Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 21
Í UPPHAFI skýrslunnar segir:
„Skattaðilinn í rannsóknarmáli þessu
er sameignarfélagið Jón Ólafsson &
Co. kt. 530789-2099, Laugavegi 26,
Reykjavík. Firmað rita sameiginlega
Jón Ólafsson Friðgeirsson, kt.
060854-5219, og Helga Hilmarsdóttir,
kt. 250458-3209. (Helga er eiginkona
Jóns Ólafssonar – innskot blm.)
Samkvæmt félagssamningi er til-
gangur félagsins sagður rekstur
fasteigna, lánastarfsemi og skyldur
rekstur.“
Þessu næst er gerð grein fyrir til-
efni rannsóknar skattrannsóknar-
stjóra ríkisins, sem er hið sama og
gerð var grein fyrir í upphafi fyrstu
greinar hér að framan.
„Formlega hófst rannsókn skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins 21. febr-
úar 2002 með því að starfsmenn
skattrannsóknarstjóra ríkisins, þau
Erla Skúladóttir, Kristján Ólafur Jó-
hannesson og Hlynur Leifsson, fóru
á starfsstöð skattaðilans og afhentu
Hilmari Sigurðssyni, framkvæmda-
stjóra skattaðilans, tilkynningu þess
efnis að rannsókn væri hafin á bók-
haldi og skattskilum Jóns Ólafssonar
& Co. sf. rekstrartímabilið janúar
1996 til og með desember 2001. Var í
tilkynningunni ennfremur óskað eft-
ir að afhent yrði fært bókhald og
fylgiskjöl þess, svo og öll önnur gögn
er vörðuðu starfsemi skattaðilans.
Var Hilmar Sigurðsson viðstaddur
gagnaleit og -töku,“ segir í skýrsl-
unni.
Síðar var ákveðið að afmarka
rannsóknina við sölu á eignarhluta
skattaðilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit
Enterprises Ltd.
Framkvæmd rannsóknarinnar
Þau sem unnu að framkvæmd
rannsóknarinnar voru eftirtaldir
starfsmenn skattrannsóknarstjóra
ríkisins:
Erla Skúladóttir, lögfræðingur,
Garðar G. Gíslason,
forstöðumaður,
Gunnar Th. Kristjánsson,
verkefnastjóri,
Hlynur Leifsson,
rannsóknarmaður,
Jens Þór Svansson,
forstöðumaður,
Kristján Jóhannsson,
verkefnastjóri,
Sigurður Jensson, verkefnastjóri,
Vigdís Guðmundsdóttir,
rannsóknarmaður.
Rannsókn skattrannsóknarstjóra
ríkisins byggðist á eftirfarandi:
Upplýsingum sem Hermann Her-
mannsson veitti í skýrslutöku 3. apr-
íl sl.
Upplýsingum sem Jón Ólafsson
veitti í skýrslutökum 5. mars, 12. og
30. apríl 2002.
Upplýsingum sem Símon Ásgeir
Gunnarsson veitti í skýrslutöku hjá
skattrannsóknarstjóra 4. október sl.
Upplýsingum sem Gunnar Jóns-
son hrl. veitti í skýrslutöku hjá
skattrannsóknarstjóra 25. mars sl.
Upplýsingum sem Sigurður G.
Guðjónsson hrl. og forstjóri Norður-
ljósa veitti í skýrslutöku 22. ágúst sl.
Upplýsingum sem Hannes Ágúst
Jóhannesson veitti í skýrslutöku
13. desember sl.
Upplýsingum um skattaðilann úr
Firmaskrá.
Skattframtölum gjaldáranna 1999
og 2000, vegna rekstraráranna 1998
og 1999, ásamt fylgigögnum.
Gögnum sem varða sölu á hluta-
bréfum skattaðilans í Fjölmiðlun hf.
til Inuit Enterprises Ltd.
Gögnum varðandi tengsl Jóns
Ólafssonar og Inuit Enterprises
Ltd.
Vinnugögnum endurskoðanda
skattaðilans vegna framtalsgerðar
fyrir rekstrarárið 1998.
Gögnum er varða sölu á hlutabréf-
um í Fjölmiðlun hf. og sölugengi
þeirra á árunum 1998 og 1999.
Áritun án fyrirvara
Í 4. kafla skýrslunnar er fjallað
um skattskilagögn skattaðilans. Þar
segir m.a.: „Í skýrslutöku af Símoni
Ásgeiri Gunnarssyni 4. október 2002
var lagt fyrir hann skattframtal
skattaðilans fyrir gjaldárið 1999,
vegna rekstrarársins 1998. Árs-
reikningur með skattframtalinu ber
áritun Símonar Ásgeirs um endur-
skoðun og er hún án fyrirvara.
Símon Ásgeir var spurður hvort
hann hefði séð um gerð skattfram-
talsins og fylgigagna þess, þ.m.t.
ársreikningsins. Í svari hans kom
fram að hann hefði séð um gerð
skattframtalsins og fylgigagna þess,
svo sem ársreikningurinn bæri með
sér …"
Þá segir orðrétt: „Samkvæmt 19.
gr. laga nr. 144/1994, um ársreikn-
inga, skal sýna tekjur, sem ekki
tengjast reglulegri starfsemi, sér-
staklega í rekstrarreikningi og
greina frá eðli þeirra í skýringum,
nema um óverulegar fjárhæðir sé að
ræða. Verður ekki talið að sala á
eignarhluta skattaðilans í Fjölmiðl-
un hf., að fjárhæð kr. 280.000.000,
teljist hafa varðað óverulega fjár-
hæð í ljósi umfangs reglulegrar
starfsemi skattaðilans…“
Ekki getið um söluhagnað
Fimmti kafli skýrslu skattrann-
sóknarstjóra ríkisins fjallar um bók-
hald Jóns Ólafssonar & Co. sf. Þar
segir m.a.: „Skattrannsóknarstjóri
ríkisins gerir ekki athugasemdir við
færslu bókhalds eða vörslu bók-
haldsgagna skattaðilans, að öðru
leyti en því sem varðar meðhöndlun
á viðskiptum vegna sölu á eignar-
hluta skattaðilans í Fjölmiðlun hf.
til Inuit Enterprises Ltd. …
Rannsókn skattrannsóknarstjóra
ríkisins hefur leitt í ljós, að frá við-
skiptum þessum er gengið í ágúst
1999. Viðskiptin eru hins vegar færð
í bókhald og ársreikning skattaðil-
ans vegna rekstrarársins 1998. Ger-
ist það á síðari hluta ársins, 1999,
við uppgjör og samningu ársreikn-
ings vegna rekstrarársins 1998…
Fyrir liggja tvö skjöl úr vinnu-
möppum endurskoðanda skattaðil-
ans, Símonar Ásgeirs Gunnarsson-
ar, sem afhentar voru vegna
rannsóknar skattrannsóknarstjóra
ríkisins. Skjölin sýna útreikning á
tekjuskattstofni skattaðilans fyrir
rekstrarárið 1998. Annað skjalið,
sem var í vinnumöppu vegna rekstr-
arársins 1998, er handskrifað og er
unnið af Hannesi Ágústi Jóhannes-
syni …, starfsmanni Ernst og
Young ehf. sýnir hagnað af reglu-
legri starfsemi skattaðilans sam-
kvæmt skattalögum, fyrir skatta,
kr. 5.013.594. Þar er ekki getið um
neinn söluhagnað.“
Fram kemur að á hinu skjalinu
sem um ræðir, sem hafi verið prent-
að úr tölvukerfi Ernst og Young efh.
og hafi verið að finna í vinnumöppu
vegna rekstrarársins 1999, sé sölu-
hagnaður samkvæmt ársreikningi
rekstrarársins 1998 kr. 141.877.909.
Stærstur hluti þess hagnaðar hafi
orðið til við sölu á eignarhluta skatt-
aðilans í Fjölmiðlun hf. Skjalið sé
dagsett 20. ágúst 1999. Í skýrslu
skattrannsóknarstjóra segir að síð-
arnefnda skjalið sé í samræmi við
niðurstöður endanlegs ársreiknings
skattaðilans fyrir rekstrarárið 1998.
Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Við
samanburð á þessum tveimur skjöl-
um (sem ljósrit eru birt af í skýrsl-
unni – innskot blm.) kemur í ljós, að
á fyrrnefnda skjalinu er byrjað með
tap samkvæmt ársreikningi af
reglulegri starfsemi fyrir skatta, en
á því síðara er byrjað með lokanið-
urstöðu ársreikningsins eins og hún
er eftir skatta. Það sem ber á milli,
er að færður er inn söluhagnaður,
þeim söluhagnaði er eytt út, inn eru
færð opinber gjöld, verðbreytingar-
færsla er hækkuð um kr. 4.943, inn
er færð fyrning vegna 40% verð-
breytingarfærslu kr. 2.012.536 og al-
mennar fyrningar hækkaðar um kr.
400.000. Fyrningarskýrsla fylgir
ekki skattframtalinu, en af fyrning-
arskýrslu næsta árs verður ráðið að
um geti hafa verið að ræða fyrningu
innréttinga á Laugavegi 26, en þær
hafa verið eignfærðar með kr.
2.000.000 og fyrndar um 20%, eða
kr. 400.000 á árinu 1998.
Af framansögðu verður ráðið, að
þær færslur sem virðist hafa átt eft-
ir að gera í bókhaldi þegar skjalið
frá 19. júlí 1999 var gert, eru sem
hér segir: Leiðrétting verðbreyting-
arfærslu úr kr. 5.026.393 í kr.
5.031.339.
Færsla á sölu hlutabréfa með
söluhagnaði sem nam samkvæmt
bókhaldi kr. 99.363.222, en skatta-
lega kr. 173.495.886. Færsla á sölu
annarra eigna með kr. 42.514.687
söluhagnaði samkvæmt bókhaldi en
kr. 44.273.032 skattalega. Færsla
opinberra gjalda, kr. 4.060.786.
Af þessu má ráða að í júlí 1999
hafi sala í eignarhluta skattaðilans í
Fjölmiðlun hf. ekki enn verið tekin
inn í vinnslu við framtalsgerð skatt-
aðilans, en við síðara uppgjörið mán-
uði síðar er salan tekin með.“
Við skýrslutöku hjá skattrann-
sóknarstjóra 13. des. sl. staðfesti
Hannes Ágúst Jóhannsson að hann
hefði gert þá útreikninga sem fram
koma á handskrifaða minnisblaðinu
sem fyrst er nefnt hér að framan.
Hannes Ágúst tók fram þegar hann
skoðaði handskrifaða blaðið og bar
saman við ársreikning að hann átt-
aði sig ekki á því hvað hefði breyst
frá vinnu hans, þar til endanlegur
ársreikningur var gerður. Sá
mismunur væri þó ekki verulegur.
Hannes Ágúst var spurður hvort
hann hefði komið að endurskoðun
ársreiknings skattaðilans vegna
rekstrarársins 1998 og ef svo hefði
verið, hvernig endurskoðunin hefði
farið fram. Sagði hann að öll
fylgiskjöl hefðu verið skoðuð. Að-
spurður kvaðst Hannes Ágúst ekki
muna eftir samningi um sölu á
hlutabréfum skattaðilans í Fjölmiðl-
un hf., þegar samningurinn var lagð-
ur fyrir hann. Hann kvaðst ekki vita
hvort byggt hefði verið á þessum
samningi við ársreikningsgerð fyrir
skattaðilann.
Þá segir orðrétt í skýrslunni:
„Hannesi Ágústi var í skýrslutök-
unni gerð grein fyrir því að ekki yrði
séð við skoðun á endurskoðunar-
möppum vegna skattaðilans fyrir
rekstrarárin 1998 og 1999, sem
KPMG Endurskoðun hf. afhenti
skattrannsóknarstjóra ríkisins, að
þar á meðal væru nein skjöl sem
staðfest gætu að umrædd viðskipti
með hlutabréf skattaðilans í Fjöl-
miðlun hf. hefðu átt sér stað.“
Orð eiganda ekki rengd
Kvaðst Hannes Ágúst telja að
þeir sem unnu að þessu uppgjöri
hefðu verið upplýstir um viðskiptin
eftir að vinnu hans var lokið.
Aðspurður hvort þessi viðskipti
hefðu verið færð út frá munnlegum
upplýsingum sagði Hannes Ágúst að
það gæti vel verið. Um einn eiganda
væri að ræða og í tilviki Jóns Ólafs-
sonar hefðu munnlegar upplýsingar
frá honum oft á tíðum verið teknar
jafngildar og skrifleg gögn. „Að-
spurður um skýringu á því að samn-
ingurinn, sem virtist gerður í ágúst
1999, væri færður í ársreikning
vegna rekstrarársins 1998, sagði
Hannes Ágúst að í þessum samningi
kæmi fram að „effective date“ væri
15. júní 1998.“ Sagði hann að ef eig-
andi félagsins, þ.e. Jón Ólafsson,
„fullyrti að ákveðin eign hefði verið
seld á ákveðnum tíma þá væru þau
orð hans ekki rengd.“
Síðan segir í skýrslu skattrann-
sóknarstjóra: „Telja verður framan-
greinda meðferð á viðskiptunum í
bókhaldi brjóta gegn ákvæðum laga
nr. 145/1994, um bókhald. Sam-
kvæmt 22. gr. þeirra laga er gert ráð
fyrir að reikningsárið sé tólf mán-
uðir og semja skuli ársreikning fyrir
hvert reikningsár. Skal ársreikning-
ur fullgerður og undirritaður eigi
síðar en sex mánuðum eftir lok
reikningsárs.“
Rannsókn skattrannsóknarstjóra á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafssonar & Co. sf.
Telur söluhagnað vanfram-
talinn um 1,2 milljarða króna
Samhliða rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum Jóns
Ólafssonar framkvæmdi embættið sjálfstæða rannsókn á bókhaldi og
skattskilum Jóns Ólafssonar & Co. sf. fyrir rekstrarárin 1998 og 1999.
AGNES BRAGADÓTTIR kynnti sér efni þeirrar skýrslu skattrannsókn-
arstjóra ríkisins, en þar kemur m.a. fram að embættið telur að sölu-
verðmæti eignarhlutar skattaðilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit Enterprises
Ltd. hafi numið að lágmarki rúmum 1,3 milljörðum króna og að van-
framtalinn söluhagnaður hafi því numið rúmum 1,2 milljörðum króna.
Morgunblaðið/Golli