar við og tek- ur ekki öllum hlutum lengur sem sjálfsögðum hlut. Allt í einu verða einstakar minningar svo ljóslifandi og dýrmætar. Minningar um elsta bróðurinn á leið út á lífið í næl- onskyrtu með lakkrísbindi og brillj- antín í hárinu eða þeysandi um göt- una á skellinöðru. Minningin um örvæntinguna þegar ekkert fréttist af trillunni Gulltoppi með Hjört inn- an borðs. Ekkert fréttist af bátnum í á annan sólarhring í ofsaveðrinu um páskana ’63. Ekki gleymist eft- irvæntingin og sælan þegar hann kom færandi hendi úr siglingum með togara frá fjarlægum löndum, allir fengu eitthvað spennandi og ævinýralegt, enginn gleymdist. Eða bíllinn, fyrsti bíllinn á heimilinu, enskur eðalvagn af Hillman-gerð. Þá var ekki leiðinlegt að skreppa í bíltúr, þá átti Hjörtur heiminn. Minningin um stórveisluna þegar þrjú elstu systkinin giftu sig sama daginn á silfurbrúðkaupsdegi for- eldra sinna. Í minningunni stóð sú veisla dögum saman eins og í æv- intýrunum. Minningin um að í sveit- inni varð maður að standa sig því annars átti maður á hættu að falla í áliti samanborið við bróðurinn, sem allt virtist hafa kunnað og getað. Starfsævinni eyddi Hjörtur á sjó og það starf átti hug hans allan og gaman var að ræða um málefni sjó- manna og útgerðar við hann þótt stundum hafi nú hitnað í kolunum í þeim umræðum en stoltur var hann af starfi sínu og stóð sína vakt með prýði þótt ekki fengist hann til að tala mikið um sig sjálfan eða eigin afrek. Eitt var Hjörtur þó ekki feiminn að tala um en það voru börnin, sem hann var mjög stoltur af. Hjörtur var ákaflega gefinn fyrir lestur bóka og hafði safnað að sér ótölulegum fjölda þeirra, svo allar hillur og geymslur eru fullar. Hann hugsaði sér gott til glóðarinnar þeg- ar um hægðist, að una sér við lestur, en nú gefst víst ekki færi á því leng- ur. Elsku Simmi, Inda og Auður. Við systkinin sendum ykkur og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur í vissu um að minningin um góðan dreng mun lifa. Svo er því farið. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Blessuð sé minning Hjartar. Tryggvi Marinósson. Elsku pabbi minn. Hvað ég sakna þín sárt. Þegar ég var lítil og þú varst á sjónum og mér leið illa eða eitthvað var að sagði ég alltaf við mömmu: „Ég vil fá pabba minn,“ því mér fannst ég alltaf svo örugg þegar þú varst heima. Og núna, þessa und- anfarna daga, hafa einmitt þessi orð komið oft upp í hugann. Þú varst sá eini sem gast alltaf huggað mig á erfiðum stundum og þú gast alltaf komið mér til að hlæja. Frá því ég man eftir mér varst þú alltaf númer eitt hjá mér og ég hjá þér, held ég. Þú varst vinur minn og hetjan mín og ert enn. Ég vil ekki skilja að þú sért dáinn. Allar þessar tilfinningar sem ég er að ganga í gegnum núna eru mér næstum ofviða. Þetta er erfiðara en orð fá lýst. En samt pabbi minn get ég fundið smágleði í hjartanu yfir því hvað við vorum góð saman, þú, ég og mamma. Þú vissir að þú varst elskaður og við vitum hvað þú elsk- aðir okkur mikið. Ég er ólýsanlega stolt yfir því að vera dóttir þín og yfir því hvað við erum lík. Ég vildi bara að ég hefði þig hjá mér. Ég veit ekki hvað við mamma gerum án þín. Ég sakna þín pabbi og ég elska þig. Þín dóttir Indíana Sigrún. Elsku afi minn, ég sakna þín voðalega mikið og ég vildi að þú værir hjá okkur núna. Mér þótti svo ofsalega vænt um þig og ég hugsa til þín svo mikið og ég vildi alltaf sýna þér hvað mér þótti vænt um þig og amma hló allt- af svo mikið því þegar ég var lítill hringdi ég til ykkar og amma ansaði og ég sagði „er afi heima?“ en ef afi var ekki heima spurði ég „er Inda heima?“ og ef Inda var ekki heima sagði ég bara „bless“. Bless elsku afi minn, þinn Agnar. HJÖRTUR MARINÓSSON Síminn hringdi klukkan sjö að morgni hinn 29. jan sl. Eldri sonur okkar, Jónatan, var í símanum til að segja okkur að Sigmundur Pálsson tengdafaðir hans hefði dáið þá um nóttina. Þetta voru algjörlega óvænt og mjög sorgleg tíðindi. Hugurinn leitaði strax til fjölskyldunnar sem eftir stóð lömuð af undrun og sorg. Til litlu barnabarnanna okkar í Laugatúninu, þau höfðu nú misst ástríkan afa sinn sem var svo stór hluti af þeirra tilveru. Við hjónin vorum á Sauðárkróki þremur dögum áður í afmæliskaffi hjá Jonna og Ingu Jónu í tilefni af af- mælinu hans Jonna. Simmi og Lauga voru þar líka glöð og hress ásamt fleiri vinum og vandamönnum. Mikið var spjallað og Simmi hrókur alls fagnaðar eins og vanalega. Þau hjón- in voru að ráðgera endurbætur á eld- húsinu sínu á Smáragrundinni og vorum við konurnar með ýmsar bollaleggingar þar að lútandi. Þau hugðust svo heimsækja okkur fljót- lega til að skoða hvernig við höfum leyst samskonar mál. Auðvitað var svo líka rætt um okk- ar sameiginlega fjársjóð, litlu systk- inin á heimilinu. Simmi var mikill og góður afi með næmt auga fyrir þörf- um og löngunum afabarna sinna hvort sem þau voru stór eða smá. Hann tók þátt í áhugamálum þeirra og afrekum af lífi og sál, var tilbúinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti og var þeim félagi og vinur í dagsins önn. Elsku Sævar og Ásrún, þið hafið mikið misst og munuð sakna Simma afa mjög, en þið eigið líka dýrmætar minningar og hafið mikið lært af SIGMUNDUR BIRGIR PÁLSSON ✝ Sigmundur Birg-ir Pálsson fædd- ist á Sauðárkróki 28. nóvember 1932. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 29. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkróks- kirkju 8. febrúar. samvistum við hann. Þið munuð smám sam- an skilja það betur og betur hvað þið eruð lánsöm að hafa átt þessi ár með honum, þessi fyrstu mótunarár ykkar sem eru svo mik- ilvæg í lífi hvers og eins. Verið þið dugleg að tala um Simma afa við Laugu ömmu, mömmu, pabba, okkur og alla hina sem þekktu hann. Inga Jóna tengda- dóttir okkar, sú yngsta af dætrum þeirra Simma og Laugu, sér nú á bak umhyggjusömum föður og félaga, sem hefur verið henni svo mikils virði allt hennar líf og hún hef- ur verið samvistum við nánast hvern dag frá fæðingu. Við hana og alla hina í fjölskyldunni viljum við segja að missir ykkar er vissulega mikill, snöggur og sár, en fjársjóður minn- inganna er líka stór og þar eru marg- ar gleðistundir, kærleiksríkir at- burðir í leik og starfi og áreiðanlega góðar sögur um meinlaus prakkara- strik frá ýmsum tímum. Jónatan sonur okkar hefur verið hluti af stórfjölskyldunni á Smára- grundinni í tæp sextán ár og hefur notið þess að vera samtíða þessum trausta, glaðværa og umhyggjusama manni, hann hefur svo sannarlega misst góðan vin og félaga. Simmi var mikill fjölskyldumaður og var afskaplega annt um hópinn sinn allan, Laugu sína, dæturnar, tengdasynina, afa- og langafabörnin, vini þeirra og vandamenn. Hann er nú svo snöggt og óvænt horfinn yfir móðuna miklu. Fjölskyldan, vinir og vandamenn standa agndofa eftir með tár á hvarmi og sorg í hjarta. Hvers vegna fékk hann ekki lengri tíma hér á jörð, það er sú stóra spurning sem við spyrjum okkur öll. Þessi lífsglaði og hraustlegi maður, sem átti svo mörgum verkefnum ólokið, er nú farinn frá okkur öllum að óvörum. Lauga hefur misst ástvin sinn og lífsförunaut, vin og félaga í blíðu og stríðu. Við hjónin vottum henni okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að styðja hana og styrkja. Dætrunum fjórum og fjölskyldum þeirra vottum við sömuleiðis okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þau öll. Við viljum þakka Simma kærlega fyrir samveruna og góð kynni á þessari jörð og biðjum Guð að varðveita og blessa minningu hans. Far þú friði. Hólmfríður og Sævar. Einn af krökkunum úr Suðurgöt- unni á Sauðárkróki, hann Simmi, eins og hann var alltaf kallaður, er fallinn frá. Við munum hann ekki öðruvísi en í góðu skapi og síbros- andi. Það var mikill samgangur á milli Simma og systkina hans og krakk- anna í Ketu, enda stutt að fara, rétt yfir götuna. Það voru mörg börn við Suðurgöt- una á þessum tíma og oft mikið fjör. Suðurgatan var eitt aðalleiksvæð- ið og lítið um bílaumferð í þá daga. Á Ketutúninu og svæðinu kringum Sýsluhesthúsið var farið í „Yfir“ og „Fallin spýtan“, „Slá bolta“, „Hlaup- ið í skarðið“ og fleiri leiki. Á þessum tíma var ekki sjónvarpið til þess að tefja fyrir börnunum, enda oft verið í leikjum langt fram á kvöld, þegar veður leyfði. Það var mikil samheldni í krökkunum við götuna og yfirleitt aldrei farið annað til að leika sér. Á þessum árum voru margir fá- tækir á Króknum og litla vinnu að hafa fyrir almúgann. Margir áttu kýr og nokkrir kindur til þess að hafa mjólk og kjöt. Á sumrin var kúnum safnað sam- an við Sýsluhesthúsið. Þar beið sér- stakur kúasmali sem rak kýrnar á beit niður í mýrar. Hann kom svo með þær til baka að hesthúsinu á ákveðnum tíma, þar sem krakkarnir tóku við þeim. Í minningunni var alltaf nægur snjór á Króknum á veturna. Þá voru grafin göng í snjóskaflana og byggð stór snjóhús. Einnig var farið fram í Grænuklauf og krakkarnir renndu sér á tunnustöfum, fáir áttu alvöru skíði. Þá má ekki gleyma Flæðunum, sem var stórt leiksvæði á veturna, þegar Sauðáin fraus og breiddi vel úr sér. Þá rann hún vestan við Skag- firðingabrautina, framhjá félags- heimilinu Bifröst og þaðan niður í sjó. Þarna var oft margt um manninn þegar færið var gott. Bæði börn og fullorðnir voru þar á skautum, aðrir drógu börn á sleðum, sem flestir voru heimasmíðaðir. Oft var farið með færi út á bryggju þegar fór að vora og rennt fyrir fisk. Yfirleitt fékkst lítið annað en marhnútur, koli eða ufsi, stöku sinnum silungur. Þetta eru nokkur minningabrot úr æsku. Í öllum leikjum var Simmi Páls virkur þátttakandi og hrókur alls fagnaðar. Guð geymi góðan dreng. Eiginkonu, dætrum og öðrum ætt- ingjum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Börnin úr Ketu. Þegar við mættum til vinnu hinn 29. janúar fengum við þær sorgar- fréttir að hann Simmi okkar hefði látist þá um nóttina. Okkur setti hljóðar og mörg voru tárin sem féllu þennan morgun. En dagana á eftir streymdu um hugann mörg minn- ingabrot um þennan ljúfa og góða vin og starfsfélaga. Um alla morgn- ana þegar hann kom til okkar í þvottahúsið í smá kaffisopa áður en haldið yrði áfram með vinnuna og yf- irleitt lumaði hann á einum eða tveimur góðum bröndurum í leiðinni, svona til að hressa upp á daginn. Það var oft kátt á hjalla í kaffistofunni okkar þegar saman voru komnir starfsfélagar í endurhæfingu, sund- laug og svo Simmi. Þá var oft margt spjallað, bæði í gamni og alvöru. Einu sinni í mánuði höfum við starfsfólk í þvottahúsi, endurhæf- ingu og sundlaug haft þann sið að vera með vöfflukaffi og þá skipst á að baka og var Simmi að sjálfsögðu inni í þeirri skiptingu. Simmi var alltaf með í öllu sem viðkom okkur, því eins og við sögðum svo oft í gamni: „Simmi er ein af okkur stelpunum.“ Svo kom að því í haust að Simmi skyldi hætta störfum á Heilbrigðis- stofnuninni. „Kominn á aldur,“ sagði hann. Ekki vorum við þvottahúskon- ur sáttar með það og töluðum um það, bæði í gamni og alvöru, að fara af stað með undirskriftalista um að hann fengi að halda áfram að vinna, hann hefði ekkert að gera með það að hætta strax, svona heilsuhraustur og hress, en staðreyndin var auðvit- að sú að við kviðum því mikið að sjá ekki Simma og spjalla við hann á hverjum degi, eins og við vorum van- ar. En Simmi hélt nú ekki, nú fyrst færi hann að njóta lífsins, lúra á morgnana, leika við barnabörnin og dytta að sumarbústaðnum sem þau Lauga voru búin að koma sér upp í Hjaltadalnum. En við tókum þó af Simma það loforð að hann héldi áfram að mæta í vöfflukaffið og koma endrum og eins í kaffisopa og spjall til okkar og við þetta stóð Simmi, þar til kallið kom. En þótt Simmi sé horfinn á braut, þá mun ávallt lifa í hjörtum okkar minningin um góðan og hjálpsaman vin. Við vottum Laugu, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Simma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Starfsstúlkur í þvottahúsi. Kveðja frá Lionsklúbbi Sauðárkróks Þegar dauða ber að höndum hugs- um við öðrum stundum fremur um hvað dauðinn sé. Er hann endalok alls eða flutningur á annað tilveru- stig? Margir leita eftir svörum við þessari spurningu en fá ekki óyggj- andi svör. Líkaminn er forgengileg- ur, það vitum við, en öfugt við for- gengileikann þroskast sálin með aldrinum, sem gefur vísbendingu um að hún eigi að lifa áfram. Okkur er ekki ætlað að fá öruggar sannanir fyrir því, en skynsamur maður ætti að gera ráð fyrir að svo sé. Þessar hugsanir spretta fram þeg- ar ég er sestur niður til að minnast vinar míns og lionsfélaga Sigmundar Birgis Pálssonar sem lést skyndilega fyrir fáum dögum, en hann varð bráðkvaddur á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga að morgni 29. janúar, örstuttu eftir að hann var þangað fluttur til rannsóknar. Enda þótt við vitum að dauðinn verður ekki umflúinn, kemur hann alltaf á óvart og er jafnan sár fyrir aðstandendur, þótt aðdragandi sé að honum og menn viti að hverju stefni. Þegar hann kemur svona skyndilega eins og í þetta sinn, er hann reið- arslag fyrir fjölskyldu og ástvini. Sigmundur var virkur félagi í Lionsklúbbi Sauðárkróks. Hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.