Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VANFRAMTALIÐ UPP Á 3,2 MILLJARÐA? Rannsókn skattrannsóknastjóra ríkisins á skattskilum Jóns Ólafs- sonar á árunum 1996–2001 og á bók- haldi og skattskilum Jóns Ólafs- sonar & Co sf. hefur leitt í ljós þá niðurstöðu að vanframtaldar tekjur, eignir, söluhagnaður og hlunnindi, á því tímabili sem rannsóknin náði til, nemi samanlagt um 3,2 milljörðum króna. Lögmenn Jóns Ólafssonar mótmæla niðurstöðu rannsókn- arinnar harðlega og gagnrýna máls- meðferð skattrannsóknastjóra. Íraksmál fyrir öryggisráðið Hans Blix, yfirmaður vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, flytur öryggisráði SÞ skýrslu í dag um vopnaeftirlitið í Írak. Líklegt þykir að vitnisburður Blix ráði úr- slitum um framhaldið, en Banda- ríkjamenn vilja að öryggisráðið leggi blessun sína yfir hernaðaraðgerðir gegn Írak. Írakar segjast eiga von á því að Blix greini öryggisráðinu frá því að þeir hafi sýnt vopnaeftirlits- mönnum samstarfsvilja. Færri unglingar reykja Reykingar íslenskra grunn- skólanema hafa dregist saman um rúmlega þriðjung á fjórum árum. Aðeins 6,8% grunnskólanema á aldr- inum 12–16 ára reykja nú. Alls reykja 24% Íslendinga en stefnt er að því að árið 2010 reyki innan við 15% allra landsmanna. Fyrirbyggjandi aðgerð Japönsk stjórnvöld vara við því að þau kunni að ráðast að fyrra bragði gegn Norður-Kóreu ef fram koma skýrar vísbendingar um að stjórn- völd í Pyongyang hyggist skjóta eld- flaugum á Japan. Tap hjá Íslandssíma Tap af rekstri Íslandssíma hf. á árinu 2002 nam 1.090 milljónum króna eftir skatta. Eru kaupin á Halló-Frjálsum fjarskiptum hf. og Tali hf. á árinu sögð setja svip á af- komuna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 38/44 Viðskipti 24/25 Staksteinar 48 Erlent 16/20 Bréf 46 Höfuðborgin 28 Dagbók 48/49 Akureyri 28 Brids 49 Suðurnes 29 Sport 50/53 Landið 29 Leikhús 54 Listir 30/31 Fólk 54/61 Umræðan 36/37 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Sérferðir 2003“ frá Úrvali-Útsýn. Blaðinu er dreift um allt land. á sunnudaginn Morgunblaðið/Kristinn Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björg- ólfsson og Magnús Þorsteinsson hafa látið veru- lega að sér kveða í íslensku þjóðlífi undanfarið. Freysteinn Jóhannsson, Pétur Blöndal og Skapti Hallgrímsson ræddu við þá. Jack Nicholson Leikarinn Jack Nicholson er með vinsælli leikurum Hollywood og er nú að slá í gegn í myndinni About Schmidt. Skarphéðinn Guðmundsson tók hann tali. Dómarinn í Lúxemborg Þór Vilhjálmsson lét nýlega af embætti dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Ragnhildur Sverr- isdóttir ræddi við hann um starfsemi dómstólsins. Ötulir athafnamenn Á VEGUM Leiklistarsambands Ís- lands er nú unnið að undirbúningi fyrstu veitingar Íslensku leiklist- arverðlaunanna, uppskeruhátíðar atvinnuleikhúsanna í landinu, þar sem veitt verða verðlaun og við- urkenningar í 12 flokkum leiklistar við sérstaka athöfn sem haldin verð- ur hinn 16. júní árlega. Stjórn Leiklistarsambandsins skipaði undirbúningsnefnd í haust. Í henni sitja Stefán Baldursson, Þjóð- leikhúsinu, Edda Þórarinsdóttir frá Félagi íslenskra leikara og Sigurður Kaiser frá leikhúsinu Vesturporti. Nefndin hefur skilað fullmótuðum tillögum og er nú unnið að skipan dómnefndar samkvæmt tillögunum. „Við hugsum þetta fyrst og fremst sem uppskeruhátíð okkar í leikhúsunum,“ segir Guðjón Ped- ersen, leikhússtjóri Borgarleikhúss- ins og formaður Leiklistarsam- bands Íslands. „Þetta hefur verið lengi á hugmyndastiginu og við ákváðum að drífa í þessu núna. Þetta verður kannski ekki fullkomið í fyrsta sinn en einhvers staðar verður að byrja. Tilgangurinn er fyrst og síðast sá að gleðjast yfir því sem vel er gert.“ Fyrsta verðlaunaveitingin verður í Þjóðleikhúsinu og segir Guðjón að- spurður hvort fylgt verði svipuðu fyrirkomulagi og gert er við Eddu- verðlaunin að leikhúsin standi óneit- anlega betur að vígi þegar komi að því að velja úr. Um 50 frumsýningar á ári „Árlega eru frumsýndar hátt í 50 atvinnuleiksýningar og listgrein- arnar sem verðlaunað verður fyrir eru fleiri.“ Að sögn Guðjóns er ekki búið að ákveða hvað verðlaunin eiga að heita þó að á undirbúningsstig- inu sé talað um Íslensku leiklist- arverðlaunin. „Við verðum að finna þeim fallegt og viðeigandi heiti.“ Dómnefndina munu skipa 26 manns tilnefndir af stofnunum og félagasamtökum sem eiga aðild að Leiklistarsambandinu. Ekki verður gefið upp opinberlega hverjir skipa nefndina en fyrirkomulagið verður með þeim hætti að í hverjum flokki verður tilkynnt um 5 tilnefningar tveimur vikum fyrr og síðan op- inberað hver hafi orðið fyrir valinu á hátíðarkvöldinu. Íslensku leiklistar- verðlaunin afhent í vor fram um líðan stúlknanna eða um hugsanleg varanleg áhrif verknaðar- ins á þær. Taldi Hæstiréttur þó ljóst að verknaður sem þessi væri til þess fallinn að valda þeim, sem fyrir yrðu, sálrænum erfiðleikum. Voru stúlk- unum því dæmdar annars vegar 200 þúsund og hins vegar 300 þúsund krónur í miskabætur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Málið sótti Sig- ríður J. Friðjónsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær þrí- tugan karlmann, Gunnar Finn Eg- ilsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveim ung- lingsstúlkum sumarið 2001. Með dómi sínum þyngdi Hæstiréttur tveggja ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 4. júní 2002. Ákærði neitaði sök en bæði hér- aðsdómur og Hæstiréttur töldu framburð hans ótrúverðugan. Við ákvörðun refsingar leit Hæsti- réttur til þess að ákærði fékk fjórar stúlkur á aldrinum 12–14 ára til að koma með sér í íbúð, sem hann hafði tekið á leigu í fáa, daga undir því yf- irskini að hann ætlaði að taka af þeim kvikmynd gegn borgun. Þegar í íbúðina kom lét hann eina stúlkuna hafa við sig munnmök og hafði sam- farir við aðra, en báðar voru stúlk- urnar 13 ára. Hæstiréttur taldi ljóst að þær hefðu vitað að ákærði hefði eitthvað kynferðislegt í huga þegar þær fóru með honum inn, en taldi jafnframt að hann hefði notfært sér þroskaleysi stúlknanna sem höfðu komið sér í aðstæður sem reyndust þeim síðan óviðráðanlegar. Virt var ákærða til refsiþyngingar að hann var að afplána dóm fyrir kynferðisbrot sem hann hlaut í maí 2001, er hann framdi þessi brot. Engin sérfræðigögn voru nú lögð Tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir kynferðisbrot HANN fór geyst, þessi ungi náms- maður sem notar hlaupahjól til að komast ferða sinna og ljósmyndari Morgunblaðins festi á filmu í gær. Á hlaupahjólinu kemst kappinn eflaust mun hraðar í og úr skól- anum en á tveimur jafnfljótum, auk þess sem það er örugglega mun skemmtilegra að þjóta um á hlaupahjóli en að sitja sem farþegi í bíl – því þótt pilturinn sýni mikla færni á hlaupahjólinu eru enn nokkur ár í að hann fái leyfi til að aka bíl. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á hraðferð í skólann OLÍUFÉLÖGIN Olís og Skelj- ungur hækkuðu eldsneytisverð hjá sér í gær og fylgdu þar með í fótspor ESSO sem tilkynnti verðhækkanir á miðvikudag. Hjá Olís og Skeljungi hækk- aði bensínlítrinn, miðað við fulla þjónustu, um 2,60 kr. og dísil og gasolía um 2,90 kr. Lítr- inn af skipagasolíu hækkaði um 2,70 kr. og svartolíu um 1,60 kr. Eftir breytinguna hjá Olís er sjálfsafgreiðsluverð á höfuð- borgarsvæðinu þannig að 95 oktana bensín kostar 96,80 kr. á lítra, 98 oktana bensín 101,60 kr. og dísilolía 45 kr. Sama verð er á 95 oktana bensíni og gasolíu í sjálfsaf- greiðslu á Shell-stöðvum á höf- uðborgarsvæðinu. 99 oktana Shell V-Power kostar kr. 106,60 lítrinn. Olís og Skeljungur hækka bensínverð um 2,60 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.