Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG þurfti að fara á spítala í nokkra daga og þó að það sé ekki í frásögur færandi fyrir mann á ní- ræðisaldri var það til þess að rifja upp gömul atvik úr lífi mínu sem uppfinningamanns. Læknirinn sem á móti mér tók var mjög geðþekkur maður. Hann spurði mig ýmissa spurninga, eins og gengur, um van- líðan mína og einnig hvað ég hefði haft með höndum um ævina. Ég leysti úr þeim spurningum eins og ég best gat, svo að lokum sagðist ég hafa haft sem áhugamál uppfinn- ingar þá spyr hann: Getur þú nefnt mér eitthvað sem þú hefur fundið upp sem er í notkun hér á landi eða erlendis? Sem snöggvast fannst mér, í þessari fyrirspurn, skína í gegn viðhorf ýmissa sem gjarnan vilja líta á uppfinningamenn sem skrýtna karla. Þetta er auðvitað meinsemd hjá mér en ekki honum. Læknar sem meðhöndla tól og tæki til alls konar brúks við störf sín og fylgjast með þróun og nýsköpun þeirra gera sér auðvitað grein fyrir að þau fæðast ekki eins og börn. Heldur býr þar að baki þrotlaus hugsun hugvitsmannsins og þróun- arferli hugmyndanna frá upphafi til enda. Það mun hafa verið kringum 1972 að ég gerði mína fyrstu tilraun til að athuga með einkaleyfi á því sem ég nefndi heilsukoddi, sem ég var þá búinn að hanna og nota fyrir mig með góðum árangri. Hugmyndina fékk ég eftir að hafa í nokkur ár þjáðst af sárum verk í hálsi og herðum. Er ég fór á sjúkrahús, reyndar af öðru tilefni, sagði ég lækninum frá þessum verk og fann hann þá út að í tveimur hálsliðum væri að myndast kölkun sem ekkert væri hægt að gera við nema þá helst að leggja við heita bakstra. Þá datt mér í hug að búa til púða sem studdi undir hálsinn þegar ég legð- ist út af. Síðar er ég fór að sofa á þessum kodda og hafði vanist því hvarf verkurinn. Eftir þetta fannst mér ráð að kanna hvort einhver hefði í höndum einkaleyfi á slíkum hlut. Kom þá í ljós að Íslendingur hafði sótt um einkaleyfi á kodda lík- um mínum og fengið útgefið einka- leyfi 1937. Þetta leyfi var löngu út- runnið og púðinn reyndar byggður úr allt öðru efni en var í koddanum hjá mér. Þessi hlutur, koddinn, kostaði mig talsvert margar vinnslustundir og fjármuni, m.a. tvær ferðir til Kaupmannahafnar í sambandi við einkaleyfið og möguleika á að koma þessu á markað í Danmörk og víðar því ekki hafði tekist að koma þessu í framleiðslu hér á landi. Ég þurfti að leggja fram rökstudda lýsingu á hlutnum ásamt teikningu sem ég gerði. Einnig þurfti ég meðmæli valinkunna manna og lækna og ann- arra sérfræðinga um nytsemi hlut- arins. Ég hafði handunnið nokkra kodda og komið þeim til prófunar til einstaklinga sem ég vissi að væru með eymsli í hálsi og öxlum. Þessi koddi var sérstaklega hann- aður með tilliti til þess að létta á herðum og hálsi. Þremur koddum var komið inn á Grensásdeild til að kann viðbrögð hjúkrunarfólks og sjúklinga við notagildi þeirra. Þegar ég fór svo eftir nokkrar vikur að vitja um árangur þessara tilrauna kom í ljós að allir töldu að þetta væri ágætt og þeir sem sofið höfðu á koddunum vildu helst eiga þá. Því var það að ég gekk á fund læknis stofnunarinnar og bað hann um að gefa mér meðmæli um að koddinn væri góður til síns brúks samkvæmt umsögn hjúkrunarfólks og sjúk- linga. Jú, það sagðist hann geta gert með glöðu geði. En það fór í verra þegar ég bað um að fá það skriflegt. „Það get ég ekki með nokkrum móti gert. Því miður er al- veg útilokað að ég geri það því þá bryti ég samning sem ég hef geng- ist undir að virða.“ Ég talaði svo við annan lækni sem ég þekkti og fékk þar sömu svör og vitnaði hann því til stuðnings í samning við lækna- félagið. Ég spurði ekki nánar út í þetta enda ekki tilgangurinn með þessum skrifum að hnýta á nokkurn hátt í læknastéttina. Heldur er ég aðeins að benda á að það eru mörg ljón á vegi íslenskra hugvitsmanna. Þetta er aðeins lítil saga af glötuðu tæki- færi til nýsköpunar og ef til vill til atvinnuskapandi verka. Auk bæði fjárhagslegs og félagslegs tjóns sem óhjákvæmlega lendir á baki frumherjans og fjölskyldu hans er sárt að þurfa að horfa upp á að sams konar kodda er nú verið að flytja inn og eru þeir framleiddir í milljóna tali. Íslensk hugmynd sem reynt var að koma á framfæri 20 árum fyrr. Því miður er hægt að tína til og segja frá ýmsum hremmingum ís- lenskra hugvitsmanna með hug- myndir sínar svipaðar og ég hef hér gert. Það gæti verið dálítið fróðlegt að taka upp nokkur dæmi því til sönnunar. Í vonlausri baráttu fyrir því að það hafi einhver áhrif til bóta á þá ráðamenn sem starfa hjá ís- lenskum sjóðakerfum eða á hinu háa alþingi. En þar eru menn sem lofsyngja nýsköpun á tyllidögum eða á sunnudögum fjórða hvert ár og gleyma því svo á mánudögum enda eru þeir til mæðu. Þannig telja íslenskir hugvitsmenn dagana meðan þeir bíða eftir svari frá stofnunum eða einstökum tals- mönnum þessa kerfis. Svari sem getur þýtt örlög þeirra hugmynda: Nei er gott, já er betra, biðin er verst. Hvenær skyldi sá dagur koma sem þýðir laugardagur til lukku fyrir viðkomandi frumherja og ís- lenskt hugvit. Hvenær skyldi sá dagur koma þegar greidd verður gata viðkomandi frumherja og ís- lenskt hugvit fær að njóta sín. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig á þessu stendur en nú eru þetta í mörgum greinum hámenntaðir menn. Ekki geta þetta verið eiginhags- munir sem þeir eru að verja því ekki heyrir maður svo oft sagt frá hálærðum mönnum með snjallar hugmyndir í kollinum sem komist hafa á framfæri. Þó eru eflaust til undantekningar þar á. Oftast eru hugmyndasmiðirnir menn með al- menna menntun. Kannski er ein af ástæðunum fyrir því að hinir lærð- ari reyna að finna hliðstæður hug- myndanna í bókum. Ef ekki er ákveðna formúlu eða umsögn þar að finna er hugmyndin aflífuð. Slíkt gengur ekki upp því þá yrði engin þróun eða nýsköpun. Ég og félagi minn Jóhannes Páls- son höfum lagt ómældar vinnu- stundir og fé í þá hugmynd okkar að veiða fisk á lífræna gervibeitu. Vegna þess að Jóhannes var búsett- ur í Danmörku í nokkur ár fengum við verklega aðstoð hjá Tækni locic institute. Vegna þessa verkefnis og áhuga þeirra manna sem að því stóðu í Danmörku útveguðu þeir fé til Hojmark Labratory Gretu Jac- obsen til að kanna sex afbrigði hrá- efnis í lífrænan þátt beitunnar með forskrift okkar og samkvæmt okkar hugmyndum. Það féll svo í minn hlut að vinna við smíði vélbúnaðar til að koma línunni í sjó. Til þess tók ég mér 9 mánaða kauplaust frí. Aðkeypt vinna var svo greidd með áhættufé sem Iðnþróunarsjóður lagði fram og það ber hér með að þakka. Hugmyndin hefur síðan þróast í huga okkar en lítið þokast áfram vegna féleysis. Ég ætla að leyfa mér að láta hug- ann reika aftur í tímann. Ég las fyr- ir nokkrum árum viðtöl í blaði við forstjóra banka og sjóða um skoð- anir þeirra á nýsköpun og fjár- mögnum nýrra hugmynda. Einn þeirra, „sjóðaforstjóri“, sagðist ekki vorkenna íslenskum hugvitsmönn- um þótt þeir væru að væla um fjár- skort. Eigi þeir góðar hugmyndir er þeim í lófa lagið að fara í fyrirtæki sem geta tekið að sér fjármögnun og framleiðslu þeirra. Sumir hugs- uðir halda alltaf að þeir séu að finna upp hjólið að nýju. Það þarf nú ekki skarpa hugsun til að finna háðið í þessum ummælum embættismanns- ins og það minnir mig núna á manninn sem vildi heldur fara til Kaupmannahafnar og læra þar varalestur heldur en að greiða af- notagjald ríkissjónvarpsins. Hvort tveggja er jafnheimskulegt. Ég minnist þess að ég átti viðtal við danskan mann sem hafði það starf að taka á móti hugmyndum danskra hugvitsmanna. Ég spurði hvort ekki kæmu fram margar hugmyndir vit- lausar sem væri ekki sinnt um. Hann svaraði því svo að það kæmi aldrei svo vitlaus hugmynd að manni bæri ekki skylda til að láta kanna hana til fullnustu og hann lýkur svo orðum sínum með því að spyrja mig. „Kannast þú við söguna af manninum sem tók glas með dreggjum mygluðum sem flestir hefðu fleygt en hann tók innhaldið og rannsakaði það og úr því varð til meðal sem bjargaði hundruðum manna frá bráðum bana meðan stríðið stóð og það er enn verið að nýta áhrifamátt þess með aukinni þróun og nýjum útgáfum þess á ýmsum sviðum og bjargar meðalið fólki enn í dag frá dauða eða ör- kumlum. Það mætti svo til gamans líkja þeim sem fann upp pensilínið fyrir rúmlega hálfri öld við þann sem fann upp hjólið í fyrndinni. Hvortveggja er okkur jafn nauðsyn- legt enn í dag. Það þarf bara góða hugmynd og heilbrigða hugsun fjár- málavaldsins til þess að hjólið fari að rúlla. En það bjargar ekki þeim hug- vitsmönnum sem í dag vegna fyrri hugsjóna liggja nú í skuldasúpunni, háaldraðir svo þeim endist ekki tími til að ljúka þeim greiðslum sem á þeim hvíla. En það er ekkert nýtt fyrirbrigði því það eru margir ís- lenskra hugvitsmanna sem þannig er ástatt um, sumir yngri, aðrir eldri. Öll þau tæki sem við Jóhannes lögðum grunninn að voru óþekkt áður og því algjör nýung. Tæknin þá í litlu samræmi við það sem þekkist í dag. Allar þessar hug- myndir miðuðu að því að nýta betur hráefni og minnka vinnslukostnað. Beituskurðarvélin komst lengst. Smíðaðar voru 70 vélar og þær voru flestar í gangi í 3–4 ár m.a. með að- stoð okkar. Þær voru bæði notaðar á útilegubátum og í landi. Breyttar vinnuaðferðir svo sem akkorðs- beitning og minnkun línuveiða vegna aukinnar notkunar á nælon- netum sem fiskaðist betur á en með gömlu netunum varð til að það dró úr áhuga fyrir sérstakri vél til beituskurðar þó svo að við sérstaka könnun hafi komið í ljós 1½ til 2 kg sparnaður á 420 króka m.a. vegna jafnari skurðar og að 10 mínutum fljótar var verið að beita hvern bala. Samtímis beituskurðarvél voru lögð drög að því sem kallað var dráttarkarl og með prótotýpu og teikningum gert skiljanlegt hvernig tækið átti að vinna. Það var svo spekúlerað í þessum tækjum þar sem þau voru sýnd á haustdegi í fiskiðju á Grandagarði í október 1951. Eldri mönnum fannst þó ótrú- legt að hægt væri að draga línuna ef dráttarskífan væri færð á lárétt- an öxul en það er einmitt lykilatriði við dráttarkarlinn. Öllum bar þó saman um að ef þetta tæki ynni eins og talið er þá leysti það af erf- iðustu og hættulegustu vinnuna um borð, þ.e. að draga línuna af spili með höndum í svo til hvaða veðri sem er. Gengum við á milli járnsmíðafyr- irtækja og buðum þeim alls konar kosti frá okkar hendi ef þeir tækju að sér að smíða fyrsta tækið svo hægt væri að gera nákvæmar kann- anir á notagildi þess. Engin þessara fyrirtækja töldu sig geta tekið að sér svo áhættusamt verk nema að fá til þess fulla greiðslu og á þess- um tíma buðu bankar ekki lán til slíkra framkvæmda en það hefði hugsanlega getað breytt miklu. Það féll því í minn hlut að smíða sterka prótótípu sem myndi duga til að draga línuna af spilinu og hringa hana niður í bala og það tókst. Þá var sá hlutur sýndur við Keflavík- urhöfn og í verbúðum í Reykjavík. Í kjölfar þessa skrifuðu 40 skipstjórn- armenn undir áskorun um að fiski- málasjóður legði styrk í þetta. Það plagg var sent ásamt umsókn um styrk. Uppkast að kostnaðaráætlun gerðu hutlausir aðilar og hún taldi að það þyrfti 70 þúsund krónur. Eftir 9 mánuði kom svar frá Fiski- málasjóði sem hljóðaði svo: „Því er neitað eftir nákvæma athugun þar sem ekki þykir sannað að um hagn- að vegna mannasparnaðar sé að ræða.“ Þannig fór um sjóferð þá. Guðmundur járnsmiður á Þingeyri fór svo að smíða svipuð tæki 10 ár- um seinna. Síðan hafa aðrar fiki- veiðiþjóðir notið góðs af þessari upphaflegu hugmynd okkar Jó- hannesar. Það má því segja eins og skáldið kvað: „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.“ Þegar ég var að ljúka þessum skrifum kom í hendur mínar bók sem Gísli „heitinn“ Halldórsson skrifaði en bókin heitir Á ferð og flugi. Gísli var vélaverkfræðingur og mikill hugsuður og frumherji á ýmsum sviðum. Í bókinni segir hann frá hlutum sem hann hafði fengist við eins og smíði gufutúrb- ínu til rafmagnsframleiðslu í Hvera- gerði sem var algjör nýjung. En ráðandi mönnum fannst lítið til þess koma að ætla sér að framleiða raf- magn með gufu. Þá hafði hann skrifað bréf 1929 til hernaðaryfir- valda í Bretlandi og lýsti hugmynd hans því sem hann kallaði lofttund- urskeyti og útfærði hann hugmynd sýna bæði með teikningum og á rit- uðu máli. Svar við bréfinu fékk hann aldrei en sagan sýnir árangur þessara lofttundurskeyta eins og við þekkjum í dag. Annar Íslendingur stórhuga mjög er Andrés Gunnarsson vélstjóri sem fann upp fyrstur manna skuttogara. Gerði af honum líkan og teikningar sem hann endaði með að reyna að koma á framfæri á Englandi eftir að hann hafði með aðstoð góðra manna reynt að koma þessu í fram- kvæmd hér á landi en ekki tekist. Það voru svo Bretar sem töldu sig vera fyrstir með smíði skuttogara. „En á þessu blessaða landi okkar skortir enn mjög á það að tækifær- in séu notuð og tilraunir gerðar – og það er tímaspursmál eitt hve lengi menn endast til að berja hausnum við steininn. En þegar mönnum gefst ekki færi á að glíma við sjálf verkefnin, nema að takmörkuðu leyti, þá skeyta menn skapi sínu á papp- írnum“. Þetta eru ekki mín orð heldur er þetta sótt af síðustu blað- síðu úr bók Gísla Halldórssonar vélaverkfræðings og raunar loka- orð. Einhvern veginn finnst mér ég kannast við þessa hugsun sem í þeim felst og spyr ég: Getur það verið að eftir 60 ára alls konar orða- lagsbreytingar frá nefndum og ráð- um sem hið opinbera hefur sett á stað í sambandi við nýsköpun og at- vinnutækifæri fyrir íslenskt hugvit þá hefur ekkert breyst allan þennan tíma? Í því sambandi mætti kannski spyrja. Eru menn þessir ennþá að reyna að finna upp hjólið? AÐ HUGSA SÉR! Eftir Orm Guðjón Ormsson „Eru menn þessir ennþá að reyna að finna upp hjólið?“ Höfundur er heiðursfélagi í Lands- sambandi hugvitsmanna. Rannsóknarráð Íslands auglýsir almenna styrki úr Rannsóknanámssjóði 2003 Hlutverk Rannsóknanámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunnnámi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara/doktorsverkefni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS einingar) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Ís- landi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leið- beinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir al- mennum reglum háskóla. Athugið að umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Vís- indanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda. Umsækjendur, leiðbeinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega regl- ur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknarfrestur um almenna styrki úr Rannsóknanáms- sjóði er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu RANNÍS http//:www.rannis.is eða á skrifstofu RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800. Umsóknir skal senda í þríriti til RANNÍS merktar „Rannsóknanámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknanámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sjá heimasíðu RANNÍS varðandi nánari upplýsingar um FS-styrki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.