Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 17 innan eða utan Englands. Þá skyldi hún hafa yfirumsjón með daglegum/ vikulegum þrifum í húsinu og annast minni háttar heimilisverk, auk þess að aðstoða í boðum á heimilinu, væri þess óskað.“ Auk þess annaðist Barbel Gamsu innkaup heimilisins. Hún fékk þetta tímabil tæplega 1,9 milljónir króna í laun, sem skattrannsóknarstjóri seg- ir ótvírætt að telja beri Jóni til tekna. Áttundi kafli skýrslu skattrann- sóknarstjóra ríkisins fjallar um rannsókn á viðskiptum Jóns Ólafs- sonar með hlutabréf. Söluhagnaður af Skífunni Í upphafi kaflans segir: „Á því tímabili sem rannsókn skattrann- sóknarstjóra ríkisins nær til, hefur Jón átt allnokkur viðskipti með hlutabréf. Við meginþorra þeirra viðskipta og tilgreiningu þeirra í skattframtölum Jóns gerir skatt- rannsóknarstjóri ríkisins engar at- hugasemdir. Tiltekin viðskipti Jóns af þeim toga gefa þó tilefni til frekari umfjöllunar. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins bendir til að söluverð á eign- arhlutum Jóns í tveimur tilteknum félögum hafi verið vantalið svo nemi verulegum fjárhæðum í samningum sem gengið var frá af því tilefni og voru síðar lagðir til grundvallar við gerð skattframtala Jóns. Nánar til- tekið virðast eignarhlutir þeir sem um ræðir fyrst hafa verið seldir til málamynda til félags í eigu Jóns sjálfs, Inuit Enterprises Ltd., sbr. umfjöllun í kafla nr. 6 í skýrslunni, en síðan frá því félagi aftur, samtímis eða skömmu síðar, gegn margfalt hærra verði. Annars vegar er um að ræða sölu á eignarhlut Jóns og fjölskyldu hans í Skífunni ehf. fyrir kr. 100.000.000, en sú sala er talin fram á skattframtali Jóns gjaldárið 1998, vegna tekjuárs- ins 1997. Hins vegar sölu á 50% eign- arhlut í Spori ehf. á árinu 1998 fyrir kr. 2.800.000, sem talin er fram á skattframtali Jóns gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998. Óljóst er hvenær Jón og fjölskylda seldu Inuit Enterprises Ltd. eignar- hluta sína í Skífunni fyrir kr. 100.000.000: skattrannsóknarstjóri telur að samningurinn hafi verið gerður um mitt ár 1998, en kaup- samningurinn er dagsettur hinn 30. nóvember 1997. Í þeim kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um verðmæti eignarhluta í Skífunni ehf. segir m.a.: „Fyrir liggja tvö formleg verðmöt á Skífunni ehf., gerð á árinu 1998, í tengslum við áðurnefndar samein- ingarviðræður. Annað er unnið af BG Bank í Danmörku miðað við 1. janúar 1998, dagsett 10. júlí 1998, en hitt er unnið af Kaupþingi hf., dag- sett 21. desember 1998. Verðmat BG Bank á Skífunni ehf. er USD 14.500.000–19.500.000, þar sem hærri talan miðast við samlegðar- áhrif af sameiningu Skífunnar ehf. við Norðurljós samskiptafélag hf. Verðmæti miðað við miðgengi Seðla- banka Íslands 5. janúar 1998 er kr. 1.055.165.000. Verðmat Kaupþings hf. á Skífunni ehf. er kr. 1.400.000.000–2.021.000.000. Þá ligg- ur fyrir framburður Ragnars Birg- issonar framkvæmdastjóra Skífunn- ar ehf., þess efnis að Jón hafi metið Skífuna ehf. kr. 2.000.000.000 virði í upphafi árs 1998.“ Jafnframt er vísað í tvö bréf frá Chase Manhattan Bank frá því 1998 og 2002, þar sem verðmæti Skífunn- ar ehf. er talið vera um 1,5 milljarðar króna. Þá segir: „Síðast en ekki síst, er ljóst að við kaup Norðurljósa sam- skiptafélags hf. á Skífunni ehf. af Inuit Enterprises Ltd. í júlí 1999, nam kaupverðir USD 28.000.000 eða kr. 2.044.000.000. Í skýrslutöku af Jóni hjá skatt- rannsóknarstjóra ríkisins 5. mars 2002 var hann spurður hvernig verð- mat að fjárhæð kr. 100.000.000 væri til komið. Sagði Jón að það hefði ver- ið mat manna á þessum tíma að fé- lagið væri jafnvirði eigin fjár þess. Nánar aðspurður í skýrslutöku 11. apríl 2002 sagðist Jón ekki geta svar- að því á þeirri stundu hverjir þeir að- ilar væru sem metið hefðu verðmæti félagsins með þessum hætti.“ Fram kemur í skýrslunni að skatt- rannsóknarstjóri telur rétt að miða við verðmat BG Bank á Skífunni, sem nam rúmum 1,4 milljörðum króna, í tölulegri framsetningu um niðurstöður skýrslunnar, þ.e. að söluverðmæti félagsins hafi að lág- marki verið 1,419 milljarðar króna. „Er við þetta verðmat miðað, þótt í einhverjum tilvikum hafi verðmæti Skífunnar ehf. verið metið hærra, eða allt að kr. 2.021.000.000,“ segir í skýrslunni. Síðan segir: „Þá verður ekki framhjá þeirri staðreynd litið, að kaupverð Norðurljósa samskipta- félags hf. á Skífunni ehf. af Inuit Ent- erprises Ltd. í júlí 1999, nam USD 28.000.000, eða kr. 2.044.000.000. Þá hafði Spor reyndar verið sameinað Skífunni ehf., en verðmat á Spori á árinu 1998 nam kr. 200.000.000.“ Niðurstaða skattrannsóknar- stjóra hvað varðar Skífuna er svo- hljóðandi: „Það er niðurstaða skatt- rannsóknarstjóra ríkisins, að fram hafi komið gögn og upplýsingar við rannsóknina sem benda eindregið til þess að framangreindur kaupsamn- ingur um sölu Jóns á hlutabréfum í Skífunni ehf. til Inuit Enterprises Ltd. hafi verið til málamynda gerður allnokkru síðar en dagsetning hans ber með sér. Þar sé tilgreint sölu- verð margfalt lægra en raunveru- legt verðmæti og söluandvirði á þeim tíma. Verður að telja fullvíst að Jóni hafi mátt vera ljóst að að sölu- verð það sem hann tilgreindi á skatt- framtali sínu gjaldárið 1998, vegna tekjuársins 1997, sem söluverð Skíf- unnar ehf., væri hvort tveggja ekki í samræmi við tímasetningu eignasöl- unnar sem slíkrar og fjarri raun- verulegu verðmæti félagsins og hafi hann því af ásetningi rangfært skattframtal sitt með þeim hætti. Telur skattrannsóknarstjóri ríkisins söluverðið hafa verið ranglega til- greint á skattframtali gjaldársins 1998, vegna tekjuársins 1997 og til- greint í það minnsta kr. 1.319.000.000 of lágt.“ Verðmæti Spors ehf. Í beinu framhaldi af umfjöllun skattrannsóknarstjóra ríkisins um málefni Skífunnar er umfjöllun um sölu á hlutabréfum í Spori ehf. Þar kemur fram að á skattframtali gjald- ársins 1999, vegna tekjuársins 1998, geri Jón grein fyrir sölu á eignarhlut sínum í Spori ehf. Um sé að ræða 50% eignarhluta, að nafnvirði kr. 2.500.000. Þennan eignarhluta hafi Jón selt Inuit Enterprises Ltd. á kr. 2.800.000. Fram er tekið í skattfram- talinu að tap hafi orðið á þessum við- skiptum, að fjárhæð kr. 79.750. Við- skiptin voru sögð hafa átt sér stað 23. júlí 1998. „Fyrir liggur óundirritaður samn- ingur milli Jóns og Inuit Enter- prises Ltd. þar sem þessi sala er til- greind og er hann dagsettur 6. júlí 1998. Hinn 23. júlí 1998 kaupir Skíf- an ehf. hins vegar allt hlutafé í Spori ehf. samkvæmt samningum þar um á kr. 200.000.000. Seljendur eru ann- ars vegar Inuit Enterprises Ltd. og hins vegar Ingibjörg Pálsdóttir, eig- inkona Steinars Bergs Ísleifssonar, sem var framkvæmdastjóri Spors ehf. á þessum tíma. Fær hvor aðili um sig, Inuit Enterprises Ltd. og Ingibjörg Pálsdóttir kr. 100.000.000 í sinn hlut. Verðmæti Spors ehf. var metið af Kaupþingi hf. Liggur fyrir skýrsla frá Kaupþingi hf. um það mat og var kaupverð Skífunnar ehf. á Spori ehf. ákveðið með hliðsjón af því verðmati.“ Skattrannsóknarstjóri ríkisins kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að þótt Inuit Enterprises Ltd. hafi verið tilgreindur seljandi þess eignarhlutar í Spori ehf. sem um ræðir til Skífunnar ehf., þá hafi greiðsla ekki verið innt af hendi til Inuit Enterprises Ltd., sem sam- kvæmt kaupsamningi er seljandi, heldur til Jóns. Jón hafi því fengið greiddar kr. 100.000.000 fyrir sölu á eignarhlut sínum í Spori ehf., en ekki 2.800.000 eins og hann hafi til- greint í skattframfali sínu. „Er það niðurstaða rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins að sala Jóns á hlutabréfum sínum í Spori ehf. til Inuit Enterprises Ltd. hafi verið tilbúningur einn, til þess eins gerður að komast hjá skattlagn- ingu á söluhagnaði eignarhlutans. Það gerir Jón með því að flytja þann söluhagnað til aflandsfélagsins Inuit Enterprises Ltd., sem Jón ræður al- farið yfir, svo sem rannsókn skatt- rannsóknarstjóra ríkisins hefur leitt í ljós og margsinnis hefur komið fram í skýrslunni. Verður að telja fullvíst að Jóni hafi mátt vera ljóst að söluverð það sem hann tilgreindi á skattframtali sínu gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998, sem sölu- verð eignarhlutans í Spori ehf., væri fjarri raunverulegu söluverðmæti eignarhlutans í félaginu og hafi hann því af ásetningi rangfært skattfram- tal sitt með þeim hætti. Er það nið- urstaða skattrannsóknarstjóra rík- isins að söluverð á hlutabréfum Jóns í Spori ehf. hafi verið vantalið um sem nemur kr. 97.200.000 í skatt- framtali hans gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998. Skortir upplýsingar 9. kafli skýrslu skattrannsóknar- stjóra ríkisins fjallar um kaup og sölu Jóns Ólafssonar á fasteignum. Fram kemur í upphafi kaflans að Jón hafi ekki greint rétt frá kaupum, sölu og eignarhaldi fasteigna á skattframtali sínu fyrir gjaldárið 2001, vegna tekjuársins 2000. Hús- eignarinnar að 14 Aberdare Gard- ens, í London, Englandi, sem talin er fram til eignar á skattframtölum Jóns vegna tekjuáranna 1998 og 1999, sé ekki getið á skattframtali Jóns vegna tekjuársins 2000. Kvað Jón við skýrslutöku hinn 11. apríl í fyrra að fasteigna hans erlendis, ofangreindrar fasteignar og íbúðar í Suður-Frakklandi, hefði ekki verið getið á skattframtalinu, vegna mis- taka við framtalsgerð. Eignirnar yrðu taldar fram í Bretlandi. Báðar eignirnar hefðu verið fjármagnaðar með lánum, íbúðin í London með láni frá Inuit Enterprises Ltd. og íbúðin í Frakklandi með láni frá frönskum íbúðalánasjóði, en Inuit Enterprises Ltd. hefði veitt lán fyrir afborgunum af franska láninu. Aðspurður sagði Jón að fasteign hans í London hefði sennilega verið keypt á 1,7 milljónir punda og að kaupverð íbúðarinnar í Frakklandi gæti hafa verið um 3,2 milljónir franskra franka. „Samkvæmt fyrirliggjandi gögn- um og upplýsingum, keyptu Jón og eiginkona hans fasteignina 66 Can- field Gardens, London NW6, að því er virðist samkvæmt söluyfirliti 5. júlí 2000 á £ 1.750.000, eða kr. 203.035.000, miðað við miðgengi þann 5. júlí …“ segir í skýrslunni og þar kemur jafnframt fram að Jón hafi borið við skýrslugjöf að kaup- verðið hafi verið £ 1,7 milljónir, sem nemi um 197 milljónum króna miðað við sama gengi og verði við þá fjár- hæð miðað í skýrslunni. Í 10. kafla skýrlunnar er lagt mat á ákvörðun söluhagnaðar vegna sölu á eignarhlutum skattaðila í Skífunni ehf. og Spori ehf. Þar segir m.a.: „Við mat á því á hvern hátt Jóni hafi borið að gera grein fyrir sölu á hlutabréfum þessum, kann þrennt að koma til álita: 1. Að Jóni hafi borið að tilgreina söluverðmæti eignarhlutarins í Skíf- unni ehf. á skattframtali sínu fyrir gjaldárið 1998, vegna tekjuársins 1997 og miða heildar söluverðið við að lágmarki kr. 1.419.000.000. 90% af því söluverðmæti nemur kr. 1.277.100.000, sem að frádregnum þeim kr. 90.000.000 sem Jón gerði grein fyrir, nemur kr. 1.187.100.000, sem telja verður vanframtalinn sölu- hagnað á skattframtali Jóns fyrir gjaldárið 1998 vegna sölu á eignar- hluta í Skífunni ehf. Þá hafi Jóni bor- ið að gera grein fyrir söluverði á 50% eignarhluta sínum í Spori ehf. að fjárhæð kr. 100.000.000 á skattfram- tali sínu fyrir gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998 og vanframtalinn söluhagnaður sé því kr. 97.120.250. 2. Að tilgreining á sölu á eignar- hlutum í Skífunni ehf. inni á skatt- framtali Jóns gjaldárið 1998, vegna tekjuársins 1997, að fjárhæð kr. 90.000.000, vegna hans eignarhlutar, hafi verið röng, þar sem salan hafi í reynd ekki átt sér stað á árinu 1997, heldur á árinu 1998. Þar með hafi Jóni borið að tilgreina sölu þessa á skattframtali sínu fyrir gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998 og miða heildarsöluverðið við að lág- marki kr. 1.419.000.000. 90% af því söluverðmæti nemur kr. 1.277.100.000, sem þá yrði að telja vanframtalið á skattframtali Jóns fyrir gjaldárið 1999 vegna sölu á eignarhluta í Skífunni ehf., en kr. 90.000.000 að sama skapi oftaldar á skattframtali Jóns fyrir gjaldárið 1998. Þá hafi Jóni borið að gera grein fyrir söluverði á 50% eignar- hluta sínum í Spori ehf. að fjárhæð kr. 100.000.000 á skattframtali sínu fyrir gjaldárið 1999, vegna tekjuárs- ins 1998 og vanframtalinn söluhagn- aður sé því kr. 97.120.250. 3. Að tilgreining á sölu á eignar- hlutum í Skífunni ehf. inni á skatt- framtali Jóns gjaldárið 1998, vegna tekjuársins 1997, að fjárhæð kr. 90.000.000, vegna hans eignarhlutar, og sölu á 50% eignarhluta hans í Spori ehf. inni á skattframtali Jóns gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998, hafi verið röng, þar sem sölur þessar hafi í reynd ekki átt sér stað á árinu 1997 og/eða 1998, heldur á árinu 1999, enda verði að líta á söl- una til Inuit Enterprises Ltd. sem markleysu, í þeim tilgangi að koma sér hjá skattlagningu raunverulegs söluhagnaðar af hlutabréfunum. Sala hafi í reynd ekki átt sér stað fyrr en við stofnun Norðurljósa sam- skiptafélags hf. á árinu 1999, þegar fjármunir koma frá utankomandi að- ila til greiðslu á eignarhlutunum, á markaðsverði. Þar með hafi Jóni borið að tilgreina sölu þessa á skatt- framtali sínu fyrir gjaldárið 2000, vegna tekjuársins 1999 og miða heildarsöluverð eignarhlutanna við kr. 2.044.000.000. Kr. 90.000.000 myndu þá að sama skapi teljast of- taldar á skattframtali Jóns fyrir gjaldárið 1998 og kr. 2.800.000 of- taldar á skattframtali Jóns fyrir gjaldárið 1999, vegna sölu á 50% eignarhluta í Spori ehf. Af hálfu skattrannsóknarstjóra ríkisins þykir rétt að miða við lið 1. í framsetningu á niðurstöðum í skýrslunni. Helgast það öðru fremur af þeirri staðreynd, að Jón hefur sjálfur kosið að líta svo á við skatt- framtalsgerð sína, að sala á eignar- hlutum þeim sem um ræðir hafi farið fram með gildum hætti á þeim tíma- punktum sem þar er miðað við.“ Helstu niðurstöður Helstu niðurstöður úr rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins eru dregnar saman í fyrrihluta 11. og síðasta kafla skýrslunnar og verða þær birtar hér orðréttar: „Jón hefur við rannsóknina ekki orðið við ítrekuðum beiðnum skatt- rannsóknarstjóra ríkisins um af- hendingu gagna vegna viðskipta hans þau tekjuár sem til rannsóknar eru. Þá sinnti Jón ekki boðunum til skýrslugjafar undir lok rannsóknar- innar og hafði fyrr tafið framgang hennar með margendurteknum frestbeiðnum vegna mætingar. Þá hefur Jón ekki svarað tilteknum spurningum sem beint var til hans við rannsókn málsins og hann óskaði eftir að fá að svara síðar, eða lagt fram gögn í samræmi við yfirlýsing- ar þar um. Jón hefur vanrækt að gera grein fyrir tekjum vegna starfa sinna í þágu Spors ehf. (fram til sameining- ar þess við Skífuna ehf.), Skífunnar ehf. og Íslenska útvarpsfélagsins hf. til miðs árs 1999, og eftir það einnig Norðurljósa samskiptafélags hf., áð- ur Fjölmiðlunar hf., í skattframtöl- um sínum fyrir gjaldárin 1999, 2000 og 2001, vegna tekjuáranna 1998, 1999 og 2000. Þá hefur Jón vanrækt að standa skil á skattframtali fyrir gjaldárið 2002, vegna tekjuársins 2001 og með þeim hætti sömuleiðis alfarið vanrækt að gera grein fyrir tekjum vegna starfa sinna í þágu nefndra félaga á því ári. Nema tekjur þær sem um ræðir kr. 31.705.788 vegna tekjuársins 1998, kr. 52.309.854 vegna tekjuársins 1999, kr. 49.594.623 vegna tekjuárs- ins 2000 og kr. 70.480.700 vegna tekjuársins 2001, eða samtals 204.090.965 vegna allra áranna. Jón hefur vanrækt að gera grein fyrir tekjum vegna starfa sinna á árinu 2001 í þágu Kundkraft Sverige AB, á skattframtali fyrir gjaldári 2002, vegna tekjuársins 2001. Námu þær kr. 2.899.799. Jón hefur vanrækt að gera grein fyrir tekjum vegna starfa sinna á árinu 2001 í þágu Íslandsbanka hf., á skattframtali fyrir gjaldárið 2002, vegna tekjuársins 2001. Námu þær kr. 912.500. Þá hefur Jón jafnframt vanrækt að gera grein fyrir dagpen- ingum frá sama aðila að fjárhæð kr. 64.003 og arðgreiðslum af hlutafé kr. 115.357. Jón hefur vanrækt að gera grein fyrir bifreiðahlunnindum í skatt- framtölum sínum fyrir gjaldárin 1999, 2000 og 2001, vegna tekjuár- anna 1998, 1999 og 2000, auk þess að vanrækja, svo sem áður segir, að standa skil á skattframtali fyrir árið 2002, vegna tekjuársins 2001 og með þeim hætti sömuleiðis að láta hjá líða að gera grein fyrir bifreiðahlunnind- um það ár. Vanframtalin bifreiða- hlunnindi Jóns eru vegna tekjuárs- ins 1998 kr. 426.667, vegna tekjuársins 1999 kr. 1.749.164, vegna tekjuársins 2000 kr. 2.712.210 og vegna tekjuársins 2001 kr. 2.512.791. Samtals eru því bifreiðahlunnindi vanframtalin vegna áranna 1998– 2001 um kr. 7.400.832. Jón hefur vanrækt að telja sér til tekna í skattframtölum sínum fyrir gjaldárin 1999, 2000 og 2001, vegna tekjuáranna 1998, 1999 og 2000, greiðslu Norðurljósa samskipta- félags hf. og tengdra félaga á per- sónulegum kostnaði hans sem með því var skattskyldur í hendi Jóns. Auk þess vanrækti hann að skila skattframtali fyrir gjaldárið 2002, vegna tekjuársins 2001 og með þeim hætti sömuleiðis að gera grein fyrir greiðslunum það ár. Um er að ræða líftryggingariðgjöld að fjárhæð kr. 140.734 tekjuárið 1998, kr. 88.900 tekjuárið 1999, kr. 100.015 tekjuárið 2000 og kr. 116.968 tekjuárið 2001, eða samtals kr. 446.617; verðmæti starfa Ingunnar Halldórsdóttur í þágu Jóns og fjölskyldu persónu- lega, að fjárhæð kr. 1.164.466 tekju- árið 1998, kr. 1.125.960 tekjuárið 1999, kr. 1.256.157 tekjuárið 2000 og kr. 1.402.109 tekjuárið 2001, eða samtals kr. 4.948.692; og launa- greiðslur til aðstoðarmanneskju Jóns, Barbel Gamsu, tekjuárið 2001, kr. 1.889.941. Það er niðurstaða rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins, að fram hafi komið gögn og upplýsing- ar við rannsóknina sem bendi ein- dregið til þess að kaupsamningur um sölu Jóns á hlutabréfum í Skíf- unni ehf. til Inuit Enterprises Ltd. hafi verið til málamynda gerður all- nokkru síðar en dagsetning hans ber með sér. Þar sé tilgreint söluverð margfalt lægra en raunverulegt verðmæti og söluandvirði á þeim tíma. Verður að telja fullvíst að Jóni hafi mátt vera ljóst að söluverð það sem hann tilgreindi á skattframtali sínu gjaldárið 1998, vegna tekjuárs- ins 1997, sem söluverð Skífunnar ehf., væri hvort tveggja ekki í sam- ræmi við tímasetningu eignasölunn- ar sem slíkrar og fjarri raunveru- legu verðmæti félagsins og hafi hann því af ásetningi rangfært skattfram- tal sitt með þeim hætti. Telur skatt- rannsóknarstjóri ríkisins söluverðið hafa verið ranglega tilgreint á skatt- framtali gjaldársins 1998, vegna tekjuársins 1999 og tilgreint í það minnsta kr. 1.319.000.000 of lágt. Það er niðurstaða rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins að sala Jóns á hlutabréfum sínum í Spori ehf. til Inuit Enterprises Ltd. á árinu 1998 hafi verið tilbúningur einn, til þess eins gerður, að komast hjá skattlagningu á söluhagnaði eignarhlutarins. Verður að telja full- víst að Jóni hafi mátt vera ljóst að söluverð það sem hann tilgreindi á skattframtali sínu gjaldárið 1999, vegna tekjuársins 1998, sem sölu- verð eignarhlutans í Spori ehf., væri fjarri raunverulegu söluverðmæti eignarhlutans í félaginu og hafi hann því af ásetningi rangfært skattfram- tal sitt með þeim hætti. Er það nið- urstaða skattrannsóknarstjóra rík- isins að söluverð á hlutabréfum Jóns í Spori ehf. hafi verið vantalið sem nemur kr. 97.200.000 í skattframtali hans gjaldárið 1999, vegna tekjuárs- ins 1998. Jón hefur ekki gert grein fyrir sölu á íbúðarhúsnæði að 14 Aberdare Gardens, London; ekki gert grein fyrir kaupum á íbúðar- húsnæði, „Villa Laurana“, sem stað- sett er í 9 Chemin Araucarias, 06400, Cannes, Frakklandi, að fjárhæð kr. 36.260.800; ekki gert grein fyrir kaupum á fasteigninni 66 Canfield Gardens, London NW6, á kr. 197.234.000; og ekki gert grein fyrir eignarhaldi á umræddum fasteign- um á skattframtali sínu fyrir gjald- árið 2001, vegna tekjuársins 2000. Þá hefur Jón ekki skilað skattfram- tali fyrir gjaldárið 2002, vegna tekju- ársins 2001 og því ekki gert grein fyrir stöðu eða breytingum á eign- arhaldi sínu á fasteignum á árinu 2001.“ agnes@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.