Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 56
Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvik- myndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafla stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir ársins, mikilfengleg sagnagáfa þeirra skapar eitt magnaðasta ævintýri kvikmyndasögunnar. Ósvikin epík um hugrekki, vináttu og drenglyndi. (S.V.) Smárabíó. Chicago Kyngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar sem Zelleweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard Gere fara ham- förum í hrífandi kvikmyndagerð leikhúss- verksins. (S.V.) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó. Óafturkallanlegt (Irréversible) Mjög óhugguleg en áhrifarík frönsk kvikmynd um nauðgun og hefnd. Leikararnir standa sig frábærlega í ofbeldisatriðum þar sem ekkert er dregið undan, og kvikmyndin er gerð af réttsýni og einlægni. Merkileg kvikmynd sem vart er hægt að mæla með. (H.L.) Háskólabíó. Gríptu mig ef þú getur (Catch Me If You Can) Þeir eru allir í toppformi; Di Caprio sem barn- ungur svikahrappur; Hanks sem FBI-maður- inn á hælum hans og Walken sem lánleysing- inn faðir pilts. Frábær endursköpun sjöunda áratugarins og myndin sú fyndnasta frá Spielberg. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. 8 mílur (8 Mile) Þegar á heildina er litið er það hversu einföld meginfléttan er, en hún snýst í raun um þátt- töku rapparans í einni keppni, bæði helsti kostur og galli myndarinnar. Þannig tekst að halda sögunni á raunsæislegu sviði en á sama tíma er sigursagan teygð dálítið á lang- inn. (H.J.)  Laugarásbíó. Gullplánetan (Treasure Planet) Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.)  Sambíóin. Grúppíurnar (The Banger Sisters) Tvær, frábærar leikkonur halda lífinu í gam- anmynd um miðaldra kvinnur sem eyddu bestu árunum sem hjásvæfur poppara. 20 árum síðar hefur margt breyst. (S.V.)  Regnboginn. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuð á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gam- aldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin Keflavík og Akureyri. Deyðu annan dag (Die Another Day ) Full löng Bond-mynd þar sem hasarinn ræð- ur ríkjum og húmorinn er komin í hring. Ágæt- asta afþreying fyrir fólk í góðu skapi og með smekk fyrir fallegu fólki. (H.L.)  Smárabíó. Frida Á heildina litið krafmikil og litrík kvikmynd sem veitir ævintýrakennt yfirlit yfir ævi Fridu Kahlo, en áhuginn á að kafa nægilega djúpt í list eða hugmyndaheim listakonunnar víkur fyrir áherslu á dramatík og holdlegar ástríður, og þaðan er stuttur vegur yfir í söluvænlega melódramatík. (H.J.)  Regnboginn. Á gægjum (I Spy) Wilson og Murphy leika skemmtilegar anti- hetjur í þessari grín njósnamynd. Myndin sjálf hefði hins vegar mátt vera mun frumlegri og fyndnari þótt hún læði fram á manni ein- staka brosi. (H.L.) Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Geimstöðin: Makleg mála- gjöld (Star Trek: Nenesis) Geimhasar af lélegri sortinni, þar sem sagan er þunn og leikmyndin gamaldags. Geim- bardagarnir eru samt ágætlega unnir. (H.L.) Sambíóin. Njósnakrakkarnir 2 (Spy Kids 2) Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum Bond-hasar og laufléttri fjöl- skylduskemmtun. (S.V.)  Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akur- eyri. Aftur í meðferð (Analyze That) Framhaldsmyndin á sína spretti, og er það iðulega vegna þess hversu vel aðalleikurun- um tekst að fylla upp í tómlegt handritið. (H.L.) Sambíóin. Flutningsmaðurinn (The Transporter) Sólskinið í Suður-Frakklandi, vel skipulögð átakaatriði og eltingaleikur eru ljósu punkt- arnir í annars myrkri meðalmennsku. (S.V.) Smárabíó. Kjánaprik: Kvikmyndin (Jackass: The Movie ) Botnlaus kjánaskapur og fífldirfska eru drif- krafturinn á bak við þessa kvikmynd, sem er óneitanlega sprenghlægileg í 50% tilfellum. Ekki alvitlaus, þegar menn ná að halda sig innan lágkúrumarkanna. (H.J.) Sambíóin. Ingiríður Eygló (Juwanna Man) Körfuboltakappi klæðist kvenfötum og heldur áfram í kvennaliði þegar hann er rekinn úr NBA. Mun skárra en það hljómar. (S.V.) Sambíóin. Einu sinni var í Miðlöndum (Once Upon a Time in the Midlands) Úrval breskra leikara tekst ekki að gera fyndna mynd, þar sem stefnuleysi og vanvirð- ing fyrir persónunum ráða ríkjum. Dramað virkar rétt undir lok og brandararnir eru allt of fáir fyrir gamanmynd. Vonbrigði. (H.L.) Háskólabíó. Darraðardans (Half Past Dead) Seagal er orðinn gamall og feitur, en þráast við í sama hlutverkinu einn áratuginn í viðbót. Góður hraði, þunnur söguþráður, gloppur, endalaus slagsmál og dyngjandi rapptónlist einkenna hola mynd. (H.L.) Regnboginn. Stella í framboði Helst er hægt að hafa gaman af Stellu í fram- boði með því að nálgast hana eins og ára- mótaskaup með mjög afmörkuðu sögusviði. (H.J.) BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn KVIKMYNDIR 56 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMFANGSMIKIL njósnastarfsemi og banvæn leynistríð eru gjarnan fylgifiskar valdabaráttu á hvíta tjaldinu og er söguþráður spennumynd- arinnar Ballistic: Ecks vs. Sever þar engin und- antekning. Tveir svarnir óvinir heyja kapphlaup um einstakt morðvopn, sem mikið orðspor hefur farið af. Örlitlu efni er sprautað inn í fórn- arlambið. Efnið liggur í dvala í líkamanum uns það er virkjað og drepur þá strax sjáanleg um- merki. Aðeins tveir einstaklingar eru taldir búa yfir nauðsynlegri tækni, færni og þrautseigju, sem þarf til að takast ætlunarverkið. Sever, sem leik- inn er af Lucy Liu, hefur verið þjálfuð til að drepa og treystir sér fullkomlega í verkið. Hinn snjalli og staðfasti Ecks, sem leikinn er af Banderas, er hinsvegar fyrrum mannaveiðari hjá FBI, en sagði upp störfum eftir að eiginkona hans lét lífið af völdum sprengju. Nú er hann á ný leiddur inn í hringinn og er falið mest krefjandi verkefni, sem hann hefur nokkru sinni tekið að sér. Leikstjóri myndarinnar, sem kallar sig Kaos og er aðeins á þrítugsaldri, er að þreyta frumraun sína í leikstjórastólnum vestanhafs, en hann er einnig einn framleiðenda myndarinnar. Hann er af tælensku bergi brotinn, fæddur í Bangkok, en alinn upp í Moskvu, Kaupmannahöfn, Islamabad og á Nýja-Sjálandi þar sem faðir hans var sendi- ráðsstarfsmaður. Kaos settist síðan á skólabekk í Emerson College í Boston þaðan sem hann út- skrifaðist sem kvikmyndagerðarmaður árið 1996. Hann skrifaði handrit og leikstýrði tælensku bíó- myndinni Fha, sem átti mikilli velgengni að fagna í heimalandinu árið 1998. Að sögn Kaos, var nokk- uð ljóst hvert hugurinn stefndi eftir að foreldrar hans fóru með einkasoninn, þá átta ára gamlan, fyrst í bíó á hákarlamyndina Jaws. Hann tók ást- fóstri við kvikmyndaheiminn og stefndi ótrauður á hann, en meðal leikstjóra, sem hann telur að hafi haft mikil áhrif á sig, nefnir hann Steven Spiel- berg, John Woo, Michael Mann, Michael Bay og hinn Hong Kong-ættaða Wong Kar-Wai. Smárabíó frumsýnir Í skotlínu (Ballistic: Ecks vs. Sever). Leikarar: Antonio Banderas, Lucy Liu, Gregg Henry, Ray Park, Talisa Soto og Miguel Sandoval. Banderas mundar byssuna. Kapphlaup um nýtt morðvopn ÞAÐ er ekki auðvelt að vera lítill strákur og eiga vin, sem enginn trúir að sé til í raun og veru. Það fær Brói litli að reyna þegar hann kynnist Kalla á þakinu, skrýtnum karli, sem á hús uppi á þaki og er með þyrluspaða á bakinu svo hann geti flogið um eins og fugl. En svo gerast ósköpin í þess- ari sænsku barnateiknimynd, sem er með íslensku tali og heitir á frummál- inu Karlsson på taket. Einhver kemur auga á Kalla á flugi og stórfé er heitið þeim, sem getur upplýst ráðgátuna um þennan dul- arfulla, fljúgandi furðuhlut. Þegar tveir skuggalegir náungar, sem sví- fast einskis til að komast yfir verð- launaféð, brjótast inn til Bróa til að handsama Kalla eru góð ráð dýr. En Kalli á þakinu hefur reyndar ráð und- ir rifi hverju. Þessi fallega teiknimynd er byggð á bók eftir hina þekktu, sænsku skáldkonu Astrid Lindgren, en bæk- ur hennar hafa sem kunnugt er farið sigurför um veröldina og njóta gríð- arlegra vinsælda barna sem fullorð- inna um allan heim. Davíð Þór Jónsson þýddi myndina yfir á íslensku og Jakob Þór Ein- arsson leikstýrði talsetningunni sem var auk annarrar hljóðvinnslu unnin af Lotus-hljóðsetningu. Kalli deyr ekki ráðalaus Kalli á þakinu er gerð eftir sögu Astrid Lindgren. Smárabíó og Laugarásbíó frumsýna sænsku teiknimyndina Kalli á þakinu. Leikraddir: Jóhann Páll Jóhannsson, Atli Rafn Sigurðarson, Sigurður Sig- urjónsson, Jóhanna Jónas, Steinn Ár- mann Magnússon, Davíð Þór Jónsson, Guðfinna Rúnarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hólmfríður Lilja Gylfadóttir og Bragi Þór Hinriksson. SEGJA má að það sé jafnan tilhlökkunar- efni þegar stórleikarinn Jack Nicholson kemur fram í nýrri mynd, en hann fer ein- mitt með titilhlutverkið í bíómyndinni Allt um Schmidt, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Louis Begley um Warren Schmidt, ósköp hversdagslegan mann, sem lendir á skömmum tíma í ótrúlegu mótlæti. Hann er að ljúka starfsævinni sem trygg- ingasérfræðingur og veit satt best að segja ekki hvað hann á að taka sér fyrir hendur. Augasteinninn hans, einkadóttirin Jeannie, er um það bil að giftast Randall, náunga sem Schmidt hefur óbeit á, auk þess sem eiginkona hans til 42 ára fellur skyndilega frá. Orðinn einstæðingur án eiginkonu, fjöl- skyldu og starfs heldur Schmidt í örvænt- ingarfulla leit að fyllingu í sitt sviplausa líf. Í þeim tilgangi sest hann upp í forláta hús- bíl og leggur af stað í leit að sjálfum sér á berskuslóðunum í Nebraska, en húsbílinn hafði hann keypt í þeim tilgangi að skoða landið með eiginkonunni. Hann ákveður svo að vera kominn tím- anlega til Denver til að aðstoða Jeannie dóttur sína við undirbúning brúðkaupsins. Til allrar óhamingju hatar hann tengda- soninn tilvonandi, dáðlausan undirmáls- mann, sem vinnur við sölu á vatnsrúmum. Til að bæta gráu ofan á svart fær Schmidt megnustu andstyggð á frjálslegri og óhefl- aðri framkomu foreldra hans. Ómögulegt er að sjá fyrir hvar þetta fjölskyldudrama endar, en ljósið er ef til vill að finna í 12 ára gömlum munaðarlausum dreng í Tanz- aníu sem Schmidt hefur stutt við bakið á og haft við hann bréfaskriftir. Leikstjóri og handritshöfundur ásamt Jim Taylor er Alexander Payne, sem hlaut á sínum tíma mikið lof fyrir Election með Reese Witherspoon í aðalhlutverki og var m.a. tilnefndur til Gullpálmans í Cannes í fyrra fyrir þá mynd. Í leit að lífsfyllingu Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna Allt um Schmidt eða About Schmidt. Leikarar: Jack Nicholson, Howard Hesseman, Hope Davis, Dermot Mulroney og Kathy Bates. Aumingja Schmidt, búinn að missa vinnuna, konuna og þolir ekki tengdasoninn. Í BÍÓMYNDINNI Tveggja vikna fyrirvari fer Sandra Bullock með hlutverk Lucy Kelson, aðalráðgjafa hjá einu stærsta fast- eignaverktakafyrirtæki New York borgar. Hún er frábær lögfræðingur og er án efa einn besti hugsuður fyr- irtækisins. Vandamálin eru hins- vegar þau að hún hefur magasár og verður lítið um svefn. En það er ekki beinlínis vinnan sem leikið hefur hana svona, heldur má öllu heldur skella skuldinni á yfirmann hennar, milljónamæringinn George Wade, sem leikinn er af Hugh Grant. Hann er bæði myndarlegur og að- laðandi í fasi, en að sama skapi er hann einnig mjög upptekin af sjálf- um sér og fer með Lucy eins og hún sé barnfóstran hans, en ekki lög- fræðingur úr Harvard. Hann getur varla sett á sig bindi án hennar hjálpar, en núna, eftir að hafa stjórn- að öllu lífi hans síðustu fimm árin, hefur Lucy Kelson ákveðið að segja upp störfum. Sandra Bullock, sem fyrst varð fræg fyrir hlutverk sitt í Speed, er aðalframleiðandi myndarinnar en nýjustu leiksigrar hennar eru m.a. í Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood, Murder by Numbers og Miss Congenial- ity. Leikstjóri og handritshöfundur að myndinni er Marc Lawrence, sem hér er að þreyta frum- raun sína sem leik- stjóri, en hann skrif- aði handrit að Miss Congeniality og Forces of Nature sem Bullock lék í. Hann er frá Brooklyn og hóf sinn feril sem handritshöfundur að sjón- varpsþáttum eftir að hafa gefist upp á lögfræðinámi við NYU. Hann hlaut Emmy og Humanitas tilnefningar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Family Ties og Pride and Joy, en hann hefur líka skrifað handrit að bíómyndum á borð við Life With Mikey með Mich- ael J. Fox í aðalhlutverkinu og The Out-of Towners með þeim Goldie Hawn og Steve Martin. Uppgefin á yfirmanninum Háskólabíó og Sambíóin, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og á Akureyri, frumsýna Tveggja vikna fyrirvari (Two Weeks Notice). Leikarar: Sandra Bullock, Hugh Grant, Alicia Witt, Dana Ivey, Ro- bert Klein, Heather Burns, David Haig og Dorian Missick. Það ku neista á milli Bullock og Grand í Tveggja vikna fyrirvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.