Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Farið á svig við lagaákvæði Þar kemur jafnframt fram að við samningu ársreikninga fyrir skatt- aðilann vegna rekstraráranna 1998 og 1999 verði ennfremur að telja að hafi verið farið á svig við ákvæði 8., 9. og 63. gr. laga nr. 144/1994, um ársreikninga. Í 6. kafla skýrslu skattrannsókn- arstjóra er fjallað um rannsókn á viðskiptum með hlutabréf skattaðil- ans í Fjölmiðlun hf. Þar kemur fram að fyrir liggi skjal með yfirskriftinni „Share purchase agreement“, varð- andi sölu hlutabréfa skattaðilans í Fjölmiðlun hf. að nafnvirði kr. 56.679.317 til Inuit Enterprises Ltd. á kr. 280.000.000. Í skjali þessu, sem dagsett sé 12. og 13. ágúst 1999, komi fram að salan taki gildi 15. júní 1998. Gerð sé grein fyrir þessu í skattframtali skattaðilans gjaldárið 1999, vegna rekstrarársins 1998. Þá segir orðrétt: „Við rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins komu fram gögn og upplýsingar sem bentu eindregið til þess að til- greint söluverð eignarhlutanna í Fjölmiðlun hf. samkvæmt nefndu skjali væri margfalt lægra en raun- verulegt verðmæti og söluandvirði eignarhlutanna á þeim tíma sem sal- an fór fram. Verið var að selja hluta- bréf í Fjölmiðlun hf., félagi þar sem Jón Ólafsson Friðgeirsson var eign- araðili hlutafjár og stjórnarfomaður, frá íslenskum lögaðila, Jóni Ólafs- syni & Co. sf., sem var í eigu Jóns Ólafssonar Friðgeirssonar og fjöl- skyldu hans, til annars lögaðila, Inu- it Enterprises Ltd., sem er lögaðili skráður erlendis, en jafnframt í eigu Jóns Ólafssonar Friðgeirssonar. Sterkar vísbendingar komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins um að Jón Ólafsson Frið- geirsson hefði einhliða ákveðið verð- lagningu í viðskiptunum og hún hefði verið í samræmi við hugmynd- ir hans um hvernig verðlagningu þeirra eignarhluta, sem seldir yrðu til Inuit Enterprises Ldt., skyldi háttað.“ Inuit eigandi að 63% Fram kemur í 6. kafla skýrslunn- ar að með kaupum Inuit Enter- prises Ltd. á hlutafé skattaðilans í Fjölmiðlun hf., auk annarra hluta- bréfakaupa, hafi Inuit Enterprises Ltd. eignast rúmlega 63% hlutafjár í Fjölmiðlun hf. Þegar salan fór fram lá fyrir áætlun um stofnun öflugs fjölmiðlafyrirtækis með sameiningu Fjölmiðlunar, sem á þeim tíma var eignarhaldsfélag sem m.a. átti Ís- lenska útvarpsfélagið og Sýn, við Norðurljós, sem var yfirtökufélag og varð við sameininguna í desem- ber 1999 móðurfélag Skífunnar hf., Íslenska útvarpsfélagsins hf., Sýnar hf. og eigandi 35% hlutafjár í Tali hf. Verðmat Kaupþings á Fjölmiðlun hf. á þessum tíma, eða um mitt ár 1999, þ.e. áður en Skífan hf. samein- aðist öðrum félögum Fjölmiðlunar undir hatti Norðurljósa, var um 6,55 milljarðar króna. Eins og gerð var grein fyrir í fyrstu grein, stóð Jón Ólafsson að stofnun Inuit Enterprises Ltd. með aðsetur á Bresku Jómfrúreyjum í desember 1997 í gegnum breskan banka, Rotschild Trust Corporation Limited. Eins og fram kemur í skýrslu skattrannsóknarstjóra, til- heyra eyjarnar þeim hópi landa þar sem kröfur til skráðra félaga eru í lágmarki, skattskylda takmörkuð, en tekjur viðkomandi ríkis af félög- unum byggjast á stofngjöldum og þjónustugjöldum vegna vistunar fé- laganna í landinu. „Tekjur og eignir félaga af þessum toga eru því ekki skattlagðar á BVI (Bresku Jómfrúr- eyjum) og verulegar líkur raunar á að þær séu það hvergi,“ segir orð- rétt í skýrslunni. Við stofnun Inuit Enterprises Ltd. hófst Jón Ólafsson handa um að færa til lögaðilans eignarhluti sem hann átti í innlendum félögum og eignaðist á árinu 1998 og síðar. Eins og áður hefur komið fram, ann- aðist Inuit Enterprises Ltd. einnig innheimtu vegna reikninga fyrir ráðgjafastörf sem Jón Ólafsson vann fyrir Norðurljós og tengd fé- lög, en það voru starfsmenn Rotsc- hild-bankans á Guernsey sem héldu utan um þá starfsemi í nafni Inuit Enterprises Ltd. gegn ákveðinni þóknun. Fram kemur í skýrslunni, að eftir að innheimta fyrir svonefnd ráð- gjafastörf var hafin, var Jóni Ólafs- syni boðið að ávaxta þessar fjár- hæðir á öðrum reikningum með hærri vöxtum gegn bindingu í lengri tíma. Greint er frá því að fyr- ir liggi gögn um að opnaðir hafi ver- ið fjárvörslureikningar í nokkrum löndum og í gegnum þá eigi sér stað margvíslegar fjárfestingar í verð- bréfum, sem Jón Ólafsson taki allar ákvarðanir um. Við upphaf rannsóknarinnar var lagt hald á yfirlit yfir færslur á bankareikningum Inuit Enterprises Ltd. hjá Rotschild Trust Guernsey Limited, sem fundust á skrifstofu Jóns Ólafssonar á Lynghálsi 5. Í skýrslutöku hinn 30. apríl í fyrra hjá skattrannsóknarstjóra kvaðst Jón ekki hafa séð þessi gögn áður og taldi að ritari hans, Ingunn Hall- dórsdóttir, hefði lagt þau inn á skrifstofu hans. „Fram kemur einnig í fyrirliggj- andi gögnum og í framburði Jóns við skýrslutökur hjá skattrannsókn- arstjóra ríkisins, að Jón notar fjár- muni Inuit Enterprises Ltd. til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni, að því er virðist í gegnum greiðslu- kort sem hann og eiginkona hans eru með í nafni Inuit Enterprises Ltd. í gegnum Kaupþing í Lúxem- borg,“ segir í skýrslunni. Í skýrslutöku 12. apríl í fyrra kvaðst Jón Ólafsson ekki hafa kom- ið að því að útbúa skjöl tengd sölu á hlutabréfum Jóns Ólafssonar & Co. í Fjölmiðlun hf. Hann hefði átt frumkvæði að því að viðskiptin voru gerð, en hann kvaðst ekki muna hver hefði komið að ákvörðun um fjárhæð söluverðsins eða hvernig það hefði verið fundið út. „Það hefði verið einhver fagleg úttekt á því máli,“ eins og segir í skýrslunni. „Jón var í skýrslutökunni spurður hvort það verð sem Inuit Enter- prises Ltd. greiddi fyrir hlutinn í Fjölmiðlun hf. (kr. 280.000.000 – innskot blm.) gæfi rétta mynd af raunverulegu verðmæti hans á þeim tíma sem samningurinn var gerður, en um væri að ræða u.þ.b. 32% í því félagi. Sagði Jón að það hefði verið metið svo á þeim tíma,“ segir í skýrslunni. Í skýrslutöku 3. apríl í fyrra sagð- ist Hermann Hermannsson ekki vita hvort verð það sem Inuit Enterprises Ltd. greiddi fyrir 32% hlut skattaðilans í Fjölmiðlun hf. gæfi rétta mynd af raunverulegu verðmæti hans á þeim tíma sem hann var gerður. Í skýrslutöku hjá skattrannsókn- arstjóra 4. október í fyrra sagðist Símon Ásgeir Gunnarsson ekki muna eftir sölusamningnum á milli Jóns Ólafssonar & Co. og Inuit Ent- erprises Ltd. um söluna á bréfum í Fjölmiðlun hf. og hann kvaðst ekki kunna skýringar á því að gildistaka samningsins hefði verið gerð aftur- virk. Þá kvaðst hann ekki geta svar- að því hvaða vinnu hann hefði lagt í könnun á þessum viðskiptum við samningu ársreiknings skattaðilans og endurskoðun. Hann myndi það ekki. Borið var undir Símon Ásgeir bréf, sem var að meðal tölvugagna sem skattrannsóknarstjóri aflaði á starfstöð Símonar Ásgeirs hjá KPMG endurskoðun hf. Bréfið hafði Símon Ásgeir ritað til Theodore Goddard, en þar kemur fram að Símon Ásgeir telur verðmæti rúm- lega 32% eignarhlutar skattaðilans í Fjölmiðlun hf. ekki vera undir kr. 1.000.000.000. (Einn milljarður króna – innskot blm.) og byggði hann verðmatið á viðskiptum sem nýlega höfðu átt sér stað. Kvaðst Símon Ásgeir hafa verið beðinn um að gefa lýsingu á fjármálum Jóns, samkvæmt ábendingu Jóns sjálfs. Fjárhæðin hefði væntanlega verið fundin með hliðsjón af samningi sem gerður hefði verið á árinu 1998, þegar svokallaðir fjórmenningar hefðu verið keyptir út úr Fjölmiðlun hf. Símon skýrði hluta bréfs síns til bresks fjármálafyrirtækis: „Mr. Olafsson’s future plans involve sell- ing these shares and his current concern is finding the most favour- able preparation for this, in terms of future tax payment,“ á eftirfarandi hátt: „Sagði Símon Ásgeir að í stuttu máli sagt, þá hefði Jón Ólafs- son Friðgeirsson verið að huga að skattahagræðingu þarna. Hugsunin hefði verið sú, að lágmarka skatt- greiðslur af bréfunum.“ Í skýrslutökunni voru viðskipti með hlutabréf í Fjölmiðlun, sem áttu sér stað mánuði fyrr en kaup- samningur var gerður um sölu á hlutabréfum skattaðilans í Fjölmiðl- un, rakin fyrir Símon Ásgeir, en þar kom fram að Inuit Enterprises Ltd. keypti 10,12% eignarhlut í Fjölmiðl- un af Sigurjóni Sighvatssyni á USD 7.000.000 eða krónur 518.000.000 (sölugengi dollars kr. 74 23. júlí 1999). Ennfremur hafði Inuit Ent- erprises Ltd. keypt 18,12% hlut Chase Manhattan Bank á USD 9.750.000 eða kr. 721.000.000 og Kaupþing hafði keypt 15% hlut í Fjölmiðlun hf./Norðurljósum sam- skiptafélagi hf. á kr. 730.000.000. Í ágústmánuði 1999 var svo samið um kaup Inuit Enterprises Ltd. á 32,98% hlut Jóns Ólafssonar & Co. fyrir kr. 280.000.000. Þannig virtist skattrannsóknarstjóra, að því er fram kemur í skýrslunni, sem hluta- bréf Jón Ólafssonar & Co. í Fjöl- miðlun hf. hefðu verið seld á verði sem sýndist fjarri raunverulegu markaðsverðmæti eignarinnar. Sím- oni Ásgeiri var á það bent að hann hefði áður við skýrslutöku greint frá því að hann hefði starfað sem endur- skoðandi Fjölmiðlunar og Norður- ljósa. Í því ljósi var hann spurður á hvaða forsendum hann hefði áritað ársreikning skattaðilans fyrir rekstrarárið 1998 án fyrirvara. „Símon Ásgeir sagði að viðmið- unardagsetning samningsins væri í júní 1998. Samningurinn hefði verið gerður á milli tveggja aðila, skatt- aðilans og Inuit Enterprises Ltd. og hefði Símon Ásgeir sjálfur ekki haft með ákvörðun kaupverðsins að gera,“ segir í skýrslunni. Hann kvaðst í einstaka tilvikum hafa bent Jóni Ólafssyni á, að sumir samning- ar sem Jón hefði staðið að kynnu að orka tvímælis í skattalegu tilliti. „Sagðist Símon Ásgeir ekki vera viss hvort hann hefði sagt það við Jón í þessu tilviki. Aðspurður hvort hann teldi að samningur þessi hefði orkað tvímælis, sagði Símon Ásgeir að hann gæti ekki neitað því nú, með öll gögn fyrir framan sig.“ Fram kemur í skýrslunni að Gunnar Jónsson hrl. var í skýrslu- töku hjá skattrannsóknarstjóra 25. mars í fyrra, þar sem lagt var fyrir hann bréf frá Rotschild Trust Guernsey Limited til Gunnars, sem dagsett er 18. nóvember 1999. Í bréfi þessu eru listaðar upp fjárfest- ingar sem gerðar höfðu verið í nafni Inuit Enterprises Ltd., þ. á m. kaup- in á eignarhlutum Jóns Ólafssonar & Co. í Fjölmiðlun og gerir Rotschild Trust fyrir hönd Inuit Enterprises Ltd. athugasemdir í bréfinu við hvernig staðið hefur ver- ið að kaupum á hlutum í félögum eins og Fjölmiðlun, Sýn og Krók- hálsi 6. „Sem dæmi þá er í lið 1.1 sem varðar Fjölmiðlun hf. fjallað um að Rotschild Trust og þar af leiðandi Inuit Enterprises Ltd. hafi enga vitneskju um að þann 15. júní 1998, hafi verið keyptir 56.679.317 hlutir í Fjölmiðlun hf. í nafni Inuit Enter- prises Ltd. á kr. 280.000.000, fyrr en í ágúst 1999 og bréfritara er ekki ljóst hvernig greiða átti fyrir þessi bréf þar sem á þeim tíma voru ekki til neinir sjóðir til að mæta skuld- bindingum vegna þessara kaupa.“ Gunnar var beðinn að tjá sig um framangreint bréf og hvers vegna það væri stílað á hann. Ástæðu þess sagðist Gunnar telja að hann hefði væntanlega verið talinn búa yfir upplýsingum um þessi viðskipti, en önnur svör kvaðst hann ekki geta veitt og vísaði Gunnar til 17. gr. siðareglna lögmanna í því efni. Í skýrslutöku af Sigurði G. Guð- jónssyni hrl. og forstjóra Norður- ljósa kom fram að hann gæti ekki gert neina grein fyrir Inuit Enter- prises Ltd. Jón Ólafsson hefði komið fram fyrir hönd þessa lögaðila gagn- vart Norðurljósum. Samkvæmt samantekt á gengi hlutabréfa Fjölmiðlunar hf. á til- teknum tíma sést að Inuit Enter- prises Ltd. greiddi kr. 280.000.000 fyrir hlutabréf Jóns Ólafssonar & Co. í Fjölmiðlun að nafnvirði kr. 56.679.317. Bréfin voru því seld á genginu 4,94. Samningurinn um sölu hlutabréfanna er dagsettur 12. ágúst 1999, en í viðskiptum með hlutabréf í Fjölmiðlun í júní og júlí sama ár, voru hlutabréf í félaginu seld á genginu 23,23 til 35,05. Í skýrslunni, þar sem fjallað er um viðskiptin og söluverð á eign- arhluta Jóns Ólafssonar & Co. segir m.a.: „Skýringar Jóns eru afar ótrú- verðugar og í mikilli mótsögn við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar. Gögn um fjölmörg önnur viðskipti með hlutabréf í Fjölmiðlun hf. á sama tímabili bera með sér allt ann- að og margfalt meira verðmæti hlutabréfa í Fjölmiðlun hf. á þeim tíma sem salan frá skattaðilanum átti sér stað og gildir þá einu hve- nær á tímabilinu frá júní 1998 og til ágúst 1999 salan á að hafa átt sér stað … Sýnist söluverð eignarhlut- anna í Fjölmiðlun hf. hafa verið ákvarðað sem málamyndaverð … til þess eins að komast hjá skattlagn- ingu söluhagnaðar af raunverulegu söluverðmæti bréfanna við sölu þeirra úr landi.“ Síðar segir skýrslu skattrann- sóknarstjóra: „Verður þannig að telja fullvíst að Jóni Ólafssyni Frið- geirssyni og Símoni Ásgeiri Gunn- arssyni, löggiltum endurskoðanda, hafi mátt vera ljóst að rangt var að tilgreina sölu þessa í bókhaldi og skattframtali skattaðilans gjaldárið 1999, vegna rekstrarársins 1998 og að söluverð það sem þeir tilgreindu sem söluverð eignarhlutans í Fjöl- miðlun hf. væri fjarri raunverulegu söluverðmæti eignarhlutans í félag- inu. Þeir hafi því af ásetningi rang- fært bókhald og skattframtal skatt- aðilans með þessum hætti, að því er best verður séð, í því skyni að blekkja skattyfirvöld og koma skatt- aðilanum hjá skattgreiðslum lögum samkvæmt … Svo sem fram hefur komið, telur skattrannsóknarstjóri ríkisins fram- angreinda meðferð á viðskiptunum í bókhaldi skattaðilans geta brotið gegn ákvæðum laga nr. 145/1994, um bókhald, laga nr. 144/1994, um ársreikninga og almennra hegning- arlaga. Verður að telja að háttsemi Jóns Ólafssonar Friðgeirssonar, sem fyrirsvarsmanns skattaðilans og Símonar Ásgeirs Gunnarssonar, löggilts endurskoðanda, kunni að svara til verknaðarlýsinga 3. og 5. tl. 1. mgr., sbr. og 2. mgr. 37. gr. og eft- ir atvikum 39. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, 2. tl. 1. mgr., sbr. og 2. mgr. 83. gr. og 2. og 3. tl. 85. gr. og eftir atvikum 86. gr. laga nr. 144/ 1994, um ársreikninga og 158. gr. og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sömuleiðis verður að telja að Sím- on Ásgeir Gunnarsson kunni að hafa með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 7. gr. og 8. gr. laga nr. 18/1997, um löggilta endurskoð- endur. Þá sýnist sú háttsemi Jóns Ólafs- sonar Friðgeirssonar og Símonar Ásgeirs Gunnarssonar, að standa skil á röngum skattframtölum fyrir skattaðilann gjaldárin 1999 og 2000, vegna rekstraráranna 1998 og 1999, kunni að varða þá refsingu sam- kvæmt 5. mgr., sbr. 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignar- skatt og 262. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940.“ Helstu niðurstöður Lokakafli skýrslu skattrannsókn- arstjóra gerir grein fyrir helstu nið- urstöðum rannsóknarinnar og eru þær birtar orðrétt: „Þáttur Jóns Ólafssonar Jón Ólafsson Friðgeirsson hefur látið rangfæra bókhald og skatt- framtal skattaðilans vegna rekstrar- ársins 1998 með því að láta telja til tekna á því ári sölu á 32,98% eign- arhlut skattaðilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit Enterprises Ltd. á kr. 280.000.000, enda þótt sala nefnds eignarhlutar hafi ekki farið fram fyrr en á árinu 1999. Þetta hefur Jón gert, að því er best verður séð, í því skyni að blekkja skattyfirvöld og koma skattaðilanum hjá skatt- greiðslum lögum samkvæmt. Jón Ólafsson Friðgeirsson hefur látið rangfæra bókhald og skatt- framtal skattaðilans vegna rekstrar- ársins 1999, með því að vanrækja að láta færa í bókhald og skattframtal skattaðilans vegna rekstrarársins 1999 sölu á 32,98% eignarhlut skatt- aðilans í Fjölmiðlun hf. Þetta hefur Jón gert, að því er best verður séð, í því skyni að blekkja skattyfirvöld og koma skattaðilanum hjá skatt- greiðslum lögum samkvæmt. Telur skattrannsóknarstjóri ríkisins, mið- að við fyrirliggjandi gögn og upplýs- ingar, að söluverðmæti eignarhlut- arins á þeim tíma sem salan fór fram hafi numið a.m.k. kr. 1.319.494.500. Þáttur endurskoðandans Fyrir liggur að Símon Ásgeir Gunnarson, löggiltur endurskoðandi, sá um gerð ársreiknings og skatt- framtals skattaðilans vegna rekstr- arársins 1998 og áritaði ársreikning- inn um endurskoðun, án athuga- semda eða skýringa. Fyrirliggjandi gögn og upplýsing- ar benda eindregið til þess að Símoni Ásgeiri Gunnarssyni hafi mátt vera ljóst að rangt var að tilgreina sölu á eignarhluta skattaðilans í Fjölmiðl- un hf. í bókhaldi og skattframtali skattaðilans gjaldárið 1999, vegna rekstrarársins 1998 og að söluverð það sem tilgreint var sem söluverð eignarhlutans í Fjölmiðlun hf. í bók- haldi og skattframtali skattaðilans með þeim hætti, í því skyni að blekkja skattyfirvöld og koma skatt- aðilanum hjá skattgreiðslum lögum samkvæmt. Fyrir liggur að Símon Ásgeir Gunnarsson, löggiltur endurskoð- andi, sá um gerð ársreiknings og skattframtals skattaðilans vegna rekstrarársins 1999 og áritaði árs- reikninginn um endurskoðun, án at- hugasemda eða skýringa. Fyrirliggj- andi gögn og upplýsingar benda eindregið til þess að Símoni Ásgeiri Gunnarssyni hafi mátt vera ljóst að rangt var að vanrækja að tilgreina sölu á eignarhluta skattaðilans í Fjölmiðlun hf. í bókhaldi og skatt- framtali skattaðilans gjaldárið 2000, vegna rekstrarársins 1999, sem skattrannsóknarstjóri ríkisins telur að hafi varðað verðmæti að fjárhæð a.m.k. kr. 1.319.494.500. Hafi Símon Ásgeir því rangfært bókhald og skattframtal skattaðilans með þeim hætti, í því skyni að blekkja skatt- yfirvöld og koma skattaðilanum hjá skattgreiðslum lögum samkvæmt. Vanframtaldar tekjur Fyrir liggur að söluverðmæti 32,98% eignarhlutar skattaðilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit Enterprises Ltd. var talið ranglega fram kr. 280.000.000 í skattframtali skattaðil- ans gjaldárið 1999, vegna rekstrar- ársins 1998 og söluhagnaður vegna þeirra oftalinn um kr. 173.495.886 í skattframtalinu það ár. Skattrannsóknarstjóri ríkisins tel- ur að borið hafi að gera grein fyrir sölunni í skattframtali skattaðilans gjaldárið 2000, vegna rekstrarársins 1999, og að söluverðmætið hafi num- ið að lágmarki kr. 1.319.494.500. Vanframtalinn söluhagnaður nemi því kr. 1.207.015.505 í skattframtal- inu það ár. Grundvöllur skattskila Með vísan til framanritaðs og skýrslunnar í heild liggur fyrir að bókhald og skattframtöl skattaðilans gjaldárin 1999 og 2000, vegna rekstraráranna 1998 og 1999, eru röng. Er ljóst að lögboðin gjöld til ríkissjóðs verða ekki ákvörðuð á grundvelli þeirra skattframtala einna og sér sem staðið hefur verið skil á fyrir hönd skattaðilans vegna rekstraráranna 1998 og 1999.“ $  %"& '  ( )"*+" %  , % S5 2# 7   ) % 5  = D)$ T#5# ,  )4 ) + ) # %G  %G  ,  )4 ) + ) # ,  )4 ) + ) # ,  )4 ) + ) # C>#B #>>@ C #B#>>@ FB#C#>>@ E#B #>>> CC#B#>>> CF#B#>>>  $>>> C#B@#>>> EE#CB@#BBB K # >#F # #@EE C#@@ #K  C#@C#K>K  #>#FB FB#E#CEK K # >#F +76)+ 8+6(* ' )67 )67 ',6'+ '*6+ 8+6(* 3,)"''5",,, '",,,",,,",,, +8"+**"*(5 8,,",,,",,, 58,",,,",,, 7'7"85,",,, ),*"78+"7,, +*,",,,",,,          agnes@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.