Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Tindastóll – Breiðablik 101:96 Íþróttahúsið Sauðárkróki, úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, fimmtudaginn 13. febrúar 2003. Gangur leiksins: 4:6, 10:10, 18:16, 20:22, 27:24, 29:27, 31:31, 34:39, 36:47, 41:49, 42:52, 44:54, 46:59, 52:62, 59:62, 64:67, 68:69, 75:71, 82:74, 85:78, 88:83, 92:85, 97:91, 101:96. Stig Tindastóls: Clifton Cook 31, Kristinn Friðriksson 26, Michail Antropov 21, Axel Kárason 10, Helgi Rafn Viggósson 10, Óli Barðdal 3. Fráköst: 20 í vörn - 9 í sókn. Stig Breiðabliks: Friðrik Hreinsson 25, Kenneth Tate 18, Pálmi Sigurgeirsson, 16, Mirko Virijevic 15, Loftur Einarsson 14, Bragi Magnússon 5, Þórarinn Örn Andrésson 3. Fráköst: 20 í vörn - 12 í sókn. Villur: Tindastóll 21 - Breiðablik 24. Dómarar: Sigmundur M. Herbertsson og Karl Friðriksson. Áhorfendur: 205. Snæfell – Njarðvík 60:63 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 2:0, 5:10, 10:12, 12:17, 12:19, 19:21, 23:23, 23:27, 27:33, 29:35, 34:41, 37:42, 41:42, 43:45, 43:49, 45:52, 51:52, 53:55, 54:58, 57:58, 59:58, 60:61, 60:63. Stig Snæfells: Sigurbjörn Þórðarson 14, Hlynur Bæringsson 12, Lýður Vignisson 9, Clifton Bush 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Helgi Reynir Guðmundsson 7, Andrés M. Heið- arsson 2. Fráköst: 31 í vörn – 5 í sókn. Stig Njarðvíkur: Gary Hunter 20, Friðrik Stefánsson 16, Teitur Örlygsson 14, Þor- steinn Húnfjörð 9, Páll Kristinsson 2, Hall- dór Karlsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 9 í sókn. Villur: Snæfell 22 – Njarðvík 22. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Rúnar Gíslason, ekki þeirra dagur, mörg mistök og misstu tökin á leiknum. Áhorfendur: 145. Valur – Hamar 90:88 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 7:0, 7:5, 14:5, 14:10, 20:10, 20:16, 22:19, 25:22, 27:22, 29:31, 35:32, 37:39, 39:43, 42:47, 44:47, 51:47, 62:49, 64:51, 64:57, 70:59, 70:63, 78:67, 78:71, 85:71, 88:76, 88:81, 90:81, 90:88. Stig Vals: Jason Pryor 35, Bjarki Gústafs- son 15, Barnaby Craddock 12, Evaldas Priudokas 8, Gylfi Geirsson 7, Ægir Jóns- son 6, Hjörtur Þór Hjartarson 4, Ragnar Steinsson 3. Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn. Stig Hamars: Keith Vassell 25, Hallgrímur Brynjólfsson 19, Svavar Páll Pálsson 11, Marvin Valdimarsson 10, Lárus Jónsson 9, Pétur Ingvarsson 5, Hjalti J. Pálsson 5, Ágúst Kristinsson 4. Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn. Villur: Valur 25 - Hamar 27. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Helgi Bragason. Áhorfendur: Um 360. Staðan: Grindavík 16 14 2 1480:1303 28 KR 16 13 3 1433:1298 26 Keflavík 16 12 4 1607:1324 24 Haukar 16 10 6 1445:1374 20 Njarðvík 17 10 7 1379:1399 20 Tindastóll 17 9 8 1533:1518 18 ÍR 16 9 7 1396:1413 18 Snæfell 17 7 10 1357:1356 14 Breiðablik 17 6 11 1543:1600 12 Hamar 17 4 13 1567:1738 8 Valur 17 3 14 1328:1574 6 Skallagrímur 16 2 14 1296:1467 4 Grindavík – Keflavík 58:65 Grindavík, 1. deild kvenna, fimmtudaginn 13. febrúar 2003. Gangur leiksins: 13:18, 24:35, 43:46, 58:65. Stig Grindavíkur: Denise Shelton 17, Stef- anía Ásmundsdóttir 17, Sólveig Gunnlaugs- dóttir 12, Sandra Guðlaugsdóttir 6, Guðrún Guðmundsdóttir 2, Erna Magnúsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2. Fráköst: 28 í vörn - 7 í sókn. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 19, Erla Þorsteinsdóttir 19, Anna María Sveinsdóttir 9, Rannveig Randversdóttir 6, Marín Karlsdóttir 5, Sonja Ortega 4, Krist- ín Blöndal 3. Fráköst: 19 í vörn - 12 í sókn. Villur: Grindavík 17 - Keflavík 15. Dómarar: Lárus Ingi Magnússon og Guð- mundur Stefán Maríasson. Haukar – ÍS 53:62 Ásvellir: Gangur leiksins: 9:22, 21:27, 37:37, 51:51, 53:62. Stig Hauka: Katie Hannon 18, Helena Sverrisdóttir 17, Egidija Raubaité 8, Ösp Jóhannsdóttir 4, Hafdís Hafberg 4, Pálína Gunnlaugsdóttir 2. Fráköst: 25 í vörn - 21 í sókn. Stig ÍS: Meadow Overstreet 24, Alda Leif Jónsdóttir 18, Hafdís Helgadóttir 6, Cecilia Larsson 5, Svandís Sigurðardóttir 4, Stella Kristjánsdóttir 3, Jófríður Halldórsdóttir 2. Fráköst: 29 í vörn - 16 í sókn. Villur: Haukar 20 - ÍS 17. Dómarar: Halldór Geir Jensson og Krist- inn Óskarsson. Staðan: Keflavík 16 14 2 1248:846 28 KR 16 9 7 986:1025 18 Grindavík 16 8 8 1121:1167 16 Njarðvík 16 7 9 1055:1123 14 ÍS 16 5 11 951:1057 10 Haukar 16 5 11 932:1075 10 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Philadelphia – Chicago .....................119:111  Eftir framlengdan leik. Toronto – Atlanta ..................................97:96 Cleveland – Minnesota .......................91:102 New York – Golden State .................107:113 Memphis – New Jersey ........................97:90 New Orleans – Indiana .........................72:83 Milwaukee – Dallas ...........................120:114 Denver – LA Lakers .........................102:113 Utah – Houston ...................................76:106 LA Clippers – Washington...............104:108 KNATTSPYRNA Vináttulandsleikir Ekvador - Eistland .................................. 2:1 Johnny Baldeon 24., 48. - Vjatsheslav Zahovaiko 67. Jamaíka - Bandaríkin.............................. 1:2 Onandi Lowe 54. - Carlos Bocanegra 11., Chris Klein 13. Mexíkó - Kólumbía .................................. 0:0 Kýpur - Slóvakía...................................... 1:3 Rainer Rauffmann 40. - Lubos Reiter 1., Robert Vittek 62., 84. Rússland - Rúmenía................................. 4:2 Florin Soava 30. (sjálfsm.), Andrei Kariaka 34., Andrei Arshavin 41., Rolan Gusev 59. (víti) - Tamas 12., Grigorie 70. SKÍÐI HM í Sviss Stórsvig kvenna, keppt í St. Mortiz: 1. Anja Pärson, Svíþjóð......................2.30,97 2. Denise Karbon, Ítalíu.....................2.32,52 3. Allison Forsyth, Kanada................2.32,76 4. Michaela Dorfmeister, Austurr. ...2.32,83 5. Tina Maze, Slóvenía .......................2.33,03 6. Karen Putzer, Ítalía .......................2.33,10 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Austurberg: ÍR – FH.................................20 Selfoss: Selfoss – Víkingur ........................20 Hlíðarendi: Valur – Grótta/KR .................20 Vestmannaeyjar: ÍBV – Þór A. .................20 1. deild kvenna, Essodeild: Framhús: Fram – Víkingur.......................20 Kaplakriki: FH – ÍBV................................18 Hlíðarendi: Valur – Grótta/KR .................18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Borgarnes: Skallagrímur – KR............19.15 Grindavík: UMFG – Keflavík...............19.15 Seljaskóli: ÍR – Haukar ........................19.15 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir – Selfoss..................20 Laugardalsh.: Ármann/Þróttur – KFÍ.....20 Sandgerði: Reynir S. – Þór Þ. ..............10.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, undanúrslit: Egilshöll: Valur – Fylkir.......................18.30 Egilshöll: Fram – Þróttur R.................20.30  Sigurvegarar mætast í úrslitaleik á mánudag kl. 20 í Egilshöll. Í KVÖLD SIGURÐUR Bjarnason, landsliðs- maður í handknattleik, leikur ekki meira með þýska 1. deildar liðinu Wetzlar á þessari leiktíð. Hann gekkst undir aðgerð á hné í gær og við nánari skoðun kom í ljós að krossband var slitið. „Framhaldið hjá mér er óljóst á þessari stundu. Ég þarf að fara í aðra aðgerð til að laga krossbandið en það er ekki komin tímasetning á hana. Hins vegar er alveg ljóst að ég verð frá æfingum og keppni næstu mánuðina og leik því ekki meira með á þessu tímabili,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið í gær. Þetta er mikið áfall fyrir lið Wetzlar sem á fyrir höndum harða baráttu fyrir lífi sínu í 1. deildinni. Samningur Sigurðar við félagið rennur út í vor og þar með er óviss- an um framhaldið hjá honum enn meiri en áður. Sigurður er annar landsliðsmað- urinn sem heltist úr lestinni en eins og fram kom í Morgunblaðinu í vik- unni er Gústaf Bjarnason meiddur í öxl og leikur ekkert meira með Minden það sem eftir er leiktíðar. Sigurður með slitið krossband Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Bjarnason ÍSLAND mætir silfurliði heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik, Þýskalandi, í sýningarleik sem fram fer í Berlín 22. mars. Leikurinn er haldinn í tilefni af því að í ár eru 25 ár síðan Þjóð- verjar urðu heimsmeistarar í handknattleik, þá reyndar undir nafni Vestur-Þýskalands. Munnlegt samkomulag um leik- inn náðist í gær en skrifleg stað- festing frá Þjóðverjum hafði þó ekki borist HSÍ. Leikurinn fer fram í stórri sýningarhöll sem rúmar nálægt 10 þúsund manns og búast má við því að hún verði þétt setin. Ísland í sýningar- leik í Berlín Valsmenn voru sprækir til aðbyrja með og náðu 14:5 forystu en mikil spenna var í þeim og fljót- lega kom það niður á gæðum í leik þeirra svo að Hamarsmönn- um tókst þeim með þolinmæði að ná yf- irhöndinni. Heimamenn náðu að stilla sig í hálfleik og með meiri yf- irvegun sigu þeir fram úr uns for- ystan var 14 stig þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Rúmlega mínútu fyrir leikslok var staðan 90:81 en í stað þess að halda áfram var mikið um fum og fát svo að Hamar minnk- aði muninn jafnt og þétt. Tvær síð- ustu sóknir Vals runnu út í sandinn og á síðustu tíu sekúndunum fengu gestirnir þrjú tækifæri til að hirða sigurinn en tókst ekki. „Ég er ánægður með sumt en ekki með annað,“ sagði Ágúst Björgvins- son, þjálfari Vals. „Menn lögðu sig alla fram og við fengum tvö stig en við hefðum samt þurft að vinna með fimm stigum – því þeir hafa nú betur í innbyrðis leikjum. Við vorum langt yfir undir lokin og alger aulaskapur að halda því ekki.“ Jason Pryor átti greinilega að sjá um sigurinn og þó að hann skoraði 35 stig fóru of mörg færi í súginn. Hjá Hamri var Keith Vassell sterkur og Hallgrímur Brynjólfsson drjúgur. „Nú verðum við að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, úrslita- keppnin er tæplega inni í myndinni lengur en við gefumst ekki upp,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Hamars. Seiglan dugði Njarðvíkingum Njarðvík sigraði Snæfell í Stykk-ishólmi í gærkveldi með 63 stig- um gegn 60. Leikurinn verður seint settur í minninga- bækurnar sem góður og skemmtilegur. Heimamenn skor- uðu fyrstu körfuna í leiknum og hleyptu gestirnir þeim ekki aftur yfir í leiknum nema í eitt augnablik þegar hálf mínúta var eft- ir. Þegar fjórar mínútur voru eftir og Snæfell búið að minnka muninn í eitt stig kom að þætti Teits Örlygssonar, hann setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og innsigl- aði síðan sigurinn með tveimur víta- skotum þegar 5 sekúndur voru eftir. En þegar hálf mínúta var eftir hafði Sigurbjörn Þórðarson komið heima- mönnum yfir í annað skipti í leiknum þegar hann setti niður tvö vítaskot. Njarðvíkingarnir reyndust sterkari á lokasprettinum með hinn marg- reynda Teit Örlygsson í fararbroddi. Í liði Snæfells stóð Sigurbjörn Þórðarson upp úr, kom mjög spræk- ur inn á í fyrri hálfleik, en þurfti að sitja á bekknum töluvert vegna villu- vandræða. Lýður Vignisson lék vel þrátt fyrir að þriggja stiga skotin dyttu ekki. Hlynur Bæringsson barð- ist vel í vörninni og fráköstunum en hefur oft gert betri hluti í sókninni. Helgi Reynir Guðmundsson átti ágæta spretti en hefur oft leikið af meiri yfirvegun. Jón Ólafur Jónsson stóð sig ágætlega en Clifton Bush lék örugglega sinn lakasta leik í langan tíma, skoraði einungis eina körfu án þess að vera á vítalínunni. Hjá Njarðvíkingum lék Friðrik Stefánsson mjög vel, gríðarlega öfl- ugur í vörninni og sífelld ógn í sókn- inni. Mikilvægur hlekkur í liðinu. Teitur Örlygsson hefur engu gleymt, tók af skarið þegar mest lá við í lok leiksins og var sá leikmaður sem gerði útslagið. Þorsteinn Ó Húnfjörð lék vel, sérstaklega framan af, en hann lenti í villuvandræðum þegar á leið. Gary Hunter hefur oft leikið betur en er samt stór hlekkur í liðinu. Páll Kristinsson lék ágæta vörn en sást ekki í sóknarleiknum. Stórleikur Friðriks nægðu ekki Tindastólsmenn náðu að landasætum sigri, 101:96, á móti Breiðabliki. Þeir komu sterkir inn í leikinn þegar á leið eftir að Friðrik Hreinsson þeirra gamli félagi hafði komið gestunum í 13 stiga forskot með frábærri hittni inn- an teigs og utan. Leikurinn byrjaði með miklum hraða. Baráttan var í algleymingi og áhorfendur fengu sannarlega að sjá skemmtilegan körfubolta. Í öðrum leikhluta hélt baráttan áfram en mik- ið var um mistök á báða bóga þar til Friðrik kom inn á. Hann og Pálmi Sigurgeirsson léku á als oddi og með fjórum þriggja stiga körfum og frá- bærum leik voru þeir á örskömmum tíma búnir að koma Blikum í ellefu stiga forystu sem hélst til leikhlés. Í síðari hálfleik voru heimamenn grimmir, náðu að bæta varnarleikinn og söxuðu smátt og smátt á forskot gestanna. Sem fyrr var það Friðrik sem hélt gestunum í forystu. Í síðasta hlutanum bættu heima- menn enn í og náðu yfirhöndinni, en svo undarlegt sem það virtist var Friðrik á bekknum hjá gestunum þar til aðeins voru tæpar þrjár mínútur til leiksloka. Þá voru heimamenn búnir að skapa sér forskot, lítið að vísu, en nægilegt þar sem allt bit var úr sókn Blika. Í liði Tindastóls áttu Michail Antropov, Kristinn Friðriksson og Clifton Cook allir mjög góðan leik og þá börðust Helgi Rafn, Axel og Óli Barðdal ágætlega. Í liði Breiðabliks var Friðrik lang- besti maður en einnig átti Pálmi ágætan leik. Kenneth Tate og Loftur Einarsson börðust vel en Loftur var kominn með þrjár villur þegar við upphaf annars leikhluta og mátti því illa beita sér. Mirko Virijevic var sterkur undir körfunni. Dýrmæt stig Vals KAPP frekar en forsjá dugði Valsmönnum til að hafa 90:88 sigur á Hamri frá Hveragerði þegar liðin mættust á Hlíðarenda í gærkvöldi. Gestirnir fengu þrjú skot til að jafna eða komast yfir í lokin en brást bogalistin. Þar með er botnbaráttan aftur opin því Hvergerðingar drógust með tapinu frá baráttunni um sæti í úrslitakeppninni niður í baráttu við fall. Valsmenn sitja áfram í fallsæti en styrktu stöðu sína verulega og geta gert sér betri vonir um að halda sér uppi. Stefán Stefánsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Björn Björnsson skrifar Priudokas á spítala EVALDAS Priudokas, hinn litháíski leikmaður Vals í körfuknatt- leik, varð fyrir hnjaski í miðjum leik við Hamar á Hlíðarenda í gær- kvöldi. Hann fór af velli, Valsmönnum leist ekki á blikuna og köll- uðu til lækni sem skoðaði leikmanninn, taldi hann vera með óreglulegan hjartslátt og lagði til að hann yrði sendur á spítala til nánari skoðunar. Þar kom í ljós að hjartslátturinn var í lagi og lík- ast til um að ræða slappleika vegna flensu og mikilla átaka í leikn- um. Priudokas var þó látinn gangast undir ítarlega rannsókn seint í gærkvöld en hann ætti að vera tilbúinn í slaginn í næsta leik Hlíð- arendaliðsins. KEFLAVÍK varð í gærkvöld deildarmeistari kvenna í körfuknattleik með því að sigra Grindavík á útivelli, 65:58. Keflavíkurkonur eru með 10 stiga forystu þegar fjórum umferðum er ólokið en fyrir leikinn átti KR aðeins stærðfræðilega möguleika á að hirða efsta sætið úr hönd- um þeirra. ÍS vann Hauka, 62:53, í framlengdum lykilleik í fall- baráttunni á Ásvöllum og komst þar með í fyrsta skipti úr botnsæti deildarinnar í vet- ur – hafði sætaskipti við Hauka. Keflavík deildar- meistari STEFÁN Logi Magnússon knatt- spyrnumarkvörður var borinn af velli eftir aðeins þrjár mínútur í fyrsta leik sínum hjá enska 1. deildar liðinu Bradford City á þriðjudaginn. Stefán Logi, sem kom til Bradford sem lánsmaður frá B1909 í Danmörku fyrr í þess- um mánuði, slasaðist á hné í upp- hafi leiks með varaliði félagsins gegn Aston Villa og óvíst er að hann geti leikið meira á þessu keppnistímabili. Hann hafði setið á varamannabekk Bradford í tveim- ur síðustu leikjum liðsins í 1. deildinni. Mikil álög virðast hvíla á markvörðum Bradford því allir fjórir markverðirnir sem félagið hefur haft í sínum röðum í vetur hafa orðið fyrir meiðslum. Stefán borinn af velli í fyrsta leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.