Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 6,8% grunnskólanema á aldr- inum 12–16 ára á Íslandi reykja og hafa reykingar þeirra dregist saman um meira en þriðjung á fjórum ár- um. Á helmingi heimila barna á aldrinum 10–16 ára reykir enginn en ef einhver á heimili reykir eru 50% meiri líkur á að börnin reyki. Gera má ráð fyrir að mun fleiri heimili séu reyklaus. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem héraðslæknar gerðu í fyrravor í samvinnu við Krabba- meinsfélag Reykjavíkur og með stuðningi Tóbaksvarnarnefndar. Allir grunnskólanemendur á aldrin- um 12–16 ára tóku þátt í könnun- inni. „Árangurinn er gleðilegur,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra þegar niðurstöður könnunar- innar voru kynntar í gær. Hann sagði markmið heilbrigðisáætlunar vera þau að innan við 15% allra landsmanan myndu reykja árið 2010. Núna reykja 24% Íslendinga og sagði Jón því þróunina vera í rétta átt. „Þetta gefur fyrirheit um stórbætta heilsu þjóðarinnar. Þegar er ljóst að nýgengi sjúkdóma sem tengjast reykingum hefur minnkað.“ Könnunin hefur verið gerð á fjög- urra ára fresti frá árinu 1974 í grunnskólum Reykjavíkur. Frá 1994 hefur hún verið gerð á landsvísu. Helstu niðurstöður könnunarinn- ar sýna að nú reykja 7% pilta og 6,5% stúlkna og er þá miðað við allar reykingar í aldrushópnum 12–16 ára. Sé litið til þeirra sem reykja daglega lækkar hlutfallið hjá piltum í 5,4% og hjá stúlkum í 3,7%. Fleiri piltar en stúlkur reykja í flestum aldurshópum. Áður voru það stúlkur sem reyktu meira. Innan við 1% tólf ára nemenda reykja en 17% þeirra sem eru 16 ára. Um 51% nemenda á aldrinum 10–16 ára eru frá heimilum þar sem hvorki nemandinn né aðrir reykja samanborið við 48% fyrir fjórum ár- um. Árið 1974 var hlutfallið enn lægra eða 17% í Reykjavík. Könn- unin sýnir að ef einhver á heimilinu reykir eru 50% meiri líkur á að börnin reyki. Könnunin var gerð í apríl árið 2002 og náði til rúmlega 20 þúsund nemenda á aldrinum 10–16 ára um allt land. Reykingar grunnskólanema hafa dregist saman um rúmlega þriðjung á fjórum árum Innan við 7% nem- enda á aldrinum 12–16 ára reykja                          ! "   ##  $  %&' ((      )  *  %&' %&+ %+ %+ %%( %%' %%+ (( Morgunblaðið/Þorkell Helgi Guðbergsson yfirlæknir var meðal þeirra sem kynntu niðurstöður könnunarinnar en hún sýndi minnkandi reykingar grunnskólanema. HELGI Guðbergsson, yfirlæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, segir reykingar aukast mikið eftir að grunnskóla sleppir. Hann segir erfitt að útskýra hvað valdi en að aðgangur ungs fólks að kaffi- húsum og veitingastöðum gæti hugsanlega haft með það að gera. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykavíkur, tekur í sama streng og segir kaffihúsamenninguna hugsanlega eina ástæðu þess að reykvísk ungmenni reykja meira heldur en jafnaldrar þeirra úti á landi. Þetta hefur þó ekki verið kannað. Guðlaug segir námsefni um skaðsemi reykinga sem Krabba- meinsfélagið dreifi til bæði efstu bekkja grunnskóla og meðal framhaldsskólanema mismikið notað eftir skólum og lands- hlutum. T.d. megi hugsanlega tengja góðan árangur á Suður- landi og Vesturlandi, þar sem verulega hefur dregið úr reyk- ingum ungs fólks, því að náms- efnið er notað þar markvisst. Helgi segir að nú fyrst sé komin það löng reynsla á notkun náms- efnisins að hægt sé að meta ár- angur þess. Guðlaug segir margt hafa hjálp- ast að við að ná þeim árangri sem náðst hefur varðandi reykingar grunnskólanema. Nefndi hún tób- aksvarnarlög sem takmörkuðu reykingar á opinberum stöðum svo og sölu á tóbaki til fólks yngri en 18. Segir hún reynsluna sýna að vel þurfi að fylgjast með sölu tóbaks og að verslunareigendur kynnu að meta slíkt aðhald. Notkun námsefnis skilar árangri HRAFNAGALDUR Óðins verður að öllum líkindum meðal atriða á listahátíðinni Ólafshátíðinni í Þránd- heimi í lok júlí. Í ár er hátíðin að verulegu leyti tileinkuð Íslandi. Ólafshátíðin er 20 ára gömul hátíð, með aðaláherslu á tónlist, allt frá kirkjutónlist til djass, en í ár verður stérstaklega haldið upp á 850 ára af- mæli erkibiskupssetursins í Nið- arósi. Vigdís Finnbogadóttir setur há- tíðina, en meðal annarra gesta verða biskup Íslands og heiðursskáld há- tíðarinnar, Matthías Johannessen. Þá er gert ráð fyrir að myndlistar- sýning verði á verkum Ragnhildar Stefánsdóttur og kammerkórinn Schola Cantorum hefur verið beðinn að halda sérstaka tónleika á hátíð- inni, auk þess sem kórinn tekur væntanlega þátt í frumflutningi á nýrri norskri óperu um Eystein erkibiskup. Þar verður íslenski bass- inn Tómas Tómasson í einu aðal- hlutverkinu, en hann mun syngja Sverri konung. Leikstjóri er þekkt- asti leikstjóri Norðmanna, Stein Winge. Óperan er í tveimur þáttum og að hluta flutt utandyra, en ásamt Schola Cantorum hefur grænlenski kvennakórin sem söng með Björk verið beðinn um að taka þátt í flutn- ingnum. Einn allra stærsti viðburður há- tíðahaldanna verður flutningur Sig- ur Rósar, Steindórs Andersens, Hilmars Arnar Hilmarssonar og fleiri á Hrafnagaldri Óðins, en hann veður með svipuðu sniðu og var hér á Íslandi í Laugardalshöllinni á Listahátíð í vor, en gert er ráð fyrir að Hrafnagaldurinn verði fluttur í tónleikahöllinni í Þrándheimi þann 28. júlí. Listahátíð í Reykjavík hefur aðstoðað Norðmennina við þennan undirbúning, en um síðustu helgi var hér í Reykjavík stjórnandi listahátíðarinnar í Þrándheimi, Per Uddu, og fundaði hann með Sigur Rósar mönnum og ýmsum öðrum Ís- lendingum sem taka munu þátt í há- tíðahöldunum. Þá hafa einnig farið fram við- ræður við Frakka sem hér hafa ver- ið á vegum menntamálaráðuneyt- isins, en í undirbúningi er mjög stór íslensk menningarkynning í Frakk- landi sumarið 2004. Hafa Frakk- arnir mikinn áhuga á að fá Hrafna- galdur fluttan í París á þessari hátíð. Nú er verið að leggja síðustu hönd á upptöku sem gerð var á tónleik- unum í Laugardalshöll, en mikið hefur verið spurt um verkið á diski eða myndbandi. Hrafnagaldur Óðins á hátíð- um í Noregi og Frakklandi Morgunblaðið/Þorkell Hljómsveitinni Sigur Rós, Hilmari Erni Hilmarssyni, kvæðamanninum Steindóri Andersen, strengjasveit, Schola Cantorum og hljómsveitarstjóranum Árna Harðarsyni var ákaflega fagnað í lok flutnings Hrafnagaldurs á Listahátíð í Reykjavík í vor. Hrafnagaldurinn er nú kominn á flug aftur. TVEIR karlmenn voru fluttir á slysadeild eftir vinnuslys í gær við Hótel Esju. Undirstaða vinnu- palls mannanna gaf sig með þeim afleiðingum að þeir féllu niður úr honum en þeir munu þó ekki hafa meiðst mikið. Þá meiddist sendi- bílstjóri í vinnuslysi á Akureyri þegar hann missti allt að 300 kg þunga grind með osti ofan á fótinn á sér. Var hann fluttur á slysa- deild. Meiddust í vinnuslysum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.