Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 49 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þið eruð orðheppin, fyndin og vel gefin. Þið þurfið að taka mikilvægar ákvarð- andir á árinu. Gætið þess að velja vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að sýna vini þínum þolinmæði þótt hann sé þér ósammála. Þú hefur gaman að rökræðum og átt því til að bregðast óþarflega harkalega við mótbárum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gætið þess að vera ekki of ýtin í vinnunni í dag. Þið eruð ósammála yfirmönnum ykkar og ættuð því að láta lítið fyrir ykkur fara. Látið ykkur nægja að fylgjast með framvindu mála. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hikar við að fjárfesta í ein- hverju í dag. Bíddu til morg- uns og athugaðu þá hvort þig langar enn til þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft á óvenjumikilli þol- inmæði að halda í samskiptum þínum við maka þinn eða náinn vin í dag. Mundu að fólk þarf ekki endilega ð vera sammála þér þótt það elski þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tafir sem tengjast yfirvöldum eða stórum stofnunum munu sennilega valda þér töfum í vinnunni í dag. Gerðu þér ekki óþarfa rellu út af því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar illa til þreif- inga í tilhugalífinu. Reyndu að sýna þeim sem eru í kringum þig þolinmæði og umburð- arlyndi. Þetta á ekki síst við um börnin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sýndu varkárni í dag. Það er hætt við að fordómar og ósiðir úr æsku þinni komi upp á yf- irborðið og ýti siðferðisvitund þinni til hliðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ykkur hættir við að sjá heim- inn í svörtu og hvítu og því er- uð þið stundum of fljót á ykkur að dæma fólk. Reynið að koma auga á gráu tóna lífsins. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Flýttu þér ekki um of í fjár- málunum í dag. Frestaðu mikl- um fjárútlátum til morguns því þá sérðu hlutina í skýrara ljósi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samræður þínar við þína nán- ustu ganga eitthvað treglega í dag. Vertu ekki of ýtinn. Á morgun verða allir sam- vinnuþýðari. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eruð vel gefin og opin fyrir framtíðinni og því eruð þið oft á undan öðrum að tileinka ykk- ur nýja hluti. Í raun eru flestir vatnsberar fæddir fimmtíu ár- um fyrir tímann. Sýnið þol- inmæði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugmyndir sem virðast tor- skildar í dag verða viðráðan- legri á morgun. Þú ættir því að bíða til morguns, ekki síst í viðskiptum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KVEÐIÐ Á SANDI Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. STAKA Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega, og það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. HAUST Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Kristján Jónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugar- daginn 15. febrúar, verður áttræður Baldvin Ágústs- son, fyrrverandi mat- sveinn, Hringbraut 88, Reykjavík. Hann og eig- inkona hans, Regína Rós- mundsdóttir, taka á móti gestum í Álfheimum 5, milli kl. 15 og 18 á afmælisdag- inn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. f4 Rxd4 7. Dxd4 a6 8. Be3 b5 9. Be2 Bb7 10. O-O Hc8 11. Hfd1 Rf6 12. e5 Rd5 13. Rxd5 Bxd5 14. a4 Be7 15. axb5 axb5 16. c3 Dc6 17. Db6 Dxb6 18. Bxb6 g5 19. fxg5 Bxg5 20. Bd4 Bc6 21. b4 O-O 22. Hf1 Be7 23. Ha5 Hb8 24. Hf4 Kg7 25. Bf3 Ha8 26. Hg4+ Kh8 27. Hf4 Kg7 28. h4 h6 29. Kf2 Kg6 30. h5+ Kg7 31. Hg4+ Kh7 32. Ke2 Bg5 33. Bc5 Hfc8 34. Bxc6 dxc6 35. Hd4 Hd8 36. Hxa8 Hxa8 37. Hd6 Hc8 38. Hd7 Kg7 39. Kf3 Ha8 40. Ke4 Ha3 41. Hc7 Ha6 42. g3 Bd8 43. Hc8 Bg5 44. Bd4 Bd2 45. g4 Kh7 46. Bf2 Bg5 47. Be3 Bh4 48. Kd4 Kg7 49. Ke4 Be7 50. Hc7 Bd8 51. Hd7 Ha8 52. Ba7 Bh4 53. Bd4 Bd8 54. Hd6 Hc8 55. Be3 Bh4 56. Kd4 Be7 Staðan kom upp í A-flokki alþjóðlega mótsins í Bermúda sem lauk fyrir skömmu. Larry Christiansen (2.562) hafði hvítt gegn Bartlomiej Macieja (2.629). 57. Kc5! f6 57...Bxd6+ hefði einnig tapað eftir t.d. 58. exd6 f6 59. d7. Í framhaldinu reyn- ist hvíti kóngurinn svört- um erfiður ljár í þúfu. 58. Kb6 Kf7 59. Hxc6 Hb8+ 60. Ka6 fxe5 61. Hc7 Kf6 62. Bxh6 e4 63. g5+ Kf7 64. g6+ Kf6 65. Be3 og svartur gafst upp. 5. skák Olís-einvígisins hefst kl. 17.00 í höf- uðstöðvum Olís, Sunda- görðum 2. Á sama stað og tíma hefst fyrsta fjöl- skyldumótið á Íslandi. Reikna má með skemmti- legu móti þar sem sumar af sterkustu skák- fjölskyldum landsins mæt- ast en í hverju liði eru tveir keppendur. Áhorf- endur eru hjartanlega vel- komnir en Guðmundur Arason styrkir þessa skákveislu ásamt Olís. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SÚ bridshátíð sem hefst á Hótel Loftleiðum í kvöld er ótvírætt sú sterkasta frá upphafi í 22 ára sögu móts- ins. Fimm erlendar stór- sveitir mæta til leiks, skip- aðar spilurum frá Norðurlöndunum, Banda- ríkjunum og Bretlandi. Bridsáhugamenn eiga því von á góðri veislu næstu daga, en hátíðinni lýkur á mánudagskvöld. Meðal þátttakenda er Zia Mahmood, sem er nánast fastagestur á bridshátíðinni og státar af fleiri titlum í þessu móti en nokkur ann- ar spilari. Zia kann vel við sig á Íslandi, en er þó lítt spenntur fyrir þorramat (sem hann hefur ekki kom- ist hjá að smakka vegna tímasetningar mótsins). „Íslendingar eru hin mestu hörkutól,“ sagði Zia eitt sinn í þakkarræðu í móts- lok: „Annars staðar í heim- inum éta hákarlar menn, en á Íslandi borða menn há- karl.“ Norður ♠ 1032 ♥ D42 ♦ Á1065 ♣G64 Vestur Austur ♠ G7654 ♠ K ♥ Á9 ♥ G73 ♦ G932 ♦ 874 ♣Á7 ♣D109853 Suður ♠ ÁD98 ♥ K10865 ♦ KD ♣K2 En nú skulum við skoða hákarlinn Zia við spila- borðið. Spilið kom upp á bridshátíð 1999 í úrslitaleik sveitakeppninnar. Zia var í austur, en makker hans var Skotinn Barnett Shenkin. Í NS var norska lands- liðsparið Erik Sælensminde og Boye Brogeland (sem er nú með Zia í sveit). Boye varð sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagn- ir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Shenkin hitti á gott út- spil – lítinn spaða. Boye tók kóng Zia og lagði tíg- ulhjónin inn á bók. Spilaði svo trompi að blindum. Zia hafði fylgt lit í tíglinum í röðinni 8–7 til að óska eftir spaða. Eftir nokkra yf- irlegu ákvað Shenkin að fara upp með hjartaás og þá leysti Zia vörnina full- komlega með því að henda gosanum undir! Þar með voru tekin af öll tvímæli – Zia vildi fá spaða og það fékk hann. Hann trompaði, spilaði laufi til makkers og fékk aðra stungu, og reynd- ar slag á lauf í viðbót, því Boye stakk upp kóngnum til að reyna að vinna spilið. Nú er að sjá hvað þeir gera saman, Zia og Boye. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LAHAI Teah, sem er 18 ára nemandi, búsettur á Ítalíu, óskar eftir íslenskum pennavinum. Lahai Teah, c/o Markalay Teah, Via Compagnioni No 30, 42100 Reggio Emilia, Italy. NANCI Aguiar óskar eft- ir íslenskum pennavinum fyrir barnabörn sín sem eru á aldrinum 14, 12 og 8 ára. Hægt er að skrifa á netfang- ið: grammerax@yahoo.com. CLAUDIO Gerlach, sem er 28 ára, búsettur í Brasilíu, óskar eftir íslenskum pennavinum. Áhugamál hans eru frímerkja-, póst- korta- og símkortasöfnun. Claudio Gerlach, P.O. Box 95, Castro PR 84165-970, Brazil. LENA DeMarre, sem er eldri kona í Kanada, óskar eftir íslenskum pennavinum. Áhugamál hennar eru frí- merki. Lena DeMarre, 407-16 Avenue, N Creston, B.C. VOB 1G5, Canada. PENNAVINIR Uss … CRANIO-NÁM • 2003-2004 A stig 22.-27. febrúar Námsefni á íslensku, íslenskir leiðbeinendur. Upplýsingar og skráning hjá Gunnari í síma 564 1803 og 699 8064. C.C.S.T College of Cranio-Sacral Therapy. www.cranio.cc heimsæktu www.lancome.com TRÚÐU Á FEGURÐ Einstakur burstinn hefur ótrúlega sveigjandi áhrif. Þétt, fallega löguð og gríðarlega löng augnhár sem virðast endalaus..... Gífurleg lengd - hrífandi sveigja N ý t t Snyrtifræðingar LANCÔME bjóða upp á förðun í dag og á morgun, laugardag. Viltu breyta stílnum, kynnast nýjum litum og aðferðum? Láttu þá sjá þig og njóttu þess að fá faglegar ráðleggingar. Glæsilegir kaupaukar að hætti LANCÔME. Smáralind, sími 554 3960 Laugavegi 54, sími 552 5201 Hermannabuxur 3.990 Hermannabolir frá 1.490 Síð gallapils áður 6.990 nú 3.990 Útsöluslár 500 og 1.000 kr. Næstu námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð á Íslandi á vegum Upledger Institute CST-I, haldið 1.-4. mars á Grand Hótel Reykjavík - örfá sæti laus. CST-II, haldið 23.-26. maí á Grand Hótel Reykjavík. Energy Integration, haldið 17.-20. maí á Grand Hótel Reykjavík. SER-I, haldið 18.-21. október á Grand Hótel Reykjavík. Einnig verður Advanced-I 11.-15. október Nánari upplýsingar á www.craniosacral.is og hjá Erlu, sími 566 7803
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.