Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ S EÐLABANKI Íslands hefur ákveðið að kaupa 1,5 milljónir Bandaríkja- dala alla virka daga vikunnar í stað þriggja daga. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þegar búið að kaupa Banda- ríkjadali fyrir rúmlega 10 milljarða íslenskra króna síðan kaup bankans hófust síðla síðastliðið sumar. Markmiðið sé að kaupa í heild fyrir allt að 20 milljaðra króna til að bæta gjald- eyrisstöðu bankans. Ekkert annað hafi verið ákveðið af hálfu Seðlabankans. „Við mörkuðum þá stefnu í lok ágúst sl. að kaupa reglulega gjaldeyri og stefndum að 20 milljörðum króna. Markmiðið er m.a. að greiða upp gjaldeyrisskuldir sem söfnuðust þegar bank- inn var að verja gengi krónunnar á árunum 2000 og 2001. Núna höfum við ákveðið að kaupa fimm daga vikunnar í staðinn fyrir þrjá. Við erum að flýta þessu ferli þar sem meira framboð er á gjald- eyri,“ segir Már. Þegar Seðlabankinn kaupir erlendan gjaldeyri greiðir hann fyrir með íslenskum krónum. Við það eykst framboð á krónum sem getur leitt til geng- islækkunar. Lánin sem tekin voru á árunum 2000 og 2001 voru tekin til að verja gengi krónunnar þegar hún átti undir högg að sækja að sögn Más. Þá hafði Seðlabankinn það markmið að verja gengið ólíkt núverandi markmiði bankans, sem er að halda verðbólgu sem næst 2,5%. Á árunum 2000 og 2001 keypti Seðlabankinn krónur og seldi gjaldeyri, öfugt við það sem nú er gert, og reyndi þannig að styrkja gengi krónunnar. Már segir meginmarkmið kaupanna nú ekki það að hafa áhrif á gengið, þótt þau geri það auð- vitað óbeint, heldur hitt að bæta gjaldeyrisstöð- una. „Samkvæmt samkomulagi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá mars 2001 um verðbólgu- markmið og fleira grípum við ekki inn í gjaldeyr- ismarkaðinn nema ef talið er að gengisþróun ógni verðbólgumarkmiði eða fjármálalegum stöðug- leika. Annars ákvarðast gengið af markaðsöflun- um.“ Á morgun gefur Seðlabankinn út nýja verð- bólguspá, þjóðhagsspá og greiningu á ástandi og horfum í þjóðarbúskapnum. Þar verður m.a. ít- arleg umræða um gengismál og segir Már bank- ann þá gera grein fyrir mati sínu og stefnu. Samspil gjaldeyris og gengis Greiningardeildir viðskiptabankanna spá að gengi krónunnar muni hækka á næstu mánuðum. Við lok markaða á föstudaginn var gengisvísital- an, sem mælir verð erlendra gjaldmiðla í íslensk- um krónum, í 120,5 stigum en hafði farið lægst yf- ir daginn í 119,4 stig. Krónan styrkist þegar vísitalan lækkar. Gengi hennar hefur ekki verið jafn sterkt síðan Seðlabankinn hætti að verja gengið og skipti yfir í fljótandi gengi. Ein ástæðan fyrir hækkun á gengi krónunnar er mikið innstreymi gjaldeyris. Þá kaupa aðilar á gjaldeyrismarkaði krónur fyrir erlenda mynt. Við það eykst eftirspurn eftir krónum og gengi henn- ar hækkar gagnvart gjaldmiðlum helstu við- skiptalanda. Þessi þróun varð til þess að Seðla- banki Íslands notaði tækifærið og keypti gjaldeyri þar sem framboð hafði aukist. Viðskipti með gjaldeyri fara fram á svokölluð- um millibankamarkaði. Aðilar að honum eru, auk Seðlabanka Íslands, Íslandsbanki, Landsbanki, Búnaðarbanki og Kaupþing. Þeir sjá svo um við- skipti fyrir fyrirtæki, lífeyrissjóði og fjárfesta. Hækkandi gengi krónunnar hefur mismunandi áhrif á starfsemi þessara aðila en í dag tíðkast að verja sig fyrir gengisáhættum. Þær aðgerðir eiga þátt í því að innstreymi gjaldeyris er mikið nú, m.a. með framvirkum samningum. Greiningardeild Búnaðarbankans gerir ráð fyr- ir að gjaldeyrisinnflæði til ársins 2009 nemi alls tæplega 100 milljörðum króna. Þar af séu tæplega 70 milljarðar vegna framkvæmda á Austurlandi og rúmlega 30 milljarðar vegna framkvæmda fyr- ir álver á Grundartanga. Greiningardeildin spáir að innflæðið verði mest á árunum 2004 til 2006, eða 20–25 milljarðar króna. Í mánaðarskýrslu Búnaðarbankans, Ávöxtun og horfur, sem kom út í byrjun febrúar, segir að væntanlegar stóriðjuframkvæmdir séu ekki einu þættirnir sem halda uppi gengi krónunnar. Lítil eftirspurn hafi verið eftir innflutningi, sem vinni gegn styrkingu krónunnar, og aðstæður í útflutn- ingsgeiranum hafi verið hagstæðar. Útlit sé fyrir að viðskiptajöfnuður á síðasta ári sé jákvæður. Þessi umskipti hafi gert það að verkum að fram- boð á gjaldeyri hafi verið meira en eftirspurn og gengi krónunnar því styrkst í samræmi við það. Lán voru tekin á árunum 2000 og 2001 til að styrkja gengi krónunnar Seðlabankinn greiðir gjaldeyrisskuldir Reuters                                !"  Útflutningsfyrirtæki Stjórnendur fyr- irtækja spá því vegna þróunar síð- ustu mánaða að gengi krónunnar muni hækka. Gangi það eftir fá þessi fyrirtæki færri krónur fyrir vörurnar sem seldar eru í útlöndum. Til að vinna gegn þessu er mögulegt fyrir þau að selja tekjur framtíð- arinnar strax í dag á föstu umsömdu verði. Það hafa þau verið að gera. Þá verja þessi fyrirtæki sig fyrir frek- ari styrkingu krónunnar. Þetta flýt- ir því að gjaldeyrir kemur inn í land- ið og hann er notaður til að kaupa íslenskar krónur. Innflutningsfyrirtæki Þegar krónan styrkist er ódýrara fyrir fyrirtæki að kaupa vörur í útlöndum og flytja til landsins. Meira magn fæst fyrir hverja krónu. Því kemur styrking krónunnar innflutningsfyrirtækjum til góða. Til að hagnast enn frekar á styrkingu krónunnar geta þau dregið að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir krónur til að greiða fyrir vörurnar úti. Betra er að bíða með það því eftir því sem krónan styrkist er ódýrara að kaupa inn í erlendri mynt. Þar af leiðandi minnkar útflæði gjaldeyris en einnig hjálpar að innflutningseft- irspurn hefur verið í lágmarki. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir eiga mik- ið af erlendum eignum og hluti í verðbréfasjóðum. Ávöxtun þessara eigna er umreiknuð í íslenskar krón- ur. Ávöxtun í útlöndum minnkar því í krónum talið þegar gengið hækk- ar. Fyrir þessu geta lífeyrissjóðir varið sig, ef stjórnendur þeirra sjá fram á styrkingu krónunnar, með því að selja gjaldmiðla framvirkt gagnvart krónunni í samræmi við verðbréfaeign þeirra í erlendum gjaldmiðlum. Þetta hefur í för með sér innstreymi gjaldeyris í landið. Spákaupmennska Þeir sem starfa á og fylgjast með gjaldeyrismarkaði sjá þessa þróun einnig. Þeir skynja hvernig þátttakendur hegða sér og lesa það út með því að skoða hreyf- ingar fjármagns til og frá landinu. Einnig er spáð fyrir um hvað gerist í framtíðinni. Þar sem útlit er fyrir að gengi krónunnar hækki ýkja þeir þessa sveiflu með því að selja gjald- eyri fyrir krónur í von um að kaupa gjaldeyrinn á lægra verði til baka aftur. Þetta getur aukið á sveifluna. Spákaupmennska er eðlilegur hlut- ur á kvikum gjaldeyrismarkaði þeg- ar menn reyna að lesa í framtíðina. Viðskiptajöfnuður Í dag er ágætt jafn- vægi á inn- og útflutningi vara og þjónustu. Áður þegar flutt var mun meira inn í landið en út þurfti að fjármagna mismuninn með erlendri lántöku eða erlendri fjárfestingu. Þá voru seldar krónur fyrir erlendan gjaldeyri og gengið lækkaði. Inn- flutningur dróst saman um 4% í fyrra og spár gera ráð fyrir að sam- dráttur verði einnig í ár. Eftirspurn eftir gjaldeyri minnkar sem því nemur. Væntingar um álversframkvæmdir Þátt- takendur á gjaldeyrismarkaði spá því, þegar framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun og álver á Reyðar- firði standa sem hæst, að mikill gjaldeyrir komi inn í landið. Þessum gjaldeyri þarf að skipta yfir í ís- lenskar krónur til að greiða kostnað sem fellur til á Íslandi. Eftirspurn eftir krónum með auknu innstreymi gjaldeyris hækkar gengið. Hvað hefur áhrif á flæði gjaldeyris? Hvað eru framvirkir samningar? SVOKALLAÐIR framvirkir samningar eru mikið notaðir á gjaldeyrismarkaði. Í ein- földu máli er það óaftur- kræfur samningur á milli tveggja aðila, t.d. fyrirtækis og banka, þar sem annar að- ilinn skuldbindur sig til þess að kaupa ákveðna upphæð af gjaldeyri á ákveðnu gengi á umsömdum tíma í framtíð- inni, óháð því hver geng- isþróunin verður. Framvirkir samningar eru eitt mest not- aða fjármálatæki til stýringar gengisáhættu á framtíð- argreiðslum eða tekjum í er- lendri mynt. Gildistími fram- virkra samninga er yfirleitt innan við ár. Kostir framvirkra samninga eru eftirfarandi  Einfaldir í notkun  Auðvelda áætlanagerð og hagnaðarútreikninga  Draga úr gengisáhættu með því að festa gengi á væntanlegum greiðslum eða tekjum í erlendum gjaldmiðli  Hlutfallslega ódýrir og binda lítið fjármagn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.