Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 11 ið gegn þessu. Það er eins og það er, menn gefa stundum eftir og það eru ekki alltaf allir sam- mála. Ef ég hefði mótmælt harkalega hefði lán- ið ekki farið í gegn, en ég féllst á þetta. Enda ef menn ætla að vinna saman verður stundum að ganga bil beggja.“ Árni: „Næsta árið fara að berast fregnir af erfiðri stöðu Norðurljósa, sem og annarra sjón- varpsfyrirtækja. Við fáum upplýsingar um það að Norðurljós séu komin í vanskil. Það voru op- inberar upplýsingar.“ Árni og Sólon segja að í sambankaláni sem Norðurljós hafi tekið áður en fyrirtækinu var veitt lán í Búnaðarbankanum hafi verið ákvæði um að fyrirtækið mætti ekki taka annað lán, nema með samþykki bankanna sem stóðu að sambankaláninu. Þetta hafi þeir ekki vitað um þegar þeir samþykktu lánið til Norðurljósa, en þegar þeir hafi orðið þess áskynja hafi verið kallað á fulltrúa Norðurljósa til fundar í bank- anum. Árni: „Þeim var gerð grein fyrir því að bank- inn væri ósáttur við tvennt. Annars vegar að þeir hafi ekki upplýst okkur um það að þeir máttu ekki taka annað lán nema með samþykki bankanna sem veittu sambankalánið, og hins vegar að lán séu í vanskilum. Hvort tveggja gefi Búnaðarbankanum heimild til að gjaldfella lán- ið. Hugmynd okkar var sú að fá betri trygg- ingar en persónulegar ábyrgðir eigenda. Svo gerist það skömmu síðar að bankann nálgast aðilar sem lýsa sýn sinni á sjónvarps- markaðinn. Staða beggja sjónvarpsfyrirtækj- anna sé mjög erfið og þeir viðra hugmyndir um hvernig samruni eða samstarf geti orðið milli sjónvarpsfyrirtækjanna. Í framhaldi af þessu mátum við hagsmuni bankans ef til slíks sam- runa kæmi eða jafnvel gjaldþrota. Um það snerist þetta fræga minnisblað sem hefur orðið til þess að við höfum verið ásakaðir um að hafa gefið upplýsingar um lán Norðurljósa hér í bankanum, sem er rangt.“ Árni og Sólon segja að þeir hafi aldrei gefið upp neinar tölur varðandi lán Norðurljósa og að í útreikningum hafi einfaldlega verið stuðst við þær tölur sem þeir sem tóku málið upp við þá hafi komið með. Þeir hafi aldrei staðfest þessar tölur. Hins vegar hafi þeir sett lánanúmer á minnisblaðið til að ekki færi á milli mála hvað verið væri að tala um. Lánanúmerin segi hins vegar ekkert um innihald lánasamningsins. Sólon segir að það að bankinn hafi valið þá leið að innheimta lánið til Norðurljósa með gjaldfellingu þess tengist ekkert þeim viðræð- um sem bankinn hafi átt við aðra um hugsan- lega þróun á sjónvarpsmarkaðnum. Bankinn hafi einungis viljað gjaldfella lánið til að tryggja stöðu sína og að ef bankinn fái betri tryggingar nægi það. Árni ítrekar það að ef betri tryggingar fáist þá hætti þeir innheimtuaðgerðum tafarlaust, þeir fari ekki einu sinni fram á að neitt sé greitt inn á lánið. Þeir hafi hins vegar talið eðlilegt að bera það undir dómstóla hvort þeir geti gjald- fellt lánið og það mál sé nú í gangi. Tap af fyrirtækjakaupum Búnaðarbankinn hefur átt hlut í ýmsum fyr- irtækjum, meðal annars 35% í AcoTæknivali sem hann seldi nýlega. Hvernig lítur þetta út fjárhagslega fyrir bankann eftir að hann hefur losað þessa stöðu sína? Sólon og Árni segja að bankinn hafi eignast þennan hlut í fyrirtækinu vegna lána til þess sem breytt hafi verið í hlutafé vegna rekstr- arerfiðleika þess, en staðan hafi versnað veru- lega á síðustu árum, sem að vísu hafi verið fyr- irtækjum í þessari grein erfið. Sólon: „Við höfðum ekki fulla vitneskju um stöðuna þegar við komum inn í fyrirtækið eins og síðar kom í ljós.“ Árni: „Tap fyrirtækisins 2001 var til dæmis um einn milljarður króna, sem var að verulegu leyti vegna þess að eignir voru ofmetnar og þetta fáum við í fangið.“ Hvert er þá tap bankans af þessum viðskipt- um við AcoTæknival og forvera þess? Árni: „Við höfum orðið fyrir umtalsverðu tapi, sem búið er að taka tillit til í ársreikningi 2002.“ Þeir segjast ekki geta nefnt nákvæma tölu, en staðfesta að fjárhæðin sé vel á annað hundr- að milljónir króna. Þið hafið átt viðskipti með fleiri fyrirtæki á síðustu árum. Þið keyptuð til dæmis Fóður- blönduna árið 2001. Í fyrrasumar selduð þið tvo þriðju hluta Reykjagarðs, sem var í eigu Fóð- urblöndunnar, og í síðasta mánuði selduð þið Fóðurblönduna sjálfa. Hvernig komu þessi við- skipti til og hver var niðurstaða þeirra fyrir bankann? Sólon: „Ætlunin var að vinna að hagræðingu í greininni með því að sameina fyrirtæki. Sam- keppnisstofnun gerir svo athugasemdir við það, sem verður til þess að þessi sameining og hag- ræðing getur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með þessi fyrirtæki.“ Árni: „Bankinn þurfti þarna að leita leiða til að koma sér út úr þessari stöðu aftur, sem við teljum að hafi tekist mjög farsællega, bæði í til- felli Fóðurblöndunnar og Reykjagarðs.“ Þeir segja að í þessum viðskiptum hafi bank- inn tapað verulegum fjárhæðum, líkt og í við- skiptunum í kringum AcoTæknival en einnig sé búið að taka tillit til þess í ársreikningum 2002. Múr um sparisjóðina Þið reynduð yfirtöku á Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis í fyrrasumar í samvinnu við fimm stofnfjárfesta sparisjóðsins. Hver er staða þess máls nú? Sólon: „Við töldum þetta kærkomið tækifæri til hagræðingar í bankakerfinu, sem full þörf er á, en þegar til átti að taka þá virtist ekki vera áhugi á því hjá þingmönnum að hægt væri að hagræða og þeir smíðuðu múr utan um spari- sjóðina. Málinu er lokið af okkar hálfu en ef við rifjum málið upp, nú þegar mesta moldviðrið hefur sest, og skoðum tilboð Búnaðarbankans í SPRON án allra fordóma, hvað kemur þá í ljós? Lög höfðu verið sett sem heimiluðu sparisjóð- unum að breyta félagaformi sínu, meðal annars til að stuðla að aukinni hagræðingu á fjármála- markaði. Að frumkvæði nokkurra stofnfjáreig- enda gerðum við tilboð til annarra stofnfjáreig- enda sem hafði eftirfarandi að markmiði: Að bjóða stofnfjáreigendum 4 sinnum hærra verð en stjórn sparisjóðsins hafði boðið; skuldbind- ingu til að veita öllum almennum starfsmönnum áframhaldandi vinnu á óbreyttum kjörum og að ekki yrði breyting á afgreiðslustöðum. Búnað- arbankinn skuldbatt sig til að auka „einskis- mannssjóðinn“ um einn milljarð og verja ávöxt- un af heildarsjóðnum, 3,7 milljörðum, til líknar- og menningarmála á starfssvæði sparisjóðsins. Þetta hefði þýtt á milli 200 og 300 milljóna fram- lag á hverju ári. Búnaðarbankinn vildi skuld- binda sig til að nota ekki „einskismannssjóðinn“ til áhrifafjárfestinga og að honum yrði breytt í skuldabréfasjóð á nokkrum árum. Fyrir Bún- aðarbankanum vakti stækkun og hagræðing, sem myndi skila sér til viðskiptavina og eigenda á nokkrum árum. Samningurinn sem gerður var við þessa fimmmenninga gilti til áramóta en eftir það höf- um við ekkert komið að þessu máli. Hitt er ann- að mál að í október fórum við þess á leit við Deloitte & Touche, að beiðni fimmmenning- anna, að fyrirtækið gerði verðmat á Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem frægt er orðið. Þá var ekki búið að gefa upp alla von um að tilboð okkar gæti hugsanlega náð fram að ganga.“ Árni: „Á þeim tíma var tilboðið í gildi, málið var í skoðun hjá áfrýjunarnefnd og ekki var bú- ið að breyta lögum um sparisjóðina. Þá urðu þessi stóru viðskipti þar sem SPRON keypti Frjálsa fjárfestingarbankann af Kaupþingi. Matið á Frjálsa tók talsverðan tíma og birtist ekki fyrr en nú í janúar en þá var samningurinn við fimmmenningana runninn út. Þá hafði lög- unum líka verið breytt og úrskurður hafði fallið og við sögðum fimmmenningunum þá að sam- starfinu væri lokið. Það leit hins vegar út eins og við værum enn að vinna í málinu því matið birtist í janúar.“ Höfðu kaup SPRON á Frjálsa áhrif á áhuga ykkar á SPRON? Fannst ykkur verðið eðlilegt? Árni: „Við töldum að minnsta kosti eðlilegt að fá óháð mat á því hvort þarna hefði verið um eðlilegt verð að ræða eða ekki.“ Sólon: „Á þessum tíma hafði verið gert mat hér innanhúss á þessu og það var á mjög svip- uðum nótum og mat Deloitte & Touche, sem sagt mun lægra en raunverulegt kaupverð.“ Sameining banka fyrir árslok Sjáið þið einhverja möguleika á að ná fram hagræðingu í bankakerfinu nú í samvinnu við sparisjóðina? Árni: „Ekki eins og lögin eru í dag. Það er kannski íhugunarefni fyrir sparisjóðina og framtíð þeirra.“ Sólon: „Þeir eiga erfitt með að ná sér í við- bótar eigið fé, en tilgangurinn með því að leyfa þeim að breyta sér í hlutafélög var að auðvelda þeim það og að auðvelda þeim sameiningu. Það virðist hins vegar vera þannig að þeir vilja sameiningar innan síns hóps og svo vilja þeir eignast aðra banka, en þeir vilja ekki að aðrir bankar eignist þá.“ Sjáið þið aðra hagræðingarmöguleika fyrir ykkur á bankamarkaðnum? Sólon: „Væntanlega eru nýir eigendur bank- ans að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Við getum svo sem ekki farið að lýsa okkar skoðunum fyrr en nýir eigendur eru komnir að hér og við sjáum hvert þeir vilja stefna. Það hefur hins vegar verið ánægjulegt að þeirra sýn á bankareksturinn virðist vera mjög í líkingu við það sem við tveir höfum rætt okkar á milli.“ Árni og Sólon eru sammála um að líklegt sé að fyrir lok ársins muni eitthvað hafa gerst í sameiningarmálum bankanna. Þeir segja hins vegar að hvort sem Búnaðarbankinn verði með í slíkri sameiningu eða muni standa einn, sé staða hans mjög sterk. Hann hafi vaxið afar hratt á síðustu árum, sé að markaðsvirði orðinn verðmætari en Landsbankinn og stærð efna- hagsreiknings hans sé að nálgast stærð efna- hagsreiknings Landsbanka og Íslandsbanka, en fyrir fáeinum árum hafi verið mikill munur á stærð þessara banka. Lítil afskipti ríkisins Nú er Búnaðarbankinn að breytast úr því að vera að meirihluta til í eigu ríkisins yfir í nær hreina einkaeigu, þar sem hlutur ríkisins verð- ur innan við tíu af hundraði. Hverju breytir þetta fyrir bankann? Árni: „Í sambandi við ríkiseignina vil ég hrósa bæði þeim sem hafa verið hér í stjórn og þeim ráðherrum sem við höfum átt samskipti við fyrir að hafa leyft okkur að reka bankann eins og við töldum réttast, sem hefur skilað sér í miklum vexti og verðmætaaukningu bankans.“ Sólon: „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir úr ríkiseigu. Búnaðarbankinn hefur þó í gegnum tíðina sloppið betur við afskipti ríkisins en aðrir ríkisbankar, ef til vill af því að hann var áður miklu minni en hinir. En afskiptin voru sem sagt lítil. Ég tek undir með Árna um það að eftir að búið var að selja verulegan hlut í bank- anum þá hafa áhrif stjórnmálamannanna alveg horfið.“ Árni: „Það kom mér á óvart þegar ég kom hér til starfa fyrir tveimur árum að vinnuandinn hér var eins og ég hafði kynnst honum í einkafyr- irtækjum. Hér var mikið frumkvæði starfs- manna og ósérhlífni, og ég held að það sé grunn- urinn að velgengni bankans.“ Sólon: „Ég tek undir þetta, hér hefur alla tíð verið afskaplega gott starfsfólk sem hefur unn- ið bankanum vel og viljað hag hans sem best- an.“ Þið nefnið að hér hafi verið mikið frumkvæði. Nú hefur sú skoðun heyrst að frumkvæðið hafi ef til vill verið of mikið, að minnsta kosti á verð- bréfasviðinu. Þar hafi mönnum verið gefinn of laus taumurinn, hvað finnst ykkur um þau sjón- armið? Árni: „Það má alltaf velta því fyrir sér og ugglaust getum við bætt okkur.“ Sólon: „Og við teljum okkur líka hafa verið að gera það. Nú er miklu meira eftirlit heldur en var og mikið regluverk sem búið er að byggja inn í reksturinn á verðbréfasviðinu.“ Árni: „Ég vil áfram laða fram frumkvæði starfsfólks og vil frekar standa frammi fyrir við- skiptavinum mínum og hluthöfum og segja, hér færðu hraða, persónulega og faglega þjónustu, frekar en að segja, hér er lítið frumkvæði, hér gera menn yfirleitt ekki neitt og eru lengi að því. En við viljum sníða regluverkið þannig að um leið og við gerum þetta tryggjum við að það sé að fullu farið að öllum reglum. Það er þessi gullni meðalvegur sem við reynum að nálgast.“ Sólon: „Það verður aldrei lögð of rík áhersla á að það er nauðsynlegt fyrir banka að fara alltaf eftir reglum, það er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur.“ Getur verið að það sé óheppilegt að hafa við- skiptabanka og fjárfestingarbanka í einu fyr- irtæki? Sólon: „Okkar niðurstaða er sú að kostirnir séu fleiri en gallarnir.“ Árni: „Við viljum bæta úr göllunum með skýrari reglum, og við megum ekki gleyma því að til að það verði eðlileg framþróun í atvinnulíf- inu verður að vera einhver farvegur fyrir breyt- ingar.“ Mikil umsvif skapa umræðu Svona að lokum. Það hafa komið upp ýmis erfið mál að undanförnu í tengslum við viðskipti bankans, ef til vill ýmist að ósekju eða ekki. Nú byggjast bankaviðskipti mikið á trausti, eins og slagorð ykkar vísar til, „Búnaðarbankinn – traustur banki“. Hver hafa áhrif þessara mála verið á ímynd bankans? Sólon: „Auðvitað hefur öll svona umræða nei- kvæð áhrif á ímyndina og traust bankans. Ef ímyndin skaðast verður hún ekki unnin aftur nema vinna traust í gegnum viðskipti. Traustið kemur ekki með því að auglýsa að við séum traustur banki, við þurfum að vinna okkur það inn. Ég tel að við séum að gera það. Ég held að ástæðan geti verið að við erum á mikilli keyrslu og það gefur stundum á ef bátn- um er siglt hratt. Auk þess sem við höfum stækkað mun hraðar en aðrir bankar á síðustu árum höfum við síðasta árið losað okkur hratt úr eignarhaldi í óskráðum félögum. Þetta höf- um við gert til að draga úr áhættu, en eign bankans í óskráðum hlutabréfum minnkaði til að mynda úr um 3,5 milljörðum króna í um 840 milljónir króna á síðasta ári. Þá fóru flestar stærstu umbreytingar á fyrirtækjamarkaði á síðasta ári í gegnum Búnaðarbankann, þannig að hér hafa verið mikil umsvif.“ Árni: „Ég held að þessi fjölmiðlaumræða skýrist mikið af því hvað við höfum verið virkir á mörgum sviðum. Mismunandi hagsmunir ráða miklu, því er ekkert að leyna. Þeim sem finnst sínir hagsmunir hafa orðið undir bera oft, að okkur finnst, fram ósanngjarna gagnrýni, sem bankinn á oft og tíðum erfitt með að svara vegna þess að við erum bundnir bankaleynd. Eftir stendur að það er okkar tilfinning að bankinn njóti gríðarlega mikils trausts við- skiptavina og hann mundi ekki vaxa svona mik- ið og ætti ekki þessari velgengni að fagna nema vegna þess að hann nýtur mikils trausts. Menn verða að hafa í huga að ef 99 eru ánægðir og einn óánægður, þá heyrist bara í þessum eina. Hinir eru ánægðir með þá persónulegu og góðu þjónustu sem þeir fá.“ Sólon: „Samkvæmt þeim könnunum sem við látum gera kemur í ljós að viðskiptavinir bank- ans eru mjög ánægðir með bankann. Það kemur hins vegar einnig í ljós að viðskiptavinir ann- arra banka hafa minna álit á okkur, en ég veit ekki hvernig þeir geta haft það álit ef þeir hafa ekki reynt þjónustu okkur. Svo kann að vera að við séum ekki nógu góðir að verja okkur þegar á okkur er ráðist, stund- um að ósekju. Við erum ekki óskeikulir fremur en aðrir en það er af og frá að ásetningur sé á ferð. Mistök eru þó aldrei útilokuð í dagsins önn. Þegar málin eru hins vegar krufin kemur í ljós að mikill vöxtur og sterk staða bankans skýrist ekki af öðru en að viðskiptavinir bank- ans treysta honum til allra góðra verka.“ Sólon „Samningurinn [um Straum] var kynntur hér með eðlilegum hætti á fjár- málanefndarfundi í bankanum, en mér er ekkert sagt frá samningnum. Hins vegar kemur í ljós að ég hef ekki lesið fund- argerðina frá þessum fundi, en ef ég hefði gert það þá hefði ég vitað af hon- um.“ Árni „Það hefur verið gefið í skyn að það hafi verið leynimakk með þennan samning og það skýri hvers vegna hann var ekki til- kynntur til Kauphallarinnar. Þetta er fjarri lagi.“ að svara gagnrýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.