Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hólmfríður Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 6. febrúar síðastliðinn. Hólm- fríður var dóttir hjónanna Guðmund- ar Sigurðssonar, fulltrúa, f. 13. nóv- ember 1902, d. 21. september 1974, og Helgu Kristjánsdótt- ur, f. 19. mars 1903, d. 22. júní 1982. Systkini Hólmfríðar eru Ástríður, f. 1926, húsmóðir, búsett í Mexíkó, Sigurður Þorkell, f. 1930, læknir í Reykjavík, Gylfi, f. 1932, hagfræðingur í Reykjavík, Þor- björg, f. 1936, fv. auglýsingastjóri í Reykjavík, og Gerður G. Bjark- lind, f. 1942, þulur í Reykjavík. Hólmfríður giftist hinn 18. júlí 1953 Árna Þór Þorgrímssyni, flugumferðarstjóra, f. 6. ágúst 1931. Árni er sonur hjónanna Þorgríms St. Eyjólfssonar, kaup- manns og útgerðarmanns, f. 2. maí 1905, d. 12. desember 1977, og Eiríku G. Árnadóttur, f. 28. október 1903, d. 4. september 1994. Börn Hólmfríðar og Árna 6. júlí 1990, og Esther Elín, f. 13. maí 1996. 4) Ragnheiður Elín, f. 30. september 1967, aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra. Ragnheiður er gift Guðjóni Inga Guðjónssyni, forstöðumanni hjá SÍF hf., f. 22. júlí 1964. Sonur þeirra er Árni Þór, f. 26. ágúst 2002. Guðjón á tvær dætur af fyrra hjónabandi. Hólmfríður ólst upp í Reykja- vík, gekk í barnaskólann í Skild- inganesi og síðar í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Þá stundaði hún nám við hússtjórnarskóla í Har- aldsborg í Danmörku um eins árs skeið. Á skólaárum og að námi loknu vann Hólmfríður á Gjald- eyris- og innflutningsskrifstofu ríkisins á Skólavörðustíg 12. Árið 1963 fluttist hún til Keflavíkur og hóf fljótlega störf við launa- útreikning og launabókhald fyrir Hraðfrystihúsið Jökul hf. sem var í eigu tengdaföður hennar og fleiri. Hólmfríður hóf störf hjá Sparisjóðnum í Keflavík árið 1965 og starfaði þar sem aðalbókari þar til hún lét af störfum árið 1994. Hólmfríður tók virkan þátt í félagsmálum, var formaður Starfsmannafélags Sparisjóðsins í Keflavík um tíma, sat í stjórn Sambands íslenskra bankamanna og var ein af stofnendum Lion- essuklúbbs Keflavíkur. Síðustu æviár sín dvaldist Hólmfríður á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eru: 1) Helga, f. 7. desember 1953, skrif- stofumaður í Reykja- vík. Helga giftist Gylfa Þ. Gunnarssyni, rafvirkjameistara, f. 17. janúar 1953, d. 18. maí 1989. Börn þeirra eru Fríða, f. 22. júní 1982, og Gunnar Þorbergur, f. 8. desember 1984. Sambýlismaður Helgu er Árni Árna- son, kerfisfræðingur í Reykjavík, f. 8. mars 1952, og eru þau bú- sett á Seltjarnarnesi. Hann á þrjár dætur. 2) Þorgrímur Stefán, f. 27. febrúar 1957, öryggis- fulltrúi á Keflavíkurflugvelli. Þor- grímur er kvæntur Ásdísi Maríu Óskarsdóttur, gjaldkera, f. 16. október 1959, og eru þau búsett í Keflavík. Dætur þeirra eru Hild- ur Elísabet, f. 21. júlí 1980, og Hrönn, f. 26. nóvember 1988. 3) Eiríka Guðrún, f. 28. janúar 1960, flugafgreiðslumaður á Keflavík- urflugvelli. Eiríka er gift Þórði Magna Kjartanssyni, rekstrar- fræðingi, f. 23. febrúar 1958, og eru þau búsett í Keflavík. Börn þeirra eru Guðmundur Árni, f. 12. september 1986, Gylfi Már, f. Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustundu. Minningar leita á hugann og það er svo margt sem mig langar að segja þér. Ég sakna þín svo mikið og er búin að sakna þín svo lengi. Þú varst nákvæmlega eins og mömmur eiga að vera – góð, skemmtileg, fyndin, klár, úrræðagóð – vissir allt. Þú studdir alltaf við bak- ið á mér, taldir mér trú um að ég gæti orðið hvað sem ég vildi. Þú leið- beindir mér en leyfðir mér alltaf að taka mínar ákvarðanir sjálf. Þú kenndir mér svo margt – miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég finn það best núna þegar ég hef stofnað mitt eigið heimili og fjöl- skyldu, ósjálfrátt vil ég gera allt eins og þú gerðir. Ég er stolt af því. Ég mun ala litla drenginn minn upp með þetta að leiðarljósi. Ég mun segja honum sögur af ömmu sinni sem hann fékk svo lítið að kynnast. Ég mun passa upp á að minningin um bestu mömmu í heimi fái að lifa áfram í honum. Vertu sæl, elsku mamma mín, ég bið góðan Guð að geyma þig. Ragnheiður Elín. Elsku mamma. Nú er komið að leiðarlokum. Í hjarta mínu ríkir bæði söknuður en þó líka gleði. Söknuður vegna þess að þú hefur lokið þínu jarðlífi en þó jafnframt gleði yfir að þú ert nú loks frjáls. Minningar um þig eru margar, þú ert mamma mín, konan sem ávallt var til staðar til að hugga mig eða samgleðjast. Þú ert sú sem hefur haft mest áhrif á mig og mótað. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér allt sem þú gafst mér. Þinn sonur, Þorgrímur Stefán. Hún Fríða tengdamóðir mín og vinkona hefur yfirgefið þetta jarðlíf eftir langa og stranga baráttu við minnissjúkdóm og kvilla sem hrjáðu hana í kjölfar hans. Fríða var hnarreist, meðalmann- eskja á hæð, orðheppin, frekar hlé- dræg, vinföst og vinamörg. Hún Fríða var mamma hans Þorgríms vinar míns og í gegnum hann kynnt- ist ég henni fyrst. Við vorum fyrir- ferðarmiklir unglingar í stórum vinahóp þar sem leiksvæðið var bær- inn allur. Stöku sinnum var okkur boðið inn í tertu þegar vel lá á henni. Síðar kynntist ég henni betur þegar við Eiríka byrjuðum að stinga saman nefjum. Okkur Fríðu þótti gott að fá okkur kaffibolla og spjalla saman um lífið og tilveruna. Henni líkaði mjög vel að vinna í bókhaldinu í Spari- sjóðnum enda vann hún þar í hart- nær þrjá áratugi. Hún talaði alltaf um karlmennina sem hún vann með eins og þeir væru synir hennar og þótti greinilega mjög vænt um sam- starfsfólkið allt. Þá var hún fulltrúi bankamanna á Suðurnesjum í SÍB um tíma. Hún undi sér oft á kvöldin við lestur bóka enda var hún vel að sér á mörgum sviðum tilverunnar. Fríða var sérlega hnyttin í tilsvörum og hafði gaman af því að slengja fram óvæntum athugasemdum um umræðuefnið hverju sinni. Þá hafði hún ákaflega gaman af að hitta vin- konur sínar, spjalla eða taka í spil. Hún var félagsmaður í Lionessu- hreyfingunni og starfaði þar á með- an heilsan leyfði. Árni og Fríða ferð- uðust allnokkuð til útlanda og hittu þá gjarnan vini sína, Kermit og Jan- et Johnson, sem fóstruðu Helgu dóttur þeirra í um eitt ár fyrir ríflega þremur áratugum. Sterkur vinskap- ur hefur haldist á milli heimilanna alla tíð síðan. Fyrir meira en áratug fór að bera á minniserfiðleikum hjá Fríðu og hófst þá ferð hennar og fjölskyld- unnar sem er nú er lokið. Framan af veitti fjölskyldan ekki athygli þessu vandamáli en þegar fram liðu stund- ir bar meira á því. Helsta áhyggju- efni aðstandenda minnissjúkra er ef sjúklingurinn hverfur að heiman og finnst ekki. Slíkt henti Fríðu ekki. Þó sá hún ástæðu til að labba að heiman frá sér þegar dóttir okkar Eiríku var á leiðinni í heiminn og mætti þá vin- konan óvænt á fæðingardeildina og var viðstödd fæðingu dótturdóttur sinnar. Fyrir um sex árum hafði sjúkdómurinn gengið svo nærri henni að ekki var hægt að veita henni þá umönnun sem nauðsynlegt er á heimili þeirra Árna. Þá fékk hún vist í hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þar sem starfsfólkið veitti henni frábæra umönnun á oft erfið- um tímum eftir því sem sjúkdómur- inn gekk harðar að henni. Takk fyrir samfylgdina, kæra vin- kona. Þórður M. Kjartansson. Elsku amma. Ég minnist þess þegar þú komst í heimsókn og laum- aðir Ópali eða klinki í vasann og sagðir: Uss, ekki segja mömmu þinni. Ég man eftir helgarferðunum til Keflavíkur. Stundum fékk ég að fara með rútunni, þú sóttir mig á rútustöðina. Þegar við komum heim var spilastokkurinn og appelsínið tekið fram og Rússi spilaður meg- inpart helgar. Á sunnudeginum var haldið heim eftir skemmtilega dvöl hjá ömmu og afa. Árið 1989 fórum við í hringferð í kringum landið, bara ég, þú og afi. Ég gegndi mikilvægu starfi í þessari ferð, ég var sósusmakkarinn, mér fannst ég svo mikil hjálp. Fleiri minningar tengjast þessari ferð. Ég man sérstaklega eftir því þegar þú keyptir lóttómiða, sagðir að ef þú ynnir fengi ég helminginn, þú stóðst við loforðið, ég fékk 250 krónur. Amma þú varst falleg, góð, verald- arvön kona, ég vildi að við hefðum átt meiri tíma saman, ég hefði getað lært svo mikið af þér. Takk fyrir allar æskuminningarn- ar sem þú hefur gefið mér. Ég vona að þér líði betur á nýjum stað. Ég sakna þín. Þín Fríða. Það er komið skarð í sex barna hópinn þeirra Helgu Kristjánsdóttur (f. 19.3. 1903, d. 22.6. 1982) og Guð- mundar Sigurðssonar ( f. 13.11. 1902, d. 21. 9. 1974), því að Fríða systir kvaddi þennan heim aðfaranótt 6. febrúar sl. Mér barst fréttin, ekki óvænt, í bítið sama dag af munni yngstu dóttur þeirra Fríðu og Árna Þórs Þorgrímssonar. Klökkvinn í rödd systurdóttur minnar settist óð- ara fyrir brjóst mér sem sár þeli, án þess að vera nokkuð skyldur líkam- legri tilfinningu. Ég vissi jafnvel, að huggun, sem ég hefði mátt finna í, að stríð hennar við hérvistina væri á enda, eftir meira en áratugar helreið á klafa heilabilunar. En – samt var aumkunin mín, að vera endanlega búin að missa hana, ég – ásamt öllum ástvinum hennar og ekki þá síst maka hennar í hart nær hálfa öld, börnum þeirra fjórum og barnabörn- unum átta. Ég syrgi hana frá dýpstu hjartans rótum. En það er mál að gleðjast yfir minningunum! Heimurinn minn var ekki stór í upphafi fjórða áratugarins, en svip- myndir í minningunni helgast af ást- úð foreldra minna og takmarkalausri forsjá eldri systra minna, þeirra Ásu og Fríðu. Endanlegan systkinahóp fylltu: Ása, f. 1926 á Laugavegi 62 (á heimili föðurafa Sigurðar Þ. Jóns- sonar kaupmanns og Hólmfríðar Guðmundsdóttur frá Ánanaustum) Fríða, f. 1928 á Kárastíg 5, ég, Siggi Þ., f. 1930 á Barónsstíg 12. Hin systkinin Gylfi, f. 1932, Dista, f. 1936, og Gerður, f. 1942, komu öll í heim- inn á Landspítalanum, en þá átti fjöl- skyldan heima í 65 fermetra timb- urhúsi á Hörpugötu 35 í Skerjafirði og allt til hausts 1942. Óneitanlega voru þær Ása og Fríða í forustu okkar hinna, sem smám saman bættumst í hópinn, og líka er óneitanlegt, að bernskubönd okkar Fríðu voru fastar bundin vegna lítils aldursmunar og sínálægð- ar hennar. Ég leit upp til hennar frá fyrstu tíð, trúi ég, því að hún var svo flínk og fjörug í öllum leikjum, gat klifrað yfir girðingar, kýldi boltann langt og beint í „kýló“, og gat hent honum eins og stóru strákarnir og hitt þá, þegar þeir reyndu að komast í borg. Við sungum saman frá frum- bernsku, og þar sýndi hún þá náttúru að geta fundið millirödd við öll ljúfu lögin. Ósjaldan vorum við á náttföt- unum dregin fyrir gesti á kvöldum – alls ekki nauðug – til að syngja fyrir þá „Mér um hug og hjarta nú“, „Kol- brún mín einasta ástfólgna hlín“ o.fl. lög. Hún spilaði á munnhörpu, sem Steinarr frændi, sjómaður, færði henni frá Ítalíu. Og svo gat hún flaut- að alls konar músík með útvarpinu eins og hún væri meðlimur hljóm- sveitarinnar, af sönnu músíkaliteti. Fram eftir aldri vorum við Bob og Frank í Afríku úr frægri myndasögu úr „Hjemmet“ í alls konar ævintýr- um. Svo fullorðnaðist hún. Fór að bera út Alþýðublaðið. Keypti reiðhjól fyr- ir fermingu, fór í Kvennaskólann eins og mamma og var voða flott á peysufatadaginn. Útskrifaðist 1948 og fastréð sig til skrifstofustarfa hjá Viðskiptanefnd. Til að auka gildi sitt, sigldi hún til Kongens Köbenhavn haustið 1948 og fór á Haraldsborg Husholdningskole og var síðan góm- kitlandi matreiðslukunstner! Ungir menn tóku að stíga í væng- inn, en mín var vandlát og festist ekki fyrr en 1953, að hún og Árni Þór Þorgrímsson, síðar flugumferðar- stjóri, bundu trúss sitt saman, öllum aðilum beggja til ánægju. Farsæld þeirra Árna hefur verið góð, og börn þeirra fjögur í uppá- haldi allra ásamt barnabörnunum átta. Þeim Helgu, Þorgrími Stefáni, Eiríku Guðrúnu og Ragnheiði send- um við Ninna samúðarkveðjur. Lifið heil í blessaðri minningu Fríðu. Sigurður Þ. Guðmundsson. Það kom okkur vissulega ekki á óvart þegar hringt var til okkar að morgni og okkur tilkynnt að Fríða hefði andast þá um nóttina. Við höfð- um verið við sjúkrabeð hennar dag- inn áður og þá var ljóst að lokin væru skammt undan. Örlaganornirnar vefa mönnum margvíslegan lífsvef, lífsmunstur allt frá vöggu til grafar. Það eru margir áratugir síðan við kynntumst Fríðu, Hólmfríði Guð- mundsdóttur, og strax urðu þau Árni í hópi bestu vina okkar. Skapanorn- irnar virtust henni sannarlega hlið- hollar. Hún var ríkulegum gáfum bú- in, söngvin, orðheppin og bráð- skemmtileg í góðra vina hópi. Hún var trygglynd og traustur vinur vina sinna. En enginn fær umflúið örlög sín og þessi lífsglaða vinkona okkar varð að sæta þeirri sáru raun að verða slíkum sjúkleika að bráð, að síðustu árin lifði hún næsta algjör- lega utan við skynheim okkar. Það var sannarlega sorgleg raun að sjá Fríðu þannig nánast hverfa okkur í þann fjarska sem ekki var unnt að ná henni úr. Og í raun er ekki hægt að ímynda sér snnað en það hafi verið Fríðu mikill léttir að vera leyst úr böndum líkamlegs lífs. Þau bönd geta sannarlega reynst fjötrar í viss- um tilvikum. Um langt árabil var Fríða starfs- maður Sparisjóðsins í Keflavík og þar lá starfsvettvangur okkar saman í tvo áratugi. Öll störf þar vann Fríða af einstakri samviskusemi og ná- kvæmni. Hún var einkar vel liðin af samstarfsfólki sínu og vann stofnun- inni af einstakri trúmennsku. Frá þessum vettvangi eigum við margar góðar minningar með henni bæði í starfi og leik. Þær Fríða og Hædý og tvær aðrar vinkonur þeirra voru næsta þrjá ára- tugi saman í spilaklúbbi. Hittust einu sinni í viku heima hjá hver ann- arri og spiluðu brids. Þar áttu þær margar gleði- og ánægjustundir þó stundum væri meira skrafað og hleg- ið yfir kaffi og kræsingum heldur en spilað. Nú er næsta áratugur síðan þessum stundum lauk en margar skemmtilegar minningar á Hædý frá þessum stundum og hún minnist þeirra með eftirsjá. Fríða var einhverrar þeirrar gerð- ar að henni fylgdi léttleiki, gleði, fyndni og skemmtileg orðræða, þægilegur og góður andi. Hún talaði ekki illa til nokkurs manns en lagði jákvæð orð til umræðunnar. Það var gæfusporið mesta í lífi Fríðu er hún gekk að eiga Árna Þ. Þorgrímsson og eignuðust þau hjón fjögur mannvænleg börn sem öll eru uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. Við hugsum til þeirra allra af miklum hlýhug og samhug á þessari stundu. Við þökkum áratuga samfylgd og vináttu við Fríðu og laus úr líkam- legum fjötrum er bjart fyrir stafni hjá henni til lands lifenda. Blessuð sé minning kærrar vin- konu. Halldís og Tómas. HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Við kveðjum nú í hinsta sinn ömmu okk- ar, Maríu Jónsdóttur, með söknuð í hjarta. Amma var einstök kona. Hún þurfti að berjast fyrir sig og sína oft á tíðum og þá sérstaklega þegar hún eignaðist pabba okkar Jón, en hann átti amerískan föður og var það ekki vel liðið af samfélaginu í þá daga. Hún var alltaf mjög ákveðin kona og lét engan segja sér hvernig hún ætti að lifa lífinu og tókst á við það óhrædd. Amma var mjög hress kona og hafði mikla og skemmtilega frásagn- argleði. Það var sama hversu oft hún MARÍA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR ✝ María GuðbjörgJónsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 8. desember 1925. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 13. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 20. janúar. sagði sögurnar, alltaf var jafn gaman af þeim. Við minnumst þess hversu gaman hún hafði af því að punta sig upp og skipti þá ekki máli hvaða dagur var, alltaf með varalit, lakk- aðar neglur og uppsett hár. Amma hafði gam- an af söng og síðast þegar við hittum hana á Garðvangi söng hún hástöfum fyrir barna- börn sín, Báru og Sindra Snæ, „Ég lang- ömmu á“. Við þökkum þér, elsku amma, fyr- ir að vera sú sem þú varst. Hvíl í friði Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) María og Helga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.