Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 31 Samkór Selfoss heldur ungverskt kvöld í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi kl. 20. M.a. verður sungin og flutt ungversk tónlist. Meðal þátttakenda er Karlakór Hreppa- manna. Borgfirðingar og Mýramenn halda menningarhátíð á Broadway í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22. Fram koma Samkór Mýramanna, Systra- kvartettinn, Bjartmar Hannesson grínisti, Freyjukórinn, Kirkjukór Borgarneskirkju og Söngfuglarnir Kata og Hófí. Flutt verða atriði úr leikritinu Þrek og tár, sem leikdeild Skallagríms er að setja upp í Borg- arnesi, atriði úr Taktu lagið, Lóa, sem leikdeild Íslendings setti upp í vetur, og flutt verða lög úr dæg- urlagakeppni Borgarfjarðar. Þá verður frumsýning á nýjum örstutt- myndum frá Englum afdalsins. Kynnir er Gísli Einarsson frétta- maður. Að dagskrá lokinni leikur hljóm- sveitin Stuðbandalagið fyrir dansi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ORÐALEIKURINN með orðið „mezzo“ er vel til fundinn en orðið er bæði er til í merkingunni „hálfur“ og á „milli“. Orðaleikur þessi leiddi til þess að yfirskrift hádegistónleikanna í Ís- lensku óperunni sl. þriðjudag var „Einn og hálfur sópran“. Notkun þessa orðs í tónlist á sér langa sögu og varð það mjög snemma til sem nafn á milliþáttum, t.d. í óperum, og var síð- ar notað af Schumann og Brahms í samsetningunni Intermezzo. Í tengslum við söng er átt við raddsvið- ið á milli sópran- og altradda og hvað varðar styrkleika merkir „mezzo- forte“ styrk miðja vegu á milli forte (sterkt) og píanó (veikt). Hvort til er heill eða hálfur sópran er ekki aðalmálið heldur að Hulda Björk og Sesselja sungu mjög vel og Sesselja, sem er „mezzo-sópran“, söng með fullum hljómi. Þær hófu tónleikana á vondu systrunum í Ösku- busku eftir Rossini og héldu svo áfram með hinar leiðitömu og fjöl- lyndu Dorabellu og Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir Mozart og sungu þessi ólíku hlutverk á nokkuð sannfærandi máta, þótt vondu systurnar hefðu mátt vera frekjulegri, enda eiga þær að vera leiðinlegar dekurdrósir. Blómadúettinn úr Lakmé eftir Delib- es var fallega og innilega sunginn og sama má segja um sérkennilegan ástardúettinn, Ah perdona al primo afetto, úr La Clemenza di Tito eftir Mozart, sem var sérlega fallega sunginn. Bréfadúettinn úr Kátu kon- unum frá Windsor eftir Nicolai var glettinn og skemmtilega fluttur. Barkarollan úr III. þætti óperunn- ar Ævintýri Hoffmanns eftir Offen- bach er falleg tónsmíð, en vandmeð- farin, því ekki má ofgera neitt í túlkuninni, og var söngur Huldu Bjarkar og Sesselju, við glitrandi undirleik Iwonu Aspar, sérlega fal- legur og umfram allt látlaus. Dúett Lucyar og Pollyar úr Túskildings- óperunni eftir Weill er smellin tón- smíð en einnig sérstætt leikhús, sem eiginlega má leika meira en að syngja, og þótt margt væri vel gert vantaði „kikkið“ í túlkunina. Lokaatriði tón- leikanna, úr Annie get your gun eftir Berlin, var meira í ætt við létta gam- ansemi, sem þær útfærðu mjög fal- lega, en metingurinn um það hvor væri betri og gæti þetta eða hitt betur hefði mátt vera svolítið hvassari og breytilegri í leiktúlkun til að gefa sí- felldri endurtekningunni meiri lit. Raddlega féllu þær Hulda Björk og Sesselja mjög vel saman, með sínum björtu og fallegu röddum. Leikur þeirra var einnig geðþekkur og nutu þær öruggs samleiks, sem Iwona Ösp Jagla sá um. Öll uppfærslan var svo skemmtilega römmuð inn með lifandi kynningu Davíðs Ólafssonar. Fallegur söngur og geðþekkur leikur TÓNLIST Íslenska óperan Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Krist- jánsdóttir og Iwona Ösp Jagla fluttu dúetta frá ýmsum tímum. Kynnir var Davíð Ólafsson. Á hádegi, þriðjudaginn 11. febrúar. HÁDEGISTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Hulda Björk Garðarsdóttir Sesselja Kristjánsdóttir UM helgina verða haldin kanadísk menningarkvöld, menningarhátíð Nordic Trails, í MÍR-salnum við Vatnsstíg í Reykjavík. Gerald R. Skinner, sendiherra Kanada á Íslandi, setur hátíðina í kvöld klukkan 19:30 en síðan hefst skáldatími, þar sem Viðar Hreins- son ræðir um bók sína um Stephan G. Stephansson, Jónas Þór greinir frá bók sinni um fólksflutningana til Vesturheims og Hólmfríður Tómasdóttir segir frá söfnun heim- ilda og skráningu sinni á vestur- íslenskum bréfum auk þess sem lesin verða ljóð eftir Stephan G. og Guttorm J. Guttormsson. Klukkan 20 hefjast kvikmynda- sýningar í bíósal hússins. Þar verða sýndar myndirnar Iceland on The Prairies, sem var gerð árið 1941 og er 30 mínútna löng, The New Ice- land Saga, 12 mín. löng mynd frá árinu 2000, Icelandic Heritage, the Stephansson Story, 26 mín. mynd frá 1977, Markerville Creamery, A Century of Pride and Progress, 52 mín. mynd frá 1999, og The Importance of Being Icelandic eftir Jón Einarsson Gústafsson. Á laugardag verður opið hús frá kl. 15, en kl. 17 hefjast ferðakynn- ingar og kvikmyndasýningar. Auk fyrrnefndra mynda verða sýndar nokkrar aðrar myndir, m.a. frétta- myndir frá heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta, á Íslendingadaginn í Gimli 1986 og 1994 og The Gudmundson Family Saga, 28 mín. mynd frá 2001. Bæði kvöldin verður kaffi og kanadískt meðlæti til sölu og auk þess verða upplýsingar veittar um ýmsa starfsemi sem tengist Íslandi og Kanada, en nánari upplýsingar eru á slóðinni www.nordictrails- .org. Tengsl Íslands og Kanada á menningarkvöldum Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi sími 577 4949 Næs Glæsilegir árshátíðarkjólar skór - veski Fallegir síðir dragtajakkar í stærðum 38-52 Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Hljómdiskarnir með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og sögunni Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson seldust gjörsamlega upp fyrir s.l. jól. Nýtt upplag er loksins komið aftur og fæst í bókabúðum Máls og menningar og Pennanum-Eymundsson í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Einnig hjá Blindrafélaginu v/Hamrahlíð. Verð kr. 1.250 ljóðin (1 diskur) og kr. 1.350 sagan (2 diskar). Lesari: Jón Júlíusson, leikari. Útgefandi: Hljóðbókin, sími 552 5281.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.