Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STAFFAN „Faxi“ Olsson handknattleiksmaður hef- ur ákveðið að halda heim til Svíþjóðar í sumar eftir 13 ára veru í Þýskalandi. Ols- son, sem verður 39 ára síð- ar á þessu ári, ákvað í gær að framlengja ekki samn- ing sinn við þýsku meist- arana til eins árs eins og honum stóð til boða, en Ols- son hefur undanfarin tvö ár framlengt samninginn við Kiel til eins árs í senn. Olsson segir að nú sé mál til komið að rifa seglin og halda heim með fjölskylduna. Hann ætlar þó ekki að leggja skóna á hilluna í heimalandinu heldur að leika a.m.k. eitt keppnistímabil með sínu gamla félagi, Hammarby. Auk þess að vera einn traustasti leikmaður Kiel hefur Olsson verið helsta stoð sænska landsliðsins í handknattleik undanfarinn hálfan annan áratug og m.a. í tvígang orðið heims- meistari og í þrígang hlotið silfurverðlaun á Ólympíu- leikum. Þá hefur hann fjórum sinn- um orðið þýskur meistari með Kiel. Framtíð Olssons með sænska lands- liðinu er óviss. „Faxi“ á förum frá Kiel til Hammarby FÓLK  GUNNAR Sigurðsson, formaður rekstrarfélags meistaraflokks karla hjá ÍA, er fulltrúi Íslands í European Club Forum sem fundar í þessari viku í Sviss. Það er samskiptavett- vangur helstu félagsliða í Evrópu og UEFA, sem stofnaður var að frum- kvæði UEFA á síðasta ári.  BERNARDO Corradi, leikmaður Lazio, sem var kallaður til leiks í sinn fyrsta landsleik – þegar stórstjörnur eins og Del Piero, Francesco Totti og Christian Vieri gátu ekki leikið, þakkaði fyrir sig og skoraði sigur- mark Ítalíu gegn Portúgal, 1:0. Um leið setti hann landsliðsþjálfarann Giovanni Trappatoni í vanda – getur hann gengið fram hjá Corradi þegar hann velur landslið sitt næst?  RAÚL, leikmaður Real Madrid, setti nýtt markamet fyrir Spánverja, er hann skoraði tvö mörk í sigurleikn- um gegn Þýskalandi á Mallorka, 3:1. Hann hefur skorað 31 mark. Gamla metið átti Fernando Hierro.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg er tilbúinn í slag- inn í bikarleiknum gegn Manchester United á Old Trafford á morgun. Hann hefur verið frá vegna meiðsla um langan tíma.  ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Gianfranco Zola, sem er meiddur, leikur líklega ekki bikarleik með Chelsea gegn Stoke á sunnudaginn en aftur á móti er Jimmy Floyd Has- selbaink tilbúinn í slaginn en hann hefur ekki verið í byrjunarliði Chelsea í síðustu fimm leikjum.  STOKE leikur án þriggja lykil- manna er liðið mætir Nottingham Forest í deildarleik á útivelli eftir viku. Chris Iwelumo, Brynjar Gunn- arsson og Sergei Shtaniuk taka þá út leikbann. Brynjar Björn hefur fengið að sjá fimm gul spjöld í vetur.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði tvö mörk fyrir Essen þegar liðið tapaði, 34:27, fyrir Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Patrekur Jóhannesson var ekki á meðal markaskorara Essen í leikn- um. Leikmenn Essen misnotuðu öll 5 vítaköstin sem liðið fékk í leiknum.  HINN þrautreyndi Staffan Olsson var rekinn af leikvelli með rautt spjald á 35. mínútu leiksins í Kiel, fyr- ir gróft brot á Guðjóni Val.  MORTEN Bjerre, landsliðsmaður Dana í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við HSV Hamborg í sumar eftir nokkurra ára dvöl hjá Kiel. Bjerre gerði í gær þriggja ára samning við Hamborg sem sankað hefur að sér hópi handknattleiks- manna á síðustu vikum.  KIM Andersson, leikmaður sænska handknattleiksliðsins Sävehof, sem Grótta/KR mætir á næstunni í Áskorendakeppni Evrópu, er afar eftirsóttur. Vitað er að Kiel, Magde- burg og Barcelona hafa borið víurnar í þennan efnilega örvhenta leikmann sem er væntanlegur arftaki Staffans „Faxa“ Olsson í sænska landsliðinu. DICK Advocaat þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu sendi knattspyrnustjóra Manchester Unit- ed, Alex Ferguson, kaldar kveðjur í gær eftir að hafa farið fram á það við hollenska knattspyrnu- sambandið að Ruud Van Nistelrooy myndi aðeins leika í 45 mínútur gegn Argentínu í vináttulandsleik þeirra í Amsterdam á miðvikudag- inn. Advocaat var ekki ánægður þegar hann sá að Juan Veron félagi Nistelrooy hjá Manchester United lék í 75 mínútur í leiknum. „Ég var mjög undrandi að sjá hve mikið Ve- ron lék í leiknum. Það er alveg á hreinu að ég geri slíkt aldrei aftur fyrir Manchester United,“ segir Ad- vocaat sem stjórnar liðinu næst gegn Tékkum í undankeppni EM. Giovanni Van Bronckhorst tryggði Hollendingum sigur gegn Argentínu með marki á 87. mínútu og er þetta áttundi leikur liðsins í röð undir stjórn Advocaat án taps hjá Hollendingum sem mistókst að tryggja sér farseðil á HM sl. sumar undir stjórn Louis Van Gaal. Advocaat æfur út í Ferguson FLEMMING Östergaard, framkvæmdastjóri danska liðsins FC Kaupmannahöfn, og maðurinn sem hefur gert fé- lagið að fjárhagslegu stórveldi í Danmörku, segir engan vafa leika á að taumlaus fjáraustur margra félaga í evrópskri knattspyrnu komi í bakið á þeim á næstu mánuðum og ár- um. Reyndar sé þegar farið að bera á „timburmönnum“. Af- leiðing þessa verði sú aða.m.k. 5.000 knattspyrnumenn verði atvinnulausir í Evrópu þegar líða taki á árið. Draga muni úr kaupum og sölum á leik- mönnum og þess í stað verði menn leigðir á milli félaga. „Við höfum enn ekki séð það versta ennþá,“ segir Österga- ard í samtali við Ekstra Bladet. „Forvígismenn mjög margra félaga hafa eytt langt umfram efni og í raun á stund- um eytt peningum sem þeir voru ekki með í hendi. Það hef- ur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að eyða peningunum áður en þeirra er aflað. Ég veit að ég er ekki að uppgötva hjól- ið en því miður eru nú margir þeirra sem reka knatt- spyrnulið í Evrópu í þeim spor- um,“ segir Östergaard. 5.000 verða atvinnulausir Nafn hins 34 ára gamla leik-stjórnanda Gary Payton kem- ur fyrst upp á þessu sviði en Payton hefur alla tíð leikið með Seattle Su- personics, en samingur hans við lið- ið rennur út í sumar. Hann fær um 993 millj. ísl. kr. í laun frá félaginu á þessu ári en samt sem áður gætu forráðamenn Minnesota og Indiana tekið við kappanum á næstu dögum. Þeir Paul Allen og Mark Cuban gætu einnig hrist verulega upp í hlutunum þegar nær dregur en sá fyrrnefndi er eigandi Portland Tra- ilblazers en Cuban hefur gert Dall- as Mavericks að stórveldi undanfar- in ár. Báðir hafa verið þekktir fyrir það að taka við „gömlum“ leikmönn- um með „hrikalega“ samninga. Eigendur New York Knicks vilja losa sig við framherjann Latrell Sprewell og hafa San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers verið nefnd til sögunnar sem nýir vinnuveitend- ur Sprewells sem er 32 ára gamall. Hinsvegar á hann tvö ár eftir af samningi sínum við Knicks og fær um 2,1 milljarð ísl. kr. í sinn hlut á þeim tíma. Dallas hefur boðið Nick Van Exel í skiptum fyrir Sprewell en Exel er með risasamning við Dallas sem ætti að henta vel í þess- um skiptum. Hinn þrítugi Jalen Rose gæti endað hjá öðru liði en Chicago Bulls á næstu vikum en hann hefur ekki fallið eins vel að leikstíl liðsins eins og vonir voru bundnar við þegar hann kom frá Indiana Pacers. Rose á einnig fjögur ár eftir af samningi sínum við Bulls sem tryggir honum 4,7 milljarða ísl. kr. á þeim tíma og Jerry Krause framkvæmdastjóri liðsins vill gjarnan losna við þann samning. „Bréfberinn“ Karl Malone hefur alla tíð leikið með Utah Jazz og þrátt fyrir að vera 39 ára gamall skilar hann enn 20 stigum í leik og 10 fráköstum. Mark Cuban eigandi Dallas hefur rætt við Malone og gæti gert hvað sem er á næstunni til þess að tryggja sér leikmann sem gæti „stöðvað“ Shaquille O’Neal miðherja Lakers í úrslitakeppninni. Malone er með 1,5 milljarða ísl. kr. í laun fyrir þetta tímabil og gæti Cuban þurft að „hreinsa“ aðeins til hjá sér til þess að koma Malone undir launaþakið. Reuters Seattle-leikmaðurinn Gary Payton, (20) sækir hér að körfu Orlando, Jacque Vaughn er til varnar. Skiptir „bréfberinn“ um heimilisfang? NÚ þegar hinn árlegi stjörnuleikur NBA-deildarinnar er afstaðinn geta forráðamenn liðana 29 sem eru í deildinni farið að velta fyrir sér hvað sé í boði á leikmannamarkaðnum. Liðin geta aðeins skipt á leikmönnum sín á milli og allt þarf að falla saman við það launaþak sem liðin búa við hverju sinni. Ferlið er því oft á tíðum afar flókið og að mati sérfræðinga um NBA-deildina sem starfa hjá CNN- fréttastofunni má þó búast við einhverjum hreyfingum á mark- aðnum fyrir 20. febrúar þegar fresturinn til þess að skipta á leik- mönnum rennur út. Staffan Olsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.