Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 20
„Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um verðmæti Skífunnar ehf: Bókfært verð eigin fjár 31.12.1996 var kr. 99.810.000 Bókfært verð eigin fjár 31. 12. 1997 var kr. 102.664.000 Bókfært verð eigin fjár 31.12. 1998 var kr. 164.172.000 Gengi hlutabréfa miðað við bókfært eigið fé 31.12.1996 var 0,9981 Gengi hlutabréfa miðað við bókfært eigið fé 31.12.1997 var 1,0266 Gengi hlutabréfa miðað við bókfært eigið fé 31.12.1998 var 1,6417 Velta félagsins á árinu 1996 var kr. 793 milljónir Velta félagsins á árinu 1997 var kr. 954 milljónir Velta félagsins á árinu 1998 var kr. 1.330 milljónir Hagnaður félagsins fyrir skatta á árinu 1996 var enginn (smávægilegt tap) Hagnaður félagsins fyrir skatta á árinu 1997 var kr. 1 milljón Hagnaður félagsins fyrir skatta á árinu 1998 var kr. 60 milljónir Allt hlutafé í félaginu var selt á seinni hluta árs 1997 á kr. 100 milljónir. Allt hlutafé Skífunnar International Ltd. þá móðurfélags Skífunnar ehf. var selt þann 13. júlí 1999 fyrir kr. 2.044 milljónir. Verðmat Skífunnar ehf. m.v. nóv- ember 1997 annars vegar og m.v. júlí 1999 hins vegar er alls ekki samanburð- arhæft,“ segir í andmælabréfinu. Bent er á að meðal þess sem taka verði tillit til sé að Spor ehf. hafi verið sameinað Skífunni. Verðmæti eigna Spors, hafi fyrst og fremst falist í út- gáfurétti verulegs hluta þess íslenska efnis sem gefið hefur verið út á hljóm- plötum og geislaplötum á Íslandi frá upphafi, sem hafi verið að hækka veru- lega á þessum tíma. Ekki síður beri að horfa til þess að fyrir kaupin á Spor átti Skífan útgáfurétt á verulegum hluta ís- lensks efnis sem út hafði komið á síð- ustu þrjátíu árum. Með því að sameina allan þennan útgáfurétt inni í Skífunni sé óhætt að fullyrða að notagildi hans og þar með verðmæti hafi margfaldast. Fyrir hafi legið að veruleg samlegð- aráhrif myndu nást með samrekstri Skífunnar og annarra rekstrareininga sem mynda áttu samstæðu þá sem ver- ið var að mynda. „ Í stuttu máli má segja að náðst hafi fram ákveðin atriði sem JÓ hafði í raun ákveðnar væntingar til strax á árinu 1996. Áhersla er lögð á að þetta voru væntingar. Verð í skattskilum verður ekki miðað við væntingar heldur raun- veruleikann. JÓ og fleiri aðilar lögðu á sig gríðarlega vinnu á árunum 1996— 1999 til að ná fram þeim aðstæðum sem sköpuðust á árinu 1999. Skilyrðin fyrir þeim voru hins vegar alls ekki fyrir hendi á árinu 1997, þ.e. þegar JÓ seldi hlut sinn í Skífunni [...],“ segir í and- mælabréfinu. Salan á Skífunni Í SKÝRSLU skattrannsóknarstjóra segir að gögn og upplýsingar bendi eindregið til þess að kaupsamningur um sölu Jóns Ólafssonar á hlutabréfum í Skífunni ehf. til Inuit Enterprises Ltd. hafi verið til málamynda gerður allnokkru síðar en dagsetning hans beri með sér. Jón hafi vanframtalið söluhagnað vegna eignarhluta sinna í Skíf- unni um tæpl. 1,2 milljarða kr. á skattframtali fyrir gjaldárið 1998. Þessu er mótmælt í andmælum Ragnars Aðalsteinssonar, sem segir ekki hægt að bera saman söluverð- mæti Skífunnar 1997 og 1999. Leggur hann m.a. fram eftirfarandi upplýsingar. 20 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ laust brot á öllum reglum um hlut- lægni rannsóknaraðila og á meðal- hófsreglu stjórnsýsluréttarins. Hann virði ekki meginreglur skatta- laga sem síðar hafa verið lögfestar s.s. vísireglu í 8. gr. A í lögum um tekju- og eignarskatt og minnist ekki á atriði sem geti verið skatt- aðila í hag. Er þar sérstaklega vísað til 7. mgr. 17. gr. laga nr. 75/1981 (þágildandi) sem heimilaði einstak- lingum að fresta tekjufærslu sölu- hagnaðar umfram tiltekin mörk og færa niður á móti fjárfestingum í öðrum hlutabréfum. „Ljóst er að hlutirnir í Skífunni hf. voru færðir til Inuit Enterprises hlutafélags sem JÓ á einn og þar með má segja að raunverulegur eignarhlutur skattaðilans í Inuit Enterprises hafi vaxið með hlið- stæðum hætti og greinir í nefndri 7. mgr. 17. gr. og að skattskuldbind- ingin hafi þannig færst á eign skatt- aðilans í Inuit Enterprises Ltd.,“ segir í andmælabréfi Ragnars. Hann segir einnig að verðmat Skíf- unnar í nóvember 1997 annars veg- ar og í júlí 1999 hins vegar sé alls ekki samanburðarhæft. Framsal ekki til málamynda „Því er sérstaklega andmælt að framsal hlutanna í Skífunni ehf. hafi verið gert til málamynda eins og skattrannsóknarstjóri heldur. Það fór fram í eðlilegum tengslum við stofnun Inuit Enterprises Ltd. og fyrirhuguðum búferlaflutningum skattaðilans eins og áður hefur ver- ið rakið. Söluverðið var ákvarðað í samræmi við það sem JÓ taldi eðli- legt markaðsverð á þeim tíma – markaðsverð verður ekki grundvall- að út frá öðru en því verði sem ein- hver á þeim markaði sem um ræðir vill kaupa á. Markaðsverðið verður ekki grundvallað af væntingum byggðum á forsendum og skilyrðum sem ekki eru fyrir hendi þegar þær eru settar fram. Skattrannsóknarstjóri vill miða við verðmat danska bankans BG Bank. Því er sérstaklega andmælt enda verður að telja að það brjóti gegn meðalhófsreglu stjórnsýslu- réttar, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gegn þeirri megin- reglu sem nú hefur verið lögfest í 8. gr. A í lögum nr. 75/1981 sem kveð- ur á um að markaðsverð hlutabréfa sem ekki eru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði skuli vera sama og síðasta viðskiptaverð þeirra en ella hið sama og innra virði bréf- anna. Bókfært verð eigin fjár (innra virði félagsins) var kr. 102.664.000 í árslok 1997 eins og að framan hefur verið rakið. Ef ekki verður miðað við kaupverðið samkvæmt samn- ingnum þá ber að miða við innra virðið sbr. meginreglu 8. gr. A í lög- um nr. 75/1981. Þá verður skattrannsóknarstjóri, í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins, að gæta þess að skattaðilanum gefist kostur á því hagræði sem fólst í 7. mgr. 17. gr. laga nr. 75/1981. Samkvæmt því ákvæði og með hliðsjón af 101. gr. laga nr. 75/1981 er skattaðilanum heimilt að fresta tekjufærslu sölu- hagnaðar af hlutabréfum og færa niður á móti fjárfestingum í öðrum hlutabréfum þ. á m. hlutum í Inuit Enterprises Ltd.,“ segir í andmæla- bréfinu. Einnig er mótmælt niðurstöðu skattrannsóknarstjóra varðandi sölu á hlutabréfum í Spori ehf. „Telja verður ljóst að einhver mis- brestur hafi átt sér stað varðandi dagsetningar á samningnum um kaup á hlutunum í Spori ehf. Þá tel- ur JÓ að mistök hafi verið gerð í endanlegri útfærslu samningsins sem var svo aftur grundvöllur að skattframtali hans. Hvað þetta at- riði varðar er sérstaklega vísað til þágildandi 7. mgr. 17. gr. laga nr. 75/1981 og vísað til þess að JÓ á rétt á frestun tekjufærslu söluhagnaðar- ins og niðurfærslu hans á móti fjár- festingum í öðrum hlutabréfum. Segja má að í samningi skattaðilans og Inuit Enterprises hafi einungis verið tilgreindur sá hluti kaup- verðsins sem greiddur var í pen- ingum en annar hluti kaupverðsins skyldi færast til hækkunar á eign- arhlut skattaðilans í inuit Enter- prises.“ Í bréfi Ragnars Aðalsteinssonar segir síðan um niðurstöðukafla í skýrslu skattrannsóknarstjóra: „Meginniðurstöður skattaðilans varðandi málið eru hins vegar þær að skattrannsóknarstjóri hefur í rannsóknaraðgerðum sínum og í framsetningu á málatilbúnaði sínum brotið gegn 31. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og gegn meðalhófsreglu stjórn- sýsluréttarins sbr. 13. gr. laga nr. 37/1993. Aðgerðir í upphafi voru alltof harkalegar. Hlutlægni í rannsóknaraðferðum og framsetn- ingu málsins hefur ekki verið gætt eins og vísað er til hér að framan í andmælunum. Ekki eru tilgreind atriði sem teljast geta skattaðila í hag nema á einum stað í hinni 123 blaðsíðna skýrslu. Athygli vekur að þrír starfsmenn skattrannsóknar- stjóra, þ. á m. skattrannsóknar- stjóri sjálfur, fóru til fundar við bresk skattyfirvöld vegna málsins. Óhætt er að fullyrða að það sé eins- dæmi. Þó hefur skattrannsóknar- stjóri látið hafa eftir sér að málið sé einfalt. Í viðskiptaheiminum í dag er unnið á miklum hraða og oft ferst fyrir hjá mönnum að leita ráðgjafar eða að fá sérfræðinga til að ganga frá málum, misskilningur verður á milli manna og mál dragast af ýms- um ástæðum sbr. drátt á skattskil- um skattaðilans í Englandi. Ljóst má vera að einhver mistök eru gerð þegar þannig stendur á. Slík mistök ber að lagfæra. Hins vegar eru meginatriði þessa máls vegna deilna um lagaatriði. Engu að síður kýs skattrannsóknarstjóri í fram- setningu sinni að halda því fram að JÓ hafi vanframtalið tekjur sínar og í raun heldur hann því fram að JÓ hafi með skipulegum hætti stundað skattsvik. Því er vísað á bug og bent á þá einföldu staðreynd að fyr- ir liggur að öll gögn og allar upplýs- ingar um þær ávirðingar sem skatt- rannsóknarstjóri ber skattaðilanum á brýn voru fyrirliggjandi í bókhaldi fyrirtækja sem tengjast skattaðil- anum.“ Leiðrétta framtöl Niðurstaða andmælanna er svo- hljóðandi: „Svo sem framangreind- ar athugasemdir bera með sér voru aðgerðir SKR í engu samræmi við tilefnið. SKR hefur reynt að gera lítið úr upphafsaðgerðum sínum og þannig viðurkennt að alltof langt var gengið og farið út fyrir allt með- alhóf í aðgerðum gegn JÓ. Unnið hefði verið að því upplýsa og skýra málið með því að beita hefðbundn- um aðgerðum. Sú leið sem valin var hefur að sjálfsögðu valdið JÓ miklu tjóni, sem seint verður bætt. Rann- sókn SKR hefur aðeins leitt í ljós að fyrst og fremst er ágreiningur um túlkun á skattalögum, tvísköttunar- samningi Íslands og Bretlands og um lögsögu íslenskra skattyfirvalda gagnvart skattyfirvöldum í þeim löndum sem JÓ hefur haft starf- semi í og gagnvart heimalandi JÓ, Englandi. Þar sem málið er nú að fullu upp- lýst ætti að vera einfalt að ljúka því milli skattyfirvalda hér og JÓ. Telji íslensk skattyfirvöld JÓ bera tak- markaða skattskyldu hér framyfir það sem fram kemur í framtölum hans, þá ætti að vera einfalt að komast að því hvað á milli ber og leiðrétta framtölin að því leyti og greiða mismun, ef einhver er.“ omfr@mbl.is (#)  ;              ! "# D  ;+5  !   % ( 7)  7 ()0 )6( #! "  ) $) G##,  ,  )4 ) # 7 ()0 )6(  , &)$# 6 ()0 )6( #! "  ) $) 0 )6(  ##,  ,  )4 ) # 7 ()0 )6( # )( )  G )( )#! "  )$) G##,  ,  )4 ) # MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Norð- urljósa samskiptafélags hf.: „Tæpt ár er liðið síðan Skatt- rannsóknarstjóri ríkisins gerði húsleit á skrifstofu minni og hjá fyrirtæki mínu JÓCÓ ehf. (áður Jóni Ólafssyni og Co. sf.) og Norð- urljósum samskiptafélagi hf. Hinn 6. desember 2002 sendi skattrann- sóknarstjóri ríkisins mér rann- sóknarskýrslu embættisins til um- sagnar og andmæla, eins og bæði skatta- og stjórnsýslulög kveða á um. Hinn 12. febrúar afhentu lög- menn mínir, þeir Ragnar Aðal- steinsson hrl. og Berhard Bogason hdl., Skattrannsóknarstjóra ríkis- ins andsvör mín. Andsvör JÓCÓ ehf., verða afhent við frestlok þess félags hinn 20. febrúar. Ég hef jafnframt heimilað lög- mönnum mínum að afhenda Morg- unblaðinu öll gögn varðandi skattamál mitt og JÓCÓ ehf., enda hef ég ekkert að fela hvorki gagn- vart íslenskum né enskum skatta- yfirvöldum, sem hafa úrskurðað mig sem enskan skattþegn frá árinu 1998 að telja. Með því að af- henda Morgunblaðinu öll gögn svo blaðmenn þar geti unnið úr þeim fréttir vonast ég til að sögusögnum um stórfelld skattsvik mín linni og ég fái notið þeirra mannréttinda á Íslandi að vera saklaus þar til sekt mín hefur verið sönnuð með þeim hætti sem lög kveða á um. London 13. febrúar 2003, Jón Ólafsson.“ Yfirlýsing Jóns Ólafssonar MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Sím- oni Á. Gunnarssyni, endurskoð- anda hjá KPMG, sem send var Jóni Ólafssyni til London í gær: „Jón Ólafsson, 66 Canfield Gardens, London NW6, England. Reykjavík 13. febrúar 2003. Efni: Skattgreiðslur 1993 til 2001. Að beiðni þinni höfum við yfir- farið greiðslur þínar á opinberum gjöldum á árunum 1993 til 2001 (tekjuárin 1992 til 2000) að báðum árum meðtöldum. Höfum við þar miðað við upphaflega álagningu skattstjóra, ásamt þeim breyting- um sem skattyfirvöld hafa síðar gert á álögðum gjöldum. Um er að ræða útsvar, tekju- skatt, sérstakan tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt sem lagðir hafa verið á þig persónulega svo og eignarskatt og sérstakan eign- arskatt sem lagðir hafa verið á þig og eiginkonu þína. Heildargreiðslur þínar á ofan- greindum sköttum á þessum níu árum nema 60.055.562 kr. á verð- lagi hvers árs. Framreiknað til verðlags í febrúar 2003, miðað við vísitölu neysluverð nema heildar- greiðslurnar 83.146.925 kr. eða að meðaltali 9.238.547 kr. á ári. Virðingarfyllst, KPMG.“ Yfirlýsing KPMG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.